Morgunblaðið - 29.11.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 29.11.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 25 Andstæður Elivoga-Sveins Békmenntir Sigurjón Björnsson Sveinn frá Elivogum: And- stæður. Ljóðasafo. Auðunn Bragi Sveinsson bjó til útgáfu. Skugg- sjá. Bókabúð Olivers Steins SF. Hafnarfirði 1988, 204 bls. Sveinn Hannesson kenndur við Elivoga á Langholti í Skagafirði, þar sem hann átti heimili frá ferm- ingaraldri og fram yfir þrítugt, var eitt hinna kunnustu alþýðuskálda á sinni tíð norðan fjalla. Hann fædd- ist 1889, en lést árið 1945. Rúmum fjörutíu árum eftir andlát hans kunna margir stökur hans og sum- ar munu vafalaust lifa lengi enn. Lífseigastar og fleygastar hafa ádeiiustökur efalaust orðið, þó að hann hafi ort margt fleira eins og glöggt má lesa í þessari bók. Arið 1933 kom út 98 bls. kver í litlu broti er nefndist Andstæður. Nokkur tækifærisljóð eftir Svein Hannesson frá Elivogum. Útgef- andi: Hagyrðinga og kvæðamanna- félag Reykjavíkur. Ekki var Sveinn allskostar ánægður með þá útgáfu. „Vegna ókunnugleika og oftrausts á hlutvendni og starfshæfni þessa félagsskapar, er áður hafði sýnt mér yfirborðs samúð, sem ég gat ekki mistryggt að raunalausu, seldi ég félaginu handrit til útgáfu með því fororði, að það yrði gefið út óbreytt, eða ef fellt yrði úr, þá yrði gætt hinnar ítrustu nákvæmni um val og skipun efnisins. Nú tókst svo illa til, -að ýmislegt af þeim vísum mínum, er öðlast höfðu hvað mesta hylli, eða aðrar svipaðrar tegundar, voru felldar burtu, ekki einungis einstakar vísur heldur og fleiri eða færri erindi úr heilum vísnaflokk- um ...“ Þetta getur að lesa í for- málsorðum Sveins að Nýjum And- stæðum (64 bls.) sem hann gaf út sjálfur 1935. Hann taldi að í fyrri útgáfunni hefði „ . . .glatast allmik- ið af ýmsum sérkennum kveðskapar míns. Úr þessu vildi ég nokkuð bæta 'með þessum nýju Andstæð- um. Er því raunar ekki að leyna, að í viðbót þessari ber mun meira á persónulegum skeytum og bersögli um mannlegt eðlisfar, heldur en { hinum fyrri Andstæðum. En hver og einn verður að kannast við það tvennt, að venjulega er orðhæfnin mest þegar afdráttarlaust er miðað og að margir hinna bestu lesenda vilja engin undanbrögð í þessu efni.. .** Fram til þessa hefur ekki annað birst í bókarformi eftir Svein en þessi tvö kver, sem fyrir langalöngu eru ófáanleg. Nú hefur sonur Sveins, Auðunn Bragi, sem sýnt hefur minningu föður síns mikla ræktarsemi, bætt úr betur. í þessari nýju útgáfu, sem Auðunn Bragi fylgir úr hlaði með ágripi af ævisögu Sveins og yfirliti um skáldskapariðkun hans, eru Andstæðumar báðar endurprentað- ar (bls. 19—120), en þar fer á eftir viðbót áður óprentaðra kvæða og vísna (bls. 64), sem Auðunn nefnir Gamlar og nýjar Andstæður. Við- bótin sem nemur um þriðjungi bók- ar flytur margt af snjöllum stökum, sem vissulega var gott að fá á prent. Umsjónarmaður útgáfu tek- ur þó fram að hér sé einungis um Auðunn Bragi Sveinsson úrval kveðskapar Sveins að ræða, enn sé sitthvað óbirt í handritum. í bókarlok er skrá yfir prentaðar heimildir um ævi og skáldskap Sveins frá Elivogum, svo og skrá um Upphöf erindanna í bókinni. Vísnavinum þykir áreiðanlega fengur að þessari myndarlega út- gefnu bók. Ekki get ég að því gert að þegar ég fletti þessari bók staldra ég lengst við stökumar. Kvæðin, af- iriælis-, eftirmæla-, átthagakvæði og annað slíkt fer að mestu fram hjá mér með örfáum undantekning- um þó. Fer mér í því líkt og þegar ég glugga í ljóðmæli Bólu-Hjálm- ars, Gísla frá Eiríksstöðum og margra fleiri, sem vom meistarar ferskeytlunnar framar öðm. Og eins og Sveinn lætur liggja að í áður tiivitnuðum orðum var hann oftast orðhæfnastur í sókn og vöm. Stundum blöskra manni reyndar samansúrmð grófyrði hans og skammir, en í öðmm tilvikum hlýt- ur maður að dást að orðfimi hans og hugmyndaauðgi. Sem dæmi af ótalmörgum má nefna eftirfarandi vísu, sem er hluti af e.k. ritdómi um ljóðabók Hjálmars á Hofi (sem raunar varð góður vinur hans, sbr. Nýja Hjálmarskviðu): Kviðan óðar kostafá kann ei þjóð að gleðja, klamburshljóðið heyrist frá Hjálmars Ijóðasteðja. Því má þó ekki gleyma að Sveinn átti einnig þýðan og mjúkan tón í hörpu sinni. Um það em mörg dæmi úr ferskeytlunum. Ég nefni eitt sem mér er sérlega kært. Það eru eftirmæli eftir Skúla Thorodd- sen alþingismann: Nú er Skúla komið kvöld, kempan horfín vorum sjónum. Þó að hríði í heila öld harðsporamir sjást í snjónum. Hér bregður afdalabóndinn í snjóþungum Laxárdalnum fyrir sig eftirminnilega skýru og nærtæku líkingamáli. Ég sé ekki ástæðu til að teygja lopann lengur eða að fara með fleira úr Andstæðum Sveins frá Elivog- um. Allir þeir sem gaman hafa af velkveðnum ferskeytlum munu verða sér úti um þessa bók. Sveinn var vissulega umdeildur maður meðan hann var ofar moldu, enda sveið marga undan höggum hans. En það hefur aldrei leikið vafi á að tök hans á ferskeytlunni voru snilldarleg þegar best lét. þegja meðan þær |m upp! Eirm stœrsti kosturirm mð nýju Cylinda uppþvotta- vélamar sést ekki og heyrist varla - hvað þœr eru ótrúlega hljóðlátnr Cylinda UPPÞVOTTAVÉLAR - ÞVOTTAVÉLAR TAUÞURRKARAR þegar adeins þab besta er nóga gott Efl -kostimir eru fleiri------------------------------ Einstök einangrun gerir Cylinda hljóðlátari en áður hefur mœlst. I Með nýrri þvottateekni sparast orka,vatn og sápa, svo um munar. Lekaáhyggjur eru úr sögunni - Cylinda hefur margfalt lekaöryggi Cylinda þvær sig upp sjálf áður en hún þvær upp = betri uppþvottur en áður hefur þekkst a||__||l Efnisgæðin skapa endinguna. Cylinda er úr 0.6mm 118/8 stáli (aðrirláta 0.4 mm duga) iFOmx HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 KRISTALS- OG POSTULÍNSVÖRUR MATTA RÓSIN. Handskorinn kristall frá Bohemia. Framleitt að aldagamalli hefð. Mikið úrval af glösum, karöflum, vösum, skálum o.s.frv. LINDNER. Skrautmunir, lampar, vasar, mokkastell o.fl. Glæsilegt, haridmálað postulín frá Vestur-Þýskalandi. LAUKURINN. Handmálað matar- og kaffistell frá Keramíka. Þetta er sá upprunalegi. Mikið af aukahlutum. Mjög gott verð! HVÍTA stellið. Fágað matar- og kaffistell með ýmsum aukahlutum. Slgilt útlit, óhagganleg gæði. Ekta gylling. Gott verð. Metsölublad á hverjum degi! Sendum I póstkröfu um land allt. Templarasundi 3 • slmi 19935 Teiknað hjá Tómasi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.