Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 4

Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Lottó: Ógreiddir vinnmgar 17 milljónir króna Hæsta vinningsupphæðin frá upp- hafi, 7 m.kr., á tveggja ára afinæiinu „VINNINGAR í Lottóinu, sem vinningshafar hafa ekki sótt innan eins árs, eru um 17 millj- Peningaskáp- urinn fimdinn STÓR og mikill peningaskápur, sem stolið var í innbropti í Bíla- leiguna Geysi þann 11. þessa manaðar, kom í leitirnar um helgina. Skápurinn fannst við Leirvogs- vatn. Hann hafði verið spenntur upp en talið var að flest verðmæti sem í honum voru hafi verið látin óhrejrfð. Þar var einkum um tékka og ýmis konar skjöl að ræða. ónir króna en fólk hefur eitt ár til að sækja vinningana," sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, framk væmdastj óri íslenskrar getspár, í samtali við Morgun- blaðið. Fyrsti vinningur í Lottó- inu á laugardaginn var 14.280.207 krónur sem féllu í hlut tveggja vinningshafa, þannig að hvor þeirra fær í sinn hlut 7.140.103 krónur. Það er hæsta upphæð sem þátttakandi hefur unnið frá því að Lottóið byrjaði. Sú næsthæsta var rúm- ar 5 milljónir króna, að sögn Vilhjálms. A laugardaginn voru tvö ár siðan Lottóið tók til starfa. Annar vinningshafinn er Hlynur Tryggvason á Blönduósi en hinn vill ekki láta nafns síns getið. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Blönduskála á Blönduósi og Næt- ursölunni á Akureyri. Fyrsti vinn- ingur var hæstur 16. maí í fyrra, eða um 14,7 milljónir króna, sem komu í hlut 7 þátttakenda, að sögn Vilhjálms. „Að þessu sinni fengu 18 manns 82.507 króna bónusvinning hver en sá vinningur hefur verið frá um 50 þúsund krónur og upp í um 300 þúsund krónur. Við byrj- uðum með bónusvinninga í 37. viku þessa árs,“ sagði Vilhjálmur. Eftir að við hækkuðum lægstu vinningana hefur færst í vöxt að vinningshafar sæki þá. Hæsti vinningur, sem ekki hefur verið sóttur, var 2,1 milljón króna. Vinn- ingar á þessu ári eru samtals 231 milljón króna,“ sagði Vilhjálmur. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: / / / / / / / / / /////// ///////// ////'/////// Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 29. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Um 700 km suðsuðaustur af Hvarfi er vaxandi og víðáttumikil 977 mb lægð, sem þokast austnorðaustur, en fyrir norðan land er 1.011 mb hæð, sem fer heldur minnkandi. Hiti breyt- ist lítið í fyrstu, en veður fer hlýnandi, þegar iíöur á nóttina. SPÁ: Austanátt, stinningskaldi við suðurströndina, en gola eða kaldi víðast annars staðar. Dálítið rigning syðst á landinu, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum og nokkuð bjart veður á Norður- landi. Hiti 1—5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðaustanátt, kaldi eða stinningsgola og víða rigning sunnan- og austanlands, en að mestu úrkomulaust í öðrum iandshlutum. Hiti 3—7 stig. TÁKN: Q ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. f r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur _j- Skafrenningur R Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHE/M kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hlti 2 3 veður skýjað skýjað Bergen 2 rigning Helsinki +10 lóttskýjað Kaupmannah. 4 rigning Narssarssuaq 2 skýjað Nuuk +1 alskýjað Oaló +1 snjókoma Stokkhólmur +4 snjókoma Þórshöfn 5 rigning Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 6 rigning Barcelona 12 mistur Chicago 0 snjókoma Feneyjar 9 heiðsklrt Frankfurt 2 þokumóða Glasgow 10 mistur Hamborg 5 rigning Las Palmas vantar London 8 alskýjað Los Angeles 10 heiðskírt Luxemborg +1 hrimþoka Madnd 9 heiðskírt Malaga 18 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal 7 skúr New York 16 skúr Parfs 1 alskýjað Róm 13 þokumóða San Diego 9 heiðskírt Winnipeg +20 skýjað Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hinn lukkulegi vinningshafí Hlynur Tryggvason ásamt eiginkonu sinni Sigurlaugu Hermannsdóttur. Frétti þetta um hádegið í gær Sagði lottóvinningshafinn á Blöndu- ósi húsasmiðurinn Hlynur Tryggvason Blönduósi. „Mér líður eins og ríkisstjórn sem fundið hefur lausn á efna- hagsvandanum,“ sagði Hlynur Tryggvason húsasmiður á Blönduósi þegar hann var inntur eftir líðaninni með stóra lottó- vinninginn. En eins og kunnugt er skiptist lottópotturinn milli tveggja norðlendinga og komu 7.140.103 kr. í hlut. Hlynur Tryggvason sagði að hann hefði keypt tíu raðir fyrir hádegi á laugardaginn og væri það í fyrsta sinn sem hann tæki þátt í lottóinu eftir að tölunum var fjölgað. Ekki kvaðst Hlynur hafa notað neitt sérstakt kerfi við val á tölum heldur látið örlög- in ráða hvar merkt var við. Það var ekki fyrr en um hádegisbilið í gær sem Hlynur uppgötvaði að stóri vinningurinn væri hans. „Við hjónin höfðum heyrt í út- varpinu að lottóvinningurinn hefði gengið út og veltum þessu því ekkert fyrir okkur frekar. í gærmorgun var svo athygli konu minnar Sigurlaugar Hermanns- dóttur vakin á því að annar vinn- ingshafinn væri frá Blönduósi og hann hefði ekki gefið sig fram. Jafnframt kom fram hve- nær miðinn hafði verið keyptur þannig að konan fór heim úr vinnuni til að athuga miðann og kom þá þessi stórkostlega stað- reynd í ljós.“ Hlynur sagði að ákvörðun um ráðstöfun fjárins væri ekki endanlega mótuð en þó væri ljóst að vinningurinn myndi létta skuldabaggann. —Jón Sig. * Andri Isaksson til starfa hjá UNESCO í New York ANDRI ísaksson prófessor hef- ur verið ráðinn til starfa hjá UNESCO, Menningarmála- stoftiun Sameinuðu þjóðanna, næstu tvö ár sem skrifstofii- stjóri tengslaskrifstofu í New York. Andri starfaði í menntamála- ráðuneytinu sem sérfræðingur í skólarannsóknum og deildarstjóri í skólarannsóknadeild ráðuneytis- ins á árunum 1966—1973 er hann var skipaður prófessor í uppeldis- fræði við Háskóla íslands. Andri var ritari íslensku UN- ESCO-sendinefndarinnar 1966— 1980. Hann starfaði hjá UNESCO í París 1980-1983 að fjölþjóðleg- um samstarfsverkefnum á sviði nýjunga og tilrauna í skólamálum í Evrópu. Árin 1983—1987 var hann fulltrúi íslands og Norður- landa í framkvæmdastjórn UNES- CO. Andri ísaksson tók við nýja embættinu á mánudag, 28. nóv- ember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.