Morgunblaðið - 29.11.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 29.11.1988, Síða 3
Samgönguráðherra: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 3 Áform Flying Tig- ers athyglisverð Flugleiðir tilbúnir til viðræðna við erlenda flugfélagið Samg-önguráðherra segir áform flugféiagsins Flying Tigers nm milli- lendingar hér á leið til og frá Austurlöndum og umsókn um fragt- flutninga á sömu leið athygliverð. „Fyrir&am er ég jákvæður gagn- vart þessum áformum,*1 segir hann. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir félagið tilbúið til viðræðna við Flying Tigers, enda felist spennandi möguleikar i auknu fragtflugi til og frá landinu. „Ég bíð nú bara eftir formlegri umsókn frá þeim Flying Tigers- mönnum," sagði samgönguráðherra, Steingrímur Sigfússon, í samtali við Morgunblaðið. „Þeir komu hér og kynntu mér málið, lögðu það óform- lega fyrir mig og nú bíð ég eftir því að heyra eitthvað frá þeim. Ég veit ekki annað en umsóknin sé á leið- inni. Þeir eru hér að undirbúa þetta að öðru leyti, ræða bæði við flugvall- aiyfirvöld, olíufélög, Flugleiðir og aðra viðkomandi aðila. Þetta er því allt í fullum gangi hvað millilending- ar snertir. Hvað leyfi til fragtflutninga varð- ar, fer beiðni um það sína venju- bundu leið í gegnum kerfið þegar hún berst. Við sendum hana til um- sagnar og fáum viðbrögð flugráðs og tengdra aðila við þvi. Fyrirfram er ég heldur jákvæður gagnvart þess- um áformum. Þau eru athygliverð. Þeim fylgja talsverð umsvif og mögu- leikar og það hlýtur að vera frekar í þágu okkar en hitt að opna beinar samgöngur til austurlanda. Tfðar og relgulegar ferðir opna auðvitað aukna möguleika á útflutningi. Ég er heldur velviljaður leyfi til flutninga á leiðinni Keflavík Austurlönd og til baka. Hitt er syo undeilanlegra með legginn milli meginlands Evrópu og Keflavíkur, þar sem við höfum sjálf- ir byggt upp áætlun, en ég útiloka ekki þann möguleika. Frísvæði er annað mál, sem ekki þarf að vera tengt áhuga Flying Ti- gers þó forráðamenn þess hafi áhuga á því. Það gæti gefið þeim vissan kost á flutningum og styrkt stöðu þeirra á þessari flugleið. Þetta er sjálfstætt ákvörðunaratriði, sem ég vil ekki banda mikið inn í þetta. Fly- ing Tigers munu væntanlega koma hér hvort sem frísvæði verður að veruleika eða ekki," sagði Steingrfm- ur Sigfússon. Miðstjórn Alþýðubandalagsins: Hagræðingarátak í stað gengiskollsteypu MIÐSTJÓRN Alþýðubandalags- ins hélt haustfund um helgina og i ályktun segir m.a. að knýja þurfi fram hagræðingu í inn- flutningsverslun til að lækka vöruverð með því að beita verð- lagseftirliti á heildsölustigi. Þar segir einnig að kollsteypur í gengismálum muni ekki koma atvinnulífinu í landinu á traustan grundvöll heldur magna upp verðbólgu. Um stjómarþáttökuna segir: „Það var á margan hátt erfitt fyrir Alþýðubandalagið að taka þátt í nýrri ríkisstjórn. (...) Lítið svigrúm var til að tryggja við stjómarskiptin framkvæmd mikilvægra umbóta- mála. Samningsréttur verkalýðs- hreyfingarinnar hafði verið afnum- inn af fyrri ríkisstjóm. Alþýðu- bandalagið hafði ekki afl til að ná fram leiðréttingu varðandi þessi sjálfsögðu mannréttindi við myndun ríkisstjómarinnar. Alþýðubanda- lagið taldi þó nauðsynlegt að freista þess að mynda ríkisstjóm félags- hyggjuafla og hafa áhrif á hvaða leiðir yrðu farnar til að leysa hin miklu vandamál íslensks efna- hagslífs." Meðal nefndra leiða er að tryggja lækkun raunvaxta, að auka hag- kvæmni bankakerfisins t.d. með því að fækka bönkum. Þá segir að vinna þurfi skipulega að hagræð- ingu í öllum greinum atvinnulífsins og draga úr tilkostnaði, skapa hag- kvæmari rekstrareiningar í sjávar- útvegi og lýst er vilja til að lög- festa byggðakvóta. Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur Alþýðubandalagsins sagði á blaðamannafundi að hann æskti þess að fyrirtækin hefðu sjálf fmm- kvæði að aukinni hagræðingu, til dæmis með samruna í stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Ef ekki, þá yrði ríkisvaldið að knýja frám hagræðinguna. Hugmyndinni um varaflugvöll með þátttöku NATO var alfarið hafnað og varað við oftrú varðandi nýja stóriðjukosti, en ekki alfarið lokað á hugmyndir um nýtt áiver. Boðað er stórátak í tilefni af tutt- ugu ára afmæli Alþýðubandalags- ins á næsta ári fyrir gróðurvemd undir kjörorðinu Nýtt landnám. Jólaljós íAusturstræti Það fer ekki fram hjá Reykvíkingum að jólin eru á næsta leyti, þvi um helgina var kveikt á jóla- Ijósunum yfír Austurstræti. Jólasveinar eru fyrir nokkru komnir i gluggann á Rammagerðinni, og innan tíðar fara bræður þeirra sjálfsagt að sjást á götum borgarinnar. Atviimutry ggingarsj óður: Stefnt að ákvörðun um fyrstu tíu fyrirtækin 1 dag Ekki ríkisábyrgð á skuldabréfin segir Qármálaráðherra FYRSTA ákvörðun um úthlutun úr Atvinnutryggingarsjóði gæti legið fyrir í dag, að sögn Gunnars Hilmarssonar, formanns sjóðs- stjórnar. Þá verða teknar fyrir umsóknir um 10 fyrirtækja, sem sérstök samstarfsnefnd hefur skilað umsögnum sínum um, en alls hafa um 115 fyrirtæki nú sótt um lán og skuldbreytingar hjá sjóðn- um. Ríkisábyrgð verður ekki sett á skuldabréf Atvinnutryggingar- sjóðs, að sögn Olafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra. Gunn- ar Hilmarsson sagði að nú væri verið að leita leiða til að koma í veg fyrir að skuldabréfin yrðu seld á „gráa markaðinum“ með miklum aftöllum. Hann sagði að verið væri að skoða leiðir til að auðvelda bönk- unum kaup á skuldabréfum sjóðs- ins. Það yrðu alltaf einhver afföll af sölu bréfanna, en 5-10% afföll í bankakerfinu væru annað en að yfir 40% bættust ofan á upphæð skuldanna hjá „gráa markaðin- um“. Á ráðstefnu um fjármál sveitar- félaga í síðustu viku sagði Gunnar að heildarupphæð þeirra lána og skuldbreytinga sem beðið hefði verið um væri um 3 milljarðar króna. Hann sagði í gær að sjóður- inn myndi í mesta lagi hafa úr 2,5 milljörðum að spila á þessu ári, sem myndi þá þýða 700 milljónir króna í bein lán og 1.800 milljónir í skuldbreytingar. Það þyrfti að hafa í huga að beiðnir fyrirtækja væru yfirleitt í hámarki, í öðru lagi fengju ekki allir lán og inni í þessum tölum væru einnig beiðnir um svokölluð hagræðingarlán. Gunnar var spurður eftir hveiju yrði farið við úthlutun úr sjóðnum. Hann sagði að auðvitað yrði tekið mikið mark á áliti samstarfsnefnd- arinnar - sem skipuð er fulltrúum viðskiptabankanna og lánasjóða atvinnuveganna - og þá sérstak- lega á því hvaða fyrirtæki væru lánshæf og hver ekki. Samstarfs- nefndin hefði hins vegar mjög fastmótaðar formúlur um hve háar upphæðir ætti að veita og sjóðs- stjómin hefði töluvert svigrúm til Ólafsvíkurvegur: SIGURÐUR Vigfusson verktaki á Bjarnafossi á Snæfellsnesi átti lægsta tilboðið í lagningu Ólafsvíkurvegar frá Núpá að Skógarnesvegi. Bauð hann 8,2 milljónir kr. í verkið, kostnað- aráætlun er tæpar 12 milljónir, þannig að tilboð hans er 68,6% I af kostnaðaráætlun. Onnur til- að hækka eða lækka úthlutanir frá tillögum nefndarinnar. „Við höfum verið að slípa hjá okkur kerfíð. Eg reikna með að þegar þetta er komið í gang getum við afgreitt svona 10-20 umsóknir í viku,“ sagði Gunnar. boð voru flest mikið hærri, það hæsta 14,3 milljónir. Vegarkaflinn er 4,3 km að lengd. Átta aðrir verktakar buðu. Næst lægsta tilboðið var 9,6 millj- ónir frá Tak hf. í Búðardal en önnur tilboð voru á bilinu 11,5 til 14,3 milljónir kr. Lægsta tilboð 56% af kostnaðaráætlun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.