Morgunblaðið - 26.11.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.11.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. Sími 652085. Tískusýning á náttfatnaði kl. 2 ídag íTARÝ á Reykjavíkurvegi 60 Hafn- arfirði. Módelsamtökin sýna náttfatnað frá CalidaogCats. 30% afsláttur af ýmsum vörum,t.d.samkvæmis- töskum, toppumo.fi. Veriðvelkomin. Snyrtivöruverslunin ALAUGAVEGI Félagasamtök, skólar, einstakl- ingar og óhugafólk athugið! Nú bjóðum við kaupmenn ó Laugavegi aðstöðu fyrir aðila sem vilja kynna sig og starfsemi sína ó Laugavegi. Alls kyns uppókomur koma til greina. Tilgangurinn er að gera Laugaveginn líflegan til jób. Allor nónori upplýsingor í símo 621170 eio 14485 í dog. GAMLIMIÐBÆRINN Lúðrasveit verkalýðsins: Haust- tónleikar Hausttónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir í Lang- holtskirkju laugardag, 26. nóvem- ber, kl. 17.00. Efnisskráin verður flölbreytt, inn- lend og erlend lög, allt frá hefð- bundinni lúðrasveitartónlist til diskó- tónlistar og allt þar á milli. Félagar í Lúðrasveit verkalýðsins eru nú 36 talsins og hefur sá fjöldi haldist nokkuð stöðugur undanfarin ár. Lúðrasveitin fór í sumar til Dan- merkur, þar sem hún tók þátt í sam- norrænu tónlistarmóti ásamt Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur og RAR- IK-kómum. Uppi eru hugmyndir um ferð til Tékkóslóvakíu næsta sumar, en það er þó ekki með öllu afráðið enn. í haust tók nýr stjómandi við Lúðrasveit verkalýðsins, Jóhann Ing- ólfsson. Jóhann er lærður tónlistar- kennari og klarinettleikari og hefur um 10 ára skeið starfað í röðum lúðrasveitarinnar og þekkir því mjög vel til hennar. Auk tónlistarkennslu hefur Jóhann stundað kennslu við grunnskóla Reykjavíkur um árabil. Þá hefur Jóhann í frístundum fengist við útsetningar á tónlist fyrir lúðra- sveitir og er eitt af verkefnum tón- leikanna útett af honum. Loks má geta þess að undanfarin ár hefur Jóhann leikið á klarinett í hljómsveit íslensku ópemnnar og víðar. (Úr fréttatilkynningu.) Aldraðir við vinnu í Gerðubergi. ELDRI borgarar í Gerðubergi verða með sölu á handavinnu Fræðslufundur í Breiðholtsskóla: Foreldrafélag Breiðholtsskóla efiiir til fræðslufundar sem nefii- ist „Agi og ábyrgð: Hvernig geta foreldrar agað börn sín?“. Fyrir- lesari verður Sólveig Ásgríms- dóttir sálfræðingur, sem starfar hjá Barna- og unglingadeild Landspítalans. Fræðslufundurinn er öllum opinn og verður í Breiðholtsskóia mánu- dagskvöldið 28. nóvember kl. 20.30. Eftir 45—60 mínútna framsögu verður kaffihlé og síðan fyrirspum- ir og almennar umræður. Morgunblaðið/Sverrir sunnudaginn 27. nóvember kl. 13.30-17.00. Til sölu verður t.d. mikið af jóladúkum, pijónuðum dúkum, lúff- um, vettlingum, sokkum, jólasvunt- um o.fl. Einnig verður sýnikennsla á aðventuskreytingum og efni selt til skreytinga. Kaffíterían verður opin. Strætisvagnar nr. 12 og 13 stoppa fyrir framan húsið. Mælsku- keppni í Kópavogi J ólabasar í Gerðubergi Svavar Ólafsson við nokkur verka sinna. Sýnir í Bókasafhi Kópavogs SÝNING á verkum Svavars Ól- afssonar stendur nú yfir í Lista- stofii Bókasafiis Kópavogs. Svavar er fæddur á Bíldudal 7. ágúst 1919. Hann hefur mestan hluta ævinnar unnið við iðn sína sem klæðskerameistari. Svavar er sjálfmenntaður í myndlist en hefur haidið sýningu hjá Sævari Karli Ólasyni 1986 og á Mokkakaffi sama ár. Sýningin stendur til 16. desem- ber og er opin á sama tíma og Bókasafnið, mánudaga til föstu- daga kl. 9—21 og laugardaga kl. 11-14. MÆLSKU- og rökræðukeppni III. ráðs ITC á íslandi verður haldin í Hamraborg 5, 3. hæð sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00. ITC-deildin Ösp leggur fram til- lögu um að allar hvalveiðar í vísindaskyni verði leyfðar hér við land. Meðmælendur eru félagskon- ur í ITC-deildinni Fífu í Kópavogi og andmælendur eru félagskonur í ITC-deildinni Ösp frá Akranesi. Kaffíveitingar verða í hléi. Allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning) Nafti gagnrýn- anda féll niður ÞAU MISTÖK urðu við vinnslu blaðsins að nafii myndlistargagn- rýnanda, Braga Ásgeirssonar, féll niður með myndlistardómi hans Hin harða járnskel sem birt- ist í glaðinu í gær. Þar fjallar Bragi um verk Jóns Óskars Hafsteinssonar. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Kvenkuldaskór Verð kr. 2995, - Stærðir: 36-41. Litur: Svart. Efni: Skinn. 5% staðgrelðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. KRINGMN KKIHGNM S. 689212 Tolli sýnir í óperunni f ÍSLENSKU óperunni verður opnuð sýningu á málverkum eft- ir Tolla, Þorlák Kristinsson, sunnudaginn 27. nóvember kl. 18.00. Tolli stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1977—1983 og við Myndlistar- háskólann í V-Berlín 1983—1984. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir málverk sín hér á landi og einnig erlendis. Hann hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar og má þar nefnda sýningar í Þýska- landi, Frakklandi, Danmörku og Kóreu. Tolli hefur kosið að sýna myndir sínar víðar en í hinum hefð- bundnu sýningarsölum, m.a. víða á vinnustöðum úti á landi og í Reykjavík. Sýningin verður opin til 18. des- ember, 27. nóvember til 4. desem- ber kl. 15.00—19.00 alla daga og Þorlákur Kristinsson myndlistar- maður. 5.—18. desember kl. 13.00—17.00 virka daga. (Fréttatilkynning) Fyrirlestur um nýjar rannsóknir á á erfðafræði mannsins Dr. Jórunn Erla Eyfjörð erfða- fræðingur heldur fyrirlestur um nýjar aðferðir og rannsóknir í mannerfðafræði nk. mánudags- kvöld, 28. nóvember, en Jórunn starfar á nýrri rannsóknastofii Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði. í fyrirlestrinum segir Jórunn frá skipulagi erfðaefnisins og hvemig farið er að við kortlagninu gena á litningum. Þá verður greint frá aðferðum við greiningu á erfðagöll- um og sagt frá forvitnilegum rann- sóknum á svokölluðum onkógenum og bæligenum sem hvorutveggja geta skipt miklu máli um hvort krabbamein nær að myndast. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20.30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.