Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Aldarminning: Jón Pálmason al- þingismaður á Akrí eftirFriðjón Þórðarson Um þriðpungur aldar er nú að baki frá fyrstu kynnum okkar Jóns Pálmasonar á Akri. Hann var þá fyrir löngu orðinn þjóðkunnur mað- ur og svipmikill þingskörungur. Ég var að stíga fyrstu skrefin í stjóm- málabaráttunni og harla fákunn- andi í þeim fræðum. Á okkur var mikill aldursmunur. Jón var búinn að sitja á Alþingi yfír tuttugu ár fyrir Austur-Húnvetninga, en ég náði kjöri til þings sem 11. lands- kjörinn þingmaður vorið 1956 í Dalasýslu. A þingi sátu þá margir valinkunnir sæmdarmenn, en að sjálfsögðu ólíkir í fasi og háttum. Það var næsta fróðlegt að veita því athygli, hvort og þá hvemig þeir heilsuðu nýliðanum þegar þingið kom saman. Eitt man ég vel, að Jón á Akri kom á móti mér kátur og hress í bragði og bauð mig inni- lega velkominn til þings. Er skemmst af því að segja, að með okkur tókst fljótlega góður kunn- ingsskapur, sem varð að traustri vináttu við nánari kynni og sam- starf. Jón Pálmason fæddist á Ytri- Löngumýri í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu 28. nóvember 1888. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Eggertsdóttir frá Skefíls- stöðum í Skagafirði og Pálmi Jóns- son frá Stóradal í Húnavatnssýslu. Bæði voru þau af fjölmennum og þekktum bændaættum. Ingibjörg af Skíðastaðaætt, en Pálmi af Stóradals- og Skeggstaðaætt. Hún fæddist árið 1853, dáinn 1911. Hann fæddist 1850, dáinn 1927. Þau bjuggu fyrst á Syðri-Löngu- mýri í Blöndudal, en lengst af á Ytri-Löngumýri. Þar ólst Jón upp ásamt systkinum sínum tveimur, Eggert og Salome. Á þeim árum var Löngumýri í þjóðbraut og kom þangað fjöldi ferðamanna. Blanda var þá óbrúuð og oft ill yfírferðar. Kom þá oft í hlut Jóns að fylgja vegfarendum yfír ána. Þótti þá mörgum Jón fara all djarflega og tefla stundum á tæpasta vaðið, en allt tókst þetta giftusamlega. Telur hann sjálfur, að þessi barátta við Blöndu hafi orðið til þess að auka þrótt sinn og áræði síðar á ævinni. Á Alþingi barðist hann þá árum saman fyrir því, að Blanda yrði brúuð. Lauk þeirri baráttu svo, að áin var brúuð á móts við Syðri-Löngumýri. Var sú brú talin hið glæsilegasta mann- virki og mikil samgöngubót. Árið 1978 kom út bókin um Jón á Akri, sem Hersteinn Pálsson, rit- stjóri, bjó til prentunar. Hún var gefin út af Skuggsjá í bókaflokkn- um: Man ég þann mann. Þar er að fínna margar góðar greinar um Jón Pálmason, ævi hans og störf. Höf- undar eru ýmsir mætir menn, m.a. Húnvetningar heima og heiman. Bjöm Bergmann segir svo frá upp- vaxtarárum Jóns: „Á bamsárum nam hann í heima- húsum frumatriði þeirra fræða, sem nú em kennd í bamaskólum. Heimanám á þeim tíma var ekki prófum tengt og veitti engan rétt til ákveðinna starfa í þjóðfélaginu. Veganestið var þó oft svo gott, að margur dugmikill unglingur reis síðar hátt sem leiðtogi í mikilvæg- um málum. Tveggja vetra nám í Hólaskóla var öll skólaganga Jóns. Þar lauk hann búfræðiprófí með hæstu ein- kunn, sem gefín hafði verið þar fram að þeim tíma. Hóladvölin sýndi, að hann hefði getað komizt hátt í langskólanámi. Ferill hans síðar á ævinni byggðist þó ekki á hárri prófseinkunn á Hólum, heldur því, hvemig hann spann úr mann- kostum sínum og þekkingu. Bóndi vildi hann verða og auk þess stefndi hugur hans að fjölþættum félags- málum." Segja má, að þetta rættist hvort tveggja, enda gekk Jón ævinlega heill og óskiptur að hveiju verki. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi æskufólks á heimaslóðum, í ung- menna- og málfundafélögum, og var einn af stofnendum Ungmenna- félagasambands Austur-Húna- vatnssýslu og fyrsti formaður þess. Hann gerðist snemma félagi í Kaup- félagi Húnvetninga og Sláturfélagi Austur-Húnvetninga og mætti oft sem fulltrúi á fundum þeirra. Hann átti sæti í stjóm kaupfélagsins í átta ár. Jón hafði þá skoðun, að afurðasala landbúnaðarins og inn- kaupaverzlunin ættu að vera að- skildar og ekki reknar af sama fé- lagi. Þessi félög bænda ættu að vera hlutlaus í pólitík. Hann var alla tíð samvinnumaður góður. Hann lýsti skoðunum sínum um samvinnustefnuna í ágætri grein í Stefni 1930. Þá starfaði Jón mikið að félags- málum bænda, m.a. í Búnaðarfélagi Svínavatnshrepps, í hreppsnefnd og sem oddviti um skeið, forðagæzlu- maður o.fl. í Búnaðarsambandi Austur-Húnavatnssýslu, sem áður hét Austurdeild Búnaðarsambands Húnavatnssýslu, var Jón formaður fyrstu flórtán árin, þ.e. frá 1929 til 1943. Árið 1913 byrjaði Jón búskap á föðurleifð sinni, Ytri-Longumýri, á móti Eggert bróður sínum. 1915 keypti hann jörðina Mörk í Laxár- dal og reisti þar bú. Vorið 1917 fluttist hann aftur að Ytri-Löngu- mýri eftir að Eggert bróðir hans hafði fallið frá langt um aldur fram. Árið 1923 keypti hann Akur í Torfalækjarhreppi, þar sem hann bjó síðan. Við þá jörð var hann jafn- an kenndur. Jón Pálmason var áhugasamur bóndi að eðlisfari eins og forfeður hans margir. Sérstaka rækt lagði hann við sauðfé sitt og kom sér upp úrvalsgóðum fjárstofni. Hann var glöggur með afbrigðum og hafði næmt auga fyrir eðliskostum fjár- ins. En mörg er búmannsraunin. Sauðfjárpestir æddu um landið og stráfelldu bústofninn, svo að við landauðn lá. Þetta var þungt áfall fyrir marga bændur. En með víðtækum aðgerðum, niðurskurði og fjárskiptum, tókst að vinna bug á plágunni með aðstoð ríkisvalds- ins. En það tók mörg ár og olli miklu umróti í byggðum landsins. Saga stjómmálamannsins Jóns á Akri er löng og litrík. Hann varð snemma áhugasamur um landsmál. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum gamla meðan hans naut við. En þegar fullveldi var náð í sjálfstæðis- baráttunni 1918, tóku viðhorf að breytast, svo og hin gamla flokka- skipan. Jón gekk í Framsóknar- flokkinn 1919, en hafði þar skamma dvöl. Við sameiningu íhaldsflokks- ins og Fijálslyndaflokksins 1929 var Jón einn af stofnendum Sjálf- stæðisflokksins. Gunnar Thoroddsen tekur svo til orða í grein sinni í fyrmefndri bók um Jón á Akri: „Á vordegi 1933 bámst þau tíðindi um land allt, að Jón bóndi Pálmason á Akri hefði unnið Aust- ur-Húnavatnssýslu úr höndum Framsóknarflokksins í hólmgöngu við hinn þjóðkunna þingmann Guð- mund Ólafsson í Ási. Sigur bóndans á Akri, sem aldrei hafði áður boðið sig fram til þings, þótti með stórtíð- indum. Guðmundur Ólafsson hafði setið á þingi í 19 ár samfleytt. En það átti eftir að skýrast skjótlega, að hér höfðu Húnvetningar sent á Alþing aðsópsmikinn mann, sem brátt stóð styr um á vettvangi þing- og þjóðmála." Jón á Akri sat á þingi í 26 ár samfleytt fyrir kjördæmi sitt, Aust- ur-Húnavatnssýslu. En í öllu því umróti, sem vafð í kringum kjör- dæmabreytinguna 1959 fór svo, að hann féll í alþingiskosningunum þá um vorið fyrir frambjóðanda Fram- sóknarflokksins, Birni Pálssyni á Löngumýri, með 28 atkvæða mun. Um haustið 1959 var aftur kosið og þá eftir hinu nýja skipulagi. Fór Jón þá í 3. sætið, baráttusætið, á lista Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra. Tveir efstu menn listans náðu kjöri, en Jón varð 1. varamaður flokksins í kjör- dæminu og einnig landskjörinn varamaður. Tók hann nokkrum sinnum sæti á þingi fram að kosn- ingum 1963, er hann lét baráttunni lokið eftir þriggja áratuga þingferil. Ljóst má vera, að þess er enginn kostur hér að minnast á hvað þá rekja nema örfá brot af hinni löngu og merku þingsögu Jóns Pálmason- ar. Sjálfur tekur hann svo til orða í viðtali við Matthías Johannessen, ritstjóra: „Á þeim langa tíma, sem ég átti sæti á Alþingi, var það einkum tvennt, sem ég beitti mér fyrir, auk Jónína Ólafsdóttir og Jón Pálmason - um 1950 þess sem ég hef þegar pefnt í þess- um samtölum okkar. í fyrsta lagi að hlynna að öllu því, er verða mætti til gagns fyrir okkar aðalat- vinnuvegi, landbúnaðinn, sjávarút- veginn og iðnaðinn, og spoma gegn öllum þeim kröfum, sem ég taldi þessum framleiðsluatvinnuvegum ofvaxnar. í öðru lagi að beita mér fyrir sem allra mestum nauðsynleg- um umbótaframkvæmdum, einkum í minni sýslu, Austur-Húnavatns- sýslu.“ Hér er ekki fast að orði kveðið. Sannleikurinn er sá, að Jón lét fjöl- mörg mál til sín taka á þingi og var þar oft í fylkingarbijósti, ein- arður og sókndjarfur í hverri raun. Hann átti um skeið sæti í ijárveit- inganefnd. Reyndist hann hvort tveggja í senn gætinn og glögg- skyggn á fjárhag ríkisins, andvígur hvers konar bruðli og eyðslu af opinberu fé, en jafnframt góðviljað- ur og framsækinn í hinum mikil- vægustu landsmálum, sem horfðu til heilla. Gunnar Thoroddsen segir svo: „Jón lagði höfuðkapp á, að sveitim- ar fengju bættar samgöngur, betri aðstöðu til framleiðslu og að hérað- ið fengi aðgang að auðæfum hafs- ins. Fyrir forgöngu hans var ráðist í stórfelldar hafnarbætur, síldar- verksmiðju og önnur mannvirki á Skagaströnd og stórfé varið til þeitra framkvæmda." Á þingi var Jón vinsæll og virtur af flokksbræðrum sínum, sem og flestum öðrum að ég hygg. Það er fróðlegt að heyra, hvernig pólitískur andstæðingur hans, Ágúst bóndi á Brúnastöðum, ber honum söguna. Hann segir svo m.a.: „Ég hygg, að Jón Pálmason hafi verið einna fyrirferðarmestur í stjómmálabaráttu þeirra bænda, er vom honum samtíða á Alþingi. Hann var stór í sniðum og það gustaði um hann. Kunni hann slíku vel, enda orrustuglaður og jafnan tilbúinn til vasklegrar framgöngu. Ég tel, að enda þótt Jón brýndi vopn sín og beitti þeim oft hraust- lega og gengi kannske stundum feti of langt, og þótt deila megi um margt af því, sem hann sagði og gerði, þá muni hann hafa átt óvini fáa, en vini marga í hópi þeirra, sem hann átti í höggi við. Því verður heldur ekki neitað, að hann var persónugervingur hins sjálfstæða, íslenzka bónda, og vildi veg og gengi stéttar sinnar sem mest. Hann hafði víkingslund, sjálfstraust oggóða greind, ogþess- ir eiginleikar bám hann upp til helztu trúnaðarstarfa og heiðurs, sem þjóð vor hefur að veita sínum beztu sonum. Hann gekk jafnan heill hildar til og heill hildi frá með óflekkaðan skjöld. Hann var dreng- skaparmaður. Slíkan mann er gott að muna.“ Jón var forseti Sameinaðs Al- þingis 1945-1949, 1950-1953 og 1959. Hann var skipaður land- búnaðarráðherra í ráðuneyti Ólafs Thors 6. desember 1949. Ráðuneyt- ið fékk lausn 2. marz 1950, en gegndi störfum til 14. marz 1950, þegar nýtt ráðuneyti var myndað. Auk þess sem hér er talið gegndi Jón mörgum trúnaðarstörfum á vegum Alþingis og heima í héraði. Hann var yfirskoðunarmaður ríkis- Myndveftiaðar sýning í SÝNING verður opnuð í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis í Álftabakka 14, Breið- holti, sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00—17.00. Sýndur verður damask-ve&aður eftir Sigríði Jó- hannsdóttur og Leif BreiðQörð. Leifur er þekktur fyrir glerlista- verk sin og hefur Sigríður unnið sem aðstoðarmaður hans við vinnslu þeirra í mörg ár. Þau hafa unnið saman að myndvefnaði síðan 1978 og hefur myndvefnaður þeirra verið á mörgum sýningum bæði hér á landi og erlendis. Á þessari sýningu eru sýnd 16 damask-myndvefnáðarverk. Sigríður SPRON lærði damask-myndvefnað í Finn- landi og hefur á undanfömum árum unnið ásamt Leifí myndvefnað og einnig damask-kirkjutextíl fyrir margar kirkju, m.a. Hallgrímskirkju og Viðeyjarkirkju. Damask-vefnaður er aldargömul vefnaðartegund, sem síðustu áratugi hefur þróast í nútíma norrænum myndvefnaði. Sigríður er ein af fáum veflistakonum á Norðurl- öndum sem vefur damask-myndvefn- að. Sýningin stendur yfír til 27. jan- úar 1989 og verður opin frá mánu- degi til fímmtudags kl. 9.15—16.00 og föstudaga kl. 9.15—18.00. Sýn- ingin er sölusýning. Leifur Breiðfjörö og Sigríður Jóhannsdóttir. Samtök gegnastma og ofiiæmi halda basar SAMTÖK gegn astma og ofnæmi halda sinn árlega kökubasar í Blómavali við Sigtún sunnudag- inn 27. nóvember kl. 13.30. Verð- ur þar úrval af kökum. Ágóða undanfarinna ára hefur verið varið til tækjakaupa, t.d. fyrir bamadeild Landspítalans og lungna- deild Vífilsstaðaspítala svo eitthvað sé nefnt. Verður þeirri starfsemi að sjálfsögðu haldið áfram. Kökum verður veitt móttaka laug- ardaginn 26. nóvember á skrifstofu félagsins Suðurgötu 10, milli kl. 14.00 Og 17.00. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.