Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Ólympíumótíð í skák: Tveir vinn- ingar og bið ÍSLENSKA skáksveitin •. á Ólympíumótinu í Grikklandi tefldi við Kolombiumenn i 11. umferð mótsins. Staðan eftir við- ureignina er tveir vinningar gegn einum íslendingnm í vil. Jóhann Hjartarson á síðan bið- skák gegn Sabata og er staða Jóhanns talin erfið fyrir hann. Biðskákin verður tefld i dag. Viðureigninni lyktaði annars þannig að Jón L. Ámason vann Bachero, Margeir Pétursson vann Gareia en Helgi Ólafsson tapaði fyrir Agudlo. Staða íslensku sveit- arinnar í mótinu nú er óljós vegna . ■^jnmikils fjölda biðskáka í 11. um- ' ferðinni. Sveitin er í kringum 16. til 20. sæti eftir umferðina. Líklegt er talið að andstæðingar sveitarinn- ar í 12. umferð verði Austur-Þjóð- veijar. Islensku skáksveitinni hefur ekki gengið eins og vel og björtustu vonir. stóðu til á mótinu í Grikk- landi. Það er hinsvegar enginn upp- gjafartónn í íslensku skákmönnun- um og vona menn ytra að sveitin nái að komast í hóp tíu efstu sveita í síðustu umferðinni. Veðrið: Hlýtt áfram Góða veðrið virðist ætla að haldast um helgina og fi*am í næstu viku að sögn Veðurstof- unnar. í dag verður tvíátta á landinu, hæg norð-austan átt og slydda eða snjókoma fyrir norð- an, en hæg suðvestlæg átt og þokusúld við suðurströndina. Hitastig verður allt frá frost- marki fyrir norðan upp í 2-7 ^■fcstig sunnanlands. Að sögn Trausta Jónssonar, veð- urfræðings, er hitastig á landinu mjög svipað það sem af er nóvem- ber og á sama tíma í fyrra, heldur kaldara ef eitthvað er. Hann vildi þó ekki fullyrða hvort svo væri þar sem útreikningar hafa ekki verið gerðir. Á sunnudag er útlit fyrir aust- an- og suðaustanátt um allt land, sæmilega hlýtt veður með rigningu eða súld við suðurströndina. Á mánudag og þriðjudag er útlit fyr- ir að hlýindin haldist, en spár hafa ekki verið gerðar lengra fram í tímann. Alvarlegt bifhjólaslys UNG stúlka varð fyrir bifhjóli á Reykjanesbraut í gærmorgun. Hún slasaðist mjög alvarlega, en er ekki talin í lífshættu. Slysið varð á Reykjanesbraut um kl. 7.45, á móts við Álfabakka. Stúlkan, sem er 16 ára gömul, gekk austur yfir brautina, skammt norð- an við undirgöng, sem ætluð eru gangandi vegfarendum. Hún varð fýrir bifhjóli, sem ekið var norður brautina. Stúlkan slasaðist mjög mikið, en er ekki talin í lífshættu. Ökumaður bifhjólsins slapp með minni háttar áverka. Morgunblaðið/Júlíus Eins og sjá má eru lestar skipsins fylltar af sjó og skipinu síðan rennt undan prammanum. Á inn- felldu myndinni má sjá prammann um borð í Condock 1. Nýr dýpkunarprammi: Sjósettur af öðru skípi NÝR dýpkunarprammi var sjó- settur í höfhinni í Hafiiarfirði í gærdag. Það er Dýpkunarfélag- ið hf. á Siglufirði sem keypti prammann en hingað til lands var hann fluttur með sérstöku skipi sem sérhæft er til svona flutninga. Skipið sem er þýskt og ber heitið Condock 1 er með opna lest og við losun prammans úr henni er skutur skipsins ein- faldlega opnaður þannig að sjór flæðir inn. Er pramminn er kom- inn á flot í lestinni er skipinu siglt undan honum. Dýpkunarprammi þessi hefur enn ekki hlotið íslenskt nafn en Dýpkunarfélagið keypti hann í stað Grettis er sökk undan Snæfellsnesi í haust. Grettir var þá á leið til Sandgerðis og Hafnarfjarðar vegna verkefna þar. Fyrst um sinn verður hann notaður til að dæla upp úr Hafnarfjarðarhöfn en ef veður leyf- ir mun honum verða siglt til Sand- gerðis þar sem honum er ætlað að dýpka innsiglinguna í höfnina. Áfengiskaup Magnúsar Thoroddsen: ■ i .... .— ..... . ---- --- ■ .... Segir af sér embætti forseta Hæstaréttar Dómsmálaráðherra óskar greinargerðar frá Magnúsi og álits lögfræðinga á ríkisstjómarfundi í gærmorgun. MAGNÚS Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, sagði af sér embætti síðdegis í gær vegna opinberra umræðna, sem orðið hafe um áfengiskaup hans. Magnús nýtti sér heimild, sem handhafar for- setavalds hafe til kaupa á áfengi á kostnaðarverði á meðan þeir hafe valdið með höndum. Guð- mundur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, tekur við forseta- störfiun til loka kjörtímabils, sem eru um næstu áramót. Magnús sinnir hins vegar áfram dómara- störfiun. Áfengiskaup Magnúsar voru rædd Frá slysstað. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Fjármálaráðherra og dómsmálaráð- herra var falið að fara með málið og dómsmálaráðherra átti fund með Magnúsi. Að þeim fundi loknum funduðu dómarar Hæstaréttar um málið, og varð það einróma niður- staða þeirra að Magnúsi skyldi veitt lausn frá embætti forseta. Halldór Ásgrímsson, dómsmála- ráðherra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að það hefði orðið að sam- komulagi á fundi þeirra Magnúsar að Magnús skilaði sér skriflegri greinargerð um málið strax eftir helgina. Auk þess sagðist ráðherra hafa leitað lögfræðilegs álits þriggja manna, sem hann treysti mjög vel, á gjörðum Magnúsar. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp nöfn þeirra. Árið 1971 var gerð ríkisstjórnar- samþykkt, þar sem fríðindi ráðherra ogforseta Alþingis til kaupa á áfengi og tóbaki til einkanota voru afnum- in. Ráðherramir fengu þó áfram að kaupa inn áfengi til veitinga í nafni embættis síns, og annast þá viðkom- andi ráðuneyti innkaupin. Það hefur hins vegar tíðkast frá 1964 að for- seti og handhafar forsetavalds hafa fengið áfengi á kostnaðarverði. Rétt- ur þessi gildir aðeins fyrir handhafa forsetavalds meðan forseti er erlend- is. _ Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra segist leggja þann skilning í þessar reglur að þær tengist ein- göngu gestgjafaskyldum viðkomandi embætta. Forsætisráðherra segist túlka reglumar á sama veg. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrum forseti sameinaðs Alþingis, hefur látið þess getið, að hann hafi keypt um 100-200 flöskur einu sinni á ári, þau ár sem hann var þingfor- seti og handhafí forsetavalds. Áfeng- ið hafí hann talið hluta af risnukostn- aði síns embættis. Alls festi Magnús kaup á um 1.000 flöskum af vodka og rúmlega 400 af viskíi. Fyrir það greiddi hann um 230.000 kr. en smásöluverð áfengis- ins er tvær milljónir króna. Til sam- anburðar má geta þess að samkvæmt upplýsingum Morgunblaðins nema kaup Reykavíkurborgar á áfengi til notkunar í öllum veislum fyrstu níu mánuði ársins 1.3 milljónum króna. Áfengið kaupir borgin fullu verði. Sjá samtöl við Magnús Thor- oddsen og forsætisráherra og Qármálaráðherra á bls. 29 og forystugrein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.