Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Fjölskylduhátíð til styrktar MS sjúklingum Fjölskylduhátíð til styrktar Skáldsaga eftir Birg- ittu Hall- dórsdóttur SKJALDBORG hf. hefur gefið út skáldsögiina Dagar hefndar- innar eftir Birgittu Halldórs- dóttur og er þetta hennar sjötta bók. Efni Daga hefndarinnar er þann- ig kynnt í bókarkápu: .myrk íbúðin gein við mér. Hjartað hamað- ist, en ég gat ekki verið lengur þama. Treysti mér heldur ekki til að kanna, hvort einhver óviðkom- andi væri í húsinu. Svo tók ég við- bragð og hentist í einu hendings- kasti í gegnum íbúðinaj upp stigann og inn til mín. Ég skreið skjálfandi undir sængina. Hvað gat ég gert? Hveijum gat ég treyst? Hver gat komist inn á skrifstofuna til mín? Það voru aðeins tvær manneskjur aðrar en ég; sem áttu greiða leið þangað. Mér fannst ég vera eins og lamb leitt til slátrunar. Ég gat ekkert farið, ekkert gert og engum treyst, ekki nokkurri sál...“ MS - sjúklingum verður haldin á Hótel íslandi á morgun, sunnudag. A hátiðinni sem hefst klukkan 15 verður hár- greiðslusýning, danssýning og ýmis önnur skemmtiatriði. Þeir sem skemmta á fjölskyldu- hátíðinni eru Bítlavinafélagið, Stefán Hilmarsson, Sálin hans Jóns míns, Bubbi Morthens, Einar Júlíusson og Anna Vilhjálms. Flutt verða sýningaratriði úr Rokkskór og bítlahár, rokkparið Jói Bachman og María koma fram og einnig íslandsmeistaramir í dansi, þau Kara og Jón Pétur. Hárgreiðslu og danssýning verður á vegum Salon Ritz og Papillu. Nýlega tóku nokknr hár- greiðslumeistarar og dansarar frá Islandi þátt í góðgerðarsýningu í Englandi til styrktar MS sjúkling- um. Sýning þessi var skipulögð af Susie Comell, sem er MS sjúkl- ingur, en hún hefur verið talsvert í fréttum í Bretlandi að undanf- ömu vegna baráttu sinnar við þennan skaðlega sjúkdóm. Susie fór nýlega til Búdapest þar sem hún var í endurhæfingu hjá PETO stofnuninni. íslenska hárgreiðslufólkið og dansaramir vilja hjálpa samlönd- um sínum sem þjást af þessum sjúkdómi, og gera það mögulegt að að styrkja einhvem þeirra til að fara til Búdapest og kynna áer þá meðferð sem þar er boðið upp á. Multiple Sclerosis er sjúkdómur í miðtaugakerfi (heila og mænu) líkamans, og tmflar stjómun mið- taugakerfisins á sjón, tali, skynj- un o.fl. Einkennin eru dreifð og margvísleg, en eins konar bólgu- myndun verður á dreifðum blett- um og á eftir myndast herðing eða örmyndun (sclera) á hinum sýktu svæðum. Sjúkdómurinn er ekki geðrænn sjúkdómur, hann er ekki smitandi og ennþá er hvorki hægt að hindra hann eða lækna. Tæplega 200 íslendingar hafa MS, en þetta er einn algeng- asti sjúkdómur i miðtaugakerfi hjá ungu fólki, sem á mest á hættu að fá sjúkdóminn. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Höfúndur ásamt þeim sem aðstoðuðu hann við gerð bókarinnar, meðal annars með upplýsingaöflun, prófárkarlestri og þýðingum. Talið frá vinstri: Ingvar Hallgrímsson, Sigfús Schopka, dr. Jón Jonsson höfúndur bókarinnar, Jakop Jakopsson, Ólafur Ástþórsson, Sven Áge Malmberg, Þórunn Þórðardóttir, Sigurður Gunnarsson og Hrefha Einarsdóttir. Hafrannsóknir við Island Vinnuhópur skip- aður um lána- sjóð námsmanna út er komin bókin „Hafrann- sóknir við ísland“ eftir dr. JÓn Jonsson fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofiiunar. Menn- ingarsjóður gefúr út bókina sem er 344 bls. að stærð. „Éftir að ég lét af störfum hjá Hafrannsóknarstofnun, ákvað ég að fyrst ég var hættur að skrifa reikninga, skyldi ég skrifa bók,“ sagði dr. Jon Jonsson höfundur bókarinnar, og sló á létta strengi á blaðamanafundi, sem haldinn var til að kynna bókina. Þetta er fyrra bindi, en höfundur vinnur nú að gerð annarar bókar um hafrann- sóknir við íslandsstrendur, en þar verður fjallað um rannsóknir frá 1937 til okkar trha. „Það sem sennilega vekur mesta athygli er, að þegar á miðöldum var vitneskja manna um sjávarbúa ótrúlega mikil," segir dr. Jon. „í Snorra-Eddu er til að mynda físki- þula, þar sem sagt er frá 56 fiski- tegundum. Af þeim þekkjum við 26 nöfn.“ FVá þessu er greint í hinni nýútkomnu bók, og ennfremur er meðal annars sagt frá þulu í Kon- ungsskuggsjá frá 13. öld, þar sem sagt er frá hvölum og selum við ísland, og hegðun þeirra lýst. Fjöldi mynda prýðir bókina, til dæmis eru þar myndir úr handriti JÓns lærða, fátæka alþýðumanns- ins, sem aflaði sér furðu mikillar þekkingar á ýmsum sviðum, meðal annars á náttúru landsins. Menntamálaráðherra hefúr skipað vinnuhóp sem á að fjalla um Lánasjóð íslenskra náms- manna. í frétt frá menntamálaráðuneyt- inu segir: „Verkefni hópsins er að fjalla um með hvaða hætti settar verði lána- reglur sem komi í stað þeirra sem ákveðnar hafa verið á undanfömum árum af fyrrverandi menntamála- ráðhermm. Er hér um að ræða regl- ur um skerðingu námslána og ákvæði um breytingar á telq'uvið- miðun fyrir námslán. Þá á hópurinn að fjalla sérstaklega um stöðu fyrsta árs nema gagnvart lána- sjóðnum. Hópurinn á einnig að at- huga aðra þætti sem lagfæra mætti í úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þá skal hóp- urinn fjalla um hvort nauðsynlegt er að breyta framfærsluviðmiðun- um í úthlutun lána til námsmanna með því að beita sér fyrir fram- færslukönnun sem fari framm með- al námsmanna heima og erlendis. Menntamálaráðherra ætlast til þess að hópurinn geri grein fyrir tillögum um breytingar á lánareglum þessa skólaárs áður en fjárlög verða end- anlega afgreidd frá Alþingi. Vinnuhópurinn á að skila áliti fyrir lok janúarmánaðar 1989.“ í vinnuhópnum eru: frá Iðnema- sambandi íslands, Linda Ósk Sig- urðardóttir; fulltrúar námsmanna í stjóm Lánasjóðs íslenskra náms- manna, þeir Bjami Ingólfsson frá Bandalagi sérskólanema, Finnur Sveinsson frá Stúdentaráði Háskóla íslands og Sigurður Jóhannsson frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis; fulltrúar sem skipaðir eru af menntamálaráðherra eru þeir Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Jón Bragi Bjarnason, prófessor, Guðmundur Ólafsson^ viðskiptafræðinemi, og Ragna Amason, dósent, sem er formaður hópsins. Vík í Mýrdal: Kóramót Litla-Hvammi. Kirkjukórasamband Vestur- Skaftafellssýslu hélt upp á 40 ára starfsafinæli sitt 20. nóvember síðastliðinn. Það hófst með messu í Víkurkirkju fyrir há- degi. Seinni part dagsins var siðan söngmót í félagsheimilinu Leikskálum í Vík þar sem fram komu allir kirkjukórar í sýsl- unni. Þar voru sungin nokkur lög sameiginlega af kórum austan Mýrdalssands undir stjórn Guð- mundar Óla Sigurgeirssonar og einnig sungu kórar vestan „Sands“ nokkur lög. Að þvi loknu komu kóramir allir fram saman. Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar, hjálpaði til við æfingar fyrir mótið og stjómaði flestum lögunum. Einnig sungu böm úr Víkurskóla nokkur lög und- ir stjóm Önnu Bjömsdóttur. Fyrr- verandi og núverandi organistum vom afhent heiðursskjöl fyrir vel- unnin störf í þágu söngmála hér í sýslu. Kirkjukórasambandið og sóknar- nefndir í Mýrdal sáu um rausnarleg- ar veitingar fyrir alla viðstadda. Núverandi stjóm Kirkjukórasam- bandsins skipa: Anna Bjömsdóttir Vík formaður, Guðmundur Óli Sig- urgeirsson Kirkjubæjarklaustri rit- ari, Ragnheiður Júlíusdóttir Norð- ur-Hjáleigu ritari. Meðstjómendur eru Bergdís Jóhannsdóttir Búlandi og Sigurbjörg Pálsdóttir Þórisholti. lo-l.j i,U ; t > q p r.i >. Sigþór LIST fyllir skarð á ís- lenskum tímaritamarkaði -Segir Tryggvi Árnason sem gefur út nýtt tímarit um listir LlST nýtt tímarit um listir kom nýlega út í fyrsta sinn. Útgef- andi er Tryggvi Árnason, myndlistarmaður, og er markmið hans með útgáfúnni að skapa vettvang fyrir umfjöllun um list á léttan en þó ábyrgan hátt. í fyrsta tölublaðinu er m.a. að finna greinar um Listasafii íslands og starfsemi þess, rússneska ballettinn um aldamótin, nútímatónlist, varðveislu listaverka, viðtal við Þórð Hall, myndlistarmann o.fl. Einnig er i ritinu birt dagskrá stóru leikhúsanna i vetur, efiiisskrá Sinfóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári og kynning á helstu söfiium og sýningarsölum borgarinnar. Að sögn Tryggva Árnasonar er ætlunin að halda þeirri stefiiu að fá listamenn til að skrifa greinar um list sína, kynna stefiiur og listviðburði, söfii, listaskóla og stofnanir heima og heiman, birta viðtöl við listamenn, kanna aðferðir þeirra og tækni. Tryggvi sagðist, í samtali við Morgunblaðið, hafa gengið með þessa hugmynd í maganum um nokkurra ára skeið og þegar hann hefði farið að vinna að undirbún- ingi útgáfunnar hefði hann komist að því að áhugi fyrir útgáfu slíks rits væri mikill og það væru fleiri en hann sem teldu þörf fyrir slíkt tímarit hér. Þeir sem leitað hefði verið til um efni hefðu verið mjög jákvæðir og yfírleitt mætti segja að allt hefði gengið vel, nerna þegar farið var að leita eftir fjár- hagslegum stuðningi. Þá hefðu ýmsir þeir sem mest tala um nauð- syn á stuðningi við slíka starfsemi skyndilega misst áhugann. Ttyggvi sagðist hafa mestan áhuga á að kynna íslenska mynd- list, vekja fólk til vitundar um muninn á skapandi starfi og fjöldaframleiðslu, vekja áhuga á og forvitni um þær aðferðir sem listamenn nota við sköpunina, hvaða tækni er beitt við hverja grein myndlistar fyrir sig t.d. Einnig gætu listamenn komið sjálfum sér á framfæri í ritinu og losnað þannig við að vera háðir sölugalleríum, sem að sjálfsögðu taka prósentur af sölu og hækka þannig verð listaverka. Einnig væri meiningin að halda áfram að kynna erlenda og inn- lenda listaskóla, söfn og menning- armiðstöðvar, því algengt væri að fólk færi á mis við slíkar stofnan- ir einfaldlega vegna þess að það vissi ekki af tilvist þeirra. Hann sagðist líka hafa áhuga á að kynna námsköiðahald og veita upplýsingar um hvar og hvemig fólk gæti byijað að feta listabraut- ina ef það hefði áhuga. Tryggvi sagðist ekki stefna að því að gefa út hástemmt fagtíma- rit fyrir listfræðinga, heldur höfða til ailra þeirra sem áhuga hefðu á listum og ætti umfjöllunin að byggjast meira á upplýsingamiðl- un og fræðslu, en gagnrýni. Þann- ig gæti lesandinn glöggvað sig betur á því hvað liggur að baki listaverka og aukið þar með skiln- ing sinn. Þetta ætti jafnframt að hjálpa til að gera menn djarfari að kynna sér og tjá sig um listir. Ekki væri meiningin að njörva sig við örfáar stefnur eða tegundir lista, víðsýni væri kjörorðið og vonaðist hann til að sem flestir LIST TlMUtlT IM I.ISTIH 1 Vk.J AKC. S-WÍVSKDWf 29S fe Þannlg veröa nstaverk hrömun aö Dr3ð # Núömatónlist homreka á Islandl ® Þaö sein ber hæst í tónllst og lelkllst i vetur & upphaf nútímabaUetts Þóröur Hall málar llkai gætu fundið eitthvað við sitt hæfí á síðum LISTAR. Tryggvi sagði augljóst að svona starfsemi gæti ekki borið sig án bakhjarla, og væri hann með ýmsar hugmyndir varðandi mótun þeirra mála. Einnig væri vel at- hugandi að áskrifendur fengju sérstök afsláttarkort að sýningar- sölum borgarinnar, en framtíðin yrði að leiða í Ijós hver niðurstað- an yrði. Hann sagðist vera bjart- sýnn og telja viðtökur manna við þessari hugmynd styðja þá vissu sínu að tímaritið LIST fyllti skarð á íslenskum tímaritamarkaði og ætti langa lífdaga fyrir höndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.