Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER 1988 Jólakort Barnahjálp- ar Samein- uðu þjóðanna JÓLAKORT Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF) eru komin á markaðinn. Kortin eru prýdd myndum listamanna frá ýmsum löndum. Á hverju ári er valið milli u.þ.b. 700 mynda, bæði nýrra og gamalla, til að finna þær sem fara á kortin hveiju sinni. Auk hefðbundinna jóla- korta er líka nokkur fjöldi al- mennra kveðjukorta. Á næsta ári eru 40 ár liðin frá því að Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna fór að selja jólakort og hefur þessi sala fjármagnað um 10—15% af starfinu á undanfömum árum. Bamahjálpin hefur á síðustu ámm einkum beint kröftum sínum að langtímaverkefnum til að stuðla að varanlegri lausn vandamála á hverj- um stað. Sem dæmi um starf má nefna að mikil áhersla erlögð á fræðslu meðal ungra kvenna og mæðra, en aukin þekking þeirra stuðlar að betri stöðu bama þeirra. Annað er t.d. leit að betra neyslu- vatni. Daglega er borað fyrir bmnn- um í von um að undir leynist hreint vatn, sem getur á örskömmum tíma bætt heilsufar íbúa heilla þorpa. Bamahjálpin tekur líka þátt í neyðarhjálp og má í því sambandi geta mikillar birgðastöðvar, UNIPAC, sem staðsett er í Kaup- mannahöfn. Innan eins sólarhrings geta flugvélar lagt af stað frá flug- vellinum í Kaupmannahöfn með hjálpargögn til nauðstaddra hvar sem er í heiminum. Það er Kvenstúdentafélag ís- lands sem sér um sölu kortanna og hefur þeim verið dreift í bókaversl- anir auk þess sem þau fást hjá fé- laginu á Hallveigarstöðum, Öldu- götumegin. Þar er einnig hægt að fá bréfsefni, dagbækur o.fl. (Úr fréttatilkynning^i) Jólapapp- írssala í Hafnarfirði Lionsklúbbur Ilafnarfjarðar heldur sína árlegu sölu á jóla- pappír helgina 26. og 27. nóvem- ber þar sem allur ágóði rennur óskiptur til líknarmála í bænum. Klúbburinn hefur starfað í rúm þijátíu ár og lagt ýmsum góðum málum lið. Nú síðustu ár hefur t.d. sérstök deild fyrir þroskahefta á Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar selja jólapappír nú um helgina til styrktar líknarmálum. Víðivöllum notið stuðnings við upp- sem notuð eru við bijósklosaðgerðir byggingu og endurnýjun tækja. St. í baki svo eitthvað sé nefnt. Jósepsspítala hafa verið færð tæki . (Frcttatiikynníng) Grensássókn tuttugu og fimm ára TUTTUGU og fimm ár eru liðin um þessar mundir frá stofnun Grensássóknar. Þessara tímamóta ætlar sóknin að minnast nk. sunnudag, 27. nóv- ember, fyrsta sunnudag í aðventu, með ýmsum hætti. Afmælishátíðin hefst með bama- samkomu kl. 11.00. Þarmun barna- kór Hvassaleitisskóla syngja undir stjóm Ástu Valdimarsdóttur. Brúð- an Binni kemur í heimsókn og að vanda verða afmælisbörn vikunnar heiðruð og mikið sungið. Eftið hádegið verður hátíðar- guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 14.00. Þar mun Guðmundur Gísla- son syngja einsöng og kór kirkjunn- ar flytjakórvcrk undir stjóm organ- istans Áma Arinbjarnarsonar, en hann mun einnig leika á hið nýja orgel kirkjunnar í tuttugu mínútur áður en guðsþjónustan hefst. Mun svo einnig verða fyrir komandi að- ventumessur. Sóknarpresturinn, sr. Halldór Gröndal, predikar og þjónar fyrir altari ásamt safnaðarpresti, sr. Gylfa Jónssyni. Að messu lokinni verður kirkju- gestum boðið að þiggja veitingar og sjá þær endurbætur sem gerðar hafa verið á starfsaðstöðu í kirkj- unni í tilefni þessara tímamóta. Barnakór Hvassaleitisskóla syngur fyrir kirkjugesti. A sunnudagskvöldið verður að- ventusamkoma í kirkjunni kl. 20.30. Þar mun sr. Jónas Gíslason prófessor flytja hátíðarræðu og æskulýðshópur kirkjunnar sýna helgileik. Þá mun Pálína Árnadóttir leika á fiðlu við undirleik föður síns, auk þess sem kirkjukórinn syngur og leikin verða orgelverk. Að lokum verður helgistund. (Fréttatilkynning) Sýningum fer fækkandi á Ovininum LEIKHÚSIÐ í Djúpinu sýnir „Óvininn“ eftir Hörð Torfa. Að- eins eitt hlutverk er í sýningunni og er það í höndum Þrastar Guð- bjartssonar. Sýningin er u.þ.b. 70 mínútur í flutningi. Búninga hannaði Gerla, ljósameistari er Lárus Björnsson. Hörður Torfa semur og flytur tón- list, hannaði leikmynd og leikstýrir. Aðstoðarleikstjóri er Guðjón Sig- valdason. Sýningum fer fækkandi. Síðustu sýningar verða sunnudag 27. nóv- ember, mánudag 28. nóvember, þriðjudag 29. nóvember og miðviku- dag 30. nóvember. Allar sýningarn- ar heijast kl. 21.00 og er sýnt í Djúpinu, Hafnarstræti 15. Alþjóðaflugvöllur í Aðaldal eftir Valdimar Kristinsson Að frumkvæði utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, er enn á ný farið að ræða um bygg- ingu varaflugvallar hér á landi fyr- ir millilandaflug, er kostaður yrði af mannvirkjasjóði Atlantshafs- bandalagsins. Lengi hefur verið rætt um nauðsyn varaflugvallar, og Loftleiðamenn og síðan Flug- leiðamenn hafa oft talað um þann spamað og aukna öryggi, sem leiða mundi af slíku mannvirki. Spamað- urinn tengist því, að hægt er að fljúga með minna eldsneyti, þegar varaflugvöllur er nærtækur hér á landi og ólendandi er í Keflavík. Öryggisatriðið er síðan óendanlega mikils virði í neyðartilfellum. Þetta er þó nokkuð að breytast, þar sem Flugleiðir em að skipta út gömlu vélunum og fá nýjar tveggja hreyfla þotur í staðinn. Þær eiga að geta lent á 2.000 m löngum brautum. Nýi Egilsstaðaflugvöll- urinn á einmitt að verða 2.000 m langur. Á Akureyri er 1.940 m braut, sem eitthvað mætti lengja til suðurs, og á Sauðárkróki er 2.000 m braut, sem þó er aðeins malbikuð að fjórðungi. Flugleiða- menn segja þó, að flugbraut vara- flugvallar fyrir millilandaflug þurfi að vera 2.400 m löng og að enn lengri braut og betri tæki auki ör- yggið enn frekar. Þegar tatað er um fullkominn varaflugvöll, er því átt við 3.000 m langa braut, sem vissulega eykur öryggið fyrir litlar og meðalstórar vélar, ef eitthvað ber útaf. Sé hins vegar um risaþotur að ræða, er löng flugbraut ekki aðeins kostur, heldur nauðsyn. Má merkilegt heita, að ekki skuli hafa verið gerð krafa um slíkan flugvöll hér á landi af hálfu þeirra þjóða, sem treyst hafa íslend- ingum fyrir flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafs. Ekki hentar að lengja brautir upp í 3.000 m á neinum af þremur áður- nefndum flugvöllum, ýmist vegna landslags eða nálægðar við þétt- býli, nema hvort tveggja sé. Því hefur oft verið talað um fjórða stað- inn fyrir stóran flugvöll, þar sem nægjanlegt landrými er fyrir hendi. I Aðaldal, 10 km fyrir sunnan Húsavík, er 1560 m löng flug- braut, en hún mundi varla teljast mikils virði, ef byggja ætti fullkom- inn flugvöll fyrir um 9 milljarða króna. Með því að flytja flugvallar- stæðið vestur fyrir þjóðveg þarf engu að raska nálægt Laxá þrátt fyrir mikla mannvirkjagerð, og flugbraut og akstursbraut mundu nánast hverfa í hraunið jafnvel frá nágrenninu séð. Fullkominn Varaflugvöllur er þó meira en langar flugbrautir. Marg- vísleg og flókin flugstjómartæki þurfa að vera til staðar, svo og mikilvirk slökkvi- og snjóruðnings- tæki. Vellinum þarf einnig að halda svo vel við, að hann verði alltaf í góðu lagi og öryggið eins og best verður á kosið. Fyrir utan flug- stjómendur þarf því menn í við- hald, slökkvilið og til snjóruðnings. Sömu aðilamir ættu að geta sinnt öllum þessum hlutverkum. Til þess að vel væri fyrir öllu þessu séð, allan sólarhringinn árið um kring, hefur verið giskað á, að ekki dugi minna en þrír tugir manna að lágmarki í föstu starfí við slíkan völl. Þetta er það dýr rekstur að gera yrði ráð fyrir, að hann yrði greiddur að mestu eða öllu leyti af Átlantshafsbandalaginu og samtök- um þeirra þjóða, sem eiga að jafn- aði flugvélar á leið um íslenska flug- stjómarsvæðið, sbr. greiðslur vegna flugumferðarstjómarinnar. Þetta yrði hin almenna, fasta vinna er leiddi af flugvallargerð- inni, en síðan gæti ýmislegt annað fylgt á eftir. Stór flugvöllur í Aðal- dal mundi efalaust leiða til fjölgun- ar ferðamanna á þessum slóðum, enda er Mývatn í næsta nágrenni og Herðubreið, Askja og Kverkfjöll ekki langt undan þegar færð leyfir. Þá gæti hugsanlega hafíst út- flutningur á ferskum fiski, eldisfiski og öðrum fiskafurðum með risaþot- um frá flugvellinum. Flugleiðir hafa nefnt slíka flutninga frá Keflavíkur- flugvelli til Japans í framtíðinni, og stærsta vöruflutningafélag heims er um þessar mundir að hugsa til millilendinga í Keflavík á leið sinni milli Evrópu og Japans. Stór vara- flugvöllur gerði þessa flutninga hagkvæmari en ella, en í þessum efnum þyrftu Þingeyingar og reyndar líka Eyfirðingar ekki að vera bara til vara. Þeir gætu haft sinn eigin útflutning og Keflavík verið til vara í því tilfelli. Hér er því um meiriháttar byggðamál að ræða. ★ En þá er það hin hliðin á málinu. Er ekki verið að tala um herflug- völl? Svarið er játandi, ef um stríðstíma er að ræða, annars neit- andi. En hvaða flugvöllur er ekki notaður til hernaðar á stríðstímum? Ef herflugvélar tækju að lenda við Sauðárkrók í stríði, mundu Skag- firðingar þá senda sýslumanninn inn á völl til að lýsa því yfir, að samkvæmt hans bókum væri flug- völlurinn ekki ætlaður til hernaðar- nota? Þarf að hafa fleiri orð um þetta atriði? Atlantshafsbandalagið vill senni- lega byggja svona flugvöll hér á landi, en mundi nánast ekki nota hann nema í því stríði, sem aldrei má skella á. Rökleysa, munu ein- hveijir segja, en það er rangt, þetta er einmitt fullkomlega rökrétt. Rifjum upp, hvers vegna Atlants- hafsbandalagið var stofnað. Það var stofnað 1948, eftir að Stalín hafði lagt Tékkóslóvakíu undir veldi sitt og ekkert lát virtist á útþenslu- Valdimar Kristinsson „Slíku mannvirki hafa Húsvíkingar og aðrir Þingeying-ar ekki ráð á að hafiia í neinum skiln- ingi. Þeir þurfa því að gera fiilltrúum sínum ljóst, hvar í sljórn- málum sem þeir standa, að í afstöðunni til þessa máls á engfin trú ýið önnur en trúin á fram- tíðina.“ stefnu kommúnismans. Fólk á vest- urlöndum var skelkað, enda ekki nema von, þar sem framtíð þjóð- anna var undir því komin að lenda ekki í þessum austrænu faðmlög- um. Sagan síðan hefur rækilega sýnt, að þetta var rétt mat. En nú eru breyttir tímar, munu sumir segja. Vissulega hefur ógnar- stjómin mildast, en hemaðarógnin hefur aukist, frá því sem var fyrir 40 árum. I þessu efni geta og mega einstaklingar og þjóðir ekki taka neina áhættu. Síðan Atlantshafs- bandalagið var stofnað, hefur engin þjóð á Vesturlöndum glatað frelsi sínu og meira að segja Spánn og Portúgal hafa bæst í hóp lýðræð- isríkja. Ekkert sambærilegt hefur gerst í austrinu, en hver verður þróunin þar? Ymis teikn em á lofti um betri tíð, en þau þurfa að verða áþreifan- leg. Austrænni nýlendustefnu lýkur vonandi, en þar til að því kemur þurfa Vesturlönd að halda vöku sinni. Sú afstaða hefur reýnst traustasta friðarstefnan. Eistlendingar em um þessar mundir að fara fram á svipuð rétt- indi og íslendingar öðluðust 1874. Vonandi finnst engum það of mikil kröfuharka. Flest fólk á þá ósk heitasta að vera látið í friði og fá að lifa í friði og af því leiðir að virða þarf sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða og þjóðarbrota. Eftir að slík stefna væri komin vel á veg um allan heim og ekkert járntjald skildi að austur og vestur, þyrfti ekki heldur herflugvelli á ís- landi. Þessi tími getur verið langt undan, en hann getur líka vel verið skammt undan. Með þetta í huga yrði stóri vara- flugvöllurinn, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, tákn um nauðsynlega staðféstu vestrænna þjóða, en í reynd Alþjóðaflugvöllur- inn í Aðaldal, sem yki á öryggi í flugi og efldi atvinnulíf á Norður- landi eystra. Slíku mannvirki hafa Húsvíking- ar og aðrir Þingeyingar ekki ráð á að hafna í neinum skilningi. Þeir þurfa því að gera fulltrúum sínum ljóst, hvar í stjórnmálum sem þeir standa, að í afstöðunni til þessa máls á engin trú við önnur en trúin á framtíðina. Höfiindur er viðskipta- ogland- firæðingvr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.