Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Brids Arnór Ragnarsson Opið stórmót Bridsfélag kvenna heldur opið stórmót í tvímenningi í tilefni 40 ára afmælis félagsins. Mótið verður haldið laugardaginn 3. desember í Sigtúni 9, og er öllum heimil þátt- taka. Miðað er við barmómeter 34ra para, og fólki því bent á að skrá sig sem fyrst. Vegleg verðlaun eru í boði, 50 þús. kr. fyrir fyrsta sæti, 30 þús. kr. fyrir annað og 20 þús. fyrir þriðja sætið. Auk þess verða veitt aukaverðlaun. Spilað verður um silfurstig, og keppnis- stjóri verður Hermann Lárusson. Spilamennska hefst um kl. 10 að morgni, og verður lokið um kl. 19 eða 20. Keppnisgjald verður kr. 4.000 á par. Fædd 18. júlí 1911 Dáin 28. október 1988 Nú er hún Sigga Guðbjörns ekki lengur á meðal okkar. Hún lést á heimili sínu á Langholtsveginum föstudaginn 28. október og var jarðsungin viku síðar. Þegar ég hugsa til baka um kynni okkar Siggu, er mér þakklæti efst í huga; þakklæti fyrir alla þá hjálp- semi, sem var svo einkennandi fyr- ir hana. Minnisstæðast af öllu er þó allt það sem hún lagði á sig fyrir mig og §ölskyldu mína þegar við bjuggum á Langholtsveginum fyrir rúmum 40 árum. Við Guðmundur minn vorum ný- flutt frá Hólmavík á Langholtsveg- inn með börnin okkar fjögur, það yngsta á fyrsta árinu. Þá bar svo Minning: Fædd 20. ágúst 1933 Dáin 19. nóvember 1988 Hún Brynhildur er dáin. Þannig hljómuðu orðin, sem bár- ust um sveitina sunnudaginn 20. nóvember síðastliðinn. Hversu skammt er millum blíðu og éls, lífs og dauða. Hafi nokkur manneskja haft að leiðarljósi kraft lífsins, þá var það hún Brynhildur í Köldukinn. Þegar ég fluttist í Húnaþing fyr- ir rúmum 20 árum, átti ég því láni að fagna, að kynnast þeim hjónum Brynhildi Guðmundsdóttur og Kristófer Kristjánssyni. Þau höfðu þá byggt nýbýli í Köldukinn II. Bömin þtjú, Kristján, Hrefna og Guðrún, voru komin á legg. Þau ' eru nú öll orðin ijölskyldufólk, bú- sett á Blönduósi. Auk þess bjuggu hjá þeim aldraðir foreldrar Kristó- fers, hjónin Guðrún Jónsdóttir og Kristján Kristófersson. Það duldist engum, sem kom heim í Köldukinn, hversu einstök kona Brynhildur var. Eðlislæg hlýja, hreinskiptni og einstakur dugnaður einkenndu alla athöfn hennar. Til þess var tekið í sveitinni, hversu samskipti hennar ■við aldraða tengdaforeldra voru sérlega góð. Oft axlaði hún ein skyldur og störf búsins þegar rKristófer sinnti félagslegum verk- efnum sem honum voru falin. Það var eins og Brynhildi yrði ekkert um megn, krafturinn virtist óþijótandi og myndarskapurinn ein- stakur. Um áraraðir starfaði Brynhildur í kvenfélagi okkar sveitar. Það var gott að leita til hennar, allt var •ævinlega sjálfsagt, hvort sem um kökubakstur var að ræða, taka Bridsfélag TálknaQarðar Tveim kvöldum af þremur er lok- ið í Butler-tvímenningi félagsins, og taka 12 pör þátt í keppninni. Staða efstu para er þannig: Brynjar Olgeirsson — Egill Sigurðsson 110 Jón H. Gíslason — ÆvarJónasson 92 Guðmundur S. Guðmundsson — Ólafur Magnússon 89 Guðlaug Friðriksdóttir — Heiðar Jóhannsson 76 Bridssamband Reykjavíkur Skráning er hafin í Reykjavíkur- mótið í sveitakeppni (sem jafnframt gefur rétt til Islandsmóts), og er hægt að skrá sig í síma Bridssam- bandsins, 689360, eða hjá Jakobi í símum 623326 (v) og 14487 (h). Undankeppnin verður spiluð í Sig- túni 9. Spiladagar verða sem hér segir: 5. jan., 6. jan., 12. jan., 13. jan., 15. jan., 16, jan. (18. jan. ef þátttaka verður mikil) og 19. jan. Fjórar efstu sveitimar spila síðan við, að ég veiktist af þrálátri bijóst- himnubólgu og gat lítið sinnt heim- ilisstörfunum í nokkrar vikur, auk þess sem læknirinn bannaði mér alveg að fara út úr húsi. Þetta var erfiður tími. En þá kom Sigga Guð- bjöms til hjálpar. Meðan á þessu stóð kom hún við hjá okkur á hveij- um einasta degi um leið og hún kom heim úr vinnunni, gekk í öll hús- verk sem ég hafði ekki heilsu til að ljúka, og sinnti bömunum. Það var alveg sama hvernig á stóð hjá Siggu, alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd. Þegar ég lít til baka get ég varla hugsað mér hvemig við hefðum komist í gegnum þessi veikindi mín án hjálpar Siggu. Það er erfitt að túlka þakklæti með orðum. Og sú góðvild og hjálp- semi, sem Sigga Guðbjörns var svo heim fundi, eða veita aðstoð við annað, sem að félagi okkar stóð. Var orðtak hennar gjarnan: „Eg held það sé ekki mikið mál.“ Brynhildur veiktist síðsumars. Oll vonuðum við og báðum, að henn- ar einstaki lífsvilji og kraftur hefðu betur við illvígan sjúkdóm. Þann 18. þ.m. átti ég stutta stund við, sjúkrabeð hennar. Það var af henni dregið, en engan uppgjafartón að fínna. Bað hún fyrir góðar kveðjur til kvenfélagssystra sinna. í upp- hafí kvenfélágsfundar, sem haldinn var daginn eftir minntumst við tveggja látinna félagskvenna, þeirra Astríðar Jóhannesdóttur tengdamóður minnar og Guðrúnar Jónsdóttur tengdamóður Brynhild- ar, sem báðar létust sl. vor. í lok fundar meðtókum við kvenfélags- konur kveðjur Brynhildar. Að kveldi sama dags var hún öll. Okkur konum í Húnaþingi finnst að okkur vegið. Brynhildur fyllir tug kvenna, sem látist hafa sl. átta mánuði í þessu héraði. Flestar hafa þessar konur verið á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára, og margar látist úr krabbameini. Það er sárt að missa vini sína, og stórt skarð er höggvið í starf- semi ýmissa félaga, sem margar þessara kvenna léðu krafta sína. En mestur og sárastur er þó missir og söknuður maka, barna og barna- barna. Kvenfélagið Vonin í Torfalækjar- hreppi þakkar Brynhildi fyrir öjl hennar óeigingjörnu störf, sem hún vann í þágu okkar litla félags. Við kvenfélagskonur sendum þér, Kristófer, bömum ykkar, tengda- til úrslita helgina 21.-22. janúar. Keppnisgjald verður kr. 10 þúsund á sveit. Norðurlandsmót vestra Nýlokið er Norðurlandsmóti vestra í sveitakeppni, sem jafnframt gefur rétt til þptttöku í íslands- móti. Alls tóku 9 sveitir þátt í mót- inu og efstu sveitir urðu: Ásgrímur Sigurbjömsson, Sigluf. 183 Valtýr Jónasson, Siglufírði 168 Ingibeigur Guðmundss., Skagast. 159 Aðalbjöm Benediktss., Hvammst. 153 Gunnar Þórðarson, Sauðárkróki 124 Bridssamband íslands Ársþing Bridssambands íslands var haldið þann 5. nóvember sl. í húsi Sambandsins í Sigtúni 9. Jón Steinar Gunnlaugsson bauð sig fram til endurkjörs sem forseti Bridssambandsins. Mótframboð til forseta BSÍ kom fram á þinginu, Björn Arnórsson hagfræðingur bauð sig fram til forseta. Jón Stein- ar Gunnlaugsson var endurkjörinn rík af, verður aldrei fullþökkuð í þessum heimi. Guð blessi minningu hennar. Ingimunda Gestsdóttir, Hólmavík. börnum og barnabömum innilegar samúðarkveðjur. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur djúpa samúð. Blessuð sé minning Brynhildar. Elín S. Sigurðardóttir Þann 19. nóvember síðastliðinn lést á sjúkrahúsinu á Akureyri Brynhildur Guðmundsdóttir til heimilis í Köldukinn II, A-Húna- vatnssýslu. Brynhildur fæddist 20. ágúst 1933 og var því aðeins 55 ára þeg- ar hún lést. Við þetta ótímabæra fráfall yndisiegrar manneskju setur mann hljóðan. Skelfing vildi ég kunna einhver orð eða geta eitthvað gert fjölskyldu hennar, elskulegu frændfólki mínu, til huggunar. Brynhildur var alin upp í Nýpu- koti í Víðidal, dóttir hjónanna Guð- mundar Jósefssonar og Hrefnu Hin- riksdóttur. Þau áttu fjórar dætur og var Brynhildur næstelst. 1954 giftist hún föðurbróður mínum Kristófer Kristjánssyni í Köldukinn og bjuggu þau þar alla tíð. Þau eignuðust þijú börn: Krist- ján, giftan Margréti Hallbjöms- dóttur og eiga þau þijú böm; Hrefnu, en hennar maður er Jakob Svavarsson, þau eiga tvær dætur; og Guðrúnu, sem gift er Ingþóri Kristinssyni og eiga þau tvo syni. til næsta árs. í stjórn Bridssam- bands Islands voru kosnir til tveggja ára Frímann Frímannsson, Jakob Kristinsson og Sigríður Möll- er. Fyrir vom í stjóm Sigmundur Stefánsson, Sigurður B. Þorsteins- son, Þórarinn Sófusson og Jón Steinar Gunnlaugsson. í varastjórn voru kosnir Jóhann Jóhannsson, Kristján Kristjánsson og Brynjólfur Gestsson. Hin nýkjörna stjóm hefur ráðið ísak Örn Sigurðsson til eins árs sem framkvæmdastjóra sam- bandsins. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum BSÍ og keppnisreglum. Meðal annars var breytt reglum varðandi fyrirkomulag íslands- mótsins í sveitakeppni. Eftir næsta Islandsmót öðlast 3 efstu sveitir rétt til spilamennsku í úrslitum næsta árs, án spilamennsku í und- anúrslitum. Auk þess efsta sveit úr B-úrslitum. Fyrir vikið öðlast 4 sveitir til viðbótar rétt til keppni í undanúrslitum. Bridssamband íslands keypti á síðasta spilaári hlut Reykjavíkur- borgar í Sigtúni 9, og er nú húsið alfarið í eigu Bridssambandsins. Bridssambandið varð 40 ára á ár- inu, og hélt í því tilefni afmælismót í september. Auk þess kemur út afmælisrit í lok ársins. Norður- landamót var haldið hér í júní, og urðu íslendingar Norðurlanda- meistarar, og er það fyrsti alþjóð- legi titillinn sem Island vinnur til í brids. Bridsfélag Akureyrar Akureyrarmót í sveitakeppni, með þátttöku 14 sveita er nú langt komið, og er 10 umferðum lokið af 13. Staða efstu sveita er nú þessi: Kristján Guðjónsson 207 Hellusteypan 181 Páll H. Jónsson 179 Grettir Frímannsson 177 ÖmEinarsson 175 Stefán Vilhjálmsson 172 Ólafur Ágústsson 161 GunnarBerg 159 Tvær síðasttöldu sveitirnar eiga leik til góða. Þessi fjölskylda sér nú á bak ein- stakri manneskju sem vakti alltaf yfir velferð hennar. Dúlla, eins og við kölluðum hana alltaf, var ákaflega vel gerð kona, sterk, kát og hlý. Hún var mjög dugleg og vel verki farin. Það var nánast sama hvað hún gerði, allt lék í höndum hennar og hún kom ákaflega miklu í verk. Dúlla og Kiddi voru mjög samhent hjón og áttu fallegt heimili. Þau voru gest- risin og til þeirra var gaman að koma. Um árabil var heimili þeirra félags- og menningarmiðstöð sveit- arinnar. Þarna voru haldnar jóla- trésskemmtanir, spilakvöld, marg- víslegir fundir, kórar æfðir og margt fleira sem of langt yrði að telja upp. Allt þetta stuðlaði að betra mannlífi í sveitinni en það var eitt af því sem Dúllu var mjög umhugað og einnig að vel áraði í búskapnum. I Köldukinn voru tvö mannmörg heimili. Á heimili Dúllu og Kidda dvöldust afi minn og amma og á hinum bænum vorum við stór fjöl- skylda. Alltaf áttum við systkinin góðu að mæta þegar við þustum í heimsókn yfir í hitt húsið enda not- uðum við okkur það óspart. Tengda- foreldrum sínum var Dúlla góð og umhyggjusöm en þau dvöldu hjá þeim Kidda á meðan þeim entist heilsa til. Dúlla starfaði í mörg ár í kvenfélagi hreppsins og hin síðari ár sungu þau bæði hjónin í blönduð- um kór. Af þessu hafði hún ákaf- lega gaman og eins að ferðast um landið með manni sínum. Sagði hún okkur margar skemmtilegar ferða- sögur þegar við sáumst. Já, vænt þykir mér um að hafa kynnst henni Dúllu og ég mæli fyr- ir okkur öll úr ytra húsinu þegar ég þakka fyrir gott nágrenni og vináttu um áratuga skeið. Við Halldór og bömin þökkum henni góðar samverustundir og sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnþórunn Jónsdóttir Frá Barðstrend- ingafélaginu í þriðju umferð barómeterkeppn- innar urðu þessar sveitir hæstar. Sveit: Friðjóns Margeirssonar 576 Péturs Sigurðssonar 570 Þorsteins Þorsteinssonar 549 Ágústu Jónsdóttur 546 Efstu sveitir em þess þessar: 1. Þorsteins Þorsteinssonar 1634 2. Friðjóns Margeirssonar 1628 3. Sigurðar ísakssonar 1610 4. Péturs Sigurðssonar 1596 Spilað er í Skipholti 70. Spila- stjóri: Sigurður Vilhjálmsson. Frá Bridsdeild Skagfirðingafélagsins Lokið er 6 umferðum af 15 í aðalsveitakeppni deildarinnar. Sveit Lárusar er enn í forystu, hefur unnið alla sína leiki. Staða efstu sveita er þessi: Sveit: stig Lárusar Hermannssonar 127 Hjálmars S. Pálssonar 116 Odds Jakobssonar 114 Jóhanns Gestssonar 103 Guðlaugs Sveinssonar 102 Björgvins Gunnlaugssonar 98 Helgu Guðrúnar Jónasóttur 88 Guðríðar Birgisdóttur 88 Arnar Scheving 87 Að loknum 11 spilakvöldum hjá deildinni a þessu starfsári hafa eft- irtaldir hlotið flest meistarastig. Sveinn Sigurgeirsson, 147 Gestur Jónsson, 143 Friðjón Þórhallsson, 139 Óskar Karlsson, 117 Magnús Sverrisson, 110 Lárus Hermannsson, 109 Jörundur Þórðarson, 107 Hjálmar S. Pálsson, 99 Hallgrímur Hallgrímsson, 92 Hrannar Erlingsson, 87 Lokið er 5 kvölda Hraðsveita- keppni. Sveit Jóns Ólafssonar vann með glæsibrag, með Jóni í sveitinni eru Ólafur Ingvarsson, Gísli Tryggvason, Tryggvi Gíslason og Sveinn Sigurgeirsson. Röð efstu sveita var þessi: 1. JónÓlafsson 2425 2. Skúli Hartmarson 2278 3. Garðar Sigurðsson 2196 4. Þorleifur Þórarinsson 2195 5. Gísli Víglundsson 2183 6. Magnús Sverrisson 2175 Næstu miðvikudagskvöld verður spilaður einmenningur. Þátttaka til- kynnist: Valdi 37757. Óli 75377 og Jói 72936. Spilað er á miðvikudag kl. 19.30 í Húnabúð, Skeifunni 17. Bridsfélag Breiðfirðinga Aðalssveitakeppni félagsins er nú langt komin, 14 umferðir af 17 er nú lokið. Sveit Páls Valdimars- sonar hefur leitt mestallt mótið, og virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur þeirra í keppninni. Næsta spilakvöld verður 1. des. og síðasta umferðin í sveitakeppninni verður spiluð fimmtudagskvöldið 15. des. Fimmtudaginn 8. des. verður spila- kvöld í undanrásum Reykjavíkur- mótsins í tvímenningi. Staða efstu sveita í aðalsveitakeppninni er þannig: 1. Páll Valdimarsson 319 2. Romex 275 3. Guðlaugur Karlsson 265 4. —5. Ingibjörg Halldórsdóttir 232 4.-5. Hans Nielsen 232 6. Albert Þorsteinsson 221 Bridsdeild Rangæingafélagsins Urslit í 2. umferð. Hraðsveita- keppninnar urðu þessi: Rafn Kristjánsson 508 Daníel Halldórsson 478 Baldur Guðmundsson 463 Ingólfur Böðvarsson 459 Ingólfur Jónsson 457 Staðan eftir 2 umferð er þá þessi: Rafn Kristjánsson 1003 Daníel Halldórsson 954 Ingólfur Böðvarsson 935 Lilja Halldórsdóttir 920 Amór Ólafsson 897 Karl Nikulásson 886 3. umferð verður spiluð nk. mið- vikudag í Ármúla 40 og hefst kl. 19.30. Sigríður Guðbjörns- dóttir - Minning Brynhildur Guðmunds- dóttir, Köldukinn II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.