Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 49
svo að ef einhver gæti þetta, þá væri það Kristinn. Það var svo auð- velt að treysta og trúa á hann, hann myndi hafa það á þrautseigj- unni, kímnigáfunni og með því að sjá léttustu og réttu leiðina út úr öllum vandamálum. Svo kom reiðarslagið, Kristinn og Þorsteinn týndir og taldir af á Pumorí. Þetta gat ekki verið satt, hlaut að vera mistök — ekki þeir. Og á þeim sólarhring sem nú fór í hönd gerði ég mér fyrst grein fyrir því, hvað þetta hafði í raun verið áhættusamt, og við hræðilega mátt- vana, gátum bókstaflega ekkert gert. Pabbi var alla nóttina í símanum, hringdi út um allan heim, eitthvað hlyti að vera hægt að gera, fá leitar- flokk, leita betur, fljúga yfir með þyrlu, leigja flugvél, eða fljúga sjálf- ur og fá sérþjálfaða menn til leitar. En eftir að hafa talað við Steve Aisthorpe, félaga þeirra, sem enn var í Katmandú og hafði sjálfur lagt sig í hættu við að leita þeirra í tvo daga fótgangandi og síðar flogið með þyrlu yfir svæðið þar sem síðast sást til þeirra, þá sann- færðumst við eins og Steve. Hans skoðun er sú að þeir hafi hrapað úr íjallinu skömmu eftir að síðast sást til þeirra þann 18. október og fallið u.þ.b. 500 m niður á skriðjök- ul, og lík þeirra væru nú í ein- hverri snæviþakinni jökulsprungu. Önnur leit úr þyrlu, þar sem Steve var einnig um borð, og síðar fimm manna leitarflokkur þaul- vanra sherpa, sem leituðu á svæð- inu í tvo daga, hefur engan árang- ur borið. Kristinn bróðir minn og Þor- steinn besti vinur hans eru báðir dánir, og við verðum að sætta okk- ur við þessa hræðilegu staðreynd. Við verðum að hugga okkur við það að þeirra hlýtur að bíða mikið og göfugt hlutverk á hinum staðn- um. Því báðir voru þeir einstakir öðlingar. Og eins var vinátta þeirra frá bamæsku einstök, þar sem þetta sameiginlega áhugamál þeirra færði þá enn hvom nær öðmm. Það hefur líka komið vel í ljós á þessum sorgardögum að vinir þeirra og félagar úr alpaklúbbnum hafa ekki síður en við átt um sárt að binda, því þeirra missir er mikill. þegar tveir góðir félagar falla frá svo skyndilega. Því vinátta í sinni ljúfustu og einlægustu mynd er það sem ég hef upplifað og séð í ríkum mæli í kring um Kristin alla tíð, og ekki síst nú. Þessi einstaka vinátta sem skap- ast milli manna við erfiðar aðstæð- ur er örugglega eitt af því mest heillandi við þessa annars áhættu- sömu íþrótt, eða áráttu eins og fjall- göngur af þessu tagi eru, því það að komast á tindinn er engu líkt eins og þeir félagar sögðu. Og ég er viss um að nú hafa þeir loksins náð á hæsta tind. Blessuð sé minning þeirra á Pumorí. Elsku Hildur, þú sem hefur sýnt undraverðan styrk í þinni miklu sorg og stóra missi. Við getum öll samglaðst þér yfir því að þú skulir nú ganga með barn ykkar, og við hlökkum til að sjá nýjan einstakling vaxa úr grasi og bera nafn föður síns. Ef til vill með rauða lokka og glettnissvip. Því eins og ég hef áður sagt, ég veit ekki hver ætti að fjölga mannkyninu ef ekki öðlingur eins og Kristinn. Ef til vill er einhvers staðar einhver tilgangur með öllu þessu, en ég er viss um að Kristinn mun verða ykkur nálægur alla tíð, og vaka yfir þér og barninu ykkar eins og hann hefði gert hér, þó að á annan hátt verði. Elsku pabbi og mamma, þið haf- ið staðið ykkur frábærlega vel eins og ykkar er von og vísa, þegar erfið- leikar steðja að. Þið sem alltaf eruð tilbúin að hjálpa öðrum, nú er höggvið svo nærri ykkur, nú eru það þið sem með Guðs hjálp þurfið að vinna úr ykkar miklu sorg. Megi góður Guð gefa okkur öllum styrk og blessun. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt... kjark til að breyta því, sem ég get breytt ... og vit til að greina þar á milli. Hafdís Rúnarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 49 Kveðja frá íslenska alpaklúbbnum I dag verður minnst í Hallgríms- kirkju félaga okkar tveggja, Krist- ins Rúnarssonar og Þorsteins Guð- jónssonar, sem fórust í Himalaja- Qöllum þann 18. október sl. Þeir félagar voru í hópi hinna allrabestu fjallgöngumanna íslenskra, hugrakkir og djarfir, en þó varkárir og forsjálir. Fáir Islend- ingar höfðu aflað sér jafnmikillar reynslu og kunnáttu í fjalla- mennsku og þeir, enda fóru þeir snemma að ganga á fjöll. Byijuðu smátt og sigu á brattann uns þeir áttu skammt ófarið á hæsta íjalls- tind veraldar. Þeir áttu skammt ófarið á hæsta fjallstind veraldar. Þeir voru í fyrsta íslenska Himalaja- leiðangrinum vorið 1987, sem gaf hugmyndum íslenskr,a fjallgöngu- manna nýja vídd. Áður höfðu þeir kannað og klifið fjölda erfiðra leiða hér á landi, farið þær fyrstir og skrifað um þær öðrum til gagns og fróðleiks. Kristinn og Þorsteinn voru um árabil í ritstjóm alpaklúbbsins. Þar gagnaðist vel áræði þeirra og elju- semi, og í höndum ritstjómarinnar, og ekki síst ritstjórans, Kristins heitins, varð Ársritið að helsta stássi og höfuðprýði í starfsemi ísalps. Verulegan hluta af efni rits- ins lögðu þeir til og er þar helst að nefna framúrskarandi vandaðar og skemmtilegar leiðarlýsingar. Einnig er að nefna fómfúst starf þeirra að byggingu sæluhússins í Súlnadal og er margs að minnast frá þeim tíma. Oftast gagnaðist þeim venjuleg vinnuferð tit þess að iðka fjallamennsku og tvinnuðu þeir félagar skemmtilega saman leik og starf. í ferðum klúbbsins og á fundum voru þeir hvers manns hugljúfi, glaðværir og hjálpsamir. Fyrsti og eini heiðursfélagi ís- lenska alpaklúbbsins, David Oswin, þekkti þá Kristin og Þorstein. I eftirmælum um þá, sem hann sendi alpaklúbbnum, segir David, að þeir hafi verið góðir ferðamenn, sem hafi miðlað samferðamönnum af eldmóði sínum og áhuga. Það sé okkur nokkur hughreysting, að þeir hafi látist í þeim háu fjöllum, er áttu hug þeirra allan. Stjóm íslenska alpaklúbbsins vottar ættingjum þeirra og unn- ustum sína hjartanlegustu samúð. í dag verður minningarathöfn um Kristin Rúnarsson, sem fórst ásamt félaga sínum, Þorsteini Guðjóns- syni, af slysfömm í Nepal. Það vom tregafullar fréttir er við feng- um að kvöldi þess 24. október sl. að Kristins væri saknað síðan 18. sama mánaðar og sennilega talin af. Þrátt fyrir ítrekaða leit hefur hún ekki borið árangur. Kristinn hafði kvatt okkur um miðjan september og haldið í tveggja mánaða frí, sem nota skyldi til að klífa helstu fjallatinda jarðar- innar og safna krafti og þreki til nýrra átaka í daglegri önn. Ferðin var vandlega undirbúin og vel skipulögð. Þetta var ferðalag, sem er einstakt og á fárra manna færi, ferðalag hugrakkra manna, til að vinna afrek á eigin sál og þreki. Ferðalag í fjarlægt land, land sem maður heyrir aðeins um í ævintýr- um, ferðalag á hæstu fjöll í veröld- inni. Ferðalag sem Kristinn hafði lagt sig allan fram um að fram- kvæma, ferðalag er skyldi vera það síðasta af þessari stærð að sinni. Ferðalag sem varð hans síðasta ferð, ferð sem hann kom ekki úr aftur. Kristinn var þrautþjálfaður fjallamaður og hafði farið víða í fjallaferðir, bæði hér á landi og erlendis. Hann var félagi í Alpa- klúbbnum og ritstjóri tímarits klúbbsins ísalp. Við vinnufélagar höfðum skemmtun af sem áhorf- endur þegar Kristinn var að und- irbúa í smáatriðum og skipuleggja væntanlega ferð, hann hafði einnig gaman af að ræða um fyrri ferðir, segja frá staðháttum, landslagi og þjóðum eða fólki er. á vegi hans varð. Við hlökkuðum til að hitta hann að nýju og fá skemmtilegar sögur af þjóð í öðrum heimshluta, ólíkri og fjarlægari menningu en við þekkjum hér norður í ísahafi. Skynja það hugrekki, er þarf til slíkra átaka og hið nákvæma skipu- lag á allri tilhögun ferðalanganna af fjallaklifri, á hæstu tinda heims, Himalaya-fjöll. Áhuginn og eldmóð- urinn var slíkur að aðdáunarvert var. En það var önnur hlið á Kristni, sem stóð okkur nær í daglegu amstri, það var starf hans hér í tölvudeild Brunabótafélagsins. Kristinn starfaði hér í þrjú ár, hann kom hér til starfa haustið 1985 að loknu námi, en þá hafði hann út- skrifast í tölvunarfræði frá Háskóla Islands, frá þeim tíma var hann í starfi hjá Brunabótafélagi íslands. Kristinn var fijór hugmyndasmiður í sínu fagi, vann skipulega og leysti afbragðsvel úr þeim verkefnum, sem honum voru falin. Hann var vinsæll á meðal samstarfsmanna, sem kom best í ljós á síðastliðnum vetri, þegar hann var kosinn til að hafa forystu í samningamálum meðal okkar. Kristinn í sjálfu sér sóttist ekki eftir svoleiðis vegtyllum, en ef hann var beðinn að vinna slík verk þá gerði hann það og það viss- um við öll að hann gerði það vel. Nú síðast hafði hann í sínu starfi umsjón með allri forritun og kerfis- gerð, hann var auk þess kominn langt á veg með alla undirbúnings- vinnu að nýjum hugbúnaði fyrir fyrirtækið, verkefni sem ber vott um þá vandvirkni og alúð er hann lagði í starf sitt. Kristinn var frískur í allri fram- göngu, hress og mátulegur prakk- ari í okkar hópi, hann kunni þá skemmtilegu list að sjá björtu hlið- arnar á tilverunni í orðsins fyllstu merkingu, og finna kímnina í hlut- unum. Hann var úrræðagóður og það sem meira var hann leysti úr málunum, en sagðist ekki bara ætla að leysa þau. Hér á fjórðu hæðinni í húsi Brunabótafélagsins höfðum við myndað okkar litla sam- félag, eins og gengur á vinnustöð- um, og hafði Kristinn þar ákveðinn sess, sem okkur þótti vænt um. Hann var hrókur alls fagnaðar, hafði ákveðnar og skemmtilegar skoðanir á lífínu og tilverunni. Nú er skarð fyrir skildi. Við geymum minningu um frá- bæran samstarfsmann og góðan vin og erum þakklát fyrir þann tíma er við áttum með honum. Sárastur er þó söknuðurinn hjá Hildi Bjöms- dóttur konu Kristins, foreldrum og systkinum. Hildi, foreldrum og systkinum Kristins vottum við samúð okkar og biðjum Guð um styrk þeim til handa. Megi minning um góðan dreng lifa. Samstarfsmenn og vinir í tölvudeild Brunabótafélagsins. „Það er auðvelt að hugsa. Að koma hugsun sinni í framkvæmd er það erfiðasta sem til er.“ (Goethe) Með tilvitnun í orð Goethe hóf Þorsteinn bróðir okkar eina frá- sögnina sína af fjallaferðunum. Minningarnar um Þorstein koma stanslaust upp í hugann en að koma þeim á blað vefst fyrir okkur á þessari stundu. Þó langar okkur til að minnast hans og leyfa öðrum að eiga þátt í þeim minningum því allar eru þær svo jákvæðar. Þegar Þorsteinn fæddist vorum við eldri systkinin á aldrinum 6—9 ára og urðum afskaplega upp með okkur og hrifin af litla bróður. Hann hafði strax mjög gaman af að hlusta á sögur og svo hóf hann að semja þær sjálfur og voru þær oft þannig að fólk hélt að hann væri að segja frá raunverulegum atburðum. Á sama tíma og eitt okkar var að hefja kennaranám þá var hann að byrja skólagöngu sina og var ekki í vandræðum með lesturinn. Ungi kennaraneminn hélt að svona gengi lestrarnámið fyrir sig og hlakkaði mikið tl að byrja að kenna en veit núna að raunveruleikinn getur verið annar. Það var sama hvar á sinni skólagöngu hann var, alltaf stóð hann sig jafnvel, þó gerði hann aldrei neitt úr því, hann var ekki gefinn fyrir sjálfshól. Þegar valdir voru drengir í drengjakór sjónvarpsins þá var hann valinn við mikla undrun allrar fjölskyldunnar, við höfðum alltaf talið okkur trú um að við gætum ekki sungið. Hartn sagði nú reyndar alltaf að hann hefði verið valinn vegna góðr- ar hegðunar og alveg getum við trúað því. Þorsteinn var fyrst í Laugarnes- skóla, síðan Laugalækjarskóla en stúdentspróf tók hann frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Af hinu margumtalaða lífsgæða- kapphlaupi lét Þorsteinn ekki glepj- ast. Nei, tímanum og peningunum var frekar varið í að skoða landið. Landinu unni hann og hafði ferðast víða þó óbyggðir, fjöllin og jöklarn- ir heilluðu alltaf mest. Ef ekki var tími til að fara langt var skroppið upp í Esju, Hengil eða jafnvel bara í Oskjuhlíðina. Já, hann þekkti vel okkar fallegustu staði hvort sem var í byggð eða óbyggð. Hann bróðir okkar, þó ungur væri, var bæði víðförull og víðlesinn og mikið hafði hann gaman af því að fá okkur tii að rökræða við sig. Menntaður var hann þó hann hefði ekki mikil próf upp á það. Hann hafði þá skoðun að menntun fælist ekki eingöngu í því að taka próf frá mennta- eða háskóla. Menntun væri ekki síður að lesa, ferðast og kynna sér hin ýmsu fræði. Bækurn- ar sem hann las voru af ýmsum gerðum þó mest bæri á bókum um heimspeki, siði og venjur hinna ýmsu þjóða og svo auðvitað um fjallaferðir. Það var einkennandi fyrir Þorstein að þegar hann fór í Háskóla íslands þá valdi hann ekki nytsöm fræði heldur forn-grísku og íslensku og þar á meðal heimspek- ina. Systkinabörnum sínum sýndi hann mikla þolinmæði og áhuga. Þegar þau voru yngri tók hann þau á arminn og fór með þau í „strætó" við mikinn fögnuð þeirra en það var lífsreynsla sem þau upplifðu ekki með mömmu og pabba. Þegar þau urðu eldri, þá var far- ið í sund. Að koma og gæta þeirra hvort sem var að kvöldi eða þegar þau voru veik og mamma og pabbi þurftu í vinnu var alltaf sjálfsagt. Margs er að minnast og þó ævi hans hafi ekki verið löng þá var hún viðburðarík og hann kunni að njóta lífsins á heilbrigðan hátt. Það var skrýtið með fjöllin, þau SJA EINNIG BLS. 51 V Vinabjálp Basarinn erá morgun sunnudaginn 27. þ.m. kl. 14.00 í félagsmiðstöð KR-hússins. Þarverða margirfallegirog góðirmunir. Happdrætti með stórum og litlum vinningum. MONTEIU Snyrtivörukynning í dag laugardag frékl 12.00-16.00. Verið velkomin. Snyrtivöruverslunin Sandra, Hafnarfirði. Leikn sf.v félagsráðgjafa- og læknastofa Höfum opnað stofu í Lágmúla 5,7. hæð. Upplýsingar og tímapantanir í síma 84075. Önnumst ráðgjöf og stuðning við börn, ungl- inga, fjölskyldur, hjón og einstaklinga. Halla Þorbjörnsdóttir, barnageðlæknir Hrefna Olafsdóttir, félagsráðgjafi Kristín Kristmundsdóttir, félagsráðgjafi Lára Pálsdóttir, félagsráðgjafi. Nýjar ferðir Akranes - Reykjavík Áætlun Eyjaferða: Mánudaga - föstudaga: Frá Akranesi kl. 7.15 og 12.15. Frá Reykjavík kl. 9.00 og 18.00. Laugardaga frá Akranesi kl. 10.00 og sunnudaga frá Reykjavík kl. 23.00. Báturinn er við Grófarbryggju í ReykjavíO Fargjöld - fullorðnir kr. 400 - börn kr. 200. Afsláttarkort seld um borð í bátnum. - Gerum tilboð í hópferðir. Upplýsingar um borð í Haf rúnu í síma 985-20763 og á skrif- stofuísíma 93-81343. ^ VATNSVIRKINN HF. +++ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966 MtfMÉÍ LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Ný þjónusta Snittum rör ettir móli. 3/s" — 2" Fljót og góö þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.