Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 55 Minning: Guðmundur Kr. Guðna- son póstur og organisti Fæddur 11. mars 1923 Dáinn 20. nóvember 1988 Bak við Lang-adalsfjöllin í Húna- vatnssýslu liggur dalur til sömu átta og Langidalur og heitir þar Laxárdalur. Fyrir aðeins nokkrum áratugum voru á Laxárdal mörg býli sem nú eru komin í eyði og sér lítinn stað. Dalurinn allur er nú sumarland hrossa og kinda í fríríki þess eina bónda sem enn er á dalnum, en sá er Jón Haraldsson í Gautsdal. Meðal fyrri bæja á Laxárdal voru Kárahlíð, Vesturá og Hvammur. Pyrir því eru þessir bæir nefndir að þeir koma allir við sögu í ævi Guðmundar Kr. Guðnasonar, sem hér er kvaddur, að sinni. Guðmundur fæddist 11. mars 1923 í Kárahlíð. Foreldrar hans voru Klemenssína Klemensdóttir og Guðni Sveinsson. Auk Guðmundar áttu þau hjón þijá syni, þá Yngva Svein, Pálma og Rósberg Snædal. Það hefur löngum þótt snjóþungt á Laxárdal og varla hafa útmánuð- ir 1923 verið undantekning frá þeirri reglu, enda voru vetumir í þann tíð sannkallaðir vetur með vikulöngum stórhríðum og tilheyr- andi fannfergi. Sveinninn ungi í Kárahlíð fædd- ist ekki inní blíða veröld. Hann var sonur bláfátækra hjóna, sem bjuggu á hjáleigujörð með nokkrar kindur, hest og kú sem trúlega hefur átt að bera um vorið og því nærri geld í mars. Guðmundur bar þess enda líkamleg merki alla ævi, að hafa liðið næringarskort í frum- bemsku, að eiga líf sitt fyrst og fremst að þakka umhyggju móður, sem gætti hans eins og sjáaldurs auga síns, alla þá tíð sem hennar naut við, fram á fullorðinsár hans. Hér verða ártöl ekki nákvæmlega rakin, en Guðmundur flytur með foreldrum sínum frá Káirahlíð að Vesturá og síðan Hvammi og þar- átti hann heima þegar ég man hann fyrst. Þá hétu flestir menn í Ból- staðarhlíðarhreppi annaðhvort Guð- mundur eða Sigurður og vom kall- aðir Mundi eða Siggi. Guðmundur Kr. Guðnason var þá Mundi í Hvammi. Mundi í Hvammi var tíður gestur á Æsustoðum á uppvaxtarárum mínum, sérstaklega á vetuma og dvaldi þá oft nokkra daga í senn. Það er raunar ekki rétt að orði komist að hann hafí verið gestur, hann var miklu fremur félagi og vinur okkar allra á heimilinu. Mundi kom jafnan gangandi ofan frá Hvammi og þegar vitað var að væri von á.honum var gjaman far- ið á móti honum uppí Auðólfsstaða- skarðið til að fylgja honum heim í hlað, svo velkominn var hann. Og meðan hann dvaldi var skrafað og hlegið, spilað á spil og Mundi æfði sig á orgelið og þá var sungið með, raddað. Skólaganga Munda var hvorki löng né ströng, því vakti það að- dáun hvað hann hafði fallega rit- hönd, skrifaði góðan stíl og réttrit- un var honum í blóð borin. Annað sem honum var í blóð borið var músíkin. Hann lærði undirstöðuat- riði orgelleiks hjá Munda, Guð- mundi Sigfússyni, á Eiríksstöðum og spilaði síðan alla tíð eins og aðstæður leyfðu hveiju sinni. Snemma eignaðist hann harmon- ikku og spilaði lengi fyrir dansi á böllum. Glögg er sú minning frá þeim tíma — sem var tiltölulega snemma — , að vera orðinn gjald- gengur í karlmannahnappinn við dymar inná dansgólfíð í þinghúsinu í Bólstaðarhlíð, þegar böll vom haldin. Þá sat Mundi uppá sen- unni, spilaði á harmonikkuna og sló taktinn með fætinum ofan á gólfíð, það var tromma þeirra daga. Marg- ir munu eiga Munda að þakka fyrir sinn ljúfasta vangadans, undir loka- lagi balls um 16. helgi sumars og oftar. Ég ætla að það hafí verið 1948 að fjölskyldan í Hvammi yfírgaf Laxárdalinn og flutti út á Skaga- strönd en Hvammur fór þá í eyði. Á Skagaströnd hafði Pálmi keypt hús með túni og hét staðurinn Ægissíða, sá bústaður hefúr nú verið jafnaður við jörðu. Á fyrstu ámm sínum á Skagaströnd stund- aði Mundi almenna daglaunavinnu en fljótlega réðst hann til starfa við pósthúsið og þar með réðst hann til síns ævistarfs, að færa Skag- strendingum heim í hús bréf þeirra, blöð og tímarit. Það starf stundaði hann af einskærri trúmennsku til dauðadags. Það hefur víst ekki enn verið mæld upp sú vegalengd, sem Mundi varð að ganga dag hvem, svo allir Skagstrendingar fengju póstinn sinn á réttum tíma. Þeir kílómetrar, sem þar liggja að baki, verða ekki taldir í tugum eða hundr- uðum heldur þúsundum, en þeir kílómetrar vöm gengnir veikburða fótum í trúnaði við starfið og póst- þjónustuna. Mundi hafði fleiri járn í eldinum. Hann söng lengi í Karla- kór Bólstaðarhlíðarhrepps, í kirkju- kór Hólaneskirkju alla vem sína á Skagaströnd, var um árabil organ- isti við Höskuldsstaðakirkju og Hofskirkju í Skagahr. og oft var hann fenginn til að spila við sumar- messu í Ábæjarkirkju í Austurdal. Mundi var í eðli sínu safnari og grúskari. Hann skrifaði dagbækur og til er eftir hann einstæð skrá um guðsþjónustur í útvarpi allt frá árinu 1940, þar sem fram koma nöfn presta og organista, pistill, guðspjall og texti hverrar athafnar og þeir sálmar sem sungnir vom og nú var hann með í samantekt organistatal í öllum kirkjum lands- ins. Mundi varð aldrei ríkur á verald- legan mælikvarða og það var ekki fyrr en á seinni ámm að hann gat leyft sér ofurlítinn munað. Sá mun- aður var að ferðast um landið í sumarfrí'um, en þess naut hann líka í ríkum mæli, að skoða landið, og hitta fólk. Hann átti sérstaklega auðvelt með tengjast kunningsskap við þá sem hann hitti og skipti þá aldursmunur engu. Og það kom enginn að tómum kofunum hjá Munda um það, hvað hann hafði farið, hvað hann hafði séð og hveija hann hafði hitt, enda var hann ósínkur á að taka myndir og geyma þannig minningar sínar, hann átti fyrstu myndavélina sem ég sá, það var kassavél sem stendur mér enn fyrir hugskotssjónum, þegar ég hugsa til þess. Uppáhaldssamkomuhús Munda voru kirkjur. Messur og aðrar kirkjulegar athafnir voru honum ákaflega hjartfólgnar og eiga marg- ir prestar honum þakkir að gjalda látssemi við sjálfan sig var ekki til í orðaforða þessarar góðu konu heldur tekist á við lífíð og raun- verulegar hetjudáðir unnar hvem dag. Þó fór svo að lokum að hún fékkst til að flytja á Hrafnistu, sem er í nágrenni við hennar gömlu sveit, og þar dvaldi hún í góðu yfir- læti nú undir hið síðasta, sátt við Guð og menn og alltaf jafn jákvæð gagnvart umheiminum. Sá sem umgengst slíkar mann- eskjur getur ekki annað en batnað af því sjálfur. Með eilífri þökk fyrir allt hið liðna. Egill Viggósson fyrir dygga aðstoð og þjónustu. Þó vissi ég aldrei hvort hann væri sér- staklega trúaður, ég man aldrei eftir því að hann ta'.aði um Guð, ég held hann hafí gefið honum ímynd þess Guðs sem nú hefur birst honum. Þegar Mundi fluttist úr sveitinni var langt framan úr dölum út á Skagaströnd. Vináttuböndin brustu þó aldrei og héldust þótt fjarlægð- imar yrðu enn meiri, í tímans rás. „Kallið mig Munda," sagði hann við konuna mína og bömin þegar hann fór að koma í heimsóknir hingað suður. Þau orð segja ókunnugum kannski ekki mikið, en fyrir mér vora þau staðfesting traustrar vin- áttu, sem hann á einfaldan hátt færði yfír til allrar fjölskyldunnar. Nokkur seinustu ár sín bjó Mundi einn í íbúð í Bankastræti 10 á Skagaströnd. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Fyrir um mánuði skoðuðum við saman nýjar íbúðir, sem byggðar hafa verið fýr- ir aldraða á Skagaströnd. Það era í dag er til moldar borin Þórunn Böðvarsdóttir frá Butru í Fljótshlíð en hún lést á nítugasta og níunda aldursári. Tóta, eins og hún var kölluð, reyndist mér ákaflega vel og var mér sem önnur móðir þau sumur sem ég dvaldi á Butru. Er mér því bæði ljúft og skylt að skrifa nokkur minningarorð um þessa sómakonu sem nú hefur lokið hér- vist sinni eftir langa ævi. Tóta fæddist að Þorleifsstöðum á RangárvöIIum 29. júní 1890. For- eldrar hennar voru hjónin Böðvar Jónsson og Bóel Sigurðardóttir. Var hún á Þorleifsstöðum til tuttugu og átta ára aldurs en þá flutti hún að Butru ásamt móður sinni og þremur af systkinum sínum, þeim Magn- úsínu, Sveini og Valdimar. Þau Tóta og Valdimar bjuggu á Butru yfir fjöratíu ár en Magnúsína dó ung að árum. Tvo systkinasyni ólu þau upp, þá nafna Böðvar Kristj- ánsson og Böðvar Gíslason, en sá síðamefndi er nú bóndi á Butru. Tóta var vel gefín kona og minn- ug svo eftir var tekið og hélt hún sínu góða minni fram undir það síðasta. Vinnusemi var henni í blóð borin og trúverðug og traust á alla lund. •Þegar stríðið braust út var reynt að koma sem flestum bömum í sveit á sumrin og varð mín gæfa sú að komast undir vemdarvæng Tótu og Valdimars. Var ég sex ára fyrsta sumarið sem ég dvaldi á Butru og alveg frá fyrstu tíð tók Tóta mig að sér og veitti mér alla þá hlýju og ást sem móðir getur veitt bami sínu. Vera kann að ég hafí notið þeirrar móðurástar sem Ásta Jónsdóttir dóttir Tótu fékk ekki notið en hún lést um ferm- ingu. Varð ég þess oft vör að Tóta syrgði og saknaði alla tíð dóttur sinnar. Nú þegar Tóta hefur lokið löng- um starfsdegi vil ég þakka fyrir með fátæklegum orðum þá góðvild og ást sem ég hef orðið aðnjótandi frá henni og Valdimar fyrr og síðar. Blessuð sé minning þeirra og megi þau hvíla í friði. Helga Torfadóttir Lækkar lífdaga sól. Iöng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og biessaðu þá, sem lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hji (Herdís Andrésdóttir) Þórann Böðvarsdóttir fæddist þann 29. júní 1890 að Þorleifsstöð- um á Rangárvöllum, dóttir hjón- anna Bóelar Sigurðardóttur og Böðvars Jónssonar. Lengst af bjó hún að Butru í Fljótshlíð, þar sem hún hélt heimili með Valdimar bróð- ur sínum. Þau ólu upp tvo frændur sína, sem báðir bera nafn föður fallegar íbúðir tengdar háreistum sölum til sameiginlegra þarfa íbú- anna. Mundi horfði til þess með mikilli tilhlökkun að flytja þangað inn, hvort heldur sem það yrði nú fljótlega eða eftir rúmlega ár, þegar hann hefði til þess náð löggilturh aldri. Það gat enginn ímyndað sér þá, að svo stutt væri í, sem raun ber vitni, að hann flytti til enn há- reistari sala. Fullvíst er að þar hef- ur honum verið vel fagnað og eng- an veit ég betur að þeim hægindum kominn, sem þar er boðið upp á, en hann. Allir eru tengdir æskustöðvum sínum, ótal þráðum. Einn slíkur hefur nú slitnað með nokkram sárs- auka. Mundi í Hvammi er kvaddur af okkur öllum, sem þekktum hann, með miklum söknuði en jafnframt— fullvissu þess, og það fyllir okkur gleði, að víst mun hann syngja bassa í kirkjukór einhverrar kirkju himnaríkis, við messurnar þar um næstu jól. Stefán M. Gunnarsson þeirra. Seinna flutti hún svo til Þorlákshafnar með bróður sínum, Böðvari Kristjánssyni, og sá um heimili hans f mörg ár á Egilsbraut 20, í næsta húsi við mig og þá hófust okkar kynni. Þá var ég barn, en fann fljótt að þarna hafði ég eignast traustan og góðan vin. Margar ljúfar minningar koma upp í hugann þegar ég minnist þess- arar elskulegu, góðu konu. Ég fór „út til Tótu“ í tíma og ótíma, alltaf— var mér jafn ljúfmannlega tekið og vora þær ófáar stundimar sem við sátum og spjölluðum um allt milli himins og jarðar, hún skildi bams- hugann svo vel. Aldrei fann ég að hún yrði leið á þessum tíðu heim- sóknum mínum og var hún óþreyt- andi við að spila, segja sögur og sýna mér myndir. Þessi vinátta entist okkur fram á síðustu stund. Já, hún elskaði börn, það fann líka 8 ára sonur minn, sem veit að hann átti sér stað hjá henni. Hún eignaðist eina dóttur, Sigríði Ástu. Stundum sýndi hún mér handavinnuna hennar og þá var eins ög hún færi höndum um helga dóma. Stúlkan hennar dó úr berkl- um aðeins 15 ára, sá skæði sjúk- dómur skildi eftir sig sorgir og sár. Ekki ætla ég frekar að rekja lífshlaup hennar hér, til þess var ég ekki nógu kunnug, en með þess- um fáu orðum vil ég þakka henni samfylgdina og þá hlýju og ástúð sem hún lét mér í té alla tíð. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi 20. nóvember sl., sárþjáð en æðrulaus. Ég veit að ef hún mætti mæla nú, þá yrðu það þakkir til þeirra sem líknuðu henni þegar neyðin var stærst. __ Við Gísli litli biðjum Guð að blessa minningu góðrar konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (Valdimar Briem) Jónína Björgvinsdóttir Þórdís Sigurgeirs- dóttir - Minning Fædd31.júlí 1902 Dáin 18. nóvember 1988 í gær kvaddi ég eftir löng kynni mæta og góða konu, Þórdísi Sigur- geirsdóttur frá Háteigi. Kynni okk- ar hófust þegar ég sem sex ára patti fór í sveit til þeirra hjóna, Dísu, eins og hún var alltaf kölluð, og Guðbjöms heitins Ásmundsson- ar. Ástæða þess að ég fór til þeirra var sú að Dísa og afí minn voru gamlir sveitungar bæði fædd i Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, hún á Svarfhóli og hann í Gröf. Strax og ég kom að Háteigi var mér tekið eins og ég væri afkom- andi þeirra hjóna svo góð og elsku- leg voru þau bæði og langlundar- geðið óendanlegt þótt drengurinn væri hálfgerður prakkari, enda varð fyrsta sumarið að öllum sumrum fram á unglingsár. Lífið á Háteigi var öðravísi en á tæknivæddum stórbýlum samtímans. Þegar ég kom að Háteigi var enginn traktor- inn heldur var slegið með orfi og ljá, þó vora hjálpsamir nágrannar sem áttu traktor sem slógu aðaltún- ið, síðan vora það hestamir sem beitt var fyrir rakstrarvélar og fyr- ir vagna er heyið var orðið þurrt og oft var farið langa leið með hest- ana og vagnana vegna þess að jörð- unum á Garðaholtinu fylgdu tún sem eru við sjóinn milli Amamess og Stálvíkur í Garðabæ. Bústofninn á Háteigi var ekki stór heldur sam- anstóð oftast af 4 til 5 kúm, 30 til 40 kindum og 80 hænsnum og síðan voru kartöflugarðar. Þegar ég kom í sveit að Háteigi var byijað að byggja nýtt íbúðarhús en ennþá búið í gamla húsinu. Þar var eldað á kolaeldavél, þar var skilvinda til að skilja mjólk og strokkur til að strokka smjör og allt það unnið heima sem hægt var. Sambúð þeirra Guðbjöms og Dísu var mjög góð. Bæði voru elskulegar og góðar manneskjur af gamla skólanum sem ekki máttu vamm sitt vita að neinu leyti. Guðbjörn heitinn dó árið 1967. Ekki sló Dísa slöku við eftir fráfall Guðbjöms heldur hélt áfram að búa sama búinu eftir sem áður, þá orð- in ein og hefur oft verið erfitt á vetrum í vondum veðrum til dæmis að bera vatn langa leið í fjárhúsin, sérstaklega á seinni tímum þegar heilsan var farin að gefa sig og sjónin að bila. En uppgjöf og undan- Þórunn Böðvarsdóttir frá Butru - Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.