Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 „Menn þrá rómantík“ Sagt frá laugardagskvöldi á Tunglinu og Borginni Það er laugardagskvöld og allur staðurinn dunar af rokk- tónlist. Ég sit þar sem áður voru efri svalir í Nýja bíói. Þarna sátu í eina tíð ungar stúlkur og grétu yfir ástum og óförum kvikmyndastjarna en nú tárast stundum þarna ungt fólk ofan í glösin sín yfir eigin örlögum. Hérna virðist mega reykja hvar sem er og innan um móðu og mistur hrærist nú fólk fram og aftur og ekki er laust við að sumum súrni í augum. Ég er hér með ungri stúlku sem er með allt á hreinu hvað snertir skemmtistaði borgarinnar. Ég hitti hana og alvörugefinn vin hennar um daginn á Café Hressó og tal okkar snerist m.a. um skemmtistaðina. Þau settu fram þá athyglisverðu skoðun að skemmtistaðimir fylgdust ekki með tíðarandanum. Nú væri í uppsiglingu nýrómantískt skeið og menn þráðu rómantík en skemmtistaðirnir störfuðu enn í anda raunsæisins. Tónlistarvalið sögðu þau mótast af harðri rokk- tónlist sem áður átti hljómgrunn hjá lífsþreyttu velmegandi fólki. Nú væru tímamir aðrir, flestir sæju fram á erfiða daga í efna- hagsmálunum og þá hafi reynslan sýnt að rómantíkin komi oft til skjalanna og hjálpi fólki í gegnum erfiðleikana. Þau töldu að plötu- snúðarnir fylgdust einhverra hluta vegna ekki með þessum hræringum þjóðlífsins og tónlistin væri þess vegna oft ekki í takt við það sem fólk vildi. Nú vildu æ fleiri heyra ljúfa og rómantíska tónlist en mættu sæta því að skekjast fram og aftur um salina eftir hörkulegum takti rokksins og diskótónlistar. Þau lýstu því hvemig vesalings fólk kemur hrakið á skemmtistaðina til þess að reyna að létta sér upp eftir baming hversdagslífsins, en í stað ljúfrar slökunar fær það þung högg frá miskunnarlausum raf- magnsgræjum sem beija þar hraðan taktinn kvöldin á enda. „Dapurleg örlög fyrir blankt fólk,“ segjaþau tvö heimspekilega og fá sér meira molakaffi. Nokkru seinna erum við sem sé komnar út á lífið, ég og þessi vinkona mín af Café Hressó. Við hittumst klukkan hálftólf á laug- ardagskvöldi í Djúpinu, þar sem djassleikarar voru í pásu og fyrr- verandi MR-ingar sungu við raust Gaudeamus igitur. Þegar við kom- um út er auðfínnanleg einhver spenna í köldu lofti miðbæjarins, menn vænta sér jafnan mikils af laugardagskvöldum. Leið okkar liggur í Tunglið. Það em orð að sönnu að umhverfið þar virðist ekki bjóða uppá miklar rómantí- skar hræringar. Allt virðist á ein- hvemmáta grátt, kannski vegna reykjarkófsins, þó vissulega séu þar aðrir litir í bland. Tónlistin er svo hávær að menn eiga erfitt með samræður. Ég fer uppá efsta pall þar sem er nú kominn bar og svört leðursófasett. Ég sest þar við kringlótt borð og pára niður fáeinar athugasemdir. Við hlið mér situr ungur maður með mikið svart hár. Hann spyr hvort ég sé að skrifa Ijóð. Nei, ekki er það nú. „Jæja, ég spyr bara,“ segir hann og hristir ösku af vindl- inum sínum. Hann horfir lengi á mig og segir svo: „Veistu að þetta er það skemmtilegasta sem hefur komið fyrir mig í kvöld, að þú sitjir þarna og skrifir." „Jæja,“ segi ég, „þú virðist ekki hafa átt sérlega skemmtilegt kvöld." Ég sé strax eftir orðum mínum því hann verður svo angurvær í fram- an að engu tali tekur. Hann fer fljótlega að segja mér frá ástalífi sínu sem mér heyrist vera í erfið- ara lagi. Tvær ástarsorgir að baki og nú vonlaust samband við eina sem er bundin öðrum svo allt verð- ur að gerast í felum. „En hvað er rómantík?" segir hann dapur- lega. „Er hún ekki t.d. að horfa í augun á konum og segja eitt- hvað ljúft og fallegt. En hér sér maður ekkert nema reyk og heyr- ir ekkert nema síbylju sem fer inn um annað eyrað og út um hitt. En jæja, ég er ánægður ef ég hef vindil og vodka og einhvem til að tala við þegar færi gefst fyrir síbyljunni." Hann fer aftur að tala um ástmey sín og mér heppn: ast að heyra hvað hann segir: „í hvert skipti sem ég sé hana þá brenn ég allur, ég er að eyðast upp í þessum eldi. Samt er þetta allt svo óraunverulegt, við hitt- umst aldrei í dagsbirtu." Ég hlusta eftir megni á það sem hann er að segja en eitthvað missi ég úr því næst heyri ég að hann seg- ir að ég hafi andlit eins og krabbi. Mér er mjög misboðið þar til ég átta mig á að hann er farinn að tala um stjömumerki. í sama bili kemur vinkona mín úr gönguferð um staðinn og ég stend upp úr djúpum leðurstólnum. Hinn dökk- hærði kunningi minn horfir á eft- ir mér saknaðaraugum, því nú verður hann að láta sér nægja vindilinn og vodkað en hefur ekki lengur neinn til að tala við. Við göngum niður allar tröpp- umar og alla leið niður í kjallara þar sem fyrir fáum árum var I Kvosinni eða Café Rosenberg. Rósótta þykka teppið er horfið af gólfinu og það er líka horfin sú ríkmannlega fyrirstríðsára- stemmning sem sveif yfir þeim stað. Gamla gyllta munstrinu á súlum og lofti hefur þó ekki verið breytt, en það er í kynlegu ósam- ræmi við bert steingólfið og mynd- imar sem málaðar eru á veggina í nánast bamalegum stfl. Þama ríkir afslappaður andi. Fólk í óhefðbundnum klæðnaði ráfar hér fram og aftur og talar saman. Því miður er hávaðinn einnig hér svo mikill að þó ég leggi við eyrun heyri ég lítið af því sem fólk seg- ir. Enda em orð þess og athafnir mjög á stangli ef svo má segja. Ég sest í sófa út í horni undir mynd af brosmildri hrokkinhærðri konu, sem dregin er fjarskalega bamslegum dráttum. Við hlið mér situr ungur maður með tvo silfu- reymalokka í öðru eyranu. Hann horfir alvörugefinn á fólkið í saln- um. Ég spyr hann loks hvort hon- um finnist þarna markvert fólk. Já, honum finnst það. „Einkenni- legt með þessa skemmtistaði," segir hann, „þeir skipta um nafn og verða þá allt í einu aðalstaður- inn, þar til einhver annar kemur og gerir eitthvað nýtt, þá liggur straumurinn þangað.“ Hann segir mér að hann sé utan af landi og komi oft í bæinn til þess að fara út á lífíð. „Ekki veit ég til hvers," segir hann þreytulega. „Maður fer út, líklega til þess að ná sér í stelpu, en svo er reynslan sú að maður drekkur of mikið og eyðir of miklu, nær ekki í þá sem mað- ur ætlar sér og getur varla talað við neinn fyrir hávaða. Svo vakn- ar maður daginn eftir og líður illa á sál og líkama. Samt fer maður aftur helgi eftir helgi og hlakkar meira að segja stundum til ein- hvers sem svo aldrei verður." Hann talar um eyðni og þau áhrif sem sá sjúkdómur hefur haft á skemmtanalífíð. „Lauslætið hefur minnkað,“ segir hann, „en þó er það stundum svo að þeir sem mest tala um hættuna eru skeyt- ingarlausastir. Það er alltaf sama gamla sagan, menn segja við sjálfa sig: „Það kemur ekki neitt fyrir mig.“ Eitt hefur þó gerst, menn eru hættir að tala um kjam- orkuvá en tala um eyðni í stað- inn. Svo er þetta með róm- antíkina," heldur hann áfram, „menn segja að nú séu að renna upp tímar nýrómantíkurinnar og samt em allir hér á kafi í raun- sæinu." Hann bendir út í salinn þar sem fólk er á dularfullu snakki hvert við annað eða eigrar um, svartklætt í reykjarmóðunni og minnir einna helst á lýsingar á fömmönnum á tímum móðuharð- indanna. „Þetta er eins og í kvik- mynd,“ segir hann og veltir glasi sínu milli handanna. „Ég er að reyna að hafa hemil á mér,“ held- ur hann áfram. „Á morgun ætla ég ekki að vakna til þess að vera bæði veikur og blankur." Nú langar mig tii að kveðja Tunglið og fara yfir á Borg. Vin- kona mín er treg til, á staðnum er margt álitlegra manna en ég hugga hana með að svo kunni einnig að vera á Borginni. Áður en við fömm reyni ég að tala við plötusnúðinn. Hann er ekki öf- undsverður í búri sínu. Ég kalla upp í eyra hans að mig langi til að ræða við hann um lagavalið. „Það er ekki hægt,“ kallar hann á móti. „Farðu frá, ég er að vinna. Tónlistin hérna er svona og því verður ekki breytt," segir hann í andartakshléi og þregður um leið plötu á fóninn. Ég flýti mér að spyija hvort hann eigi rómantíska músík og hann ypptir öxlum en segir um leið að menn spyiji nú æ meira um rómantíska músík. „Menn em að verða róm- antískari," segir hann og í sama bili upphefst ægilegt gaddavírs- rokk og dansendurnir úti á gólfinu taka að skaka sig í ærandi hávað- anum. Ég arka út allshugar fegin að losna við lætin, en það er skammgóður vermir því á Borg- inni er tónlistin hreint ekki á lægri nótunum. Þar er mikill ljósagang- ur á dansgólfinu og í ljósglömpun- um þeytist fólk fram og aftur og lætur sig náungann litlu skipta. Við troðum okkur fram hjá fyrir- ferðarmiklum dansendunum og inn í salinn hinum megin við dans- gólfið. Þar bjóða okkur sæti bros- mildir ungir menn. Ég þigg boðið en vinkona mín leggur í langan leiðangur til þess að athuga hvaða fólk sé á staðnum. Annar ungu mannanna stendur upp og fer á barinn, en hinn snýr sér að mér og vill vita á mér deili. Ég verst allra fregna en reyni hins vegar að fá fram álit hans á staðnum. „Þessir staðir eru allir eins,“ seg- ir hann og grettir sig. „Allt of mikill hávaði og tónlistin leiðinleg. Takturinn er svo hraður að hjart- að í manni hefur ekki við, það er málið.“ í sama bili kemur stelpa í fjarskalega stuttu pilsi gang- andi. Sessunautur minn verður annars hugar og horfir á fótleggi stúlkunnar. „Ég þoli ekki konufót- leggi,“ segir hann svo. „Finnst þér fótleggir á kvenfólki ljótir?" spyr ég hissa. „Nei,“ svarar hann, „mér fínnst þeir einmitt óþolandi æsandi. Þegar ég var yngri horfði ég fyrst á bijóstin, seinna kom röðin að mjöðmunum en nú er ég kominn að fótleggjunum." „Hvar endar þetta?“ spyr ég skelfd. „Ætli þetta endi ekki í skófatn- aði,“ segir maðurinn og hlær tröllslega. Vinkona mín kemur gangandi og spyr hvort ég vilji labba um en ég segist koma seinna. Maðurinn við borðið spyr hver þetta sé. „Sú sem ég er með,“ svara ég. „Með,“ segir hann. „Hvað meinarðu, eruð þið saman?" „Ja, við fórum hingað saman í kvöld,“ svara ég. „Já, þannig, ég hélt kannski að þið væruð öðruvísi saman, maður veit aldrei hver er með hveijum, í dag eru allir með öllum, hvað veit maður," segir hann og lýkur úr glasi sínu. Við hættum að kallast á og sitjum svolitla stund þegj- andi og fínnum hvernig allt víbrar eftir taktinum í tónlistinni. Svo stend ég upp og kveð og fer fram með vinkonu minni. Einn vaskurinn á snyrtingunni er stíflaður af mjúkum pappír og sígaréttustubbum og setan af einu klósettinu hefur af einhvetjum óskiljanlegum ástæðum hafnað fram á gólfi. Ég tek fram bréfs- nuddu og pára niður athugasemd. „Það er bannað að skrifa bréf á klósettinu,“ segir ein stelpan við mig með uppgerðar alvöru. Ég læt þetta mér að kenningu verða og fer fram í salinn aftur. Það er farið að líða á kvöldið og til mín kemur maður og býður mér í dans. Ég afsaka mig og segist vera þreytt. „En ég vil fara að dansa. Veistu hvað klukkan er?“ segir hann illilega og bendir mér á arm- bandsúrið sitt. Ég lít á klukkuna og sé að hún er að verða hálf- þijú. „Æ, korndu," segir vinkoná mín. „Þetta er kortérfyrirþijú gæi“. Maður bregst við reiður og segist ekki láta vísa sér frá. Hann eltir okkur fram og aftur og vill endilega dansa en við veijumst fimlega. Loks björgum við okkur á flótta. En nú virðast menn al- mennt orðnir mjög áhugasamir um dansmenntina og ganga um með blíðu brosi og biðja um dans. Sumir hafa heppnina með sér. Augljóslega eru ýmsir þama í rómantískum þönkum. Náttúra manna er söm við sig. Þrátt fyrir óhagstæð skilyrði brýst hún fram og svipurinn á ýmsum á dans- gólfínu er ekki til að taka feil á. Menn láta sig engu skipta hávað- ann og hraðan takt tónlistarinnar. Þeirra innri taktur ræður ferðinni og fær þá til að halla vanga að vanga með blíðri eftirvæntingu í andlitssvipnum. Við tökum káp- umar okkar og göngum út. Gráar gangstéttarnar berg- mála af fótataki fólksins fyrir utan. Ég hugsa um alla þá fætur sem þama eiga spor sín. Um alla þá sem eigrað hafa hönd í hönd heim af balli í gegnum tíðina. Þama er gömul saga ný. Líka þetta laugardagskvöld verður vafalaust einhveijum að hátíðlegri stund sem geymd verður í minn- ingunni. Stund sem haldið verður uppá með reglulegu millibili. Upp- haf kynna er eitthvað sem aldrei gleymist. Rómantíkin á sér rætur í mannssálinni og hún blívur þó umhverfið sé óhagstætt. En ég get verið sammála krökkunum á Hressó, vissulega væri skemmti- legra að fara á skemmtistaði ef þar ríkti meiri mýkt og hlýja og fólki væm þar sköpuð skilyrði til þess að geta talað saman og dans- að eftir hægum og rómantískum lögum í bland við stuðlögin. En tíminn stendur ekki kyrr, sé krafa tíðarandans nýrómantík þá mun hún smám saman setja mark sitt á skemmtistaðina, tískan er harð- ur húsbóndi og jafnvel harðsoðn- ustu plötusnúðar standast henni ekki snúning. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.