Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Minning: Kristinn Rúnarsson Þorsteinn Guðjónsson Kristinn: Fæddur 25. janúar 1961 Dáinn 18. október 1988 Þorsteinn: Fæddur 10. apríl 1961 Dáinn 18. október 1988 Með nokkrum fátæklegum orð- um langar mig til þess að minnast vinar míns Þorsteins Guðjónssonar sem lést af slysförum í fjöllum Him- alaja í Nepal, en þangað lagði hann af stað um miðjan september sl. ásamt þremur öðrum félögum sínum í ævintýraleit. A slíkum stundum koma í hug- ann gamlar minningar. Maður spyr sjálfan sig hver tilgangur lífs okkar sé hér á jörðinni, þegar ungt fólk í blóma lífsins er hrifið á brott. Skyldi sérhvetju okkar vera úthlut- að ákveðnu verkefni og þegar því væri lokið, þá væri okkar tími kom- inn. Þorsteini kynntist ég fyrst á Hellissandi vorið 1981. Þangað kom hann eftir að hafa lesið auglýsingu í dagblaði þar sem óskað var eftir liðtækum knattspyrnumönnum til þess að spila með þriðjudeildarliði UMF Reynis. í boði var húsnæði á staðnum ásamt nægri vinnu. Tel ég að þetta hafi verið með fyrstu hálfatvinnumannaliðum á Islandi. I för með Þorsteini voru einnig Viðar Gylfason, sem nú starfar sem íþróttakennari á Sandi, og Oddur Jakobsson. Fljótlega komst ég að því að þarna voru góðir drengir á ferð, skemmtilegir, fjörugir og umfram allt lausir við allt stress og sýndar- mennsku, eins og vil einkenna þjóð- félag okkar í dag, þar sem lífsgæða- kapphlaupið er að ríða þjóðinni að fullu. Þorsteini kynntist ég best af þeim félögum, þar sem Viðar og Oddur voru fljótlega komnir í tilhugalífið. Eftir voru ég og Þorsteinn. Sumar- ið leið hratt og var ansi viðburða- ríkt. Margt var brallað. Farið var í útilégur og keppnisferðir. Ávallt var fjörið og gleðin í fyrirrúmi og var Þorsteinn yfirleitt miðpunktur- inn í glensinu, gerði óspart grín að sjálfum sér og sagði si svona: Af hverju látiði svona. Unnust margir fræknir sigrar þetta sumar. Eitt var þó einkenn- andi, sama var hver úrslitin urðu, alltaf var glatt á hjalla og gaman að vera til. Slíkum mönnum hef ég aldrei kynnst fyrr og síðar. Þorsteinn var mjög fríður sínum, brosið og hláturinn heilluðu ávallt alla sem honum kynntust. Eftir að ég fluttist til Reykjavíkur, haustið 1981, hélt vinskapur okkar áfram. Alltaf var gott að koma í forstofu- herbergið á Kirkjuteignum heim til Þorsteins, en þar bjó hann hjá for- eldrum sínum, Guðjóni Þorsteins- syni og Björku Arngrímsdóttur. Mátti þar líta plaköt af frægum ijallatindum, bakpoka, ísaxir og allt það sem viðkemur fjallgöngum, já, slíkur var áhuginn. Bókstaflega allt snerist um þetta aðaláhugamál hans. Man ég að oftlega ræddum við um lofthræðslu og aðrar hættur sem viðkemur flallgöngum. Síðast í sumar talaði Þorsteinn um það að hann þyrfti endilega að fara með mig í smáfjallgöngu til þess að sýna mér og kenna. Af því verður tæplega héðan í frá. Eitt er þó víst, að öll hittumst við fyrr eða síðar. Að lokum held ég að ég geti sagt að sjaldan eða aldrei hef ég kynnst betri eða mætari dreng en Þorsteinn hafði að geyma. Foreldrum Þorsteins, systkinum og öðrum vandamönnum votta ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og minningin um góðan dreng styrki þau í sorg þeirra. Kristni Rúnarssyni kynntist ég þetta sama sumar. Hann var einn af hópnum. Aldrei var lognmolla í kringum hann. Lífsfjörið og kraft- urinn geislaði af honum hvert sem hann fór. Oftlega man ég eftir því að það var sama hvar við lentum í smá- vandræðum, alltaf stóð Kristinn upp úr rökfastur og ákveðinn og gaf ekkert eftir. Kristinn var reynd- ur fjallgöngumaður og ásamt Þor- steini einn allra besti og reyndasti ijallgöngumaður landsins. Slík þolraun sem íjallganga á eitt af hæstu íjöllum heims útheimt- ir óhemju mikið þrek. Þess vegna var mikið hlaupið og æft ef eitthvað mikið stóð til. Man ég sérstaklega eftir einu skipti er ég fór með Þor- steini niður í Laugardal að hlaupa. Þegar ég var gjörsamlega að niður- lotum kominn er, Þorsteinn blés varla úr nös, sagði hann: Þú ættir að sjá hann Kidda, hann væri að minnsta kosti hring á undan mér. Kristinn var með afbrigðum orð- heppinn og fljótur til svars ef á hann var skotið og hitti ávallt í mark. Að lokum votta ég Hildi unnustu Kristins, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum mína inni- legustu samúð. Bárður Tryggvason Þann 24. október sl. fengum við, vinir og klifurfélagar strákanna, þá harmafrétt frá Nepal að Steini og Kiddi hefðu horfið á fjallinu Pumo Ri og væru taldir af. Þessum upp- lýsingum fylgdi einnig sú þungbæra skylda að tilkynna nánustu ættingj- um hvað hefði gerst. Þessi dagur og þeir næstu voru átakanlegir í sorg okkar og missi, þegar tilfinn- ingamar neituðu að gefa upp alla von þótt öll rök og reynsla segðu okkur að það þýddi ekki að vona, þeir kæmu ekki heim aftur, þeir eru dánir. Kiddi og Steini fengu ungir áhuga á fjöllum og fjallamennsku. Strax sem unglingar fóru þeir að heiman í gúmmístígvélum, með samloku og þvottasnúm í poka, til að klífa (ganga á) Esjuna og töldu að sennilega væru þeir tveir af þeim tíu fyrstu sem það gerðu. Mörgum árum seinna hlógu þeir dátt er þeir lýstu vonbrigðum sínum þegar þeir sáu vörðuna á toppnum og hvað hún var stór. Því samkvæmt upplýs- ingum Kidda setti hver flallgöngu- maður, sem kæmi á toppinn, einn stein í vörðuna og þar með gætu þeir ekki verið tveir af tíu fyrstu. Áhugi þeirra á fjöllum dvínaði ekki með aldrinum heldur jókst, þeir lásu allt sem þeir gátu náð í um fjallamennsku og smám saman öðluðust þeir meiri reynslu og kynntust fleiri hliðum íjallamennsk- unnar. Þeir náðu góðum tökum á öllum gerðum klifurs, þeir klifrvðu í klettum, á ís óg snjó, í fjöllum og á fossum, en alltaf stóð hugur þeirra til að klífa há fjöll. En þó er það ekki þessi mikli klifuráhugi sem er minnisstæðastur, þegar upp er stað- ið, heldur ást þeirra á Ijallaum- hverfinu í heild sinni og hvemig þessi ást var samofin lífi þeirra beggja. Að fara á fjöll var ekki bara að fara út og klifra eitthvað, heldur skipti náttúran öll og umhverfið máli. Þeim fannst að það að vera fjallamaður fæli í sér bæði réttindi og skyldur, þau forréttindi að geta farið á vit fjallanna og gert það sem þá lysti og þær skyldur að bera ábyrgð á sjálfum sér á fjöllum, ganga vel um, virða og vemda nátt- úmna. Vinátta þeirra var einstök, þeir kynntust í bamaskóla og vom afar samrýndir upp frá því. Að vera vitni að vinskap þeirra var einstakt. Þeir gerþekktu hver annan, eins og tveir menn eða bræður geta þekkt hvor annan, og samskipti þeirra ein- kenndust alltaf af gagnkvæmri virðingu og umhyggju. Auðvitað var hægt að þrasa og rífast út í það óendanlega yfír einhveijum smámunum, alltaf á þann hátt að hlýjan og væntumþykjan fóm aldrei á milli mála. Sú hlið sem sneri að okkur hinum í vinahópnum var ekki síður djúp og einlæg, fólk sem ferð- ast saman og bindur sig saman í klifurlínu tengist traustum böndum. Samvistir við strákana einkenndust af lífsgleði, djúpum samræðum, hlátri og skemmtilegum uppákom- um. Þær em ekki fáar minningarn- ar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til baka til samverustund- anna — og mikill er okkar missir. En dýrlegar em minningamar um góðar ferðir, kaldar frostnætur í bívakki eða dansæfíngar til sjö á morgnana, svo ekki sé minnst á allt annað þar fyrir utan. Enn er ógetið um þátttöku Steina og Kidda í íslenska alpaklúbbnum. Þeim skaut upp í klúbbnum eftir að hafa verið tveir að lóna í nokkur ár og án þess að nokkrir klúbb- félaga vissu af því, en flestir kynn- ast Ijallamennsku á einn eða annan hátt í gegnum björgunarsveitimar. Þeir komu með ferskan blæ og mikla starfsorku sem klúbburinn hefur notið síðan. Strákamir komu með nýjar hugmyndir og hressandi andrúmsloft á ftmdi og opin hús, en léðu útgáfustarfsemi klúbbsins mest af tíma sínum, þar voru þeir í ritnefnd, fyrst við Alpaklúbbs- blaðið en síðan við ársritið, eftir að það fór að koma út fyrir fjórum árum. Er það ekki síst þeirra verk að ársritið er eins vandað og fallegt rit og raun ber vitni. Er nú skarð fyrir skildi í ritnefndinni er Þor- steinn og Kristinn eru fallnir frá. Það er alltaf harmleikur fyrir eftirlifendur þegar svona ungir og efnilegir menn falla frá, í blóma lífsins, aðeins 27 ára gamlir. Það er óbætanlegur missir fyrir okkur öll, þó sérstaklega fyrir foreldra þeirra, unnustur og systkini, að missa ástvin svona langt í burtu og undir svona framandi kringum- stæðum. Þó er örlítil huggun, úr því að þeir urðu að yfírgefa þetta jarðlíf svona ótímabært, að þeir fengu að fara við kringumstæður sem þeir unnu mest. Á fjöllum meðal risanna í Himalaya, í návígi við Hinn Mikla Fj'allaanda, sem þeir ræddu svo oft um. Því að fjalla- mennska var þeim ekki íþrótt held- ur lífsform. Við sendum foreldrum Kristins og Þorsteins, systkinum, Önnu (unnustu Þorsteins), Hildi (unnustu Kristins) og ófædda baminu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þin uppskorin. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara i fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af sléttunni. (Kahlil Gibran. Um vináttuna.) Björn, Snævarr og Salbjörg. Hinn 24. október síðastliðinn bárust hingað til lands þau sorgar- tíðindi frá Nepal að tveir íslenskir fjallgöngumenn, þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson, væru taldir af. Síðast sást til þeirra 18. október hátt í hlíðum fjallsins Pumo Ri (7.145 m), sem þeir höfðu ætlað að klífa ásamt tveimur félög- um, Jóni Geirssyni og Steve Ais- thorpe. Þeir Jón og Steve höfðu þá orðið að hætta við frekara kliftir vegna veikinda. Ég átti því láni að fagna að kynnast þeim Kristni og Þorsteini og ferðast með þeim á undanfömum ámm og mig langar að þakka þau kynni í fáeinum orð- um. Þeir félagar vom í fremstu röð íslenskra fjallamanna, brautryðj- endur á mörgum erfíðustu klifur- leiðum hérlendis í klettum og ís#og höfðu klifíð mörg há fjöll og erfið erlendis, í Ölpunum og í Suður- Ameríku og tekið þátt í leiðöngmm til Himalajafjalla. Nöfn þeirra munu ávallt verða tengd hinum miklu framfömm í íslenskri fjalla- mennsku, sem orðið hafa hin síðari ár. Ást þeirra til fjalla kviknaði þegar á unga aldri og samrýndari og samhentari vinum hef ég aldrei kynnst. Fjallamennskan var þeim meira en tómstundagaman, hún var þeim lífsfylling og sífelld dþpspretta nýrra ævintýra. Þorsteinn Guðjóns- son var einlægur, hlýr og ör í lund og geislandi af lífsgleði. Kristinn Rúnarsson var örlítið seinteknari, hæglátur, staðfastur og traustur. Betri, hjálpsamari og nærgætnari ferðafélögum hef ég ekki kynnst. Þó að aldursmunur okkar væri all- nokkur og munur á getu í fjalla- mennsku ennþá meiri, fannst mér ég ávallt vera velkominn félagi í för með þeim. Nú verða þær ferðir ekki fleiri. En þó að kynni mín af þeim félögum hafí ekki orðið löng, munu minningamar ylja mér á ókomnum árum, minningamar um góða drengi og félaga, tvo óaðskilj- anlega vini, sem saman héldu í hinstu för. Ég votta aðstandendum þeirra og vinum innilega samúð. Guðmundur Pétursson í örfáum orðum vil ég minnast Kristins Rúnarssonar, sem lést af slysförum í Nepal þann 18. október sl. Kristinn var fæddur 25. janúar 1961 og var því aðeins 27 ára gam- all þegar hann lést. Hann var uppal- inn í Reykjavík, næstyngstur ijög- urra bama, þriggja sona og einnar dóttur, hjónanna Rúnars Guðbjarts- sonar, flugstjóra hjá Flugleiðum, og Guðrúnar Hafliðadóttur, fjöl- skylduráðgjafa hjá SÁÁ. Að loknu stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Sund, hóf Kristinn nám í tölvun- arfræði við Háskóla Islands þaðan sem hann lauk prófí veturinn 1985 til 1986. Kristinn og skólásystir hans úr menntaskóla, Hildur Bjömsdóttir, stofnuðu heimili fljótlega eftir stúd- entspróf. Hildur er eitt þriggja bama hjónanna Bjöms Júlíussonar og Guðrúnar Ásmundsdóttur hér í Reykjavík. Hildur útskrifaðist sjúkraþjálfi frá Háskóla íslands haustið 1985, og starfar hjá Sjálfs- björg í Reykjavík. Hún gengur nú með fyrsta bam þeirra Kristins. Kyni okkar Kristins voru ekki löng. Það var haustið 1986, þegar ég kom til starfa í tölvudeild Bruna- bótar, en Kristinn hóf þar störf árið áður. Þau tvö ár, sem við Krist- inn störfuðum saman, voru skemmtileg ár. Við unnum að undir- búningi nýrra verkefna, Kristinn var hafsjór af lausnum og góðum tillögum á þeim verkefnum, er á fjörur bar. Én það sem ríkast er í minningunni er manneskjan Krist- inn Rúnarsson, húmanisti, tilfinn- ingamaðurinn og húmoristinn, sem var svo gaman að eiga að starfs- félaga og vini. Fyrir það vil ég þakka og bið Guð að blessa minn- ingu hans. Guðmundur Örn Með fáeinum orðum langar okkur til að minnast tengdasonar okkar, Kristins Rúnarssonar, sem lést í Nepal 18. október sl. ásamt vini sínum, Þorsteini Guðjónssyni. Kristinn var fæddur í Reykjavík 25. janúar 1961, sonur hjónanna Guðrúnar Þ. Hafliðadóttur, ráð- gjafa hjá SÁÁ, og Rúnars Guð- bjartssonar flugstjóra. Hann var þriðji í röðinni af fjórum systkinum, en hin eru Hafdís hjúkrunarfræð- ingur, Guðbjartur flugmaður og Rúnar, sem er að ljúka flugnámi. Kristinn ólst upp í Laugamesinu við mikið ástríki. Fyrir 12 árum lágu leiðir Kristins og Hildar, dóttur okkar, saman. Þau urðu skólafélagar í 9. bekk og fljót- lega fór Hildur að tala um þennan rauðhærða gamansama pilt og vini hans. Þau fylgdust að allan mennta- skólann og vináttan varð traustari og innilegri uns hún þróaðist í ein- læga ást. Þau hófu búskap árið 1985 i lítilli íbúð við Laugaveg. Það var gaman að fylgjast með þeim, þegar þau voru að stofna sitt bú. Bæði voru við nám við háskólann og efnin af skomum skammti. Það var samtíningur úr herbergjunum þeirra og eitt og annað sem þeim lagðist til frá góðviljuðum öfum og ömmum. En þetta varð notalegt . heimili, þar sem gott er að koma. Kristinn var mikill fjallamaður og fékk mikla lífsfyllingu á fjöllum. Árið 1987 fóm þau til Nepal ásamt vinum sínum úr alpaklúbbnum, en Hildur og Kristinn urðu að snúa til baka áður en lokaáfanganum var náð, vegna veikinda Hildar. Þá sýndi Kristinn best hvem mann hann hafði að geyma. Hann um- vafði Hildi með ástúð og kær- leika og saman sigmðust þau á þessum farartálma. Lífið virtist brosa við þeim. Bæði vom búin að mennta sig vel, hann orðinn tölvunarfræðingur og hún sjúkraþjálfari, og lítið barn á leið- inni. En þá á einu augnabliki breytt- ist allt. Hvers vegna? — spyijum við. Allt hefur vafalaust sinn til- gang, sem við mennimir komum ekki alltaf auga á. Við getum þó yljað okkur við góðar minningar um ókomin ár. Blessuð sé minning æskuvinanna tveggja, sem leituðu eftir fegurð og kyrrð fjallanna. Einn dropi straums eitt augnablik af ævi má ætlun sína vinna — eða tapast. Ný lífssjón gat í gijótum dauðum skapast og gróður kveikst af lífí í einu frævi. (Einar Benediktsson) Guðrún og Björn Allt í einu þyrmir yfir mig, mér fínnst ég verða að skrifa minningar- grein, ég verð fjarræn og dett niður í minn eigin heim hugsana og minn- inga, kem upp aftur og hugsa: Ég að skrifa minningargrein, fráleitt — og þó einmitt eins fráleitt og að mér dytti í hug að ég ætti eftir að missa bróður minn. Og það hann Kristin, sem alltaf var svo pott- þéttur, rólegur, yfirvegaður og ákveðinn í því sem hann tók sér fyrir hendur. Aldrei neitt vesen með Kristin og svo var kímnigáfan alltaf á sínum stað, Kristinn gat alltaf séð skoplegu hliðarnar á málunum og þá ekki síst á sjálfum sér og sínum nánustu. Ég kvaddi Kristin síðast 13. sept- ember á afmælisdag elsta bróður okkar, en þá daginn eftir var hann að leggja upp í hina afdrifaríku ferð til Nepals. Ferð sem þeir félag- ar höfðu verið að undirbúa í um það bil eitt ár, því nú ætluðu þeir sér að komast á tindinn. Ég vissi að þessi ferð skipti þá miklu máli, því þeir voru allir að gera sína aðra eða þriðju tilraun í fjallgöngu og ísklifí í Nepal. Allan þann tíma sem Kristinn var 'úti, og I fyrri ferðum, var ég aldrei hrædd um hann. Ég einfaldlega treysti honum til að koma heim aftur. Þó vissi ég að þetta væri mjög áhættusamt, en hugsaði sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.