Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 ]MhíEÍM ŒEáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 463. þáttur Oddur Sigurðsson í Reykjavík skrifar mér þetta merkilega og fróðlega bréf: vKærí Gísli! I vor var ég að lesa Ævintýri í Mararþaraborg í þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk fyrir dætur mínar. Þar rakst ég á eftirfarandi setningu: „Þar sem lundur verður í þaraskóginn eru hvítir sandflákar." í bamsminni er mér að lundur þýddi eitthvað svipað og rjóður, en það var ég löngu búinn að reka frá mér sem einhveija fírru. Nú þóttist ég viss um að Kristján frá Djúpa- læk skrifaði ekki annað en íslensku þegar hann þýddi bamabækur og fór ég að forvitn- ast um hvort fleiri könnuðust við þessa merkingu. Ég fann hana ekki í orðabókum sem mér voru tiltækar (Blöndals, Menn- ingarsjóðs o.fl) og hjá Orðabók Háskólans var ekki til dæmi um lund sem þýddi annað en tijá- þyrping eða þess háttar (nema í skáldamáli) og bar þar öllum orðabókunum saman. Auk held- ur kannaðist umsjónarmaður Orðabókar Háskólans, sá sem ég talaði við, ekki við aðra merk- ingu lundar en þá sem orðabók- in tilgreindi. Síðan í vor hef ég gert mér það til gamans að biðja gesti og gangandi að lýsa fyrir mér lundi. Mér varð það nokkurt undrunarefni að ekki virtist hall- ast á með hve mörgum fínnst lundur vera ijóður annars veg- ar og lítill skógur hins vegar. Margir kannast ekki við þá merkingu lundar sem alþekkt er í orðabókum. Ekki gat ég fundið að merkingarmunur væri á þessu orði milli landshluta. Gaman þótti mér að heyra lundi lýst í smáatriðum og voru marg- ir alls óskyldir sem sögðu að tréin umhverfis lundinn (ijóðr- ið) væru hávaxnari en annars staðar, þar væri grasið þétt og mjúkt og „þar er gott að á“, sagði mér gamall maður úr Eyjafírði. Þetta þótti mér merki- legt með þjóð sem varla hefur þekkt skóg nema af spum í nokkra mannsaldra. Af ýmsum dæmum, sem ég fann í gömlum bókum og ljóðum, var ekki hægt að sjá við hvort væri átt, ijóður eða tijáþyrp- ingu. Þó má leiða líkum að því að bæjamafnið Lundur, sem víða er til á landinu, merki ijóð- ur. Þau eru flest þar sem enn eru einhveijar skógarleifar og hefur nær örugglega verið al- vaxið skógi á Landnámsöld. „Þórir (snepill) nam síðan Fnjóskadal allan til Ódeilu ok bjó at Lundi. Hann blótaði Lund- ipn," stendur í Landnámu. Eng- um hefði dottið í hug að nefna einn stað í Fnjóskadal öðmm fremur Lund ef það hefði merkt rétt og slétt tijáþyrping. Þeim mun meiri athygli hefur ijóður vakið þar í dal og ástæða þótt til að kenna bæ við það. Hitt kann einnig að vera að reyni- lundur hafí stungið í stúf við birkiskóginn og Þórir hafí litið á hann sem helgan stað. En það sagði mér Þórólfur Guðnason bóndi í Lundi að sér þætti að- stæður benda til þess að þar hefði alla tíð verið ijóður og hann vissi ekki annað en bærinn stæði enn á þeim stað sem Þór- ir snepill byggði. Þórólfur kann- aðist að vísu við að sumum fynd- ist lundur vera tijáþyrping en sjálfur hefði hann alltaf haft hina merkinguna. Mér leikur nú forvitni á að vita hvort þú kannt eitthvað að segja um þessar tvær.merkingar orðsins lundur. Skemmtilegast væri að kanna skipulega hvemig þær dreifast um landið og ekki síður, ef hægt væri, hve gamlar þær eru. Mér þykir næsta furðu- legt að jafnalgeng merking (að því er mér virðist) á algengu orði skuli hafa sloppið hjá vökul- um augum orðabókarmanna. Þakka þér svo fyrir allt gam- alt og gott,“ ★ Umsjónarmaður færir Oddi Sigurðssyni bestu þakkir fyrir þetta bréf. Því miður getur hann um sinn lítið Iagt til þessara mála þrátt fyrir nokkra eftir- grennslan nú þegar. Hún mun verða meiri. Rétt þykir umsjón- armanni þó að minna á þann kveðskap, þar sem herramaður- inn leiðir stúlkuna sína í lund- inn. Nú verður það fangaráð umsjónarmanns að leita til ykkar lesendur, og biðja um ykkar vitnisburð. ★ Góða fréttin í dag er sú, að fyrir fáum dögum heyrðist í út- varpsfréttum að Jóhann Hjart- arson og Karl Þorsteins hefðu hvílt sig, ekki bara hvílt upp á dönsku. En ó og vei! Strax sama kvöld þótti fréttamanni rétt að snúa aftur til dönskunnar og þá breyttist ftéttin í það að þeir skákbræður hefðu hvílt. ★ „Því má halda fram með rök- um, að íslenskunni sé margt stórvel gefíð. Hún er gagnorð og þróttmikil, ljós og skýr, svo að hún fellur vel að rökfastri hugsun. Málfræðin er torveld, og mikil tamning að læra hana. Orðaforðinn er geysimíkill á sumum sviðum. Þá er hún og skemmra komin frá frumlindum sínum en flestar aðrar tungur. Orðin eru ekki jafnslitið gang- silfur og annars gerist, auðveld- ara að nema hugsun þá, er hef- ir mótað þau í öndverðu, og hún er oft furðu spakleg. Þetta og annað fleira, hljóðvörp, viðskeyti og samsetningar, veldur grósku í málinu. A íslensku er kostur meiri ritsnilldar en á flestum öðrum tungum, ný orð spretta upp af sjálfum sér til þess að láta í ljós nýjar hugsanir, og virðast þó vera gömul. Þau hlaupa í skörðin, sem af ein- hverri tilviljun hafa staðið opin handa þeim.“ (Sigurður Nordal prófessor í Lesbók Mbl. 5/9 1926.) ★ Salómon sunnan kvað: Þeir lifa á loftinu þessir, lengstaf svo bústnir og hressir, að vísu svangir í logni, segir Lúðvík í Sogni, en hlaupa í spik þegar hvessir. Aðventu- kvöld í Fella- og Hólakirkju Aðventan hefst næstkomandi sunnudag. Þá byijum við fyrir alvöru að undirbúa okkur fyrir jólin. Við undirbúum okkur undir komu frelsarans. Um þessar mundir eru margir daprir á ís- landi. Myrkrið í kringum okkur frggst á sveif með áhyggjunum. Það er eins og aldrei muni birta Fella- og Hólakirkja. á ný. En kirkjan boðar okkur lausn og birtu. Konungur þinn kemur til þín. Guð þinn kemur. Kirkjan vill hjálpa okkur að und- irbúa jarðveginn fyrir komu frelsarans. Við bíðum eftir kon- ungi lífsins, við væntum Jesú. Það ætlum við einnig að gera í FeUa- og Hólakirkju. Aðventukvöld verður haldið í Fella- og Hólakirkju næstkomandi sunnudagskvöld 27. nóvember kl. 20.30. A dagskrá verður meðal annars helgileikur sem fermingar- böm munu sýna. Dr. Hjalti Huga- son mun flytja hugvekju. Einnig munum við syngja mikið og tónlist- arfólk sér um söng og aðra tónlist. Kirkjukórar Breiðholtskirkju og Fella- og Hólakirkju syngja. Guðrún Birgisdóttir og Martiel Nardeau flautuleikarar annast flautuleik. Einsöngur Ragnheiður Guðmunds- dóttir og Kristín Jonsdóttir. Organ- istar Sigríður Jónsdóttir og Guðný M. Magnúsdóttir. Hreinn Hjartarson og Guðmundur Karl Agústsson Aðventu- kvöld í Áskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu, 27. nóvember, verður aðventukvöld í Áskirkju kl. 20.30. Ræðu flytur dr. Sigurbjöm Ein- arsson biskup. Kristinn Sigmunds- son syngur einsöng og ásamt kirkjukór Áskirkju aðventu- og jóla- söngva, en söngstjóri er Kristján Sigtryggsson organisti. Þá flytur blásarasveit Tónlistarskólans í Reykjavík sónötur eftir C.P.E. Bach ■undir stjóm Kjartans Óskarssonar. Ennfremur verður almennur söngur en samkomunni lýkur með ávarpi sóknarprests og bænagjörð. Bifreið mun flytja íbúa dvalar- heimila og annarra stærstu bygg- inga sóknarinnar að óg frá kirkju. Er það von mín að líkt og undan- farin ár leggi margur leið sína í Áskirkju til að njóta aðventukvölds- ins, en þessar helgu stundir færa birtu og blæ jólanna nær og stuðla að því að hugurinn þiggi þann sanna frið og gleði sem jólin færa. Arni Bergur Sigurbjörnsson Kvöldstund með Izumo í jap- önskum leikdansi ________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Yoh Izumo sýndi japanska leik- dansa á Litla sviðinu Aðstoðarmaður: Saakahito Ishikawa Kynnir: Haukur J. Gunnarsson Margir kannast við kabuki-leik- hús Japana, en færri sem til þess þekkja öllu meira, enda ekki á hveij- um degi sem japanskir listamenn leggja leið sín alla leið hingað að flytja okkur þessa dansa. Yoh Izumo sem hefíir þijár sýningar á leikdönsunum er metinn dansari og danshönnuður í heimalandi sínu og hefur hlotið hinar ýmsu viðurkenn- ingar. í kynningu segir að hún hafi sérhæft sig í tveimur tegundum japanskra dansa, jiuta-mai (geis- hu-leikdans) og kabuki-buyo. Þessir dansar eru okkur svo framandlegir og gerólíkir hug- myndum Vesturlandabúa um dans, að áhorfendur hefðu naumast notið sýningarinnar, ef Haukur J. Gunn- arsson, leikstjóri og Japansmennt- aður til margra ára, hefði ekki haft á hendi kynningu fyrir hvert atriði og leysti það prýðilega af hendi. í japönskum dansi gildir það eins og víðar í Asíulöndum, að hreyfing- ar eru mjög agaðar, hægar og „dansinn" fluttur á örlitlum fleti í stað þess að þeysast um sviðið eins og gerist á Vesturlöndum. Handa- hreyfíng, augnatillit, höfuðhneig- ing, en kannski umfram allt gervið er miklu mikilsverðara í japanskn danslist en maður áttar sig á í fyrstu. Kabuki-leikhúsið á uppruna sinn í trúarlegum þjóðdönsum, nemb- utsu-odori sem fluttir voru í Kyoto af dansstúlkunni Izumo Okuni, sem hafði þjónað við Izumo-hofið. Þetta var í kringum 1600, en röskum tuttugu árum síðar voru danssýn- ingamar bannaðar. Dansar Okum höfðu notið vinsælda almennings. Hún safnaði að sér hópi fólks, karla og kvenna, og um hríð ferðaðist hópurinn um. Stjómvöld lögðu bann við sýningunum, sem þóttu losta- fullar og loks var ákveðið að banna konum að koma fram í sýningunum. Þetta bann stóð til síðustu alda- Michael Lofton Priscilla Baskerville Sinfóníutónleikar Tónleikar Jón Ásgeirsson Tónleikamir að þessu sinni vom utan áskriftar en á efnisskránni vom tónverk eftir Bernstein, Lloyd-Webber og Gershwin. Ein- söngvarar vom Priscilla Baskerville og Michael Lofton en stjómandi var Murry Sidlin. Tónleikar utan áskriftar hafa oft gefíst vel, hvað snertir aðsókn, sérstaklega þegar boðið er upp á söng og svo var að þessu sinni, því húsfyllir var. Tvö fyrstu verkin em eftir Leonard Bemstein, forleikurinn að söng- leiknum Candide, sem samin er eft- ir sögu Voltaire og Sinfóniskir dans- ar úr West Side Story. Bæði verkin vom ágætlega leikin, sem em þó á köflum nokkuð erfíð leiktæknilega, enda er Bemstein snillingur á sviði hljómsveitartækni. Þriðja verkið var einnig söng- leikjatónlist, úr Cats eftir Andrew Lloyd-Webber. Textinn er sóttur í T.S. Eliots en hann og Voltaire em ekki þeir einu af stórskáldunum, sem teknir hafa verið til handa- gagns af söngleikjahöfundum. Það besta á tónleikunum var söngur Baskerville og Loftons en viðfangsefni þeirra vom lög úr Porgy og Bess, eftir George Gersh- win. Þetta em feikna góðir söngvar- ar og fluttu lögin af einstökum hlý- leika og eins þau gerast að vera í ópemnni. Rétt er að geta þess, því sum þessara laga hafa verið leikin í alls konar dægurlagaútfærslum og einnig af söngvumm, sem oft væri réttara að kalla raulara en söngvara. Baskerville söng Summertime og My Man’s Gone Now með glæsi- brag. Lofton söng I’ve Got Plenty o’Nuttin og It Ain’t Necessarily So ekki síður vel en í tvísöngvunum var söngur þeirra bestur enda var þeim fagnað vel og innilega. Líklega ætti það ekki síður að vera til athug- unar fyrir stjórn hljómsveitarinnar að fá til landsins bandaríska lista- menn og flytja tónlist úr söngleikj- um, með svipuðu sniði og gerist að vera í Vínartónleikunum. Léleg loðnuveiði „ÞETTA er algjör hörmung. Loðnan er dreifð og ekkert um að vera. Hún er enn í æti og al- veg snarvitlaus og þéttir sig ekki vegna þess,“ sagði Ástráður Ing- varsson í Loðnunefnd í samtali við Morgunblaðið. Um miðjan dag í gær höfðu fjög- ur skip tilkynnt um afla: Guðmund- ur Ólafur ÓF fór til Ólafsfjarðar með 200 tonn, Huginn VE til Siglu- Qarðar með 220, Höfmngur AK 320 til Raufarhafnar og Erling KE 20 til Þórshafnar. Loðnan er nú um 2% magrari en hún hefur oftast verið á þessum árstíma og segja sjómenn að vertíðinni nú svipi á margan hátt til vertíðarinnar eftir loðnuveiðibannið 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.