Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 13 ljóð hennar án leyfis Stalíns. Það er alveg óhætt að segja að hún hélt hinu „máttuga rússneska orði“ á lífi og sannaði enn einu sinni með lífí sínu og gerðum að sannleikur varir lengur en lygi.“ Víða farið Hafliði hefur gert víðreist að undanfömu. í september var hann í tónleikaferð í Hong Kong með kammersveit frá London, sveit sem hann hefur oft spilað með áður, og í ráði er að sveitin haldi til Suður- Ameríku næsta vor. Þessi kammer- sveit komst meira að segja á Ólympíuleikana! „Við vorum fulltrúar Bretlands á sérstakri listahátíð sem haldin var í Seoul um leið og Ólympíuleikamir en þama vom fjölmargir listamenn: Moskvu-fílharmónían, La Scala og margar frægar hljómsveitir, leik- flokkar frá ýmsum löndum og myndlist eftir um 160 listamenn frá ýmsum löndum. Við fómm einn dag að sjá keppni á ólympíuleikvangin- um og mér fannst gaman að upp- lifa stemmninguna þar. Listahátíðin var vel sótt og það var greinilegt að menn kunnu vel að meta tilbreyt- inguna eftir að hafa horft á sprett- hlaup eða kúluvarp yfir daginn. — Kemurðu bráðum aftur hingað til lands? „Ég vonast til að geta dvalið hér talsvert á næsta sumri. í ráði er að taka þátt í sumartónleikum í Skálholti og vonandi get ég lagt þar fram eitthvað nýtt. Annars geri ég ráð fyrir að gefa mér góðan tíma í heimabæ mínum, Akureyri," segir Hafliði að lokum. laus að kalla og líklega hallalaus þrátt fyrir hvers kyns kárínur og hindranir? Vom andstæðingamir hrein og klár illmenni upp til hópa, eins og ætla mætti af frásögn- inni? Gæti það verið að þessi ill- leysanlegi hnútur hafi að einhveiju leyti stafað frá stríðlundaðri skap- gerð tveggja höfuðandstæðing- anna? Er sagan kannski of einhliða og einlit í þessari bók? Spyr sá sem ekki veit. Vissulega hefði ég kosið að skrásetjari hefði rýnt fastar í dulin rök þessa mikla styrjaldar- reksturs og ekki látið sér nægja að frásögn söguhetjunnar væri skýr og skipuleg og sögð fram á hreinu og ólastanlegu ritmáli. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur er þessi saga Skúla Pálssonar á Laxalóni hið merkasta skilríki og til þess fallin að leiða hugann að því að í hinu rómaða lýðræðisríki Islandi er ekki ávallt allt sem sýn- ist og oft getur verið býsna tor- velt að ná rétti sínum. En það er nú víst engin ný speki, kynnu sum- ir að segja. Suður-afrískur stjórnarerindreki á íslandi í lyrsta sinn: Vill kynna íslendingum rök- semdir Pretóríustjómarinnar 0 Atti stuttan fund með utanríkisráðherra SENDIHERRA Suður-Afríku í Svíþjóð, Oswald Albers, hefur verið hér á landi til að kynna sjónarmið ríkisstjórnar sinnar fyrir hérlendum ráðamönnum. A þriðjudagsmorgun átti hann stuttan fimd með utanríkisráðherra, Jóni Baldvin Hannibals- syni, og sagði ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til þess. Albers, er setið hefur í rúmt ár í Stokkhólmi, mun vera fyrsti suður-afríski stjórnarerindrekinn sem hingað kemur í opinberum erindagerðum en mann hér á landi. í samtali við Morgunblaðið sagði Albers að stjóm hans teldi nauðsynlegt að íslendingar kynntu sér málefni Suður-Afríku frá sem flestum hliðum; frétta- flutningur frá landinu væri yfir- leitt mjög einhliða. Aðspurður sagðist hann telja mögulegt að áætlun Sameinuðu þjóðanna nr. 435 um frið i An- gólu, brottför kúbverskra her- manna frá Angólu og sjálfstæði Namibíu, sem Suður-Afríkumenn stjóma, gæti tekið gildi 1. febrúar en ríkisstjómir allra deiluaðila hafa nú samþykkt friðarskilmála er samninganefndir þeirra í Genf urðu fyrir skömmu ásáttar um. Samkvæmt áætlun SÞ myndu síðan líða sjö mánuðir þar til kosn- ingar undir eftirliti SÞ fæm fram í Namibíu. Suður-Afrikumenn hefðu þegar flutt allan her sinn á brott frá Angólu. Meðal áhyggjuefna Pretoríu- stjómarinnar væri fjárhagsstaða sjálfstæðrar Namibíu; hver myndi veita landinu þann fjárhagsstuðn- ing, sem Suður-Afríka hefði fram til þessa annast og hver myndi ábyrgjast lán sem landið hefði 'tekið. Hann sagðist viss um að þorri hvítra Namibíumanna, sem em rúm 5% íbúanna, myndi sætta sig við úrslit fijálsra kosninga, hver sem þau yrðu. Um sambúðina við nágrann- aríkin sagði sendiherrann að ferð P.W. Bothas forseta til Mozambík, Malawi og Zaire nýlega hefði ver- ið árangursrík og væri nú unnið að auknum viðskiptum á ýmsum sviðum við Mozambíkmenn, m.a. rætt um suður-afrísk lán til að bæta hafnarskilyrði í Mózambík. Hann sagði sögusagnir um stuðn- ing suður-afrískra stjórnvalda við skæmliða í Mozambík úr lausu lofti gripnar. Albers sagði að Suður-Afríku- stjórn hefði boðið Nelson Mand- Pretóríustjórnin hefur ræðis- ela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC), frelsi gegn því að hann lýsti afdráttarlausri andstöðu við ofbeldi. Því hefði hann hafnað. Mandela hefur setið inni síðan 1961 en hann var dæmdur í ævi- langt fangelsi fyrir meint landráð er sannað þótti að hann hefði hvatt til stjórnarbyltingar og skipulagt hermdarverk. Þess má geta að Mangosuthsu Buthelezi, hófsamur leiðtogi sex milljóna Zulumanna í Suður-Afríku, hefur neitað, ásamt nær öllum öðmm blökkumannaleiðtogum, að hefja samningaviðræður við suður- afrísk stjórnvöld meðan Mandela væri í fangelsi. Er Albers var spurður hvort áðurnefnt skilyrði stjórnarinnar væri ekki landinu dýrt ef það hindraði raunhæfar samningaviðræður sagði hann að fangavist Mandela væri ekki aðal- hindmnin í vegi viðræðna heldur hryðjuverk skæmliða ANC síðustu árin; þeir yrðu að láta af þeim. Stjóm hans hefði sagt: „Við munum ræða við ANC ef þeir stöðva hryðjuverkin." Ljóst væri að hótanir og ofbeldi skæmliða gagnvart svörtum kynbræðmm sínum hefðu þau áhrif að fjöldi fólks þyrði ekki annað en fara að óskum þeirra. Það væri í sumum tilvikum ástæða þess að svartir forystumenn þyrðu ekki að hefja samningaviðræður við stjórnvöld. „Meirihluti fólksins, hvítra jafnt sem blakkra, vill frið og ró og styður viðleitni stjómarinnar i Pretoríu í þá átt,“ sagði Albers. Er sendiherrann var spurður hvemig stjómvöld teldu sig geta fullyrt þetta án þess að blökku- menn fengju að sýna hug sinn í kosningum sagði hann aðeins að það væri hægt með ýmsum hætti. Það væri staðreynd að meirihluti blökkumanna væri í reynd andvíg- ur ofbeldisaðferðum ANC. Norðurlöndin hafa ásamt fleiri Reuter Oswald Albers sendiherra: „Hryðjuverk Afríska þjóðar- ráðsins koma í veg fyrir að hægt sé að semja um skiptingu valds í Suður-Afríku milli hinna ólíku þjóða og kynþátta.“ ríkjum beitt Suður-Afríku efna- hagslegum refsiaðgerðum, fyrst og fremst viðskiptabanni, og fyrir nokkmm mánuðum ákvað ríkis- stjóm íslands einnig að banna öll viðskipti við landið. Sendiherrann sagði þessar aðgerðir nokkurra ríkja hafa valdið erfíðleikum en fyrst og fremst hefðu þær komið niður á blökkufólki sem hefði misst vinnuna fyrir vikið. Nefndi hann sem lítið dæmi að 7.000 konur, flestar af lituðum kyn- stofni, hefðu lengi haft þann árst- íðabundna starfa að vefja bláum pappír utan um epli sem ætluð vom til útflutnings; þær hefðu nú misst vinnuna og ætti viðskipta- bannið þar mestan þátt. Hagvöxt- ur þyrfti að vera 5,5% til að halda í horfínu þar sem viðkoma svarta meirihlutans væri afar mikil, tæp 3% á ári, en á þessu ári væri að- eins gert ráð fyrir 2% hagvexti. Hins vegar myndu efnahagslegar refsiaðgerðir ekki valda falli ríkis- stjómarinnar eins og sumir and- stæðingar hennar hefðu vonað. Desmond Tutu, erkibiskup og friðarv’erðlaunahafi Nóbels, hefur stutt efnahagslegar refsiaðgerðir og sagt að blökkumenn væm reiðubúnir að taka á sig byrðar um hríð til að koma minnihluta- stjóm hvítra frá. Um Tutu sagði sendiherrann að biskupinn væri yfírmaður kirkjudeildar aðeins tveggja milljóna manna í landi með 35 milljónir íbúa og meira að segja hans eigin kirkja væri klofin í afstöðu sinni til stefnu biskupsins. Tutu byggi í glæsilegu húsi í Höfðaborg, hefði tryggar tekjur frá kirkjunni, börn hans gengju í skóla í Chicago í Banda- ríkjunum. „Hvernig getur þessi maður talað fyrir munn venju- legra blökkumanna í landinu? Hvers vegna ætti heimurinn að hlusta af slíkri athygli á þennan mann jafnvel þótt honum hafi verið veitt Nóbelsverðlaun? Um daginn héldu 400 svartar konur úr hópi atvinnulausra mótmæla- fund við hús Tutus og kröfðust þess að hann útvegaði þeim vinnu.“ Sendiherrann lagði að lokum áherslu á að Suður-Afríkustjórn hefði fyrir þrem ámm lýst því yfír að aðskilnaðarstefnan (apart- heid) væri röng stefna og hún væri ekki lengur leiðarhnoð stjómvalda. Stefna hennar nú væri að allir kynþættir skiptu með sér stjómvaldinu. Vandinn væri hins vegar sá að þótt hægt væri að tala um meirihluta og minni- hluta íbúa landsins ef eingöngu væri litið á hörandslit þá væri málið flóknara. Blökkumenn skiptust í 10 þjóðir, stærstar væm Xhosar og Zulumenn. Þar fyrir utan væm Indveijar, kynblend- ingar og hvítir menn. Ef komið yrði á einhvers konar sambands- ríki í landinu yrði að gæta jafn- vægis milli þessara hópa. Huga bæri að því að yrði t.d. efnt til forsetakosninga myndu allir Xhosar kjósa sinn frambjóðanda, allir Indvetjar sömuleiðis fram- bjóðanda úr eigin röðum osfrv. Til að hægt yrði að semja um stjórnarskrá á ráðstefnu allra kynþátta og þjóða landsins, eins og stefnt væri að með nýju fmm- " varpi stjómarinnar, þá væri það skilyrði að hryðjuverk ANC yrðu stöðvuð. 1 AMfcL W borás PARADISO Bjarni Þ. Halldórsson, Umboðs og Heildverslun, Vesturgötu 28 sími: 29877
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.