Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 52 Minning: SigríðurJ. Zoega, Neskaupstað Fædd 12. desember 1921 Dáin 18. nóvember 1988 Það eru fáar fréttir sem hafa hitt okkur jafn illa og þegar við fréttum síðsumars að vinkona okk- ar, Sigríður J. Zoéga, hefði veikst á heimili sínu. Við bárum lengi þá von í bijósti að hún fengi góða heilsu á ný, enda var hún alitaf vel á sig komin bæði andlega og líkam- lega. En eftir því sem lengra leið fram á haustið var sýnt að sá sjúk- dómur sem hún barðist við myndi hafa sigur. Hún lést fyrir viku á sjúkrahúsinu í Neskaupstað eftir harða legu og verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju í dag, laugardag. Það eru liðin rúm 12 ár síðan við fluttumst hingað til Neskaup- staðar. Það var dálítið einkennilegt að setjast að á nýjum stað þar sem við þekktum engan, fjölskyldan og vinir svo langt í burtu og okkur það nauðsynlegt að mynda tengsl við nýja vini. Fyrstu dagana kynntumst við þeim hjónum Reyni og Sigríði Zoéga, hann formaður sóknar- nefndar, og þau hjón nágrannar okkar. Síðan hafa árin liðið og kunningsskapur þróast í vináttu sem aldrei hefur borið skugga á heldur miklu fremur orðið dýpri. Og nú í dag verða sporin okkar óvenju þung til kirkjunnar góðu sem Sigríður unni, því komið er að leið- arlokum. Við höfðum ekki þekkt Sigríði lengi þegar við fundum hvílík mannkostakona hún var. Okkur tók hún rétt eins og við værum hennar eigin börn, og okkar börn urðu hennar „barnabörn" og aldrei var hún kölluð annað en Sigga amma á okkar heimili. Á hátíðum, af- mælum og öðrum gleðistundum fjölskyldunnar var Sigríður alltaf mætt og það geislaði svo dæmalaus glaðværð og hlýja frá henni. Hún var líka alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd. Þegar við þurftum að bregða okkur úr bænum þá sá hún um húsið og blómin svo þar var notalegt við heimkomu. Ekki var það minna um vert að á heimili þeirra Reynis og Sigríðar áttu börn- in okkar alltaf sérstökum vinum að fagna sem gáfu þeim svo örlátlega af hjartahlýju sinni. Það var nánast alveg sama hve- nær við hittum Sigríði. Alltaf staf- aði frá henni þessi sérstæða og fölskvalausa tryggð og umhyggja, næmur skilningur á fólk og trúnað- ur. Heimili hennar var öllum opið og þangað var gott að koma enda þau hjónin með afbrigðum gestrisin og samhent. I áratugi voru á heim- ili þeirra aldrað fólk, bæði ættingjar og vandalausir og þeim sinnti Sigríður af alúð og ósérhlífni. Oft hefur það sjálfsagt verið henni erf- itt en aldrei heyrðist frá henni möglunarorð. Okkur fannst það oft með ólíkindum hve natin og hugs- unarsöm hún var þessu og öðru fólki sem hún umgekkst, bar hag þess og velferð svo mjög fyrir bijósti. Þær voru áfáar ferðirnar og erindin sem hún rak fyrir vini sína og alltaf taldi hún það sjálf- sagt. Það eru því margir í okkar sporum í dag er kveðja hana með mikilli eftirsjá og trega. En jafn- framt erum við þakklát fyrir það að hafa kynnst henni og átt hana að vin þennan tíma. Við höfum stundum velt því fyrir okkur hvað það er sem bindur okk- ur svo sterkum böndum við þetta byggðarlag hér við Norðfjörð. Skyldu það vera fjöllin, náttúrufeg- urðin? Nei, fyrst og síðast fólkið sem við höfum kynnst og haft sam- Sambýlismaður t minn og faðir okkar BALDURNORÐDAHL Bólstaðarhlíð 44, er látinn. Þórunn Guðmundsdóttir og börn hins látna. t Eignmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN BALDVINSSON hæstaréttarlögmaður, Fjölnisvegi 16, lést 23. nóvember sl. Sigríður Ásgeirsdóttir, Ásgeir Hannes Eiríksson, Valgerður Hjartardóttir, Baldvin Hafsteinsson, Björg Viggósdóttir, Eli'n J. G. Hafsteinsdóttir, Haukur G. Gunnarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRARINN HJARTARSON, Hjallaseli 41, andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 24. nóvember. Fyrir mína hönd og barna okkar, Guðleif Jónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÖRLIÁGÚSTSSON frá Kjós, andaöist á Hrafnistu 24. nóvember. Börn, tengdabörn og barnabörn. skipti við. Það er það sem bindur og gefur umhverfinu svip. Sigríður var ein þessara vina okkar sem markar sín djúpu og óafmáanlegu spor í vitund okkar og barna okkar í hugum okkar verður Norðfjörður ekki samur eftir fráfall hennar. En minningin góða um hana lýsir þó upp að nokkru. Við vottum Reyni, bömum þeirra og fjölskyldum, aldraðri móður hennar og Lillu systur hennar okk- ar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Sigríðar J. Zoéga. Auður Kristinsdóttir, Svavar Stefánsson og börn. Æskuvinkona mín, Sigríður Jó- hannsdóttir Zoéga, er Iátin. Það var komið undir haust þegar hún veikt- ist. Og Sigga, sem alltaf var svo lífsglöð og dugleg, fékk ekki rönd við reist, þótt góðir læknar gerðu sitt besta henni til hjálpar. Stundin var komin þó erfítt sé að sætta sig við það. En mig langar til að minn- ast hennar með fáeinum orðum. Sigríður fæddist á Norðfírði 12. desember 1921. Foreldrar hennar voru Jóhann Gunnarsson rafveitu- stjóri og Ólöf Gísladóttir kona hans og hún ólst upp með foreldrunum þar í kaupstaðnum. Þegar hún svo giftist Reyni Zoéga 23. janúar 1942 stofnuðu þau einnig sitt heimili í Neskaupstað og hafa ætíð átt þar heima. Reynir Zoéga er vélstjóri og rennismiður að iðn. Hann var lengi verkstjóri á vélaverkstæði Dráttar- brautarinnar, en hefur nú unnið skrifstofustörf um hríð. Reynir átti lengi sæti í bæjarstjóm Neskaup- staðar, starfaði mikið í samtökum sveitarfélaga á Austurlandi um ára- bil og vinnur af alhug að slysa- vamamálum. Þau hjónin hafa því alla tið verið í náinni snertingu við það sem var að gerast í plássinu þeirra. Á heimili Reynis og Siggu hefur ætíð ríkt góðvild og hlýja og þau vom svo sannarlega samtaka um að skapa það andrúmsloft. Og það vom fleiri en bömin þeirra fjögur sem þess nutu. Þar átti einnig eldrí kynslóðin athvarf þegar á þurfti að halda, lengri eða skemmri tíma eft- ir því sem á stóð, móðir Reynis, foreldrar Sigríðar og raunar enn fleiri. Svo em þeir líka orðnir marg- ir sem litið hafa inn á þeim bæ, átt hjá þeim hjónum ömggt innhlaup, ef svo má til orða taka, bæði skyld- ir og vandalausir. Það var dálítið eftirtektarvert hvað þessi fjöskylda lifði hófsömu og heilbrigðu lífi, átti til dæmis margar yndisstundir úti í náttúmnni, sumar og vetur, og þurfti ekki alltaf langt að fara til að njóta þeirra. Segja má að lengst af hafi hús- móðirin á þessu heimili helgað fjöl- skyldunni alla krafta sína. Þótt bömin fæm að heiman og stofnuðu sín heimili vom þau tíðir gestir og svo bamabömin, enda flest skammt undan. það var því jafnan margt um manninn og líf og §ör í kringum Siggu og Reyni. Dalla Jónsdóttir, Ólafsfírði-Minning Fædd 27. mars 1914 Dáin 20. nóvember 1988 Ég ætlaði ekki að trúa því, þegar ég frétti látið hennar Döllu sl. sunnudag. Einhvern veginn hélt ég að hún Dalla yrði alltaf á sínum stað. Dalla hefur verið hluti af tilver- unni, svo lengi sem ég man eftir mér. Hún kom ung til Ólafsfjarðar með manni sínum, Gunnlaugi Jons- syni. Fljótlega eftir komuna þangað tókust kynni með henni og ömmu minni Sigríði Vilhjálmsdóttur, sem sían hafa haldist við fjölskylduna alla, þó langt sé síðan amma mín dó. Dalla var mikið á heimili okk- ar, eftir að amma var orðin veik- burða. Og þær voru ófáar pönnu- kökumar sem hún var búin að baka ofaní okkur systkinin. Dalla vann mikið með Leikfélagi Ólafsfjarðar hér áður fyrr, og var í flestum þeim verkum sem sett voru upp á Ólafsfirði á gróskuárum Leikfélagsins. Dalla var mér alltaf mjög góð. Og þeir vom ófáir sokk- arnir og vettlingarnir sem hún var búin að prjóna handa börnunum mínum. Síðasta skiptið sem ég heyrði í henni var í byrjun nóvem- ber, þá hringdi hún í mig. Ekki grunaði mig þá að aðeins tveim vikum seinna yrði hún öll. Dalla var Húnvetningur, fædd 27. mars 1914, og hefði því orðið 75 ára á næsta ári. Eins og áður sagði giftist hún Gunnlaugi Jóns- syni frá Skeggjabrekku í Olafsfírði og eignuðust þau tvo syni. Þá Jón B. Gunnlaugsson kvæntan Regínu Birkis og eiga þau 3 börn og Gunn- laug kvæntan Birnu Thorlacius og eiga þau 3 böm. Ég og fjölskylda mín sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Jóns, Regínu, Dunna og Bimu og barnabarnanna allra. Guð blessi minningu Döllu minnar. Helga Tengdamóðir mín, Dalla Jóns- dóttir, lést sviplega sunnudaginn 20. þ.m. á sjötugasta og fímmta aldursári. Hún fæddist að Skrapatungu í Laxárdal, A-Húnavatnssýslu, en fluttist þaðan ung með fjölskyldu sinni til Blönduóss. Foreldrar henn- ar vom Ingibjörg Sveinsdóttir og Jón Helgason, jafnan kennd við Skuld á Blönduósi. Dalla var næst- yngst 14 systkina, en nú er aðeins einn bróðir, Ragnar, eftir af þessum stóra hóp. Þrettán ára missti hún móður sína, en ólst upp með systk- inum sínum hjá föður sínum. Eldri systurnar vom margar famar að heiman og mun sú „stutta" hafa séð um heimilið að miklu leyti. Liðlega tvítug kynntist hún lífsförunaut sínum, Gunnlaugi Jóns- syni frá Ólafsfirði. Þau fluttu til Ólafsfjarðar árið 1935 og bjuggu fyrstu árin í Skeggjabrekku hjá foreldmm Gunnlaugs, Jóni Gunn- laugssyni útvegsbónda og organista og konu hans, Sigurbjörgu Mar- teinsdóttur. Þar bjuggu þá einnig systkini Gunnlaugs og var því mannmargt á heimilinu. Gur.nlaug- ur lést fyrir allmörgum ámm. Dalla saknaði hans sárt þó ekki hefði hún mörg orð um það. Gunnlaugur og Dalla eignuðust tvo syni, Jón Bergvin, kvæntur undirritaðri, og Gunnlaug, kvæntur Birnu Thorlacius. Barnabömin em sex og barnabarnabörnin líka sex. Dalla var aldrei ánægðari og glaðari en þegar hún hafði sem flesta afkomendur sína í kringum sig. Nutu böm mín þess óspart því á hvetju sumri meðan þau vom ung var haldið í Ólafsfjörð til sumardval- ar hjá ömmu og afa, var það ómet- anlegt fyrir þau og eiga þau marg- ar sínar bestu bemskuminningar frá sumardvöl sinni í Ólafsfírði. Gunnlaugur og Dalla unnu mikið að félagsmálum í Ólafsfírði hér áður fyrr, en Ólafsfjörður var þá Seinni árin vann Sigríður hluta- starf á Dagheimilinu og eignaðist þar heila hersingu af ömmubömum til viðbótar. Hún átti svo létt með að umgangast unga og gamla og vann sér sjálkrafa hylli þeirra. Við Sigga vomm því sem næst jafngamlar og þar var stutt á milli heimilanna þegar við vomm að al- ast upp á Norðfírði. Foreldrar okkar höfðu líka þekkst frá bamæsku. Það kom því af sjálfu sér að við hittumst oft og lékum okkur saman alveg frá því fyrsta. Með okkur tókst einlæg vinátta sem aldrei bar skugga á. Og alltaf var margs að minnast þegar fundum bar saman eftir að ég fór frá Norðfirði, hvort heldur ég var tíður gestur meðan ég átti heima í Mjóafírði, eða sjald- séður eftir að ég var flutt í aðra landshluta. — Elskusemi þeirra hjóna beggja í minn gerð var alltaf söm við sig. Já, ég á mikið að þakka. Það má með sanni segja að tryggðin og ræktarsemin var Sigríði og Reyni í blóð borin og hefur fylgt þeim frá bernskudögunum. Um það vitnar meðal annars atlætið sem það mætti gamla fólkið, sem dvaldi á heimili þeirra lengri eða skemmri tíma. Og það minnir líka á þessa eiginleika, að börnin íjögur heita foreldranöfnum beggja. En því fór þó fjarri að umhyggju- semin hennar Siggu og raunar þeirra hjónanna beggja væri ein- skorðuð við nánustu ættingja. Og það fínnst mér lýsa þessari æsku- vinkonu minni betur en mörg orð hve marga ferðina hún fór til að hitta aldraða og einstæða, inn á spítala, úti í bæ og líka þegar hún var á ferð hér syðra. Nú hefur leið- ir skilið og við njótum ekki návistar hennar um sinn. En minningin lifir með okkur hrein og góð. Ég og mitt fólk sendum Reyni og börnunum og öðrum ástvinum Sigríðar innilegar samúðarkveðjur, og við biðjum guð að blessa þau. Jóhanna Svendsen eitt einangraðasta byggðarlag landsins, bæði til sjós og lands. Dalla var lengst af einn aðalmáttar- stólpi Leikfélags Ólafsfjarðar og hlutverk hennar á leiksviði í Ólafs- firði og víðar eru á annað hundrað, að mér er sagt. Ég dáðist oft að dugnaði og kjarki Döllu, glaðværð og jákvæðu hugarfari. Hún var ekki heil heilsu mörg síðustu árin sem hún lifði, en aldrei var kvartað og alltaf var allt í lagi. Ógleymanleg verður mér ferð er við hjónin fórum með hana sl. sumar er við fórum hringveginn. Það var gist á bændabýlum víða um landið og naut Dalla þessarar ferðar í ríkum mæli. Að þetta yrði okkar síðasta ferð óraði okkur ekki fyrir. Nú hefur Dalla farið í sína síðustu ferð. Ég veit að vel verður tekið á móti henni. Þar bíður Gunn- laugur Döllu sinnar. Ég vil að lokum þakka góðri tengdamóður samfylgd í yfír rúm 30 ár, samfylgd sem aldr- ei bar skugga á. Guð blessi minningu Döllu Jóns- dóttur. Regina Birkls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.