Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 kun irní Framganga Jóns Baldvins Eg býst við, að okkur flestum sé enn ofarlega í minni framganga Jóns Baldvins Hannibalssonar fýrir síðustu kosningar. Þá fór hann mikinn um landið, og ég get alveg sagt það í þennan hóp, að mér fannst töluvert til um það, hvemig hann hagaði sínum málflutningi og hversu garplega hann sótti fram víða um land. Ég las töluvert af því, sem frá honum kom. Og ég gerði mér fulla grein fyrir, að það var ekki út í hött, þegar gagnrýn- endur flokksins okkar sögðu sem svo: „Þið verðið að vara ykkur á honum Jóni Baldvin, hann sækir hart að ykkur frá hægri.“ Hann nuggaði okkur upp úr því dag eftir dag að hafa staðið í makindum með maddömmu Framsókn að hvers konar atlögum gegn heilbrigðri skynsemi. Og við gátum ekki neitað þvi, að það kostar nokkra króka af vegi heilbrigðrar skynsemi að standa að stjóm með Framsókn. Hann sagði Framsóknarflokkinn vera þann flokk á íslandi, sem væri táknmynd veruleikaflóttans, táknmynd stöðnunar og afturhalds, tákn óheillavænlegra og óhemju- legra afskipta ríkisvaldsins af flest- um þáttum þjóðlífsins. Ekki þó síst þeim, sem snertu dýrð og veldi Sambandsins og viðhald „land- búnaðarsukksins", eins og hann nefndi það. Mikilvægasta verkefni í íslenskum stjómmálum væri að gefa Framsóknarmaddömunni frí sem allra'lengst. Hann var boðberi þess, hvar sem hann fór. Hann væri kominn til þess að skapa það orlof handa Framsókn. Fundaher- ferð hans fór fram undir heitinu: Hver á ísland? Hann óð um landið þvert og endilangt og-spurði, hver á ísland? Hann svaraði spuming- unni janfnan sjálfur. Og hann vildi koma þessu eignarhaldi í hendur réttra aðila. Hann sagðist vilja koma því undan SÍS-mafíunni. Hann vildi koma því undan þeim, sem högnuðust á „landbúnaðar- sukkinu". En er núna spurt: Hver á ísland? Nei, það er spurt: Hver kom á Hótel ísland. Því að þangað kom Framsóknarflokkurinn í faðm for- manns Alþýðuflokksins. Og þeim mönnum er ekki klígjugjamt, sem ekki fengu neina ónotatilfinningu við að fylgjast með því í fjölmiðlum, sem þar fór fram. Og reyndar ekki bara þar, því að formaður Alþýðu- flokksins heimsótti líka þá, sem fyrir einu og hálfu ári áttu Island, til þess að fullvissa þá um það, að nú ættu þeir ekki bara ísland, þeir ættu líka Alþýðuflokkinn með húð og hári. Þetta nýja bandalag þyrfti engum að koma á óvart. Hér væri söguleg nauðsyn á ferðinni, sem ætti rætur í helgidóminum frá Hriflu. Og ég sá allmörg tákn þess, að mörgum hafi orðið ómótt við allan þennan sýndarskap, allar þessar ömurlegu skrautsýningar í kringum ekki neitt. Meira að segja í leiðara Alþýðublaðsins í dag (22. nóv.), sem þó heitir „Raunsæi á Hótel ís- landi“, segir svo: „Það var því ofur skiljanlegt, að ýmsum hafi bmgðið við, er Steingrímur sjálfur birtist á Hótel íslandi. Maðurinn, sem var fyrir síðustu kosningar útnefndur samnefnari efnahagslegrar ógæfu íslensku þjóðarinnar, hélt hólræðu yfír erkifjandanum Jóni Baldvin. Alþýðuflokksfólk hlýtur samt sem áður að skilja það innst inni, að í Davíð Oddsson þeirri stöðu, sem flokkurinn er um sinn, eru skrautsýningar eins og sú, sem varð með forsætisráðherra og formanni Alþýðuflokksins, partur af þeirri ímynd, sem flokkarnir verða að draga upp af sjálfum sér með þjóðinni." Þetta segir í leiðara Alþýðublaðs- ins. Og hvað er verið að segja okk- ur? Hvað er verið að segja við al- þýðuflokksfólkið? Og hvað er verið að segja við íslensku þjóðina? Það er verið að segja, að það sé betra að veifa röngu tré en öngu. Það er verið að segja, að í þeirri niður- lægingu, sem Alþýðuflokkurinn sé nú, þá verði að reyna að búa til glansmynd til að bregða yfir þá eymd. Eins og þeir segja sjálfir, að alþýðuflokksfólk hljóti að skilja innst inni, að í þeirri stöðu, sem flokkurinn sé um sinn, séu skrautsýningar eins og sú, sem það þurfti að horfa upþ á, óhjá- kvæmilegar. En það má leiðara- höfundurinn eiga, að í raun biðst hann fyrir sína hönd og flokks síns afsökunar á þessari tilgerðarlegu uppákomu. Og það var vel til fundið af Steingrími Hermannssyni að gefa formanni Alþýðuflokksins bikar, þegar hann kvaddi fund framsókn- armanna. Og væntanlega hefur hann sagt við hann: Bergðu nú úr bikarnum til botns. En þessir atburðir eru því miður eingöngu hinn táknræni umbúnað- ur utan um þessa eymd. Forræðisstjórn Ég sagði áðan, að okkur hefði sumum brugðið, er Alþýðuflokkur- inn og forsvarsmenn hans fyrir tveimur árum fluttu mál sitt svo skörulega og virtust í raun hafa fallið frá efnahagslegum fjötrum félagshyggjunnar, sem hvarvetna hefur drepið atvinnulíf, framþróun og lífskjör fólks í dróma. í raun boðaði Alþýðuflokkurinn fyrir síðustu kosningar fráhvarf frá for- ræðishyggjunni. Hann vildi höggva á festingamar, sem fjötruðu flokk- inn við fortíðina, við gamlar og úreltar kennisetningar. En nú er allt þetta gleymt. Taumlaus óhófs-, oflofsræða formanns Framsóknarflokksins um formann Alþýðuflokksins og ég tala nú ekki um það, sem sá síðarnefndi sagði um hinn fyrrnefnda, segir okkur allt, sem segja þarf, í þessum efnum. Við myndum skilja það, sem gerst hefur, ef Framsóknarflokkur- inn hefði í einhveiju fallið frá stefnu sinni, eða þeim þáttum hertnar, sem voru eitur í beinum Alþýðuflokks- ins. Þeim þáttum hennar, sem urðu til þess, að Framsóknarflokkur Steingríms Hermannssonar var út- nefndur, eins og sagði í Alþýðublað- inu, „samnefnari efnahagslegrar ógæfu íslensku þjóðarinnar“. Væri Framsóknarflokkurinn hættur að vera samnefnari efna- hagslegrar ógæfu íslensku þjóðar- innar, þá myndi maður skilja koss- ana og flangsið. Þá myndi maður skilja faðmlögin og þá myndi maður skilja það, að Jón Hannibalsson Sæi efni til þess að falla að fótskör for- manns Framsóknarflokksins, gleypa við göróttum drykk hans — drekka úr bikamum til botns. En engin stefnubreyting hefur átt sér stað. Þvert á móti em þær aðgerð- ir, sem ógæfustjórnin hefur boðað og rætt um, í fullu samræmi við þann samnefnara, sem íslensk efna- hagsjeg ógæfa hefur allt of lengi átt. I þeim efnum verður íslenskri ógæfu allt að vopni. Það á með handafli ríkisins að færa efna- hagslífið í fjötra. Það á með hand- afli ríkisins að dæla peningum, sem ekki em til, til að halda uppi rekstr- argmndvelli, sem ekki er til. Og til að styrkja eigin fjárstöðu fyrir- tækja, sem em u.þ.b. að verða ekki til. Slík efnahagsleg aðgerð er hvergi annars staðar til! Það reynir engin önnur þjóð að stýra efnahags- málum sínum með handafli lengur. Meira að segja Gorbatsjov, austur þar, telur að trú á mátt slíks hand- afls sé meginástæða þess, að þar er flest í kalda koli og stenst ekki samanburð við lífskjör Vesturlanda. Enda hver trúir því, að handalög- mál leysi af hólmi þau efnahagslegu lögmál, sem hugsandi menn í ver- öldinni telja vera þau einu, sem færa þjóðunum framfarir og frelsi, bættan efnahag og bærileg lífskjör. Mér sýnist flest benda til, að því miður sé Alþýðuflokkurinn um þessar mundir svo djúpt sokkinn í ijóshaug Framsóknar, þann sama fjóshaug og sá flokkur ætlaði að moka út fyrir síðustu kosningar, að hann sjái ekkert undarlegt við þá makalausa yfirlýsingu forsætis- ráðherra íslenska lýðveldisins, að hann hafi orðið sér úti um umsókn- ir, trúnaðammsóknir íslenskra fyr- irtækja, til svonefnds atvinnutrygg- ingasjóðs Stefáns Valgeirssonar, naflastrengs núverandi ríkisstjórn- ar. Af hverju er forsætisráðherrann að gmfla í þessum umsóknum? Ekki til þess að verða sér úti um upplýsingar um efnahagsástandið. Það getur hann fengið með öðmm hætti. Hvar myndi það annars stað- ar þekkjast, að forsætisráðherra lands væri með þessum hætti að snuðra ofan í trúnaðarskjölum ein- stakra fyrirtækja? Spyrja má: Fær hann slík skjöl úr öðmm sjóðum? Fær hann slík skjöl úr bönkum landsins? Eða hvað er hér að gerast? í öll- um venjulegum löndum, þar sem forsætisráðherrar t.a.m. hafa þann metnað að mark sé á þeim tekið, en lýsa því ekki óbeint yfir, að þeir tali jafnan í trausti þess, að enginn taki á þeim mark, myndi slíkt og þvílíkt, eins og trúnaðarbrot þessa atvinnutiyggingasjóðs á fyrstu dög- um hans, þykja hneyksli. Reyndar stendur tilvera þessa sjóðs á ónýtum gmndvelli. Bráðabirgðalög um hann verða sennilega ekki sam- þykkt í núverandi mynd. Ábyrgðir hans em svo lítils virði enn sem komið er, að ekki er hægt að taka bréf hans gild í viðskiptum, nema með ríflegum afföllum. Nauðsyn- legt er að fá ábyrgð stjórnarmanna sjóðsins skýrða, því eftir að forsæt- isráðherra hefur upplýst að sjóður- inn muni væntanlega láta sér veð í léttu rúmi liggja, gætu stjómar- menn sjóðsins hugsanlega þurft að sæta ábyrgð fyrir brot í opinbem starfi, ef marka má þróun Utvegs- bankamálsins. Falsmynd verðstöðvunar Umræður um launamál á þessu landi hafa jafnan virst á lægra þroskaskeiði heldur en annars stað- ar þekkist, og kröfur launþegasam- taka jafnan úr takt við raunsæi og þá tilveru, sem þjóðin hefur búið í. Reyndar er ótrúlegt hvað dagfars- prúðasta fólk getur fljótt hrokkið af hjömm, þegar launamál em ann- ars vegar. Alls ekki er við launþega- hreyfinguna eina að sakast hvað þetta varðar, því forráðamenn at- vinnufyrirtækja hafa til skamms tíma tekið furðu létt á slíkum tölum, sem í raun vom íjarri lagi. Þeir töldu sig í raun vera að semja í óbeinu skjóli ríkisvaldsins, sem myndi ógilda þá vitlausu samninga í fyllingu tímans, annaðhvort með beinum aðgerðum eða sem oftar var með því að hleypa verðlaginu ■ lausu. Verðholskeflan væri illskárri en að láta stöðva fyrirtækin um lengri eða skemmri tíma. Því miður má fullyrða, að kröfugerðir verka- lýðsleiðtoganna hafí einatt ekki ein- göngu stafað af þekkingarleysi heldur hafi aðilar vinnumarkaðarins hreinlega verið orðnir svo sam- dauna verðbólguhugsunarhættin- um, að hvomgur aðilinn hafi treyst sér til að leggja fram undirritaða samninga með lágar tölur á pappír, sem hefðu í raun skilað heilli krón- um í vasa launamanna. Þær vísitöl- ur, sem nú em helst fordæmdar, hafa þó átt nokkurn þátt í því að vekja menn til lífsins, og tilburðir stjómvalda til fastgengisstefnu hafa að nokkm haft sömu áhrif. Fastgengisstefnan átti ekki síst að leiða til þess, að óábyrgir samning- ar lentu á þeim, sem samningana gerðu, en slíkum afleiðingum tókst að fresta um mjög langa hríð vegna þess að stighækkandi verðlag er- lendis gerði mönnum ótrúlega lengi kleift að fylgja fram þessum tveim- ur stefnum, sem ekki fá staðist saman, óraunhæfum kjarasamning- um og föstu gengi. Nú er því hik- laust haldið að þjóðinni, að verð- bólgan sé nánast komin niður í ekki neitt. Og springi þessi stjórn fyrr en varir, kæmi ekki á óvart, þótt hinir vígreifu tálsmenn hennar myndu á fundum hver hjá öðmm og annars staðar halda því fram, að þeir hafi ekki bara myndað stjóm án málefnasamnings á mettíma heldur líka gengið milli bols og höfuðs á verðbólgunni, í einu vet- fangi. En verðbólgan bíður handan við homið og þar belgist hún út. Falsmynd verðstöðvunar mun ekki hylja þá verðsprengju lengi. Menn geta sagt sem svo með nokkmm sanni: En þessi stjórn hefur ekkert gert, svo ekki getur allur vandinn verið hennar sök, því oftast em þær stjómir illskástar, sem minnst gera. Og það er mikið rétt. Stjómin, sem fyrir var, brást. Ég get sagt það hér, sem ég lá ekki á annars staðar, að ég var andvígur því að sú stjóm yrði mynd- uð. Óheppileg stjórnarþátttaka Þannig var, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafði farið verr út úr kosning- um, sem vom undanfari stjórnar- innar, en nokkm sinni áður. Fyrir kosningamar höfðu talsmenn flokksins sagt skýrt og greinilega, að færi svo um úrslit, sem síðar varð, þá yrði ekki hægt að mynda sæmilega starfhæfa stjóm í landinu. Þá yrði þriggja flokka stjóm með öllum sínum ágöllum ekki umflúin, og jafnvel þött Sjálf- stæðisflokkurinn neyddist inn í slíka stjóm, þá myndi hann ekki hafa þar þau áhrif sem hann jafnan hef- ur haft í stjómarþátttöku. Ég lagði á það áherslu, eftir að kosningaúr- slit lágu fyrir, að Sjálfstæðisflokk- urinn yrði utan stjómar. Auðvitað heyrist, þegar slíkt er sagt, að þar með sé flokkurinn að dæma sig í pólitíska útlegð. Það sé höfuðskylda stjómmálaflokks að reyna að kom- ast í ríkisstjóm, eingöngu þar hafi flokkur markverð áhrif. Þetta hljómar sem sannleikurinn einn við fyrctu sýn, en á þessari kenningu em stórar brotalamir. Þátttaka flokks í ríkisstjórn við aðstæður, sem honum em óheppilegar og andsnúnar, getur orðið til þess að flokkurinn glatar trausti og trúnaði stuðningsmanna sinna. Skammvinn stjómarþátttakan getur gert mögu- leika flokksins á að koma málum sínum fram við aðrar aðstæður, í annarri og betri stjóm, að engu um langa hríð. Það á heldur ekki að ögra kjósendum. Það á ekki að misskilja kosningaúrslit. Ef kosn- ingaúrslit em með þeim hætti að ekki verði annað sagt en einn stjómmálaflokkur gjaldi verulegt afhroð, þá ögrar hann kjósendum, ef hann gengur til stjómarsam- starfs í beinu framhaldi af þeirri niðurstöðu. Ég býst við, að forystu- menn okkar flokks hafi verið svip- aðrar skoðunar, þótt þeir teldu sig að lokum ekki geta vikist undan þeirri ábyrgð, sem blasti við, enda yrði þeim og þeirra flokki kennt 35 um stjómlaust land. Þeir væm komnir í pólitíska fylu, sjálfskipaða útlegð og ættu því ekki minni sök á þeim ófömm, sem yrðu undir stjóm, sem við slíkar aðstæður yrði mynduð án þeirra. Það kom fljótt á daginn, að ekki - var mikil samstaða innan síðustu ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn stóð veikari inni í þessari ríkisstjórn en í nokkurri annarri stjóm, sem hann hefur átt aðild að. Við þær aðstæður má segja, að það hafi verið honum íjötur um fót að þurfa að hafa á hendi forystuna í stjórn- inni. Ég taldi augljóst í febrúarmánuði sl., þegar fyrst vom reyndar efna- hagsaðgerðir og þó ekki síður í maímánuði, þegar enn var reynt, að stjómin myndi ekki ná saman um neitt það sem varanlegt gæti talist. Og ég hef sannfæringu fyrir því, að jafnvel í febrúarmánuði, en þó ömgglega í maímánuði, hafi staðan þegar verið orðin sú, að einn stjórnarflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, ætlaði sér að koma stjóminni frá ekki síðar en á haust- dögum. í raun þurftu menn ekki vitnanna við, þegar forsætisráð- herra landsins var staddur í opin- berri heimsókn hjá Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, og fjölmiðlar kynntu vinnubrögð Framsóknar- flokksins. Þá var efnt til mikillar ráðstefnu um efnahagsmál, sem einkum var þó fjölmiðlaráðstefna — og mikið átt við hvers konar efna- hagsbollaleggingar. Þótt nú sé komið á daginn með yfirlýsingum núverandi forsætisráðherra, að þar hafi menn ekki haft nein efni eða upplýsingar til að fjalla um eitt eða neitt vegna fjarvem formanns Framsóknar í fílabeinsturni ut- anríkisráðuneytisins. Ég fyrir mitt leyti taldi í maímánuði sl., að næðist ekki samstaða um varanleg- ar aðgerðir, þá væri vænlegra að efna til kosninga strax og í fram- haldi af þeim freista þess að mynda starfhæfari stjóm en þama sat. Sú varð ekki niðurstaðan þótt litlu hafí munað og endalok stjómarinn- ar urðu miklu dapurlegri fyrir flokk- ana alla, sem að henni stóðu, .en þurft hefði að vera í maímánuði. Ég tel að sjónvarpsútsending sú í Stöð 2, þar sem formenn Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks hmkku út úr ríkisstjóminni, í beinni útsendingu, sé einhver dapurleg- asta uppákoma, sem menn hafa þurft að upplifa í íslenskum stjórn- málum, þótt kannski fymist yfír þann atburð vegna þeirra fjölmörgu skringilegheita, sem sömu aðilar hafa staðið fyrir síðan. Tvær ástæð- ur vom einkum gefnar til skýringa á þessum atburði. Annars vegar sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefði hafnað niðurfærsluleiðinni. Það liggur nú ljóst fyrir, að innan Fram- sóknarflokksins vom mjög sterkar raddir, sem aldrei trúðu á niður- færsluna, og eftir yfírlýsingar for- sætisráðherrans á hinum fræga SH-fundi, þá er ljóst að hann hefur ekki nú trú á, að sú aðgerð, sem þá var hin eina, sem duga myndi að hans mati, hefði neinu breytt. Aðalforsenda niðurfærsluleiðarinn- ar að mati þeirrar nefndar, sem hana lagði til, var sú, að ríkisfjár- málin yrðu í lagi. Þáverandi fjár- málaráðherra fullyrti, að ríkissjóðs- hallinn væri allt annar en Þjóð- hagsstofnun spáði. Nú hefur komið á daginn, að spá Þjóðhagsstofnunar um stórfelldan halla hefur ekki að- eins ræst heldur var sú spá varfær- in mjög eins og þeirrar stofnunar er vandi. Engin samstaða var í ríkis- stjóminni um aðhald. Þessi megin- forsenda niðurfærslunnar var því ekki fyrir hendi fremur en hin for- sendan, að niðurfærslan næði með réttlátum hætti til nær allra laun- þega. Hin ástæðan, sem tíunduð var í sjónvarpinu, var rýtings- stungan fræga. Engu var líkara en pólitísk smámey hefði verið svipt því, sem hún getur aðeins einu sinni misst. En nú þegar hanaslagurinn um rýtingsstunguna hefur hjaðnað þá situr ekkert annað eftir í þeim efnum en ómerkileg tylliástæða af hálfu Alþýðuflokksins. Hafi matar- skatturinn verið svo mikilvægt SJÁ NÆSTU SÍÐlt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.