Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Flying Tigers: Möguleiki á fríversl- unarsvæði - segir Pétur Einarsson flug- málastjóri PÉTUR Einarsson flugmála- stjóri scgir að fyrirhugað flug Flying Tigers hingað til lands opni möguleikann á uppsetningu fríverslunarsvæðis á Keflavíkur- flugvelli. Telur Pétur að íslend- ingar eigi að skoða þetta mál af fullri alvöru. Hér geti verið um mesta happadrátt sem islenskt efnahagslíf hafí fengið. Raunar er ekki um nýja hugmynd að ræða enda hefur um árabil verið gert ráð fyrir landsvæði undir fríverslun á Keflavíkurflugvelli. „Ef af flugi Flying Tigers verður til og frá landinu mun það opna allan Asíumarkaðinn fyrir fiskaf- urðir okkar. Flying Tigers flýgur héðan til Anchorage í Alaska þar sem félagið hefur umhleðslustöð. Það er svo flogið til flestra helstu staða í Asfu allt frá Singapore til Tókýó," segir Pétur. í máli hans kemur fram að annar stór þáttur í þessu n.áli er myndun Evrópumarkaðarins 1992. Með til- komu hans yrði ísland staðsett mitt á milli tveggja risastórra markaðs- svæða, Evrópu og Bandaríkjanna. Síðan gæti fríverslunarsvæðið á Keflavíkurvelli þjónað Evrópumark- aðinum með vörur frá Asíu í flug- frakt. „Með þessu myndu opnast stór- kostlegir möguleikar fyrir íslensku flugfélögin, það er ef um reglu- bundið flug verður að ræða til Asíu,“ segir Pétur. „Það yrði snjallt af íslensku flugfélögunum að fylgja í Igölfar þeirrar leiðar sem Flying Tigers opnaði. ísland yrði ekki bara skiptistöð fyrir vörur heldur einnig farþega." Alþýðubandalagið: Ráðherrar sitja fyr- • • murgunuiauiu/ ruiA Ríkisstjórnarfundur um stöðu atvinnuveganna var haldinn í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær, og var þessi mynd tekin við upphaf hans. Ríkisstjómin fimdaði um stöðu atvinnuveganna: Eng'inn vafi á að frekari efnahagsaðgerða er þörf - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir ekki vafa á því að ríkisstjórnin verði að grípa til frekari aðgerða til aðstoðar atvinnuvegunum, en þegar hafa verið ákveðnar. Á sérstökum ríkisstjórnarfundi í gær voru lagðar fram ýtarlegar uppiýsingar um stöðu atvinnugreina og efhahagsmála. Ákveðið var að vinna nánar úr upplýsingunum og munu Steingrímur Hermannsson, Jón Sigurðsson og Ólaftir Ragnar Grímsson hittast á mánudaginn og undirbúa frekari tillögugerð í rikisstjórn. Steingrímur Hermannsson m.a. Þjóðhagsstofnun og Byggða- sagði við Morgunblaðið að á fund- stofnun um stöðu efnahagsmála, inum hefðu verið lagðar fram og hvemig hún hefði breyst und- mjög ýtarlegar upplýsingar frá anfama mánuði. Einnig hefði ver- ið lagt fram yfirlit frá Atvinnu- tryggingarsjóði án þess að nöfn fyrirtækja kæmu fram, upplýsing- ar frá bönkum og fleira til að reyna að fá yfirsýn yfír ástandið hjá atvinnugreinunum. Steingrímur sagði að staða at- vinnuveganna væri mjög slæm og hefði snúist alveg við á nokkrum mánuðum. „Það er alveg ljóst að fjármagnskostnaður hefur rokið upp úr öllu valdi og tekjur fallið svo menn hafa alls ekki haft fyrir þeim flármagnskostnaði. Eigin- íjárstaðan hefur hmnið og er sums staðar orðin neikvæð. Það má segja að það sé kjami ástands- ins,“ sagði Steingrímur. — Þýðir þetta til dæmis að ríkissjómin muni knýja enn frekar á um raunvaxtalækkun en hún hefur þegar gert? „Já, ég held það, og yfírleitt að skoða þurfí alla kostnaðarliði betur," sagði Steingrímur Her- mannsson. ir svorum ÁRLEGUR aðalftindur Alþýðu- bandalagsins er haldinn nú um helgina. í dag kl. 14 munu ráð- herrar flokksins sitja fyrir svör- um og er sú umræða öllum opin. Fundurinn hófst í gærkvöldi með almennri stjómmálaumræðu. í dag verður kynning á vinnu stefnu- nefnda en á morgun sunnudag munu starfshópar starfa og rætt verður um flokksstarfið. Fundurinn er haldinn á skrifstofum flokksins Hverfísgötu 105. 36. þingi ASÍ lokið: Höfiiuðu kokteilboði ríldsins Deilt um ályktun um samningsrétt 36. ÞING ASÍ samþykkti í gær að afþakka boð ríkisstjórnarinnar um að þingftilltrúar kæmu til hanastélsveislu að loknu þing- 12-14 milljóna Lottóvinningur : Metsöluvika í aftnælisgjöf? FYRSTI vinningur í lottóinu stefhir nú í 12-14 milljónir króna og þessi vika verður annaðhvort sú söluhæsta í sögu þess eða sú næstsöluhæsta. Lottóið á tveggja ára aftnæli í dag, en í kvöld verður dregið í því í 104. skipti. „Salan í dag hefur verið eins milli vikna í tvö skipti í röð, en og á venjulegum laugardegi," sagði Vilhjálmur _ Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri ísienskrar get- spár, í samtali við Morgunblaðið í gær. Yfírleitt fer 70% af sölu lottómiða fram á laugardögum. Ástæðan fyrir mikilli sölu á Iottómiðum þessa vikuna er sú að fyrsti vinningur hefur færst á það hefur einungis gerst tvisvar áður. Vegna svokallaðs bón- usvinnings verður fyrsti vinningur líklega ekki alveg eins hár og hann hefur mest orðið, eða rúmar 14 milljónir, að sögn Vilhjálms, en engu að síður stefnir í veglega afmælisgjöf hjá Lottóinu. haldi. Það var félagsmálaráð- herra sem bauð og tóku talsmenn tillögunnar fram að þessari af- þökkun væri ekki beint gegn Jó- hönnu Sigurðardóttur, heldur gegn þeim stjórnvöldum sem hafa aftiumið samningsréttinn. Deilt var allhart um ályktun um samn- ingsréttinn. Stefiidi í illvígar deil- ur á þinginu, þegar Ásmundur Stefansson bar klæði á vopnin og náðist samstaða um þá ályktun og um kjaramál eftir það. Þinginu lauk í gær. Karl Steinar Guðnason mælti gegn því að afþakka veisluna á þeirri forsendu að Jóhanna Sigurðar- dóttir hefði stutt verkalýðshreyfing- una. •Tillaga um málið var samþykkt með þorra atkvæða, en á móti voru m.a. nokkrir fulltrúar I VMSÍ. Mikið var rætt um samstöðu innan verkalýðshreyfíngarinnar í umræð- um um kjara- og efnahagsmál. Nokkrir vildu víta þá, sem fóru á fiind forsvarsmánna stjómarflokk- anna í stjómarmyndunarviðræðun- um. Töldu sumir að þessir verkalýðs- frömuðir hefðu svikið verkalýðs- hreyfínguna, að þeir hefðu samþykkt afnám samningsréttarins. Um þetta spunnust harðar deilur og fóru harðnandi allt þar til Ásmundur Stefánsson bar klæði á vopnin. í umræðunum var komið inn á ályktun um samningsréttinn. Geir Jónsson frá Mjólkurfræðingafélagi íslands vildi ekki álykta um málið, heldur vísa til fyrri ályktana og grípa þegar til harðari aðgerða. „Það fer enginn eftir þessari ályktun," sagði hann. „íslenskt launafólk hlýtur að skilja það að við verðum í eítt skipti fyrir öll að tryggja samningsréttinn." Geir sagði að reka ætti forystumenn- ina ef þeir ekki beittu sér í málinu. Ásmundur Stefánsson sagði m.a.: „Við getum auðvitað vísað félögum jkkar frá okkur og sagt: Við viljum ekki hafa ykkur með vegna þess að þið eruð ljótir og vondir. Þannig léku menn héma á fjórða áratugnum þegar mönnum eins og kommúnist- um og slíkum var vísað frá í starfí Alþýðusambandsins vegna þess að þeir höfðu ekki rétta skoðun. Siðan tók hreyfíngin ákvörðun um að það væri óskynsamlegt.“ Ásmundur kvaðst vera fullviss um að forystu- menn verkalýðsins hefðu ekki vilja félagsmanna sinna til að fara í harð- ar aðgerðir nú. Hann sagði að ekki giltu sömu aðferðir í baráttu við stjómvöld og við atvinnurekendur. Við vinnuveitendur þurfi að berjast með verkföllum, en við stjómvöld dugi aðeins áróður, því eigi verka- lýðshreyfíngin að efla samstöðu með öllu launafólki um að berjast gegn stjómvöldum með öflugum áróðri. Við þinglok voru fráfarandi mið- stjómarmenn og stjómarmenn MFA kallaðir fram og þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Hnífsstungan: Konan ekki í lífshættu KONAN, sem stungin var með hníf í kviðarhol í ibúð hennar við Síðumúla í fyrradag, er á bata- vegi. Maður á þritugsaldri hefur viðurkennt verknaðinn og hefúr hafið afplánun eldri refsidóms. Maðurinn býr í íbúð í sama húsi og konan. Hann var staddur hjá henni í íbúð hennar ásamt öðmm manni þegar þeim varð sundurorða. Hann greip þá hníf og stakk hana í kviðarhol. Við yfírheyrslu gekkst maðurinn við brotinu. Ekki var ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds yfír honum þar sem hann taldist hafa rofið skilyrði reynslulausnar. Hann hóf því afplánun eldri refsi- dóms, sem 3-4 mánuðir eru eftir af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.