Morgunblaðið - 31.05.1988, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 31.05.1988, Qupperneq 57
Grímsstöðum og var það æ síðan. Þau voru gefín saman í hjónaband 19. apríl 1945. Þau eignuðust sam- an tvö börn, Kristínu og Baldur. Á Grímsstöðum bjuggu þau lengst af með mikilli rausn og myndarbrag. Var sá staður þjóð- braut í þess orðs fyllstu merkingu, og ætíð opinn gestum og gang- andi. Við húsið var stór garður, sem þau hjón ræktuðu af þeirri alúð og nærgætni sem þeim var lagið. Var hann löngum augnayndi þeirra veg- farenda er leið áttu um aðalgötu Hafnar og bar eigendum sínum lofs- vert vitni. Þegar árin færðust yfír urðu umsvif þar meiri en þrek leyfði og þá tóku þau þá ákvörðun að selja Grímsstaði og kaupa í staðinn hús- næði sem betur hentaði. Árið 1975 flytja þau svo í nýja fallega íbúð á Vesturbraut 13 á Höfn. Ekki þarf að efa að þetta hafí verið þeim erf- ið ákvörðun, en hér var skynsemin látin ráða ferðinni. Og víst mun það hafa verið þeim sárabót að Grímsstaði keypti góður vinur þeirra, Heimir Þór Gíslason. Hann er maður þeirrar gerðar er ber virð- ingu fyrir lífsstarfí þeirra sem eldri eru og nærgætinn gagnvart tilfínn- ingalífi fólks. í hans umsjá fannst þeim hjónum sínu gamla heimili vel borgið. Ekki höfðu þau Gísli og Regína lengi búið á sínu nýja heim- ili er þau fóru að festa þar rætur. Og ekki leið á löngu áður en iit- fögur blóm breiddu þar krónur sínar " móti sól og spörfuglar tóku að gera sér hreiður í skjóli gróskumikils tijágróðurs. Á þessum stað upplifðu þau hamingju sína í kyrrð hinna efri ára. Saman unnu þau að ýmsum hugðarefnum svo sem söfnun á margskonar fróðleik, náttúruskoð- un og fegrun umhverfísins. Þau eignuðust sumarbústað á fögrum stað í landi Stafafells og nutu þar útiveru og samvista við ilmandi gróður eftir því sem tæki- færi gáfust til. En loks var svo komið að heilsan var þrotin og þá lögðust þær ferðir af. Á síðastliðnu sumri varð hann fyrir áfalli og lamaðist nokkuð, en með fádæma viljastyrk og einstakri umönnun eiginkonu sinnar tókst honum að öðlast nokkurt þrek á ný. Á áliðnum vetri ágerðist heilsu- leysi hans á ný. Eiginkona hans annaðist hann sem fyrr af einstakri natni og ósérhlífni uns heilsufari hans var svo komið að ekki reynd- ist unnt að veita honum þá hjúkrun í heimahúsum sem nauðsynleg var talin. Var hann þá fluttur á Elli- og hjúkrunarheimilið Skjólgarði, þar sem hann andaðist að morgni 25. þessa mánaðar, þreyttur maður með langt og giftudijúgt lífsstarf að baki. Hér hefur verið stiklað á stóru um lífshlaup Gísla Björnssonar. Ótalin eru öll þau trúnaðarstörf sem honum voru falin og hann rækti af stakri samviskusemi. Hann var maður með óvanalega fjölbreytta hæfileika sem hann nýtti vel. Ferðalög voru hans ástríða og munu þeir blettir á landinu fáir sem hann lét ókannaða. Nutu þau Regína yndisstunda inni á hálendi fslands og á þeim ferðum eignuðust þau marga góða vini. Gísli öðlaðist á ferðum sínum ótrúlega þekkingu á landi og lýð. Hjálpaðist þar að óvenjulegt næmi og afburða minni. Þessum eiginleikum fékk hann að halda til hinstu stundar og var sífellt að rifja upp ýmsan fróðleik sem hann bjó yfír, og eiginkona hans skráði jafnóðum eftir að hann átti erfitt með að stjóma pennanum. Hann var ákaflega' hrifnæmur og litbrigði jarðarinnar voru honum nautn. I bók sem hann hafði oft milli handa og heitir Óður steinsins eftir Kristján frá Djúpalæk segir á einum stað: Steininn hef ég skyggnt eins og egg lagt að honum eyra mitt og hlustað. Þei fðrum hljóðlega dvergur lífið sefur þar inni leyfum því að njóta drauma sinna Þessar ljóðlínur hefðu getað ver- ið ortar í orðastað Gísla Bjömsson- ar. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Umgengni hans við íslenska nátt- úru var einstök svo til eftirbreytni mætti verða. Eftir ferðir hans um óspillta náttúm sáust ekki sár á gróðri eða för í mjúkan svörð. Að ungum jurtum hlúði hann eins og móðir að ómálga bami sínu. Kannski trúði hann því að í hveijum steini svæfí líf sem þyrfti að njóta drauma sinna. í dag verður Gísli Bjömsson lagð- ur til hinstu hvílu í kirkjugarðinum við Laxá. Niður árinnar er enn hinn sami og þá hann lék sér á bökkum hennar fyrir rúmum átta áratugum. En þegar litlu langafabömin hans eiga þar leið um kasta þau stein- völu í lygnan hyl, og gárumar á vatninu minna okkur á fallvaltleika lífsins. Fjölskyldan í sveitinni kveður föður, tengdaföður, afa og langafa með trega og minnist með þakk- læti samverustundanna sem vom okkur öllum svo mikils virði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hreinn Eiríksson í dag verður Gísli Bjömsson til moldar borinn. Gísli var kjörinn fyrsti heiðurs- borgari Hafnarhrepps árið 1976. Ástæður þess verða ekki raktar ýtarlega hér, en þess getið að al- gjör eindrægni ríkti um það kjör, og segir það meir um mannkosti Gísla en mörg orð. Gísli var rafveitustjóri á Höfn frá 1947, en auk þess var hann fenginn til að sinna ýmsum ábyrgðarstörf- um, sem ýmist vom stjómunar- eða framkvæmdalegs eðlis. Gísli var kjörinn formaður nefnd- ar, sem ætlað var það hlutverk að stofna sérstakt hreppsfélag úr kauptúninu Höfn, en áður var Höfn hluti Nesjahrepps. Framkvæmd málsins tókst í alla staði vel og var fyrsti hreppsnefndarfundurinn haldinn 14. maí 1946. Gísli sat i hreppsnefnd Hafnarhrepps til 1958 en hafði verið í hreppsnefnd Nesja- hrepps áður en fyrrgreind skipting átti sér stað. Það er m.a. á gmndvelli starfa manna á borð við Gísla Bjömsson sem þjóðfélag okkar byggir í dag og því er Gísla minnst með miklu þakklæti í huga. Hafnarbúar standa í þakkarskuld við þá fmmheija sem hér hafa lagt hönd á plóginn og gert Höfn að einu farsælasta byggðarlagi lands- ins. Fyrir hönd hreppsnefndar Hafn- arhrepps votta ég eftirlifandi konu Glsla og öðmm aðstandendum sam- úð. Sturlaugur Þorsteinsson, oddviti Hafnarhrepps ASYMNGU MIÐVIKUDAGINN1. JÚNÍ KL. 10 -18 Á HOLIDAYINN Viljiröu fylgjast með nýjungunum - komdu þá og kynntu þér öflugasamsetningu DIGfTALVAXtölvukerfaog hugbúnaöar. Ásýningunniverðurm.a.: 4 Vél- og hugbúnaðurfrá Digital Equipment Corporation 4 Tölvunet 4 VAXstation8000 4 Tölvustudd hönnun með búnaði frá DEC, McDonnell Douglas og CalComp 4 AII-in-1 skrilstoíukerfifráDEC 4 Fjórðukynslóðarmál 4 Gagnagrunnskerfi 4 Tölfræði- og grafíkhugbúnaður frá SAS Institute fyrirVAXogPC 4 WordPerfect ritvinnsla á VAX Öflug samsetning tölvubúnaðar færir þér endalausa möguleika á nýjungum, hraða og tækni. Þannig kemur Digita) þér alltaf að góðum notum! Úrvalsþjónusta fagfólks -hröð, alhliða, alltaf. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF. Tölvudeild Hólmaslóð 4, sími 24120 *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.