Morgunblaðið - 31.05.1988, Page 54

Morgunblaðið - 31.05.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson ,Kæri stjörnuspekinfifur! Ég er fœdd fyrir norðan þann 7. júlí 1970 klukkan 23.45. Ég vildi gjarnan fá að vita eitthvað um merki mitt, hvað varðar persónu- leika, hæfileika, starf og fleira sem ætti við mig. Með fyrirfram þökk. Krabbi." Svar: Þú hefur Sól, Merkúr og Mars í Krabba, Tungl í Meyju, Venus í Ljóni, Stein- geit Rísandi og Bogmann á Miðhimni. Alvörugefin Þegar á heildina er litið verð- ur þú að teljast frekar alvöru- gefin og íhaldssöm persóna. Aðalmerki þín Krabbi, Meyja og Steingeit, gefa til kynna að þú sért jarðbundin og þarfnist öryggis. Þvi verða viðfangsefni þín að vera gagnleg og áþreifanleg. Nœm og varkár f grunnatriðum ert þú frekar varkár og hlédræg. Þú ert viðkvæm og næm og hefur sterkt ímyndunarafl. Þú ert töluverð náttúrumanneskja og því er gott fyrir þig að leggja stund á útiveru eða vera í nálægð við náttúruna, ganga niður í fjöru og búa þar sem vatn, tré og gróður eru í nánasta umhverfi. Samviskusöm Þú þarft að hafa umhverfi þitt í röð og reglu, ert sam- viskusöm og átt til að vera smámunasöm. Þú hefur ákveðna fullkomnunarþörf, eða vilt að það sem þú tekur þér fyrir hendur sé vel gert. Kraftmikil Mars í Krabba táknar yfir- leitt að framkvæmdaorkan sé misjöfn, en Júpíter á Mars gefur til kynna þenslu og kraft, það að vera stórhuga í athöfnum. Þessi staða dreg- ur eitthvað úr þeirri varkárni sem um var rætt og táknar að vinna þín þarf að vera hreyfanleg og fjölbreytileg. Þetta ásamt Bogmanni á Miðhimni táknar að þú vilt visst frelsi í starfi og vilt að starf víkki sjóndeildarhring þinn. Smáatriöi Neikvæður þáttur sem teng- ist Krabba og Meyju er til- hneiging til að hafa áhyggjur af smáatriðum. Þú þarft því að varast að láta ímyndun þína draga úr þér og þá vegna mála sem skipta litlu sem engu. YfirveguÖ framkoma Rísandi Steingeit táknar síðan að þú vilt að framkoma þín sé yfirveguð og öguð. Þessi þáttur ásamt Krabba og Meyju gefur til kynna sterka ábyrgðarkennd og hæfileika á stjómunar- og skipulagssviðum. Hvað varð- ar Venus í Ljóni og ást má segja að þú sért trygglynd í ást og vináttu og viljir að um gagnkvæma virðingu sé að ræða þegar vinátta er annars vegar. HeilsusviÖ Sól í 6. húsi og Tungl í Meyju gefur m.a. hæfileika til að starfa á heilsusviðum, t.d. i matvælafræði, læknisfræði eða hjúkrun. ViÖskipti Þú ættir einnig að geta notið þín í viðskiptum, við banka- störf eða í skrifstofustörfum fyrir stöndugt fyrirtæki, þ.e. á vinnustað sem gefur þér starfsöryggi en samt sem áður kost á fjölbreytilegu starfi. Það sem þú ert Krabbi verður starf þitt einnig að vera mannúðlegt, eða gefa þér kost á að njóta þín tilfinn- ingalega. GARPUR TALlA. ..AUGU þ!N SKÍWA £/NS 06 MÁNA/MISTUR. i'veZÖt-D OKKA/S. HE//UA, þ/NÚKiU.' /y/e/KA AF frESSU KJAFT/66>/ 06 ÉG I/£fZÐ AÐ BfZEyTA /UER. í E/TT- hUAO S£N1 HÆF/R T)LF/NN/NGU4t ÞÍNUAI. e/NS 06 T/L DÆ-/FUS „TALÍA " 8JAR6AST WE6NA SKYNDI- LEGRAR -TRUFLUNAR. ..._________ g,ulldór Búau G£//nSKlPIÐ UND/R FER.Ð U*1 - hve&p/s pl'anetuna u/ð und/r I BÚU+f 3KYND/FUN/D /YIED S/CyL /U/. ?!!V!!.... !.■■.■■!. !!!!.!!!....!................................VT." T -■'■■!!!!!!! V.!!. V. !! ! ! !!■ ! ■■!■■■■■ . GRETTIR DÝRAGLENS UÓSKA Jæja, liðsmenn, þetta er En ef við gerum okkar Þið eruð búin að gera ykk- Því verður ekki móti síðasti leikur á sumrinu. versta? ar versta! mælt___ Gerum ðli okkar besta! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Meðal keppenda á Norður- landamótinu, sem fram fer í Reykjavík í lok þessa mánaðar, eru sænsku Evrópumeistaramir Bjöm Fallenius og Magnus Lind- quist. Þeir unnu það afrek ný- lega að sigra með yfirburðum á hinu árlega boðsmóti Cavend- ish-klúbbsins í New York. Þetta er í fyrsta sinn í 14 ára sögu mótsins, sem par frá Evrópu lendir í fyrsta sæti. Spilið í dag er frá þessu móti. Fallenius varð sagnhafi í hörðu tígulgeimi, sem hann vann vegna hagstæðrar legu. Austurgefur, enginn á hættu. Vestur ♦ 87 ♦ Á7532 ♦ 96 ♦ DG75 Norður ♦ ÁK952 *G6 ♦ 108 ♦ Á986 Austur ♦ D1043 ♦ KD94 ♦ 72 ♦ K102 Suður ♦ G6 ♦ 108 ♦ ÁKDG543 ♦ 43 Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass Pass 5 tíglar Pass Pass Útspil: lauffimma. Tíu slagir blasa við og sá ell- efti getur hvergi komið nema á spaða. En útspilið tekur mikil- væga innkomu úr blindum, svo bæði spaðinn og tígullinn verða að liggja vel. Fallenius drap á laufás, tók tvisvar spaða og trompaði hátt. Spilaði svo trompi að blindum og svfnaði áttunni! Þá innkomu notaði hann til að trompa spaða og tígultían gegndi svo því tvíþætta hlutverki að taka trompin af mótheijunum og vera innkoma á fríspaðann. Fleiri sagnhafar lentu í þess- um samningi og unnu á sama hátt. í öðru sæti á eftir Fall- enius og Lindquist urðu Banda- ríkjamennimir Bob Wolff og Harold Rockaway, en í þriðja sæti lentu Steve Burgess og Paul Marston frá Ástralíu. Umsjón Margeir Pótursson Á alþjóðlegu skákmóti ! Lyon í Frakklandi í vor kom þessi staða upp í skák franska alþjóðameist- arans Bachar Kouatly og ísra- elska stórmeistarans Yakovs Murey, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 18. Rc3-a4? Murey hefur gott auga fyrir óvenjulegum möguleikum og hér fann hann glæsilega vinningsleið: 18. - Rf2+!!, 19. Hxf2 - Re4, 20. Hfl - Rg3+, 21. Kgl - Dxal, 22. Dxal - Bxal, 23. Hxal - Rxe2, 24. Kf2 - Bxe6!, 26. Hel - c3!, 26. Hxe - Hac8, 27. Rd4f (eða 27. Hc2 - b5, 28. Rxc3 — b4 og vinnur) Bd7 og hvltur gafst upp, því hann verður skiptamun og peði undir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.