Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 53

Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 53 Skólaslit Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki: Sjúkraliðar útskrifast í fyrsta sinn Sauðárkróki. Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki lauk sínu niunda starfsári, er skólanum var slitið i íþrótta- húsi skólans laugardaginn 21. maí síðastliðinn. Brautskráðir voru 25 stúdentar, en einnig 7 nemendur með almennt verslunarpróf, 7 sjúkraliðar og af iðnbraut útskrif- uðust 3 rafvirkjar 1 blikksmiður og 3 bifvélavirkjar. í ræðu skólameistara Jóns Fr. Hjartarsonar kom fram að nú er í fyrsta sinn brautskráðir sjúkraliðar frá Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki. Þessir nýútskrifuðu sjúkralið- ar hafa stundað starfsnám, bæði við sjúkrahúsið á Sauðárkróki og við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Með því að útskrifa sjúkraliða á fleiri stöðum en í Reykjavík er nú reynt að koma til móts við mikla vöntun á faglærðu fólki, en nú eru um það bil 200 stöður sjúkraliða á landinu öllu, mannaðar ófaglærðu fólki. Svo dæmi sé tekið vantar sjúkraliða í 18 stöður á Sauðárkróki, 15 á Siglufirði og 8 á Blönduósi. Þessu næst fór fram brautskrán- ing og afhending verðlauna, en einn- ig lék Sigurður Marteinsson einleik á píanó og kór skólans söng nokkur lög undir stjóm Rögnvaldar Val- bergssonar. Þessu næst tók til máls Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra og flutti hann skólanum og nýstúdentum ámaðaróskir, en síðan sagði skólameistari skóla slitið. BB Morgunblaðið/U rður Sæmundur Hermannsson framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirð- inga ávarpar nýútskrifaða sjúkraliða. NætursaJaí Hveragerði. í Shell-skálanum við Austurmörk í Hveragerði hefur verið opnuð næt- ursala um helgar. Þar verður boðið upp á allar þær vömr sem nætursöl- ur hafa, ásamt því að afgreiða bensín og olíur. Mun sú þjónusta vera nýj- ung hér á Suðurlandi, að hægt sé að kaupa bensín að næturlagi. Á sama stað hefur Bifreiðastöð Hveragerðis opnað leigubílastöð, en hingað til hafa leigubílstjórar af- Hveragerði greitt þessa þjónustu frá heimilum sinum. Leigubílastöðin verður opin á sama tíma og Shell-skálinn, en þess utan mun símsvari segja til um önn- ur númer. Opnunartími Shell-skálans er frá kl. 8 að morgni til kl. 23.30, en eft- ir 1. júní nk. verður hann frá kl. 7.15 til kl. 5.00 um helgar. - Sigrún Sigrún Sigfúsdóttir Leigubílstjórar Hveragerðis. Frá vinstri eru Guðni Guðnason, Sigríð- ur Hrólfsdóttir, Svavar Ólafsson og Þorsteinn Gunnarsson ásamt fararskjótum sínum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Prá undirritun samningsins milli Knattspyrnuráðs Keflavikur og Ragnarsbakarís. Það er Hermann Guðmundsson til vinstri og Kristj- án Ingi Helgason til hægri sem undirrita samkomulagið. Fyrir aftan þá standa þrir liðsmenn ÍBK i nýju búningunum sem þeir leika i á keppnistimabilinu. Þeir eru Skúli Rósantsson til vinstri, Guðmundur Sighvatsson i miðjunni og Ragnar Margeirsson til hægri. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson Bjarni Jónsson og Astrid Ellings- en við verk sin i barnaskólanum á Seyðisfirði. Seyðisfjörður: Bjarni og Ast- rid sýna í bamaskólanum Seyðisfirði. HJÓNIN Bjarni Jónsson listmál- ari og Astrid Ellingsen prjóna- hönnuður opnuðu sýningu á lista- verkum sínum i barnaskólanum hér á Seyðisfirði laugardaginn 21. maí. Þau voru með sýningu á Seyðis- firði fyrir sjö árum og notaði þá Bjami tímann og málaði margar landslagsmyndir, sótti meðal ann- ars myndefni í gömul hús og físki- hjalla hér og eru nokkrar þeirra á sýningunni hjá honum núna. Astrid Ellingsen hefur um árabil hannað pijónaflíkur og vann lengi við uppskriftir fyrir Álafoss og ýmis tímarit. Einnig hefur hún hald- ið pijónanámskeið vítt og breitt um landið. Uppskriftir eftir hana hafa komið í norsku kvennablöðunum KK og Alles. Myndimar sem Bjami sýnir nú em akrýlmyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Myndefnið er mikið sótt í þjóðhætti okkar en einnig em þama óhlutlægar myndir. Hann hefur um árabil teiknað fyrir Ríkisútgáfu námsbóka og fyrir aðra útgefendur. Eitt viðamesta verk hans eru skýringarmyndir 5 hið mikla ritverk Islenskir sjávarhættir en við það vann hann í 26 ár. Bjami hefur haldið margar sýning- ar hérlendis og tekið þátt í samsýn- ingum erlendis. - Garðar Rúnar Kennarar í hand- og mynd- mennt sem báru hita og þunga sýningarinnar. Frá vinstri eru: Arndís Jóns- dóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Svava Sigríður Gestsdótt- ir.Á innfelldu myndinni er partur af vorsýningu Gagn- fræðaskólans á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vorsýning nemenda á Selfossi vel sótt Selfossi. VORSÝNING á vinnu nemenda Gagnfræðaskólans á Selfossi í handavinnu og myndmennt var nýlega haldin. Sýningar sem þessi eru orðnar sjaldgæfar i skólum en nokkrir skólar halda þó enn þessum sið að leyfa fólki að kynnast vinnu nemenda og vinnubrögðum. Fjölmargar myndir voru á sýn- ingunni og af ýmsum gerðum og kom fram að nemendur hafa feng- ið að takast á við mismunandi vinnuaðferðir við myndgerðina. Hannyrðavinna stúlknanna vakti athygli en á sýningunni voru auk annarra muna 12 skírnarkjólar unnir af stúlkum í 9. bekk. Smíðis- gripir piltanna og þeirra stúlkna sem lögðu smíðina fyrir sig vöktu og athygli og voru af ýmsum gerð- um. Sýningin var vel sótt og fólk gaf sér góða stund til að virða fyrir sér munina og staldra við í vinalegum kaffísopa sem nemendur og kenn- arar buðu upp á. Sig. Jóns. Það er miklu dýrara að hafa milliliði Komdu því og skoðaðu úrval innfluttra og inn- lendra sófasetta, hornsófa, stakra sófa og hvíldar- stóla. Leðurog áklæði. Veggsamstæður, eldhús- húsgögn o.fl. Við smíðum einnig eftir máli. Notfærðu þér aðstoð fagmanna. Bólstrun og tréverk hf., heildverslun -framleiðsla, Síðumúla 33. Sími 688599. Opið laugardaga kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.