Morgunblaðið - 31.05.1988, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 31.05.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 49 ' fsins. Á tímabilinu janúar 1987 til maí 1988 hækkar allt verðlag í landinu um 30% þrátt fyrir fast- gengisstefnuna, á sama tíma lækkar gengi dollars um 10% og meðalgengið er fast, helmingur af öllum tekjum sjávarútvegs er tengdur dollar eins og allir vita. Lánskjaravísitalan hækkaði um 32% og framfærsluvísitalan um 29%, þetta þýðir að margir kostn- aðarliðir sem eru tengdir lán- skjaravísitölu hafa hækkað á þessu tímabili, þetta er lykilatriði. Verðbólgan hefur verið alltof mik- il og það er þess vegna sem við erum í þessari stöðu í dag. Það hefur ekki tekist að taka á ýmsum öðrum þáttum sem valda verð- bólgu, sumt hefur orðið beinlínis til að auka verðbólgu þótt það sé ekki verðbólguskapandi eins og t.d. vextimir. Á þessum tíma hafa raunvextir hækkað úr 5% í 9,5% sem er yfir 80% hækkun, raun- vaxtakostnaður hefur hækkað á þessu tímabili. Þetta er það sem er grátlegast við þróun síðustu ár, við erum búnir að hafa bullandi góðæri, hækkun á afurðaverði er þrátt fyrir það er lítið eftir, fyrir- tækin hafa ekki getað notað þetta góðæri til að greiða niður skuldir og byggja upp fyrir erfíðari tíma og ein ástæðan er þessi gífurlegi vaxtakostnaður. Annar stór þáttur í verðbólgunni er fjárfestingar- stjómunin í landinu, við höfum séð miklar stórframkvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu sem hefur leitt til mikillar eftirspumar á fjármagni og þenslu. Gagnvart þessum þátt- um hefur ekkert verið gert, það er stundum talað um byggða- stefnu og nauðsyn hennar en það eru engin merki þess að það sé markviss byggðastefna í landinu. Það vantar fólk í sjávarútveginn úti á landsbyggðinni. Ekkert hefur verið gert til að draga úr fram- kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, stjómvöld geta gert það ef þau vilja. í Finnlandi var t.d. settur skattur á framkvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta er vel hægt að gera til að draga tímabundið úr þeim. Það eina sem hefur verið gert er að leggja 6% skatt á erlend- ar lántökur og jafnt á sjávarútveg sem skapar 76% af útflutnings- tekjunum, það er út af fyrir sig gott að draga úr erlendum lántök- um en við þurfum að fjárfesta í fiskiðnaðinum sem við lifum á. Það er enginn greinarmunur gerður á hvort verið er að fjárfesta í tækjum sem skapa meiri útflutningsverð- mæti fyrir þjóðarbúið eða stein- steypu. Við getum auðvitað spurt okkur, hvað getum við gert? Og það er hlutverk svona ráðstefnu að athuga hvað við getum gert og hvaða kröfur við gemm til stjómvalda, því það em stjómvöid sem stýra afkomu landsbyggðar- innar í gegnum stýringu og af- komu í sjávarútvegi. Við hljótum að gera kröfu um markvissa byggðastefnu," sagði hann. Finnbogi nefndi nokkur atriði í því sambandi eins og að setja á sérstakan íjárfestingaskatt á ákveðin svæði í einhvem tíma og að hafa lægri persónuafslátt hjá fólki sem ynni við fískvinnslu á landsbyggðinni. Það gerði það kannski að verkum að hægt væri að manna þessa undirstöðuat- vinnugrein. Undanfarin misseri hefur aukist útflutningur á óunn- um físki vegna mannaflaskorts sem væri mjög óhagkvæmt fyrir þjóðarbúið f heild. Samgöngur á landsbyggðinni er mikilvægur þáttur til að bæta rekstur físk- vinnslufyrirtækjanna, því með bættum samgöngum er hægt að dreifa hráefni meira á milli fyrir- tækjanna, taka upp meiri sam- vinnu og ná þannig meiri rekstrar- hagkvæmni. Samgöngur em eitt af undirstöðuatriðunum fyrir landsbyggðina sagði hann. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal í hinni nýju verslun íslensks markaðar i flugstöðinni, Heilsu- og happahorninu. Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Aðalheiður Svava Hólmgeirsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir, Emma H. Einars- dóttir verslunarstjóri, Ófeigur Hjaltested framkvæmdastjóri og Óskar H. Gunnarsson stjórnarformaður íslensks markaðar. Keflavíkurflugvöllur: Happa- og heilsuhom- ið opnar í flugstöðimii KefUvtk. ÍSLENSKUR MARKAÐUR hefur opnað nýja verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verslunin heitir Happa- og heilsuhornið og þar verða á boðstólum vítamín, bætiefni og ýmsar þjónustuvörur fyrir ferðamenn. Ófeigur Hjaltested fram- kvæmdastjóri íslensks markaðar sagði að hugmyndin að verslun með heilsuvörur væri ekki ný, en þar sem rekstrarkostnaður væri mikill í flugstöðinni hefði hann ákveðið að hrinda hugmyndinni í framkvæmd til að ná aukinni veltu. Meðal þess sem selt er í Happa- hominu er íslenskt sælgæti, blöð og tímarit. Auk þess verða þar seld- ir skyndihappdrættismiðar, svo sem Happaþrennur, Lukkutríó og Ferðaþristar og sagði Ófeigur að yrði einhver svo heppinn að vinna 500.000 króna vinning þá yrði hann borgaður út á staðnum, annað hvort í erlendum gjaldeyri eða íslenskum krónum. - BB Fjölbreytt úrval garöhús'gagna Einstaklega falleg og á frábæru werði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.