Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 40

Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 4 101 nemandi brautskráður frá Verkmenntaskólanum Brautskráning Verkmenntaskólans á Akureyri fór fram sl. laugardag í Akureyrarkirkju að viðstöddu fjölmenni. Auk ræðu skólameistara, Bernharðs Haraldssonar, söng Örn Birgisson tenórsöngvari einsöng, Björn Steinar Sólbergsson lék á orgel og Þorvaldur Vestmann nýstúd- ent flutti ávarp. Brautskráðir voru 15 stúdentar af hjúkrunarsviði, 14 stúdentar af uppeldissviði, 36 stúdentar af viðskiptasviði auk matar- tækna, bifvélaviriga, glerslipara, gullsmiðs, húsasmiðs, húsgagnasmiðs, málara, vélstjóra og vélvirkja. Á þessu fjórða ári i sögu Verk- menntaskólans voru innritaðir nem- endur á haustönn alls 1.087, í dag- skóla var 831 nemandi, 135 í öld- ungadeild og meistaraskóla og 121 nemandi sótti _ kvöldnámskeið í ýms- um greinum. Á vorönn voru innritað- ir 1.063 nemendur, 792 í dagskóla, 116 í öldungadeild og meistaraskóla og 155 námskeiðsnemendur. Af dag- skólanemendum voru nærri 2/3 Akur- eyringar, hinir komu úr öllum kjör- dæmum landsins, flestir þó úr Norð- urlandi eystra. Félagsííf nemenda tók miklum framförum á vetrinum og skipuðu íþróttir þar stærstan sess að venju. Nemar úr VMA sóttu Egilsstaðamenn heim, íþróttafólk úr Armúlaskóla kom tii Akureyrar og árlegir íþróttadagar MA og VMA voru haldnir. Málfunda- félag starfaði, skólablað kom nokkr- um sinnum út, tónlistarklúbbur var í blóma og á haustönn fór „Litla ferðafélagið" í hefðbundna leikhús- ferð til Reykjavíkur undir leiðsögn Hinriks Þórhallssonar íþróttakennara og um páskana dvöldu 44 nemendur í tíu daga við Miðjarðarhaf undir BÍLALEIGA ER OKKAR FAG! Viðútvegumyður interRent bílaleigubíl hvarsem ererlendis, jafnvel ódýraren nokkur annargeturboðið. Dæmi í íslneskum krónum m/söluskatti: Ótakmarkaður akstur Danmörk: 3 dagar= 5.314,- 7 dagar= 10.626,- Aukadagur 1.512,- Þýskaland: 3 dagar = 5.370,- 7 dagar = 8.990,- Aukadagur 1.285,- Luxemburg: 3 dagar = 5.260,- 7 dagar = 8.020,- Aukadagur 1.150,- Jiinnig bjóðum vió úrval húsbíla og „camping“bíla í Þýskalandi. ÍnterRent er stærsta bílaleiga Evrópu. Við veitum fúslega allar upplýsingar og pöntum bílinn fyrir yður. interRent interRent á íslandi/ Bílaleiga Akureyrar Reykjavík - Skeifan 9 - Símar91-6S691Sog 91-31616. Akurayri - Tryggvabraut 14 - Símar 96-21715 og 96-23515. Tolox: 2337IRICEIS. stjóm Emu Gunnarsdóttur kennara. í lok apríl frumsýndi leiklistarklúbbur VMA „Ó muna tíð“ eftir Þórarin Eld- jám og árshátíð var ekki gleymt á skólaárinu. í lok febrúar voru í fyrsta sinn haldnir svokallaðir „opnir dagar“ sem stóðu yfir frá mánudegi til fimmtudagskvölds frá kl. 8.00 til miðnættis og hefðbundin kennsla féll niður. Þar voru ræðuhöld, fundir og ráðstefnur með gestum og fyrirlesur- um utan úr bæ, tvær kynnisferðir vom famar að Hólum í Hjaltadal, fyrirtæki á Akureyri heimsótt, rekin útvarpsstöð og dagblaðið „Jón krukk- ur“ leit dagsins ljós. Fastir kennarar skólans eru um 50 talsins, en stundakennarar skipta tugum á hveiju ári. Alls voru 82 kennarar starfandi á haustönn og 94 á vorönn. Þær Ingunn Bjömsdóttir saumakennarí og Olöf Þórhallsdóttir vefnaðarkennari láta af störfum nú. Einn af stjómendum skólans, Ólafur Búi Gunnlaugsson, lætur af starfi áfangastjóra og verður skrifstofu- stjóri Háskólans á Akureyri. Þá mun Baldvin Jóhannes Bjamason, kennslustjóri viðskiptasviðs og að- stoðarskólameistari síðustu þrjú árin, taka við starfi skólameistara næsta árið þar sem Bemharð er á förum Frá aðalfundi Slippstöðvarinnar hf. Morgunblaðið/Rúnar Þ6r til Danmerkur þar sem hann hyggst setjast sjálfur á skólabekk. Haukur Harðarson tekur við kennslustjóm á viðskiptasviði, Haukur Jónsson kennslustjóri tæknisviðs verður auk þess aðstoðarskólameistari og Garðar Lárusson tekur við áfangastjóm næsta ár. Bemharð sagði við skólaslitin að þegar fyrstu tillögur til fjárlaga litu dagsins ljós, hefði berlega blasað við harðindi og kreppa framundan og framlag ríkissjóðs til byggingafram- kvæmda skólans á Eyrarlandsholti hefði lækkað að raungildi um fjórð- ung frá árinu á undan. „Stjómendur skólans brugðu hart við undir forystu formanns skólanefndar Þorvaldar Jónssonar. Famar voru fimm ferðir til Reykjavíkur og rætt við þijá ráð- herra, fjárveitinganefnd og þingmenn kjördæmisins. Árangurinn varð hækkun á fjárframlagi ríkissjóðs um fimm millj. kr. Akureyrarbær stóð að venju vel við sitt. Við eigum nú fé til að gera fyrri hluta 5. áfanga fokheldan, en þar verður m.a. mat- stofa skólans og bókasafn. Komi ekki til meira fé á allra næstu dögum, líða a.m.k. tvö ár uns við fáum nýtt kennslurými." Bemharð sagð að næstu tveir ár- gangar nemenda, sem inn í fram- haldsskólann koma, væru einhveijir þeir §ölmennustu í sögunni. Þá kreppti enn að, nema hvað hægt væri að neita unglingunum um inn- göngu, segja þeim að fara eitthvert annað, út að vinna og koma seinna. Ennfremur væri fullljóst að ekki mætti skólinn sjá af neinu rými und- ir Háskólann á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Guðrún Jóhannesdóttir úr öld- ungadeild fékk farandbikar fyr- ir hæstu einkunn eftir tveggja ára almennt verslunarpróf. Ragnheiður Jakobsdóttir stúdent hlaut farandbikar fyrir hæstu einkunn í þremur æðstu áföngum reikningshalds sem VMA býður upp á. Bókhaldsfyrirtækið Fell hf. á Akureyri gaf bikarinn og er þetta í fyrsta sinn sem hann er veittur. Hagnaður Slippstöðvarinnar 1987 nam 1,8 milljónum kr. Hagnaður Slippstöðvarinnar á Akureyri nam á síðasta ári 1,8 millj. kr. eftir að afskrifaðar höfðu verið 12,5 milij. kr. Verkefni voru næg allt árið og reksturinn í jafn- vægi, segir í ársskýrslu fyrirtæk- isins. Snemma árs lauk smíði raðsmiðaskipanna en unnið var við endurbyggingu Sléttbaks EA 304 nær allt árið. Endurbygging Sléttbaks var verkefnaleg kjöl- festa á árinu, en auk þess var að venju allmikið um almennt við- hald skipa. „Með afhendingu síðara raðsmíðaskipsins um mánaðamótin febrúar/mars var lokið þeim nýsmíð- um, sem stöðin hafði verið með og ekki var í augsýn nein frekari nýsmíði. Með tilliti til þess, að nýsmíðar hafa um árabil verið meg- inkjölfesta í þessum rekstri, og raun- ar gert það kleift að halda stöðinni í þeirri stærð sem hún er, var ákveð- ið að ráðast í smíði tveggja 240 Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Skarðshlíð II, Kotárgerði og Lerkilund piinr^iiwbWiib Hafnarstræti 85 - sími 23905. STEFAMIA 96-26366 AKUREYRI 96-26366 brúttórúmlesta fiskiskipa og hófst smíði fyrra skipsins í lok ársins. Þetta var gert þrátt fyrir það, að kaupandi var ekki fyrir hendi og strangar reglur um ný fiskiskip eru í gildi. En þetta var líka gert í trausti þess að stjómvöldum aukist skiln- ingur á því að þjóðinni sé nauðsyn- legt að eiga öflugan skipaiðnað og þegar að því kemur verði ekki búið að glata því sem byggt hefur verið upp á undanfomum árum,“ segir Stefán Reykjalín stjómarformaður i skýrslu sinni um reksturinn. í máli Stefáns kom einnig fram að vegna óvissu um verkefni og all- ar ytri aðstæður þessarar atvinnu- greinar hefur ekki verið um neinar nýframkvæmdir að ræða á árinu, en hinsvegar hefur verið leitast við að halda við tækjum og búnaði eins og kostur hefur verið. Miðað við all- ar aðstæður og erfiða stöðu skipa- iðnaðar bæði hérlendis og í ná- grannalöndunum má telja að rekstr- arárangurinn sé all vel viðunandi þegar á heildina er litið. Fram kem- ur í efnahagsreikningi að staða fyrir- tækisins er góð. Veltufjárhlutfall er 1,22 og eigið fé sem hlutfall af heild- arfjármagni er 33,1%. Eigið fé fyrir- tækisins nam í árslok 174 millj. kr., en þar af var hlutafé 109 millj. króna. Á árinu störfuðu að meðal- tali um 250 manns hjá fyrirtækinu, um 13% færra en árið áður, og námu beinar launagreiðslur samtals 259 millj. kr. Með endurskoðun launa- kerfa og breytingu á tilhögun vinn- utíma á síðasta ári hafa kjör starfs- manna batnað nokkuð. Unnar vinnu- stundir voru 362.253 á árinu, en á árinu 1986 voru þær 416.566. Ákveðið var að greiða 3% arð til hluthafa á yfirstandandi ári. Stjómin telur óvarlegt að taka meira fjár- magn úr rekstri félagsins meðan framtíð skipasmíða hérlendis er jafn óviss og óörugg og raun ber vitni og fjármagnskostnaður óeðlilega hár auk þess sem félagið er með nýsmíði í gangi fyrir eigin reikning. Skuldir fyrirtækisins nema samtals rúmum 352 millj. kr., og eru skammtíma- skuldir þar af rúmlega 304 millj. kr. í skýrslunni kemur ffarn að aðeins 7% af heildarstarfseminni á árinu 1987 var nýsmíði. Fólst hún nær eingöngu í seinna raðsmíðaskipinu, sem hlaut nafnið Nökkvi. Á árinu 1987 voru 92 skip tekin í slipp og var heildarrúmlestatala þeirra 31.221 tonn. Meðalrúmlestatala er því um 339 tonn en var 384 tonn árið áður. Hlutfall viðgerðarverk- efna í heildarstarfseminni var nú 87% en hafði verið 77% árið áður. Eitt viðamesta verkefnið, sem Slipp- stöðin hefur ráðist í til þessa, er endurbygging á togara ÚA, Slétt- baki EÁ 304. Unnið var við það frá áramótum fram í nóvember. Skipið var meira og minna endurbyggt og sett í það búnaður og aðstaða til fullvinnslu aflans um borð og kost- uðu breytingamar rúmar 330 millj. kr. Auk þessa má nefna mikla endur- byggingu á ms. Dalborgu EA 317, breytingar á rs. Feng RE 235, end- urbyggingu á ms. Bjamarey VE 501 og yfirbyggingu og stýrishússkipti á ms. Hvanney SF 51. Þær breytingar urðu á stjóm fyr- irtækisins að Gunnlaugur Claessen fulltrúi ríksins gekk úr stjóm og í hans stað var Ami Gunnarsson al- þingismaður kjörinn í aðalstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.