Morgunblaðið - 31.05.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 31.05.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1988 39 Leiðangur að Kolbeinsey; Isbrjótur og kaf- bátur til leitar að efstu mörkum lífs ÞÝSKA rannsóknarskipið Polarstern var væntanlegt að Kolbeins- ey í gærdag. Um borð í skipinu eru á þriðja tug vísindamanna, þar af sex Islendingar. Ætlunin er að kanna hveri á sjávarbotni og hitakærar örverur sem þrífast við þá. Vonast þeir til þess að finna örverur sem lifa við hærra hitastig en áður hefur þekkst. Til þess verður notaður dvergkafbátur sem ber tvo menn allt niður á 250 metra dýpi. Eftir því sem næst verður komist er þetta i fyrsta sinn sem mannaður kafbátur er notaður til rannsókna á sjávarbotni hér við land. Leiðangurstjórar eru dr. Jakob Kristjánsson og Guðni Alfreðsson sem hafa áður uppgötvað nýjar tegundir örvera í neðansjávar- hverum á litlu dýpi. Þeir eiga sam- vinnu við dr. Karl O. Stetter próf- essor við háskólann í Regensburg sem hafði milligöngu um að fá Polarstem til rannsóknanna. Markmið leiðangursins er að kanna hvort líf geti þrifist við hærra hitastig en 110 gráður á celcius. Hverimir við Kolbeinsey em á um 100 metra dýpi og suðu- mark vatns í þeim því langt jrfír 100 gráðum. Polarstem er stærsta rann- sóknarskip Þjóðveija, 4000 tonna ísbijótur sem ber 42 manna áhöfn og allt að 70 vísindamönnum. Skipið var smíðað árið 1983 og heftir aðallega verið notað við rannsóknir í íshafínu. Það ristir 10 metra, vélar þess em 20.000 hestöfl og stálið í stefninu 55 mm að þykkt. Á skipinu em meðal annars tvær þyrlur. Áhöfnin getur notið sundlaugar, leikfimisalar og gufubaðsaðstöðu í skipinu en vísindamönnunum stendur meðal annars til boða fullkomið bóka- safn. Kafbáturinn GEO er í eigu Max Planck stofnunarinnar í Seewies- . Morgunblaðifl/RÞB Isbijóturinn Polarstem lónar í höfninni á Akureyri á sunnudag. Skipið ristir 10 metra og gat því ekki lagst að bryggju. Brúin er í 20 metra hæð og 25 metra breið. Dvergkafbáturinn GEO er í eigu Max Planck-stofnunarinnar. Hann ber tvo menn og getur kafað allt niður á 250 metra dýpi. Á kafbátnum em meðal annars myndavélar til þess að taka myndir í þrívídd. en. Hann verður eftir í Reykjavík þegar ísbijóturinn heldur aftur til Þýskalands. Um miðjan júní verð- ur GEO fluttur með vitaskipinu Árvakri að Surtsey og notaður til að kanna eldstöðvar á sjávarbotni. Kafbáturinn við skipshlið. Sá stutti skoðar sig um í fyrsta sinn með smáaðstoð. Líf kviknar á ólíklegum stað í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja: Háfsseiði úr pétursskipum „ÞETTA er búið að vera I einu búrinu til skrauts í átta mánuði að minnsta kosti og einn daginn var háfssíli syndandi búrinu,“ sagði Kristján Egilsson forstöðumaður Náttúrugripasafns Vestmannaeyja í samtali við Morgunblaðið í gær, en það hafði fjölgaði vemlega í einu fiskakerinu á safninu. Forsaga málsins er sú, að safnið afíaði sér físka hjá sjómönnum síðastliðið haust og um leið hirtu þeir gamlan og morkinn tijádrumb sem hafðj komið upp með einhveiju trollinu. Ýmsar lífverur voru á þess- um drumbi og var hugmyndin að sökkva honum í eitthvert keijana og hafa hann þar til skrauts. Meðal annars voru þama um 20 péturs- skip í klasa, en skötur og nokkrar tegundir háfíska gjóta slíkum hylkj- um og að vissum tíma liðnum skríða seiðin svo út úr þeim. Aðrar tegund- ir háfiska gjóta hins vegar lifandi afkvæmum. „Okkur fannst þetta auðvitað ansi merkilegt og fórum að huga nánar að þessu. Eg skar í tvö önn- ur pétursskip og það skipti engum togum, úr þeim skriðu sprelllifandi háfsseiði. Þá hringdi ég í Sigurgeir ljósmyndara, því eitt seiðið enn var að koma og hann kom í tæka tíð til að ná mynd er seiðið stakk hausnum út og skoðaði sig um í fyrsta sinn. Fleiri hafa ekki sýnt sig enn sem komið er, hvað svo sem síðar verður. Hvort þau lifa veit ég ekki, við erum búnir að setja þau í bala og láta æti til þeirra en þau hafa ekki litið við því enn,“ sagði Kristján Egilsson að lokum. Gunnar Jónsson fískifræðingur hjá Hafrannsókn sagði að hér væri ekki um þessa algengu gráu háfs- tegund að ræða, sú tegund gvti lif- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hér má sjá drumbinn með pétursskipaklasanum sem um ræðir. Komið í heiminn, fyrirburður með kviðpoka. Þremur sólarhringunv seinna var þetta seiði enn lifandi og horfur eftir atvikum. andi afkvæmum. „Tvær tegundir sem hér fínnast gætu áft þessi pét- ursskip, gíslaháfur ogjensensháfur. Þetta eru ekki algengar tegundir, en fínnast þó af og til við suður- ströndina. A þessu stigi er varla hægt að sjá hvor tegundin þetta er, það er helst ef hægt er að ala fískana upp í fulla stærð," sagði Gunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.