Morgunblaðið - 31.05.1988, Side 13

Morgunblaðið - 31.05.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 13 Hjólið og þú Hvernig endist reiðhjólið þitt lengur? eftirEinar Jóhannsson Eflaust hafa flestir reiðhjóla- eigendur nú þegar dregið fram reiðhjól sín og haldið út á götur og stíga sér til ánægju og heilsu- bótar. Oft vill þá koma í ljós að eitt og annað á hjólinu þarfnast stillingar og viðgerða. Við skulum huga að því helsta sem gæta þarf að. Dekkin: Aðalatriðið er að hafa nægan þrýsting í dekkjunum. Það minnkar hættu á sprungnu dekki, þau endast lengur og léttara er að hjóla. Ágæt regla er að skoða dekkin reglulega og tína glerbrot og aðra aðskotahluti úr þeim. Oftast tekur það glerbrot nokkum tíma að vinna sig inn að slöng- unni. Gjarðir: Nauðsynlegt er að teinar séu vel strekktir, annars skekkist gjörðin og hún eyðileggst fljótt. Hnakkur: Hæðin á hnakknum ræður því hversu vel orka hjól- reiðamannsins nýtist til að koma hjólinu áfram. Hæðina skal stilla þannig að þegar þú situr á hjólinu er hællinn settur á annan pedal- ann í neðstu stöðu og þá á að vera nánast alveg rétt úr hnénu. Hversu hátt þarf að hafa hnakk- inn ræðst einnig af stellstærð hjólsins, sem oftast er hæfileg u.þ.b. einn þriðji af hæð viðkom- andi. Keðja: Henni þarf að halda hreinni og nægilega smurðri með þunnri olíu. Legur: Nauðsynlegt er að leg- ur séu rétt stilltar og smurðar með feiti. Hvorki mega þær vera of stífar né að los sé á þeim því þá eru þær fljótar að eyðileggjast. Bremsur: Bremsurnar eru mikilvægasta öryggistæki hjólsins sem verður að halda vel við. Fót- bremsur og skálabremsur þurfa lítið viðhald en felgubremsur á gírahjólum þurfa stöðugt viðhald og skipta þarf um bremsupúða reglulega. Ljós og glitaugu: Þetta em hlutir sem verða að vera til_ staðar þegar hjólað er í myrkri. í dags- birtu koma föt í ljósum og áber- andi litum að bestum notum. Þeg- ar hjólið er komið í gott lag verð- ur ferðin bæði skemmtilegri og ömggari. Sýnum tillitsemi og virðum umferðarreglumar. Góða ferð! Höfundur er félagi í Hjólreiða- félagi Reykjavíkur. Norræni genbankinn kynnir starfsemi sína Jónshúsi, Kaupmannahöfn. í HÚSI Norrænu ráðherranefnd- arinnar i Store Strandstræde 18 er nú kynning á Norræna Gen- bankanum (NGB) fyrir nytja- og garðagróður, sem staðsettur er í Alnarp á Skáni. Hann var stofnað- ur 1. janúar 1979 og heyrir sem samnorræn stofnun undir ráð- herranefndina. Verkefni genbankans em einkum tvö: I fyrsta lagi að safna, geyma og skrá allt efni sem hefur erfða- fræðilegt gildi í norrænni flóm í landbúnaði og garðrækt. í öðm lagi að stuðla að plöntukynbótum og rannsóknum með útvegun líffræði- legs efnis og skráningu þess. NGB er til húsa í Landbúnaðar- háskólanum í Alnarp og starfa þar 10 manns, ílestir em líffræðingar og grasafræðingar. Frá 1. marz star- far þar einn íslendingur, Jón Sævar Baldvinsson, bókasafnsfræðingur, sem sér um bóka- og skjalavörslu og annast útgáfustarfsemi bankans. Annar íslendingur kemur til starfa í sumar, Sigfús Bjamason, líffræð- ingur. Víðtækt samstarf er með gen- bönkum í heiminum. Norræna ráð- herranefndin mun veita fé á næstu 20 ámm til uppbyggingar genbanka í SADEK-löndunum í Afríku. Mun Norræni genbankinn vera ráðgef- andi aðili um uppbyggingu stofnun- arinnar þar. Geysimikill frælager er í varð- veislu NGB. Langtíma- og dreifing- arlager er í húsnæði hans í Alnarp en öryggislager er geymdur neðan- jarðar í gömlum námugöngum á Svalbarða, þar sem frostið helst 3,7 stig án raforku eða annarrar tæki. Þar em miklar fræbirgðir geymdar eða um V3 alls magnsins. - G.L. Ásg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.