Morgunblaðið - 25.03.1988, Side 62

Morgunblaðið - 25.03.1988, Side 62
Þessir hringdu . . Dónaskapur á þvottaplani Erling Edwald hringdi og sagði sig hafa orðið fyrir vítaverðum dónaskap. Hann sagði: „Eg kom á bensínplanið hjá BP í Alfheim- um til að þvo bílinn minn og þá voru þrjár slöngur í notkun og allar uppteknar, en enginn að bíða nema ég. Ég beið því hinn róleg- asti eftjr að einhver þeirra losn- aði og þar kom að einn bflstjó- ranna fór að sýna á sér fararsnið. Það var Greiðabfll. Áður en hann lauk sér endanlega af kom annar Greiðabfll aðvífandi og lagði þann- ig fyrir mig að ég átti ekki greiða leið að slöngunni sem var að losna. Ég fór þá að láta í mér heyra, að ég hefði nú verið á undan o.s.frv., en þeir sinntu því ekki. Þegar sá sem var við slönguna kláraði höfðu þeir samtök um að bakka þannig bflnum að ég komst hvergi að og hinn Greiðabfllinn renndi sér að slöngunni. Þetta fannst mér svo mikill dónaskapur að ég mátti til með að láta í mér heyra. En ég vil þó ekki trúa því að ekki séu til góðir og mætir menn meðal greiðabflstjóra, því fínnst mér rétt að birta númer þess bfls sem tróð sér, því miður náði ég ekki númeri hins sem var að þvo. Þetta geri ég til að höggva ekki að heilli stétt vegna fárra svartra sauða. Númerið var R 71279. Ánægð með grein Hingað hringdi kona og lýsti mikilli ánægju með grein sem birt- ist í Velvakanda 7. febrúar síðast- liðinn og bar heitið: Einstaklings- frelsið á kostnað bamauppeldis. Konan sagði: „Inntak þessarar greinar var eins og mælt frá eig- in hjarta. Sjálf er ég sex bama móðir þannig að málið er mér skylt og ég hef hugsað þetta þrá- faldlega. Allir foreldrar ættu að verða sér út um þessa grein, lesa hana, setjast síðan niður og hugsa sinn gang. Gagnrýni á Felix Margrét Einarsdóttir hringdi og kvartaði undan Felix Bergs- syni annars stjómanda vinsælda- listakynningar Stöðvar 2. Margrét sagði þetta: „Felix kemur ágæt- lega fyrir, en mér fínnst óhæfa hvemig hann getur haft áhrif á listann með því að segja að þetta lag sé leiðinlegt eða ekki leiðin- legt. Mér fínnst ekki að hann eigi að misnota aðstöðu sína svona. Hver á að fá kjötið? Guðmundur Gunnarsson hringdi og taldi frétt í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins sérlega villandi. Fjallaði hann um að til stæði að selja 200 tonn af lambakjöti, „hugsanlega á þriðju- daginn" eins og Guðmundur komst að orði. Hann spurði: „hveijum verða öll þessi tonn seld? Venjulegum íslendingum eða „séríslendingum"? Ég veit um sand af fólki sem er að leita að þessu koti þar sem kjötið á að vera, en það er svo erfítt að finna það að með ólíkindum má heita. Svo er opnunartíminn svo tak- markaður." Löggan í lagi Hringt var og þetta sagt: „Það er alltaf verið gagnrýna lögregl- una en ég vil segja, að vegna persónulegra ástæðna hef ég oft þurft að leita til hennar og aldrei mætt öðru en greiðvikni, hlýhug og kurteisi. Og áfengisfulltrúinn þeirra vinnur alveg sérstakt starf. Týnd bindisnæla Ungur maður var að skemmta sér á Gauk á Stöng síðastliðið laugardagskvöld og týndi þá gylltri bindisnælu. Finnandi er beðinn að hringja í síma 611946 og em fundarlaun í boði. Hver borgaði „búsið“? AE hringdi og sagðist ekki mæla eingöngu fyrir sjálfan sig heldur fjölmarga sem hann þekkti. Hann sagði: „Það mátti glöggt sjá í sjónvarpinu þegar sig- urlag okkar í Evrópusöngva- keppnina var valið, að fólk hafði vín um hönd. Á baksíðu Morgun- blaðsins daginn eftir var mynd af útvarpsstjóra og lagahöfundi að skála fyrir laginu. Ég spyr nú bara svona vegna þess að mér fínnst þetta óviðkunnanlegt: Hver borgar áfengið? Hefur RUV ein- hveija heimild til þess að eyða af sjóðum sínum í áfengi? Eru það ekki í raun við skattgreiðendumir sem borgum brúsann? L—i ofaukið Einar hringdi og sagðist vera orðinn fremur leiður á því að lesa þráfaldlega í blöðum um Vilhjálm skáld frá Skálholti. Sagði Einar kennibæ Vilhjálms heita Skáholt en ekki Skálholt. páskaegg Fyllt með sœlgœti, leikföngum og íslenskum málshœtti 520 g. Kr. 925,- Auk þess höfum viö allar stærðir af páskaeggjum frá NÓA og MÓNU. RISASTÓRA STRUMPAPÁSKAECCIÐ ER AUÐVITAÐ Á SÍNUM STAD. PÁSKATILBOÐ KJÖTMEISTARANNA íMIKLAGARÐI Nautapottréttur Kr. 617.- pr. kg. Smáskorin nautasteik með blönduðu grænmeti og Miklagarðsmaríneringu. Miklagarðs smásteik Kr. 530.- pr. kg. Smásagað lambakjöt, sérkryddað. Páskasteik Kr. 778.- pr. kg. Úrbeinað lambalæri, kryddað að hætti sælkerans. Beikonsteik Kr. 559.- pr. kg. Reykt og soðið svínakjöt frá Goða. FERMINGARGJAFIR í MIKLU ÚRVALI. HEITUR OG KALDUR MATUR íFERMINGARVEISLUNA. 41IKLIG4RÐUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ < | 3) W > Þakka góða skemmtun •Til Velvakanda. Á sunnudaginn fór ég með böm mín á ópemna Litli sótarinn. Þar upplifðum við mikla skemmtun og við fengum meira að segja að taka þátt í ópemnni því áður en sjálf óperan hefst fá allir að æfa hóp- söngva, því eins og hljómsveitar- stjórinn sagði, þá er salurinn kórinn í ópemnni. Þetta fannst bömunum mjög skemmtilegt og ekki var það verra, að tónmenntakennarinn þeirra var búinn að kynna þeim lögin áður. Ég vil skora á alla þá sem eiga þess kost að notfæra sér þessa sýn- ingu. Og vil ég færa íslensku óper- unni kærar þakkir fyrir skemmtun- ina. Móðir i Reykjavík Mínnijazz Kæri Velvakandi. Mig langar að biðja þig að koma á framfæri fyrir mig hálfgerðri kvörtun til uppáhaldsútvarpsstöðv- arinnar minnar sem er Ljósvakinn. Mér og ýmsum öðmm þykir vanta meiri sígilda tónlist, þá á kostnað jazzins. Það heyrast stundum 3 til 4 jazzlög, þá eitt stutt klassískt verk og síðan róleg ballaða og þá aftur nokkur jazzlög. Jazz er góður og gildur og fínnst mér mjög skemmtilegur jazz leikinn á Ljós- vakanum venjulega. Fyrst ég er byijuð að kvarta, þá langar mig oft á kvöldin að heyra mannsrödd af og til. Ég veit ekkert hvert ég á að hringja þegar ég heyri eitthvað sérstaklega fallegt sem mig langar að vita nafnið á. Það er til margt gott útvarpsfólk með þægilega rödd sem gæti kynnt lögin af og til. Það er svolítið einmanalegt að heyra eingöngu tónlist klukkustund eftir klukkustund á kvöldin. En þar fyrir utan, þetta er besta og þægilegasta útvarpsstöð landsins að mínu mati og fjölmargra annarra. Þökk sé Bylgjunni fyrir þetta framtak. Bestu kveðjur, Guðrún Jónsdóttir (og fleiri). RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.