Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Minning: Jón Unnsteinn Guðmundsson Fæddur 7. september 1931 Dáínn 17. mars 1988 „Að heilsast og kveðjast" .Það tímaskeið, sem hver og einn dvelur hér á hinni jarðnesku braut, er sannkölluð lifsgáta og engum hefur tekist með neinni vissu að gefa við- hlítandi skýringar á hver tilgangur- inn sé með dvöl okkar hér. Það eina sem hægt er að ganga að sem vísum hlut er það, að skóla okkar hér lýk- ur fýrr eða síðar, burtséð frá því hvort við höfum staðist prófið eða ekki. Brottkvaðningu ber að með ýmsu móti, stundum kemur sláttu- maðurinn með ljáinn án þess að gera nokkur boð á undan sér og sker á lifsstrenginn og lifínu hér á jörðu er lokið. Þann 17. mars sl. lést Jón Unn- steinn Guðmundsson á heimili sínu í Breiðási 5 i Garðabæ. Unnsteinn var hann almennt nefndur meðal vina og ættmenna. Hann fæddist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 7. september 1931 en heimili hans var hins vegar á Refsteinssstöðum í mmm ti| að hreinsa KÍSILSKÁN af vaskinum, baðkarinu eða sturtubotninum. Reynslan hefur sýnt að árangur næst með NUDDA. Fáðu þér pakka og prófaðu. Sölustaðirt.d.: Flestar matvöruverslanirog bensín- stöðvar Esso. HREINLÆTISÞJÓNUSTAN HF., sími27490. Víðidal, V-Hún., þar sem foreldrar hans bjuggu. Hann var næst yngst- ur af niu systkinum en er fyrstur þeirra, sem kveður þennan heim og hverfur til hins óþekkta, sem sumir kalla móðuna miklu eða fortjaldið. En hvaða nöfnum sem óvissunni eru gefin vil ég trúa því, að vistin hér sé aðeins hlekkur eða áfangi í stærri lífskeðju og einhver tilgang- ur sé með veru okkar hér og ef menn uppskera á næsta tilverustigi eins og þeir sá hér þarf enginn að efast um að Unnsteinn hefur fengið góðar viðtökur hjá þeim sem tekið hafa á móti honum. Foreldrar Unnsteins voru hjónin Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadótt- ir og Guðmundur Pétursson, bænd- ur á Refsteinsstöðum eins og fyrr segir. Föðuramma og afí Unnsteins voru hjónin Þrúður Elísabet Guð- mundsdóttir og Pétur Kristófers- son, bændur á Stóru-Borg, V-Hún., og móðuramma og afí voru Ólöf Sigurðardóttir og Sigurvaldi Þor- steinsson, bændur á Gauksmýri, V-Hún. Þessir stofnar sem að Unn- steini stóðu var velmetið dugnaðar- fólk. Árið 1938 fluttu foreldrar Unn- steins norður í Fljót ásamt sex börn- um sínum, á jörðina Nefstaði í Stíflu, sem þau höfðu fest kaup á. Ég, sem þessar línur rita, var í næsta nágrenni við þessa nýju inn- flytjendur og' kynntist því fjölskyld- unni nokkuð fíjótt og allvel síðar er ég tengdist henni með jjví að giftast systur Unnsteins. Eg var því búinn að þekkja hann allt frá bamsaldri, en á hinum síðari árum hefur verið stopulli samgangur eftir að fjölskyldutengslin slitnuðu. En sambandið hélst og ég leitaði til fagmannshandanna er ég þurfti á að halda og meðal annars lagði hann miðstöð fyrir mig í heilt hús fyrir nokkrum árum. Eins og tfðkaðist meðal unglinga á þeim árum þegar Unnsteinn óx úr grasi þá vandist hann fljótt að taka til hendi og létta á störfum heimilisins eftir því sem til féll. Að fermingu lokinni fór hann í gagn- fræðaskóla Siglufjarðar og braut- skráðist þaðan sem gagnfræðingur. Honum gekk vel í skóla og hugur hans stefndi til frekara náms, en fjárhagslegar kringumstæður stöðvuðu göngu hans á þeirri braut og leyfðu honum ekki slíkan mun- að, svo leið hans lá út á vinnumark- aðinn. Vettvangur hans næstu árin var bæði til sjós og lands, meðal annars var hann nokkrar vetrar- vertíðir á sjónum, bæði frá Reykjavík og Vestmannaeyjum, en f byggingarvinnu á sumrin. Árið 1962 varð stefnumörkun á störfum hjá Unnsteini er hann fór að vinna hjá Guðmundi Finnbogasyni pípu- lagningarmeistara við þá iðn, hún varð síðan hans ævistarf. í fram- haldi af þessu lærði hann fagið og tók próf í iðngreininni. Þeir eru ófáir húseigendumir sem nutu þekkingár hans og kunnáttu á þessu sviði og leituðu til hans með vandkvæði sín við að breyta og laga gamlar og bilaðar lagnir og hvers manns vanda mun hann hafa leyst. Hann var útsjónarsamur og hag- sýnn til starfa og gerði ekki meira rask en þörf var á. Því munu þessi viðskipti hafa verið hin ánægjuleg- ustu á báða bóga. Hann var ekki AGFA-#-3 Alltaf Gæðamyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.