Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Iðnaðarráðherra í umræðum um jöfnun húshitunarkostnaðar: Létta þarf skuld- imi af RAKIK og OV MIKLAR og harðar umræður urðu í sameinuðu þingi í gær vegna þingsályktunartillögu frá sex þingmönnum Framsóknarflokks- ins um aðgerðir til jöfnunar á orkuverðir. Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, sagði þetta vera sýndartillögu. Það væri hans skoð- un að ríkið ætti að iétta skuldum af Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða til að koma i veg fyrir 12% hækkun á orku- verði. Einnig væri nauðsynlegt að hækka niðurgreiðslur ekki bara á rafmagni. Flutningsmenn tillög- unnar eru þau Alexander Stefáns- son (F/Vl), Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf), J6n Kristjánsson (F/Al), Stefán Guðmundsson (F/Nv), Guðni Agústsson (F/Sl) og Val- gerður Sverrisdóttir (F/Ne). Alexander Stefánsson (F/Vl) mælti fyrir þingsályktunartillögu framsóknarþingmannanna sex. Lagt Sveins Guðmunds- sonar minnzt á Alþingi Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings, flutti eftirfarandi minningarorð um Svein Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóra og alþingismann, á Alþingi sl. miðvikudag: Sveinn Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri og alþingismaður, andaðist í Landakotsspítala í fyrradag, mánu- daginn 21. marz, 75 ára að aldri. Sveinn Guðmundsson var fæddur á Eyrarbakka 27. ágúst 1912. For- eldrar hans voru Guðmundur bók- sali þar og bókhaldari Guðmundsson bónda á Minna-Hofi á Rangárvöllum Péturssonar og síðari kona hans, Snjólaug Jakobína Sveinsdóttir bónda á Bjamastaðahlíð í Skagafirði Guðmundssonar. Hann lauk prófi í rennismíði í Reykjavík árið 1933. Eftir það fór hann til náms í vél- fræði og lauk prófi í Tekniska Insti- tutet f Stokkhólmi 1936. Að því tok- nu var hann vélfræðingur við Vél- smiðjuna Héðin í Reykjavík til 1943, en sfðan forstjóri Héðins og meðeig- andi. Jafnframt var hann forstjóri tveggja annarra hlutafélaga, Stál- smiðjunnar og Jámsteypunnar. Hann var í undirbúningsnefnd að stofnun Iðnaðarbankans 1951 og f bankaráði hans 1951—1968. í stjóm Iðnaðarmálastofnunar íslands var hann 1956—1962, var formaður Sýningarsamtaka atvinnuveganna frá stofnun þess hlutafélags 1957 til 1966. í Rannsóknaráði ríkisins átti hann sæti 1965—1971 og á ár- inu 1970 var hann skipaður í nefnd til að semja frumvarp til laga um Sementsverksmiðju rfkisins. Auk þess var hann árum saman í stjóm Vinnuveitendasambands fslands, Félags fslenskra iðnrekenda og Verslunarráðs. í alþingiskosningun- um 1956 var hann kjörinn varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins f Reykjavík og sat fyrsta sinn á Al- þingi vorið 1958. I alþingiskosning- unum 1963 var hann aftur kjörinn varaþingmaður í Reykjavík og tók sæti þrisvar á tveim fyrstu þingum kjörtfmabilsins. Vorið 1965 hlaut hann fast sæti á Alþingi við þing- mennskuafsal aðalmanns og sat á þingi til vors 1971, var landskjörinn alþingismaður frá 1967. Alls sat hann á 9 þingum. Sveinn Guðmundsson átti sér langan og farsælan starsferil. Hann kom ungur til starfa í vel reknu fyrir- tæki og tók við stjóm þess að nokkr- um árum liðnum. Undir stjóm hans og samstarfsmanna hans efldist það sfðan og þróaðist f stórfyrirtæki. Ásamt störfum um áratugi innan eigin iðnrekstrar og verslunar vann Sveinn Guðmundsson mikið starf að félagsmálum. Hann var félagslyndur og ráðhollur, starfssamur og starfs- hæfur og hlaut að taka að sér stjóm- arstörf í ýmsum félögum og stofnun- um. Á Álþingi sem annars staðar sinnti hann öðru fremur málefnum iðnaðar. Með eðlislægri prúð- mennsku og festu gekk hann að ævistarfi sfnu og gat sér hvarvetna gott orð, var drengskaparmaður og lagði þarft og gott til mála. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Sveins Guðmunds- sonar með því að rísa úr sætum. er til að ríkisstjóminni verði falið að leggja fyrir næsta þing tillögur um aðgerðir til jöftiunar á orkuverði í landinu. Sérstök áhersla verði lögð á jöfnun kostnaðar við upphitun húsa og f ljárlagafrumvarpi fyrir árið 1989 verði gert ráð fyrir fjármagni til slíkra aðgerða. Alexander sagði flutnings- menn telji ástand þessara mála hafa breyst til hins verra undanfama mán- uði umfram það sem menn gerðu sér grein fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Meðal annars hefði RARIK hækkað taxta sína um áramótin. Hann lýsti yfir ánægju sinni með þau ummæli Friðriks Sophussonar f Morgunblaðs- viðtali að von væri á tillögum frá nefnd um jöfnun orkuverðs. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, sagðist fyrst vilja geta þess að í núverandi raforkukerfi væri verulegjöfnun á raforkuverði. Lands- virkjun hefði ákveðna sölupunkta og væri sama verð á þeim öllum án til- lits til flutningskostnaðar. í þessu fælist veruleg jöftiun. Ekki væri held- ur lagður söluskattur á raftnagn til upphitunar, hitaveitukostnað ogolfu. Friðrik sagði að þegar verðjöfnun- argjaldið hefði verið tekið upp á sínum tfma hefði fjármálaráðherra sagt að ef neytendur ættu að borga fullan kostnað mætti lækka tekju- skatt um 20-25% Þama væri um að ræða stórkostlega jöfnun á orkuverði þó að hluti af skuldum orkufyrirtækj- anna væru til komnar vegna mistaka og óhappa í fjárfestingum. Það væri því leiðinlegt þegar þingmenn kæmu í ræðustól og héldu fram tómri vit- leysu. Iðnaðarráðherra sagði staðreynd málsins vera að húshitunarkostnaður jrrði nokkuð hærri á þessu ári en 1986 og 1987, svipaður og 1985 en mun lægri en á árunum þar á undan. Það sem hefði gerst væri að olían, innflutti orkugjafinn, hefði lækkað Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, ræðir við Stefán Valgeirsson (SJF/Ne). um 65% í verði frá 1983. Engar líkur væru á því að verð á olíu myndi hækka fyrr en um miðjan næsta ára- tug. Hitaveita Reykjavíkur hefði hækkað um 50% á sama tfma, aðal- lega vegna þess að gjaldskrá hitaveit- unnar hefði verið haldið niðri og fyrir- tækið safnað skuldum. Sem betur fer hefði slíkri flónsku i verðlagningu nú verið hætt. Skuldir RARIK og OV sem ríkið þyrfti líklega að taka á sig næmu nú 1600 milljónum en þær hefðu ekki enn komið út í verðlagið. Varðandi þau ummæli Alexanders Stefánssonar um að raforkuverð hefði hækkað um áramótin sagði ráð- herra að síðasta hækkun hefði komið 1. desember. Alexander ætti sæti í fjárveitinganefnd og ætti að vita á hveiju sú hækkun byggðist. Hún ætti að endast út árið nema Lands- virkjun hækkaði sína taxta. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) sagði að Landsvirkjun níddist á köld- ustu svæðum landsins með því að hafa sama verð á allri framleiðslu. Það væri ekki nóg með að laun væru lægst úti á landi. Ráðherranum dytti ekki f hug að taka á málinu sem maður og reyna að breyta greiðslu- fyrirkomulaginu. Fríðrik Sophusson sagði að ef menn ætluðust til að Landsvirlqun lækkaði verð á sumri framleiðslu myndi það þýða að fyrirtækið ætti ekki að greiða skuldir sínar eða aðrir notendur að greiða meira. Einnig væri spurt hvort að Landsvirkjun gæti ekki dregið úr afborgunum sínum og þvf verið haldið fram að steftit væri að því að greiða upp allar skuldir fyrir aldamót. Þetta væri rangt. Ætlunin væri að greiða 1/20 af skuldunum á ári sem þýddu að 70% yrðu enn á Landsvirkjun um aldamót ef Blanda væri talin með. Ef hægt yrði á afborgunum þýddi það aukin viðskiptahalla og hærra raforkuverð í framtfðinni. Vildu flutn- ingsmenn láta börnin sín greiða þá orku sem þeir notuðu nú? Iðnaðarráðherra sagði þessa til- lögu vera tilraun framsóknarmanna til þess að þvo hendur sínar af gerð- um sem allir stjómarþingmenn bæru ábyrgð á. Þetta væri sýndartillaga. Hann sagði það vera sína skoðun að rfkið ætti að létta skuldum af RARIK og OV og koma þannig í veg fyrir 12% hækkun á orkuverði. Einnig væri nauðsynlegt að hækka niður- greiðslur ekki bara á rafmagni þar sem sumar hitaveitur seldu orku á nánast sama verði og raforku. Einnig þyrfti að athuga þetta mál þegar virð- isaukaskatturinn yrði tekinn upp á næsta ári en hann myndi leggjast jafnt á innlenda sem innflutta orku- gjafa. Margir þingmenn, bæði stjómar- þingmenn og þingmenn úr stjómar- andstöðu, tóku til máls um þessa til- lögu. Málmfríður Sigurðardóttir (Kvl/Ne) sagðist styðja tillöguna en nokkrir aðrir þingmenn úr Alþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki og Sjálf- stæðisflokki töldu þetta ekki vera réttu aðferðina og sagði til dæmis Karvel Pálmason (A/Vf) að þetta væri sýndarmennska. Ólafur Þ. Þórð- arson (F/Vf) brást hinn versti við þegar tillöguflutningurinn var kallað- ur sýndarmennska og hótaði stjómar- slitum ef húshitunarkostnaður yrði ekki jafnaður. Kjartan Jóhannsson: Aukið samstarf þjóða vegna kröfunnar um hagvöxt KJARTAN Jóhannsson (A/Rn) mælti f sameinuðu þingi f gær fyr- ir tilfögu til þingsályktunar um stefnu Islands gagnvart Evrópu- bandalaginu. Hann leggur til að stofnuð verði nefnd sjö þingmanna til þess að taka til sérstakrar at- hugunar þá þróun sem fyrír dyrum stendur f Evrópu, einkanlega með tilliti til ákvörðunar Evrópubanda- lagsins um sameiginlegan innrí markað. Sagði Kjartan að alls stað- ar værí veríð að auka samstarf milli þjóða vegna krafna um hag- vöxt og framfarir. Við þyrftum að skoða þetta mál með opnum hug og varast að einangrast. Kjartan Jóhannsson sagði þá þróun sem nú ætti sér stað innan Evrópu- bandalagsins varða efnahagslífið allt. Þama væri um að ræða samstarf varðandi tækni og tækniframfarir, vfsindarannsóknir, hagstjóm og raunar varðaði þetta sambúð þjóð- anna f heild. Hann sagðist vilja vekja athygli á þvf að hvert sem litið væri í heiminum væri verið að efla sam- starf milli þjóða. Jafnvel f Sovétrflq- unum og Kfna vildu menn nú auka samskipti við aðrar þjóðir. Hann sagði það vera kröfuna um hagvöxt og framþróun sem væri að knýja þessa þróun fram. Spumingin sem srieri að okkur væri að hve miklu leyti við gætum aðlagað okkur og - að hve miklu leyti við vildum vera þátttak- endur í þróuninni. Það væri hans skoðun að við ættum að skoða þetta mál með opnum hug og að við vildum ekki einangrast. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) sagði þetta vera hina merkustu tillögu. Hann sagðist telja það æskilegt að allir þingflokkar ættu aðild að þess- ari nefnd. Það hefði verið þannig með skipan f sjömannanefndir að stjómar- flokkamir gætu ef þeir vildu nýtt sér kraft sinn og fengið fimm menn en stjómarandstaðan tvo. Sagði Svavar að stjómarandstaðan vildi eiga aðild að þeirri vinnu sem væri framundan. Hann taldi það biýnt að afgreiða málið á þessu þingi. Jón Krístjánsson (F/Al) sagði þetta vera tímabæra tillögu og gott mál á ferðinni sem nauðsynlegt væri að fengi meðferð á þessu þingi. í máleftium Evrópubandalagsins hefðu orðið miklar breytingar á síðustu ámm, ekki síst hvað varðaði aðstöðu íslendinga. Nokkrar af okkar bestu viðskiptaþjóðum hefðu bæst í hóp aðildarrfkjanna. Kjartan Jóhannsson sagði að hann hefði ætlað að 7 manna nefnd dyggði til þess að allir þingflokkamir yrðu með en það mætti fjölga f nefnd- inni ef mönnum þætti það of þröngt. Kjartan Jóhannsson STUTTAR ÞINGFRETTIR Raforkukostnaður í gróðurhúsum Margrét Frímannsdóttir (Abl/Sl) hefur lagt fram tillögu til þings- ályktunar um að Alþingi skori á ríkisstjómina að beita sér fyrir þvf við stjómir Landsvirkjunar og Raf- magnsveitna ríkisins að garðyrkju- bændum veiði gefinn kostur á hag- kvæmum kaupum á raforku til lýs- ingar í gróðurhúsum til þess að styrkja samkeppnisaðstöðu inn- lendrar ylræktar gagnvart innflutn- ingi. Úttekt vegna nýrrar álbræðslu Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) ásamt sex öðrum þingmönnum Al- þýðubandalagsins hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að gerð verði þjóðhagsleg úttekt á hagkvæmni þess að reisa nýja ál- brasðslu í Straumsvík og selja til hennar raforku sem gæti 'numið um 2500 gígavattstundum á ári. Meðal annars verði lagt mat á áhrif af byggingu biæðslunnar og tilheyr- andi orkuvera á fslenskt efna- hagslff, þar með talið þenslu og skuldastöðu þjóðarbúsins, áhrif á byggðaþróun f landinu, forsendur varðandi raforkusölu með tilliti til orkuverðs frá nýjum virkjunum o.fl. V egaf ramkvæmdir á Vesturlandi Skúli Alexandersson (Abl/Vl) og Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um áætlun um vegaframkvæmdir á Vesturlandi umfram þá langtfma- áætlun sem nú er f gildi. Áætlunin skal unnin á þessu ári og miðast við uppbyggingu vega með bundnu slitlagi á næstu sex áram í Borgar- firði, á Mýram, Snæfellsnesi og Dölum þar sem umferð er komin yfir 100 bíla meðaltals dagsumferð á ári. Akstur utan vega Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al), Friðjón Þórðarson (S/Vl), ValgerÁ ur Sverrisdóttir (F/Ne), Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl/Rvk), Ámi Gunnarsson (A/Ne) og ÓIi Þ. Guð- bjartsson (S/Sl) hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar um að kosin verði milliþinganefnd til að gera úttekt á akstri torfæratækja og annarra vélknúinna tækja utan vega og merktra slóða og leita úr- ræða til að koma f veg fyrir náttúra- spjöll af þessum sökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.