Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Armenía: Yfirlýsing stj órn- valda vekur spennu Reuter Inngangur bankans var illa leikinn eftir að ræningjamir óku 19 tonna vömbifreið inn f anddyri hans. Frakkland: Oku inn í banka á 19 tonna vörubíl París, Reuter. HÓPUR vopnaðra manna réðst í gær inn í banka f útborg Parfsar á sérkennilegan hátt og rændi hann. Óku ræningjamir 19 tonna vörubíl inn f anddyri bankans. Höfðu þeir á brott með sér pen- ingaskáp í heilu lagi. Notuðu þeir færivindu til þess að rífa hann lausan. Lögreglan í bænum Rungis þar sem ránið var framið segir að árás- armennimir hafí verið sex grímu- klæddir menn sem báru byssur. Þeir rotuðu vaktmann bankans og bundu hann við stól áður en þeir fóru á brott. Peningaskápurinn fannst hálfopinn skammt frá bank- anum og einnig vömbílinn. Ekki er vitað hversu mikið ræningjamir höfðu uppúr krafsinu. Moskvu, Reuter. SPENNA ríkti f gær f höfuðborg Nagorao-Karabakh, Stepana- kert, eftir að sovésk stjóravöld höfðu gefið út yfirlýsingu, þar sem varað var við frekari róst- um, að því er háttsettur starfs- maður dagblaðsins Sovietskfj Karabakh sagði f sfmaviðtali við fréttamann Reuters. Hann sagði að þótt íbúar Nagomo-Karabakh hefðu sýnt stillingu, hefðu þeir ekki tekið viðbrögðum sovéskra stjórnvalda vel. „Eðlilegt ástand ríkir í höfuðborg- inni, en íbúamir skiptast á skoðun- um. Þeir taka ákvörðuninni ekki mjög vel,“ sagði fréttamaðurinn meðal annars. íbúi höfuðborgarinn- ar gaf í skyn að borgarbúum hefði hitnað í hamsi. Aðspurður um við- brögð þeirra sagði hann: „Ég veit það ekki, en hér ríkir engin ró.“ í yfírlýsingu forsætisnefndar Æðstaráðs Sovétríkjanna, sem gef- in var út á miðvikudag, segir að það sé óviðunandi að sjálfskipaðir hópar taki að sér að ráðskast með landamærin, og það geti haft mjög alvariegar afleiðingar. Áður hafði héraðsráð Nagomo-Karabakh sam- þykkt tillögu um að héraðið yrði sameinað Armeníu, og farið yrði fram á við sovésk stjómvöld að landamærum yrði breytt. Pera dagsins í dag DULUX' EL 80% orkusparnaður dæmi: ' w 7 W 11 W 15 W 20 W OSRAM JÓHANN ÓLAFSSON & CO.HF. 43Sundaborg 13-104Reykjavík-Sími688 588 Friðsamlegt í Jerevan Talsmenn opinbem fréttastof- unnar í Jerevan sögðu í gær að friðsamlegt væri í höfuðborg Arm- eníu og íbúamir hefðu tekið ákvörð- uninni með skilningi. Armenar í Moskvu sögðu hins vegar að með því að hundsa kröfur þeirra hundruð þúsunda Armena, sem hefðu farið í kröfugöngur í Jerevan á liðnum mánuði, kölluðu sovésk yfírvöld yfír sig frekari mótmæli. „Þótt Armenar hafí mótmælt friðsamlega og Az- erbaijanar hafí drepið fjölda manna, var farið með þá sem jafningja," sagði armenskur vísindamaður sem býr í Moskvu. „Þetta á örugglega eftir að valda mikilli reiði meðal Armena. Þetta er ekki réttlæti," bætti hann við. Sovéskir embættis- menn segja að 32 Armenar hafi fallið í Sumgajt 28. febrúar, og Armenar líta á drápin sem skipu- lagðar ofsóknir. Ítalía: • p Hjonaband ögilt vegna fíkniefna- neyslu brúðar Frá Bryqju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins. NOKKUÐ sérstakt mál hefur komið upp í borginni Padova á Ítalíu. 2. júnf 1984 létu karl og kona gefa sig saman hjá borgar- dómara, en hjónabandið hefur nú verið dæmt ógilt að ósk brúð- arinnar. Ástæðan er sú að hún var undir áhrifum eiturlyfja þegar athöfnin fór fram, og var þvl ekki meðvituð um eigin gjörðir. „Ég hafði verið fíknefnaneytandi um skeið áður en ég gifti mig, hafði verið í meðferð vegna þéssa vanda- máls og hafði sterk fráhvarfsein- kenni," segir Francesca Ruffato sem 2. júní 1984 giftist Massimo Galiaz- zo. Bæði voru þau eiturlyfjaneyt- endur, hann atvinnulaus og hún ieikkona. Francesca heldur áfram: „Eftir síðustu meðferðina sem ég fór í, gerði ég mér grein fyrir því að hafa gift mig án þess að átta mig á því hvað ég var að gera. Ég vil lifa eðlilegu lífí núna, en ég er gift án þess að vita f raun hvers vegna.“ Réttarlæknirinn Francesco Intr- ona hefur gefíð skýrslu um málið þar sem hann staðfestir að þegar athöfnin hafí farið fram „hafí Ruff- ato ekki verið sjálfráð gerða sinna." Læknirinn segir ennfremur: „Eitur- lyflaneytendur eru yfirleitt afar ein- mana og leita félagsskapar hver annars, sem byggist ekki endilega á vináttu heldur sameiginlegum vandamálum. Ég tel lfklegt að þau hafí ekki gift sig af þeim ástæðum sem leiðir f flestum tilfellum til hjónabands, heldur einkum f leit að stöðugum félagsskap. Þá er einnig líklegt að þau hafí viljað nota gjafír og fjármuni sem þau fengu við brúð- kaupið til að kaupa eiturlyf og kom- ist þannig hjá því að þurfa að stela." Örvænting ástæða hjúskapar Sandro Merz sem dæmdi f þessu sérkennilega máli sagði meðal ann- ars í úrskurði sfnum: „Örvænting eiturlyfjaneytenda byggist oft á ein- manaieik og hræðslu við að geta ekki fengið þann skammt af eitur- lyfjum sem lfkaminn kallar á. Þessi hjúskapur er afleiðing þess að tveir örvæntmgarfullir einstaklingar sem áttu við sameiginlegt vandamál að stríða leituðu félagsskapar hvor annars og staðfestu hann með hjónabandi. Francesca Ruffato var ekki með réttu ráði þegar athöfnin fór fram, hún var þess vegna ekki ábyrg gjörða sinna og telst hjóna- bandið því hér með ógilt." Ótti við glæpi Mál þetta hefur vakið marga til umhugsunar um hin endalausu vandamál sem fylgja eiturlyfja- neyslu, en á Ítalíu skipta fómarlömb fíkniefna hundruðum á hveiju ári. Skipulögð glæpastarfsemi byggist að miklu leyti á verslun með eitur- lyf og í sumum borgum er ástandið orðið svo slæmt að böm em neydd til að taka inn fíkniefni fyrir utan skólana. í sumum tilfellum em böm- unum boðin eftiin „til pmfu“ án endurgjalds og reyna eiturlyfjasal- amir þannig að færa sér í nyt for- vitni ungmennanna til að auka við- skiptin síðar meir. Algengt er að foreldrar fylgi bömum sfnum f skól- ana og sæki þau þegar skóla lýkur. Þetta á ekki eingöngu við um nem- endur í gmnnskólum, heldur einnig menntaskólanema. Einnig em dæmi um að þegar báðir foreldrar vinna úti allan daginn, ráði þeir lífvörð fyrir bömin, sem fylgir þeim hvert sem þau fara. „Það er meira en lítið að þessu þjóðfélagi," sagði 17 ára menntaskólapiltur við fréttaritara á dögunum. „Konur era hættar að geta gengið um götur með skart- gripi, þvf eiturlyfjaneytendur ráðast á þær og ræna. Þær geta ekki geng- ið um bæinn á kvöldin, því þá blómstrar kynferðisleg áreitni. Böm geta ekki leikið sér róleg f almenn- ingsgörðum án þess að eiga á hættu að stinga sig á sprautu með sýktu blóði. Stjómmálamennimir sem við veljum til að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir okkur valda hveiju hneykslinu á fætur öðm og misbjóða því trausti sem við höfum sýnt þeim. Ég get ekki farið f skólann, á knatt- spymuæfíngar eða f heimsókn til vina minna nema í fylgd með mömmu vegna hættu á að einhver reyni að fá mig til að taka eiturlyf, ræni mig eða hreinlega ræni mér!“ I HARÐVIÐARVAL Innihurðir — innihurðir — innihurðir HARÐVIÐARVAL HF KROKHALSI 4, SIMI 671010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.