Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Áætlun Bandar í kjastj ór nar um frið í Mið-Austurlöndum þess krafist að þeir sem þátt taká iýsi yfir stuðningi við samþykktir Oryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 242 og 338 og fordæmi of- beldi og hryðjuverkastarfsemi. A þennan hátt mun ráðstefnan ekki spilla fyrir beinum viðræðum og tryggt verður að viðkomandi ríki verða ekki þvinguð til að fallast á óviðunandi niðurstöður eða lausnir. Eftir George P. Shultz GEORGE P. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ritaði eftirfar- andi grein um áætlun Bandaríkjastjórnar um hvernig koma megi á friði í Mið-Austurlöndum. I umræðum hér á landi hefur komið fram, að íslensk stjórnvöld styðji þessa áætlun Bandaríkjastjórnar. Greinin birtist 18. mars í bandaríska dagblaðinu Washington Post. Fáar fyrirfram skilgreindar leiðir og reglur eru til um hvemig leysa beri ágreining ríkja. Sérhver deila á sér sína sögu og hefur sín sérein- kenni. Sérhver deiluaðili á sér drauma og er uggandi um fram- gang eigin hagsmunamála. Verk- efnið er því það að fá viðkomandi riki til að láta af hemaði og setjast að samningaborðinu. Arangur slíkra samningaviðræðna ræðst ekki af því hvaða aðferðum menn beita í þessu skyni heldur vilja hinna stríðandi fylkinga til að nýta sér þau tækifæri sem gefast til sátta og til að fallast á sanngjamar og gagnkvæmar tilslakanir. Friðarsamningar koma að gagni Samningaviðræður koma að gagni í deilu araba og ísraela. Með því móti gefst þjóðunum tveimur tækifæri til þess að ná sáttum á beinan og milliliðalausan hátt. Slíkar viðræður geta skilað árangri og leitt af sér haldgóða og raun- hæfa samninga, sem eru í fullu samræmi við hagsmuni deiluaðila. Reynslan sýnir og sannar að arabar og ísraelar geta gert með sér samn- inga og haldið þá. Bandaríkjastjóm hefur kynnt áætlun sem miðar að því að koma á beinum, tvíhliða friðarviðræðum araba og Israela. Hugmyndir okkar em byggðar á þeim grundvallar- reglum, sem fram koma í samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 242 og kveður á um fyrir- komulag viðræðna á alþjóða vett- vangi. Varðandi vesturb^kkann og Gaza-svæðið gerir áætlunin ráð fyr- ir tveimur samtengdum samninga- lotum fulltrúa ísraelsstjómar og nágranna þeirra og er takmarkið að gjörbylta sem fyrst samskiptum þessara ríkja. Alþjóðleg ráðstefna Bandaríkjastjóm styður heils- hugar beinar tvíhliða viðræður ísra- ela og nágrannaríkja þeirra í því skyni að komið verði á varanlegum friði í þessum heimshluta. Banda- ríkjamenn hafa ævinlega verið til- búnir til að skoða allar hugmyndir um hvemig koma megi á slíkum viðræðum og er alþjóðleg ráðstefna þá ekki undanskilin. Undanfama mánuði hafa heyrst ákveðnar raddir um að efna beri til ráðstefnu, sem hafí skilmerkilega ákvarðað valdsvið og geti tekið ákvarðanir um framtíð þessa heims- hluta. í janúarmánuði beittj Banda- ríkjastjóm neitunarvaldi í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna er lögð var fram ályktun þar sem fram- kvæmdastjóri samtakanna var hvattur til að beita sér fyrir þess háttar ráðstefnu. Afstaða Banda- ríkjamanna er sú að þetta fyrir- komulag muni spilla fyrir milliliða- iausum samningaviðræðum og að óhugsandi sé að árangur náist með þessum hætti. Málið snýst því ekki um hvort efna beri til alþjóðlegrar ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum eða ekki. Arabaríkin þurfa á slíkri ráð- stefnu að halda til að samningavið- ræður geti hafist en verði skipulag hennar ekki með viðunandi hætti munu engar viðræður fara fram. Því er brýnt að tilgangur, skipulag og valdsvið ráðstefnunnar sé öld- ungis skýrt og greinilegt. Fulltrúi Bandarílg'astjómar mun ekki sækja ráðstefnu taki þeir sem hana sitja sér dómsvald á sviði alþjóðlegra öryggismála. í augum frjálsra og fullvalda þjóða hlýtur slíkt fyrir- komulag að vera öldungis óviðeig- andi. Spumingin er því sú hvort unnt er að ná samningum um að bundinn verði endi á átök araba og ísraela /orskólamót Kristilegra skólasamtaka veröur íhaldið i Vatnaskógi um bænadagana 30. mars til 2. april. VERÐ: 2700 kr. Miðar verða seldir á fundum á lattgardags- kvöldum kl. 20.30 að Amtmannstig 2B og á bænastundum á þriðjudögum kl.20.15 að Freyjugötu 27. Eimtig er skráð i sima 28710 á skrifstofutima og i sima 18789 utan skrifstofutima (Gunnar, Helgi eða Guðni) til 27.mars. Farið verður frá B.S.Í.kl. 13*4K) niiðvikudaginn 30.mars. ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-brófaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjáþór á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-brófaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifærisem þér gefast. ICS-brófaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiða. Sendu miöann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aöeins einn reit). Námskeiöin eru öll á ensku. □ Tölvuforritun □ Rafvirkjun □ Ritstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun □ Almanntnám □ BiNélavirkjun P Nytjalist □ Stjórnun fyrirtækja □ Garðyrkja □ Kjólasaumur □ Innanhús- ~ arkitektúr □ Stjórnun hótela og veitingastaöa □ Blaóamenr.ska □ Kselittekni og loftraasting Nafn: Heimitisfang:........................................ ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 Hlgh Street, Sutton, SurreySMI 1PR, England. Bandaríkjastjóm heldur fast við áætlun sína um beinar friðarvið- ræður ísraela og araba. Við munum ekki sætta okkur við að einstökum liðum tillagna okkar verði breytt eða þeir rangtúlkaðir og rifnir úr samhengi. Einkum og sér í lagi getum við ekki liðið að efnt verði til ráðstefnu með óhóflegt eða óskil- greint valdsvið. Miklu skiptir að ekki verði kveðnir upp dómar yfír samningaviðræðunum og að þeir sem ráðstefnuna sitja fari ekki út fyrir valdsvið sitt sem fylkingamar verða að hafa náð sáttum um hvert skuli vera. Óviðunandi ástand Öll ytri skilyrði fyrir friðarvið- ræðum eru til staðar. Ekki verður unað lengur við núverandi ástand mála. Fullur vilji er til að láta draumsýnir víkja og að tekið verði á raunhæfan hátt á deilumálunum. Og lagðar hafa verið fram raun- hæfar tillögur í þessu skyni sem falla að grundvallarhagsmunum þeirra sem hlut eiga að máli. Verkefni okkar liggur einnig ljóst fyrir. Við verðum að fá araba og ísraela að samningaborðinu en til þess þarf hreinlyndi, stefnufestu og þolgaeði. Áætlun Bandaríkjastjóm- ar - að efnt verði til viðeigandi ráð- stefnu í þessu skjmi og síðan hefj- ist beinar tvíhliða viðræður - er bæði raunhæf og mikilvæg. Tími er til kominn að náð verði söguleg- um sáttum. Áætlunin hefur verið kynnt og liggur fyrir. Nú er kominn tími til að hefjast handa. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (t.v), ásamt Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels (t.h) er Shultz kynnti friðartillögur Bandaríkjastjórnar i Jerúsalem í byrjun þessa mánaðar. og hvort fylkingamar geta tekið veigamiklar og erfiðar ákvarðanir og eru reiðbúnar til þess. Þá er ekki síður mikilvægt að fyrirkomu- lag viðræðnanna falli að kröfum fylkinganna beggja. Víðtæk áætlun Styrkur áætlunar Bandaríkja- stjómar felst í því að hún er í senn víðtæk og samhæfð. Hvorki er unnt að aðgreina né hundsa einstaka þætti hennar án þess að gjörvallt skipulagið riðlist. Við erum hlynntir ráðstefnu, sem gerir ráð fyrir að hafnar verði víðtækar tvíhliða við- ræður. Síðan taki þeir sem ráðstefn- una sitja skýrslur viðræðunefnda til umfjöllunar í samræmi við sam- þykktir araba og ísraela. Þá verði Kirkjur á landsbyggðinni: Fermingar á pálmasunnudag Ferming í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 27. mars, pálma- sunnudag, ld. 10.30. Prestur sr. Vigfús Þór Ámason. Fermd verða: Andrea Ólöf Ólafsdóttir, Hafnargötu 28. Atli Þór Þorgeirsson, Hólavegi 37. Ásmundur Halldór Einarsson, Hverfísgötu 16. Baldvin Jóhann Kristinsson, Norðurgötu 4. Börkur Steingrímsson, Suðurgötu 63. Eiður Már Arason, Hvanneyrarbraut 33. Elín Þorsteinsdóttir, Hverfísgötu 27. Elsa Jensdóttir, Hafnartúni 10. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, Grundargötu 7 B. Gunnar Hrafn Hall, Hólavegi 7. I: Halldóra María Elíasdóttir, *' Fossvegi 17. Hákon Heimir Sigurðsson, Hvanneyrarbraut 46. Hrund Pálmadóttir, Þormóðsgötu 21. ' Hulda Ingibjörg Magnúsdóttir, Fossvegi 14. Jón Ásgeir Jónsson, Mjóstræti 1. Kolbrún Sveinsdóttir, ■ Lindargötu 20 B. Mikael Þór Bjömsson, ’ Fossvegi 16. Ólöf Ásta Salmannsdóttir, Hólavegi 63. ‘! Rósa Dögg Ómarsdóttir, Hólavegi 41. t Sandra Hjálmarsdóttir, !' Norðurtúni 13. Sigurður Ámi Leifsson, Norðurgötu 7. Sigurlaugur Oddur Jónsson, Aðalgötu 11. Sigvaldi Svanur Júlíusson, Hólavegi 11. Soffía Amarsdóttir, Suðurgötu 59. Steindór Örvar Guðmundsson, Hafnartúni 28. Sæmundur Gunnar Ámundason, Hverfísgötu 5 B. Þrúður Elísabet Sturlaugsdóttir, Laugarvegi 7. Þrúður Stefánsdóttir, Hlíðarvegi 35. Ferming í Norðfjarðarkirkju pálmasunnudag 27. mars kl. 10.30. Prestur sr. Svavar Stef- ánsson. Fermd verða: Anna Jónsdóttir, Þiljuvöllum 19. Ásta Lilja Bjömsdóttir, Nesbakka 3. Emil Gunnarsson, Miðstræti 14. Hans Ögmundur Stephensen, Nesbakka 2. Heiðrún Þorsteinsdóttir, Urðarteig 4. Hildur Björk Svavarsdóttir, Blómsturvöllum 35. Katrín Bjömsdóttir, Hofí. Marteinn Hilmarsson, Nesbakka 12. Pétur Freysteinsson, Nesbakka 4. Sesselja Jónsdóttir, Þiljuvöllum 19. Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir, Miðgarði 16. Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, Starmýri 13. Berg Valdimar Siguijónsson, Gauksmýri 2. Valdís Sigurþórsdóttir, Nesbakka 14. Vigfús Vigfússon, Valsmýri 6. Vilborg Elva Jónsdóttir, Sæbakka 14. Þórey Kristín Pétursdóttir, Egilsbraut 9. Ferming í Egilsstaðakirkju pálmasunnudag kl. 11. Prestur sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Fermd verða: Anna Sólveig Stefánsdóttir, Furuvöllum 8. Eysteinn Húni Hauksson, Laugavöllum 11. Guðmundur Guðnason, Vonarlandi. Herborg Eydís Eyþórsdóttir, Útgarði 6. Sigríður Lára Siguijónsdóttir, Selási 9. Skúli Magnús Júlíusson, Hvoltröð 6. Ferming í Þingmúlakirkju pálmasunnudag kl. 14. Prestur sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Fermd verða: Amar Karl Ólason, Hallbjamarstöðum Skriðdal. Ester Jökulsdóttir, Grímsárvirkjun Skriðdal. Viðar Gunnlaugur Hauksson, Haugum Skriðdal. Ferming i Hoffellskirkju, pálmasunnudag kl. 11. Prestur sr. Baldur Þorsteinsson. Fermd verður: Ema Gísladóttir, Svínafelli. Ferming í Bjamaneskirkju, pálmasunnudag kl. 13.30. Prest- ur sr. Baldur Kristjánsson. Fermd verða: Bima Rafnkelsdóttir, Klettabrekku. Guðmundur Hjartarson, Bjamanesi. Jóhann Þór Stefánsson, Hæðagarði 10. Jón Ingimar Sigurðsson, ' Ási. Nanna Dóra Ragnarsdóttir, Akumesi. Pálmar Hreinsson, Hæðagarði 13. Þórir Gísli Sigurðsson, Ási. Þórunnbjörg Sigurðardóttir, Ási.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.