Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 39 Aðalfundur Eimskipafélags íslands Hlutabref keypt fyrir 61 milljón EIMSKIPAFÉLAGIÐ átti í árslok 1987 hlutafé f 14 hlutafélögum, að verðmæti 219 miiyónir. Á síðasta ári fjárfesti félagið i hluta- bréfum í öðrum fyrirtækjum að upphæð 61 miljjón króna. Halldór H. Jónsson stjómarformaður sagði á aðalfundi Eimskips i gær að arður af þessum fjárfestingum væri enn rýr, en það væri skoðun félagsins að hann muni aukast á næstu árum. Eimskip átti f árslok 1987 eignarhlut í eftirtöldum fyrir- tækjum: 16,4% hlut í Árlaxi hf; 22% hlut í DNG hf; 20% hlut í ferðaskrif- stofunni Úrval hf; 17,4% hlut í Fjár- festingarfélagi fslands hf; 23,6% hlut f Flugleiðum hf; 5,3% hlut í Iðnaðar- bankanum hf; 5,9% hlut í íslenskri endurtryggingu hf; 35,6% hlut f Póls- tækni hf; 2,6% hlut í Skeljungi hf; 2,4% hlut í Slippstöðinni hf; 22,2% hlut í Tollvörugeymslunni hf; 33,3% hlut í Tækniþróun hf; 5,8% hlut í Verzlunarbankanum hf; 1,4% hlut í Þróunarfélagi íslands hf. auk annara innlendra hlutabréfa. Halldór sagði að þau hlutabréfa- kaup sem mestu máli hefðu skipt á árinu voru f Iðnaðarbankanum og Fjárfestingarfélagi íslands. Hann gat þess einnig að í ársbyijun 1988 hefði Eimskip aukið hlutafláreign sína í Flugleiðum. Á fundinum gagnrýndi Bent Sche- ving Thorsteinsson hlutabréfakaup Eimskips þar sem vextir af þeirri flárfestingu hefðu verið neikvæðir. Metflutningar Eim- skips á síðasta ári HALLDÓR H. Jónsson stjórnar- formaður Eimskipafélags ís- lands hf. sagði f ræðu sinni á aðalfundi félagsins í gær að búist væri við nokkrum samdrætti f ingar verið í höndum erlendra aðila en Halldór sagði að Eimskip hefði talið eðlilegt að afla sér aukinnar þekkingar á þessu sviði. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Eimskips flytur skýrslu stjómar á aðalfundi félagsins í gær. Við borðið sitja Davíð Oddsson borgarstjóri, sem var fundarstjóri, og Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim- skips. Skipulagt til ársins 2000 Skýringarmynd af skipum þeim sem Eimskip hefur nú fest kaup á. Skipin era þau stærstu í eigu íslend- inga. LOKIÐ verður við gerð nýrrar heildaráætlunar um uppbygg- ingu og skipulag flutningamið- stöðvar Eimskips við Vatnagarða f Sundahöfn f Reykjavík og nær þessi áætlun fram til ársins 2000. Er unnið að þessu verkefni með ráðgjafafyrirtækinu Booz-Allen og Hamilton. Þetta kom fram í máli Halldórs H. Jónssonar stjómarformanns fé- lagsins á aðalfundinum og einnig að gengið hefði verið frá tveimur lóðaleigusamningum á síðasta ári, annarsvegar við bæjarstjóm Vest- mannaeyja og hinsvegar við bæjar- stjóm Hafnarfjarðar. Sagði Halldór að þessir samningar sköpuðu félag- inu trausta framtíðaraðstöðu á þessum stöðum. flutningum á þessu ári, einkum á sfðari hluta ársins. Fram kom f ræðu hans að flutningar hafa aldrei verið meiri en á sfðasta ári og nýting flutningakerfis fé- lagsins góð. Heildarflutningar Eimskips árið 1987 námu samtals 902 þúsund tonnum sem er 14% aukning frá fyrra ári. Má rekja þetta til meiri inn- og útflutnings en markaðshlut- deild félagsins var svipuð og árið 1986. Halldór sagði þó í ræðu sinni að Norður-Atlantshafsflutningamir hefðu nokkumveginn staðið í stað og samkeppni harðnað verulega á þeim markaði og flutningsgjöld Iækkað. Halldór sagði þessa flutn- inga þó skipta félagið verulega miklu máli til að geta nýtt betur þau skip sem félagið rekur milli Islands og Norður-Ameríku. Hann gat þess einnig að veruleg óvissa væri um framhald flutninga fyrir Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. Halldór nefndi að Eimskip hefði á síðasta ári hafið þátttöku í út- flutningi á laxaseiðum í tankbátum og hefði verið gengið frá leigu á skipum til slíkra flutninga á þessu ári. Fram til þessa hafa þessir flutn- Engin breyt- ing á stjórn ENGIN breyting varð á stjórn Eimskips á aðalfundi félagsins í gær, þar sem þeir, sem ganga áttu úr stjórninni, voru allir end- uritjörair. Ur stjóminni áttu að ganga Ind- riði Pálsson, Hjalti Geir Kristjáns- son, Benedikt Sveinsson, Thor Ó. Thors og Gunnar Ragnars. Tillaga kom fram um endurkjör þeirra og voru þeir sjálfkjömir til næstu tveggja ára. Fyrir vom í stjóminni Halldór H. Jónsson, Jón Ingvarsson, Pétur Sigurðsson og Jón H. Bergs. Hagnaður af rekstri Eim- skips annað árið í röð Séð yfir salinn á aðalfundi Eimskipafélags íslands á Hótel Sögu í gær. HAGNAÐUR af rekstri Eim- skipafélags íslands hf. á síðasta ári varð 272 mil\jónir króna. Svaraði það til 6% af rekstrar- tekjum og er þetta annað árið i röð sem félagið skilar hagnaði. Hagnaður félagsins 1986 nam 239 milþ'ónum króna eða 6,5% af rekstrartekjum. Félagið greiðir nú tekjuskatt í fyrsta skipti í mörg ár. Á árinu störf- uðu að meðaltali 800 starfsmenn hjá Eimskip en voru 785 árið áður, og námu launagreiðslur 849 milljónum króna. í ársreikningi Eimskips, sem Hörður Sigurgestsson forstjóri fylgtii úr hlaði á aðalfundi félagins, kemur fram að rekstrartekjur vom 4,4 milljarðar króna og er veltu- aukning 20% milli ára, en 3% að frádregnum verðlagsbreytingum. Hörður sagði að rekstrartekjur fé- lagsins hefðu hækkað um 6,5% frá árinu 1983 á sama tíma og flutn- ingsmagn félagsins hefði aukist um 45% og endurspegluðu þessar stærðir þá hagræðingu sem náðst hefði í rekstri Eimskipafélagsins. Rekstrargjöld námu á sfðasta ári 4,1 milljarði króna og hækkuðu um 23% frá síðasta ári eða um 5,3% að raungildi. Rekstrarhagnaður án flármunatekna og gjalda nam 321 milljón og lækkaði um 16 milljónir frá síðasta ári vegna gengisþróun- ar. Hinsvegar hækkuðu vaxtatekjur og verðbætur um 72% milli ára meðan vaxtagjöld hækkuðu um 30%. Hækkun vaxtatekna sagði Hörður að stafaði af góðri lausafjár- stöðu og háum vöxtum innanlands meðan vaxtagjöld og verðbætur væru aðallega vextir af erlendum og innlendum langtímalánum. Raunvextir af erlendum lánum hefðu í flestum tilfellum verið nei- kvæðir og gengistap félagsins var 14 milljónir króna á árinu miðað við 142 milljónir 1986 enda hækk- aði meðalverð erlendra gjaldmiðla aðeins um 1% á árinu. Fjármunatekjur voru alls 157 miHjónir og var það í fyrsta skipti í 7 ár sem sá liður er jákvæður. Höiður sagði að þar réði að mestu leyti hátt vaxtastig innanlands með- an erlendir raunvextir voru nei- kvæðir miðað við innlenda verðlags- þróun. Hagnaður fyrir tekju- og eignaskatt var 478 milljónir en reiknaður skattur var 206 milljónir, svo hagnaður varð alls 272 milljón- ir. Árið 1986 var reiknaður tekju- og eignaskattur 19 milljónir en fé- lagið hefur getað yfirfært rekstr- artap frá fyrri árum og því ekki borgað tekjuskatt. VeltuQármunir félagsins á síðasta ári var 1.770 milljónir króna og hafði veltufjárhlutfallið hækkað úr 1,51% 1986 f 1,73% árið 1987. Eigið fé félagsins var í árslok 1987 1.860 milljónir og hafði hækkað um 41% frá fyrra ári. Hörður sagði eig- ið fé Eimskips hafa aukist um tæp 56% frá 1979-1987 á föstu verðlagi og raunvöxtur eigin fjár á þessu tímabili hefði því verið 5,7% á ári að jafnaði. Hlutfall eigin fjár af heildarfjármagni er 44%. Samþykkt var á fundinum að tvöfalda hlutafé félagsins úr 270 milljónum f 540 milljónir með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Þá var samþykkt að greiða 10% arð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.