Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 UM REFABÚ OG ÞÓ ANNAÐ FREMUR eftir Gísla Jónsson 1. Árið 1840 orti Jónas Hallgríms- son eitt frægasta kvæði sitt Alþing hið nýja. Kristján konungur átt- undi, rómantískur maður og velvilj- aður Í6lendingum, hafði þá birt þann konunglega vilja sinn, að ís- lendingar fengju alþing á ný eftir fjögurra áratuga hlé. Jónasi var þetta mikið fagnaðarefni og hann orti lof um konung og hina væntan- legu samkomu. Kvæðinu lýkur svo: Vaki vaskir menn! Til vinnu kveður giftusamur konungur góða þegna. Jónasi sást ekki yfír gildi vinn- unnar. í fyrri hluta kvæðisins, sem nú var vitnað í, bregður hann upp ógleymanlegum og sígildum mynd- um af starfí íslenskrar alþýðu, bændanna og sjómannanna. í þess- ar myndir sækja menn spakmæli enn í dag. Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga, siglir saerokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Sjómaðurinn siglir í særokinu, bóndinn slær í sólskininu, og báðir strita fram á nótt. En hví skyldi Jónas hafa brugð- ið upp slíkum myndum af striti alþýðunnar í kvæði um alþing og konunginn? Því að hann vissi að hátimbruð grind þjóðfélagsbygg- ingarinnar yrði ekki á öðru reist en starfí bænda og sjómanna. Því orti hann um „trausta homsteina hárra sala“ og „kjörvið f kili“. Því gaf hann íslenskum bændum ein- hverja frægustu einkunnina sem þeir hafa hlotið: Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. Ef máli þykir skipta, var íslenski bóndinn þá bæði landbóndi og út- vegsbóndi. 2. Það var ári fyrr en Jónas kvæði um alþing hið nýja. Til Kaup- mannahafnar var kominn franskur vísindamaður, sá er hafði sýnt ís- lendingum sóma, að nafni Paul Gaimard. íslendingar vildu heiðra góðan gest og báðu Jónas Hall- grímsson að yrkja veislukvæði fyr- ir minni hans. Síðan sungu menn í hófínu kvæðið Til herra Páls Gaimard. Úr því hafa orðið fræg- astar þessar línur: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð. Ef mér fípast ekki minni því meir, hefur Háskóli íslands, sem ég var svo heppinn að mega sækja ungur, haft fyrstu ljóðlínuna þama að einkunnarorðum sínum. 3. Þegar Norðlendingar fengu lærðan skóla á ný eftir langt hlé, kostaði það að vísu mikla baráttu, uns lyki með fullum sigri 1930. Mörg orð vom þá sögð á alþingi því, sem Jónas Hallgrímsson orti um, og margt létu kennendur Hins almenna menntaskóla í Reykjavík sér um munn fara gegn þessu máli. Allt kom það fyrir ekki. Framrás tímans varð ekki stöðvuð. Menntaskólinn á Akureyri tók til starfa með fullum réttindum, til mikils gagns fyrir almenna mennt- un í landinu, ekki síst hina svoköll- uðu landsbyggð. í öllum þeim löngu og hörðu deilum, sem háðar vora um Menntaskólann á Akur- eyri, hef ég hvergi rekist á samlík- ingu við loðdýr eða annað þvílíkt gaspur. Ekki er það vonum fyrr, að Háskólinn á Akureyri hefur nú hafíð starfsemi sína eftir langan og vandaðan málatilbúnað. Norð- lendingar hafa átt hina röskvustu málsvara á alþingi, og hver menntamálaráðherra af öðram hefur lagt metnað sinn og skilning við þetta mál. Ég hygg að menn séu nokkuð á einu máli um að stofnun og hald háskóla á Akur- eyri sé mesta byggðamál sem uppi er í landinu. Enda þótt fjárvon sé oft meiri í höfuðstaðnum en „úti á landi“, þá ráða þó aðstæður í félag- málum og menningarmálum löng- um meira um flutninga fólks milli byggðarlaga á landi hér. Eg þarf ekki að nefna annað en meðalskatttekjur á Vestfjörðum Gísli Jónsson „En hitt er ekki síður mikils vert, að „visindin efla alla dáð“, hvar sem er á landinu. Það er fullkomlega tímabært að halda tvo háskóla á Islandi, og mættu kenn- endur Háskóla Islands fagna því framtaki.“ og í Reykjavík á síðastliðnu ári, og svo flutninga fólks vestan suð- ur. En hitt er ekki síður mikils vert, að „vísindin efla alla dáð“, hvar sem er á landinu. Það er fullkom- lega tímabært að halda tvo há- skóla á íslandi, og mættu kennend- ur Háskóla íslands fagna því fram- taki. En þegar einn af kennendum þessarar virðulegu stofnunar notar tækifærið í varamannssæti á al- þingi til að kasta í senn rýrð á hin unga skóla á Akureyri og þá refa- bændur á íslandi sem beijast í bökkum, þá skal því ekki ómót- mælt. Mjór er mikils vísir, og Há- skólinn á Akureyri hreykir sér ekki. En ef menn vilja gera lítið úr háskóla sem hefur starf sitt með kennslu í hjúkranarfræðum, iðnrekstrarfræðum og sjávarút- vegsfræðum, þá er fáviska og yfir- læti í því. Við þurfum á heilsu að halda, við þurfíim blómlegan iðn- að, og enn veit hvert mannsbam hvaðan obbinn af útflutningsvarn- ingi okkar kemur. Þá verður eik að fága sem undir skal búa, stend- ur skrifað. 4. Þótt íslenskir refabændur eigi í tímabundnum erfíðleikum, er það ekki þeirra sök. Þeir ráða ekki markaðnum og þeir vora af mátt- arvöldum landsins hvattir til þess- arar iðju, að halda refí. Höfundur þessarar greinar hefur að vísu ekki mikið yndi af nefndum búpen- ingi, en honum þykir ekki við hæfí að kasta rýrð að þeim sem þessa búgrein stunda. Það er eng- um í hag, að þeir verði gjaldþrota, en mörgum í hag að þeir verði það ekki. Það er líka mörgum í hag, að sá hluti íslenskrar alþýðu, sem við köllum fískverkunarfólk, megi hafa skapleg laun af starfí sínu. Peningar verða ekki til í stresstösk- um, heldur af störfum þeirra sem Jónas Hallgrímsson minntist í kvæði sínu um homsteina hárra sala. Þeir peningar era notaðir til að launa alþingismenn og prófess- ora. Það hefur aldrei þótt hygginna manna háttur að kasta rýrð að þeim sem veita þeim brauðið. Og nú era líka komnir á „alþing hið nýja“ menn sem sjá þann kost vænstan, að mæla sem fæst orð á tímann, þegar þeir standa þar í ræðustóli. Þeim þingmönnum þyrfti að Qölga. Höfundur var menntaskólakenn- ari á Akureyri. Ferðamál á íslandi: Göng og brýr á Vestfjörðum „Stóraukinn straumur ferðamanna til Vest- fjarða, innlendra sem erlendra, kemur fljótt á dagskrá og góðar sam- göngur eru grundvöll- ur góðrar ferðaþjón- ustu.“ um mæli tengjast jarðhita. Norðan Kollafjarðarheiðar er komið að Múla og Laugabóli, sem fyrr segir. Þar nálægt má gera um 1 km langa brú og fyllingu yfir ísa^örð og halda svo áfram út með fírði að norðan. Þar með koma Reykjanesskóli og Vatnsfjörður inn í aðalumferðina. Næsti Qörður er Mjóifjörður, langur og seinfarinn. Þar er auð- velt að brúa um Hrútey í utan- verðum fírði. Fyrir norðan Ögur era svo Skötu- flörður og Hestfjörður, báðir langir og seinfamir og alveg óbyggðir utan stopullar sumardvalar. Brýr yfír þessa fírði utanverða þurfa ekki að vera nein stórvirki, eða 1,5 km og 1 km með fyllingum. Mér skilst, að þegar vegurinn var lagður um þessa fírði á áranum 1974—5 hafi komið til greina að byggja fremur brú eða brýr, en því miður var horfíð frá þeirri hugmynd. Það má vel komast á dagskrá aftur. • Öll þessi leið á að verða heilsárs- eftirEinarÞ. Guðjohnsen Undanfarin sumur hefir leið mín æði oft legið til Vestfjarða. Það hefír því komið af sjálfu sér, að ég hefí hugleitt og velt fyrir mér sam- göngumálum á Vestijörðum og hvemig hægt er að leysa þau smátt og smátt þannig að lífvænlegt verði í landshlutanum. Stóraukinn straumur ferðamanna til Vest- ijarða, innlendra sem erlendra, kemur fljótt á dagskrá og góðar samgöngur eru grandvöllur góðrar ferðaþjónustu. Það verður að taka strax fram, að um „arðsemi" getur ekki alltaf verið að ræða. Arðsemi má reikna á margan hátt og ef einhver talna- leikur um arðsemi á að stjóma ferð- inni má allt eins vel leggja ýmis útkjálkahérað í eyði og flytja alla á mölina. Reikna verður með vera- lega auknum ferðamannastraumi og þjónustu, enda hafa hefðbundnir atvinnuvegir riðlast mjög með auk- inni miðstýringu að undanfömu. Nú er talað um það í alvöra að grafa göng, sem tengir ísafjörð við Súgandaljörð og Önundafjörð, og_ að það verði gert innan fárra ára. Þetta verður mjög þörf og mikilvæg framkvæmd og nú er um að gera að fylgja málinu eftir og láta það ekki gufa upp á miðri leið. Það er samt fleira, sem vinna þarf að til bóta fyrir landsamgöng- ur Vestfjarða um Austur-Barða- strandarsýslu og Djúp. Styttist leið- in með þessu um eina 120 km. Sumt er þegar komið á dagskrá, svo sem brú yfír Gilsfjörð og góður vegur í Kollafírði. Sumarvegur fyrir jeppa er um Kollafjarðarheiði úr Kollafirði til Laugabóls við ísafjörð. Sú leið er mun lægri og styttri en t.d. Þorskaijarðarheiði og auk þess mun sjóléttari að því er heimamenn tjá mér. Losna má við Hjallaháls og Ódijúgsháls með því að flytja aðal- leiðina um Reykhóla og brúa úr Reylq'anesi yfír í Skálanes. I mynni Þorskafjarðar er fjöldi skeija, sem auðvelda það verk. Oft hefír verið talað um fískirækt í Þorskafirði og hliðarfjörðum hans, Gufufirði og Djúpafirði. Gæti gú framkvæmd tengst brúargerðinni og auk þess má benda á jarðhita á Laugalandi við Þorskafjörð, en fískirækt hverskonar virðist í aukn- vegur og oftast opin, en til þess að tengjast byggðunum í Vestur- Barðastrandarsýslu þarf að opna tvenn göng undir norðurenda Bæj- arfjalls og Svínafjalls. Þau göng yrðu um 1,5 km og 1 km að lengd og með þeim leggst Klettháls af, en sá fjallvegur er nú aðalfarar- tálminn að vetri til á þessu svæði, og öll leiðin vestur að Kleifaheiði komin niður að sjó. Heldur meira fyrirtæki er svo að grafa allt að 6,5 km göng undir Kleifaheiði en getur þó alveg komið til greina þegar tímar líða. Nú er kominn ágætur vegur um Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarð- ar, en Hálfdán þar fyrir norðan lok- ar oft leiðinni til Bíldudals. Trúlega má færa veginn þar eitthvað vestar og losna við bröttu brekkurnar að norðanverðu. Aukaverkefni I Patreksfirði er svo að byggja brú þvert yfír fjörð- inn yfír að flugvellinum. Sú brúar- gerð styttir ekki aðeins leiðina til flugvallarins heldur veitir byggðinni aukna þenslumöguleika, en lítið byggingarland er norðan fjarðar vegna snjóflóðahættu. Þá er brú yfír Dýrafjörð komin á dagskrá og verður trúlega byggð innan fárra ára og verður Þingeyri þá komin í sæmilegt vetrarsamband við ísafjarðarsvæðið. Allt þetta tal um brýr og göng á Vestfíörðum era engir hugarórar heldur framtíðardraumur, sem vel getur orðið að veraleika. Æðimörg ár hljóta þó að líða áður en heild- inni er náð, en þá verður hægt að aka flesta vetur milli Bfldudals og Þingeyrar þó svo að lengri leiðina verði að fara. Þá þurfa Vestfírðir ekki að tæmast af fólki og stór svæði geta farið að byggjast upp aftur og nýtast til margskonar ferðamannabúskapar. Orð era til alls fyrst. Höfundur eir ferðamálafrömuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.