Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Samkeppni í flugrekstri Aaðalfundi Flugleiða á þriðjudag var gerð grein fyrir því, hvers vegna félagið tapaði 470 milljónum króna af fluginu yfir Norður-Atlants- haf á síðasta ári. Meginskýr- ingin er einfaldlega sú, að vegna mikillar samkeppni á þessari fjölfomu flugleið, stendur fargjaldið á henni ekki undir þeim kostnaði, sem Flug: leiðir bera vegna flugsins. í skýrslu Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, segir, að meginástæðan fyrir tapi á flugleiðinni séu „gífurlegar" kostnaðarhækkanir hér á landi síðustu 2 árin samfara gengis- lækkun Bandarílg'adals gagn- vart íslenskri krónu og fast- gengisstefnu íslenskra stjóm- valda. Þá benti Sigurður á, að flugvélakostur Flugleiða í Norður-Atlantshafsfluginu væri ekki ekki lengur sam- bærilegur við það sem flest önnur flugfélög bjóða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem alvarlega hallar á Flug- leiði vegna Norður-Atlants- hafsflugsins. Hingað til hefur félagið staðist samkeppnina og haft bolmagn til að bera kostnaðinn af henni. Þetta er á hinn bóginn sú flugleið, þar sem hvað harðast er barist um hvert sæti og að sjálfsögðu verða Flugleiðir eins og aðrir að laga sig að aðstæðum hveiju sinni. Það getur ekki gengið til langframa, að farþegar á Evr- ópuleiðum Flugleiða greiði nið- ur fargjald þeirra, sem fljúga yfír Norður-Atlantshaf með vélum félagsins. Mikill og góð- ur vöxtur hefur verið í Evrópu- fluginu undanfarin ár, far- þegum fjölgar og ferðunum einnig. Er nú unnið að því að endurnýja flugvélakost félags- ins á þessum leiðum fyrir tvo og hálfan milljarð króna. Þar er samkeppnin einnig að auk- ast. Vaxandi áhuga gætir hjá stórum Evrópuflugfélögum á því að fljúga til íslands og nú er SAS að hefja hingað áætl- unarflug að nýju eftir nokkurt hlé. í fyrra kom vestur-þýska flugfélagið Lufthansa inn á markaðinn. Þá fer nýtt leigu- flugfélag, Lion Air, með 2.000 farjiega til Kölnar í sumar. I samtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær við Kristin Sigtryggsson, fram- kvæmdasijóra Amarflugs, innlends keppinautar Flug- leiða, kemur fram, að hann telur að heldur sé að rofa til í rekstri Amarflugs. Félagið leggur nú megináherslu á áætlunarflug til Evrópu í rekstri sínum og hefur sett fram hugmyndir um svæða- skiptingu í Evrópu á milli íslensku flugfélaganna og Amarflug fái Mið-Evrópu sem „vemdunarsvæði" eins og það er kallað, enda haldi Flugleiðir Norðurlöndum og Bretlands- eyjum. Einnig hafa Amar- flugsmenn hreyft því að flug til Kaupmannahafnar og Lon- don verði gefíð fíjálst, en 24% farþega Flugleiða fóru til Kaupmannahafnar á síðasta ári, 19% til London og 16% til Lúxemborgar. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, hefur bent á, að félagið reki mikla markaðsstarfsemi í Mið-Evrópu og hann hefur al- farið lagst gegn því að íslensk- ur einkaréttur Flugleiða á flugi til Kaupmannahafnar og Lon- don verði afnuminn, enda sé félagið að leggja í mikla fjár- festingu vegna þessara flug- leiða. Af þessu öllu má ráða, að samhliða því sem erfíðleikar steðja að Flugleiðum á leiðinni yfír Norður-Atlantshaf stend- ur félagið frammi fyrir aukinni samkeppni á Evrópuleiðunum. Þeir eru sammála um það for- stjórar Flugleiða og Amar- flugs, að innlendar kostnaðar- hækkanir séu hættulegastar fyrir félögin, þegar litið er á afkomu þeirra og samkeppnis- aðstöðu. Sigurður Helgason, stjómarformaður Flugleiða, áréttaði þessa skoðun á aðal- fundi félagsins með því að benda á, að hjá Flugleiðum væri kostnaður á hverja flug- stund 791 dollari en hjá banda- ríska flugfélaginu Continental, sem hefði lægstan áhafnar- kostnað, væri samsvarandi tala 300 dollarar. Það munar um minna í erfíðri baráttu. Flugstarfsemin er rekin í harðri alþjóðlegri samkeppni. Undan þeirri samkeppni verð- ur ekki vikist heldur þarf að standast hana. Samkeppni við erlenda aðila og innbyrðis milli innlendra félaga er nauðsynleg til að þessi starfsemi sé með þeim hætti sem ber. Uppgjör Útvegsbankans: Utvegsbanki Isls hf. verðmætari ei - segir Jón Signrðsson viðskiptaráðherra og vill selja bankann í þ á innlendum fjármálastofnanamarkaði, erlendum fjármagnseigen „Ég tel það að bjóða út hlutabréf f svona stóru fyrirtæki á íslenskan mælikvarða hljóti f fyrstu umferð á byggjast á þvf að leggja fram rækilegt mat á eigninni, sem ekki var gert þegar hlutabréfa f bank- anum voru boðin út síðast. Þá átti þetta að gerast sjálfskrafa eftir einhveiju föstu verði sem búið hafði verið til nánast með lögunum um Útvegsbanka ís- lands. Þegar slfkt mat liggur fyr- ir þá hef ég áhuga á þvf — í fyrsta lagi að fá kaupendur að ákveðnum hluta bréfanna sem eru færir um að sameina þennan rekstur öðrum lánastofnunum. Þetta mætti kalla einhvers konar fjármálastofnanamarkað og ég hef þannig áhuga á að selja hluta bréfanna á þeim markaði. Þar næst finnst mér ef niðurstaða fæst um sölu á þessum hluta að hugsa mætti sér að fá til sam- starfs erlenda fjármagnseigend- ur sem keyptu hlut að þvf marki sem lögin heimila eða allt að fjórðung hlutafjár og loks þegar slíkur grundvöllur undir rekstur bankans væri fenginn að selja almenningi f smáum hlutum mjög stóran hlut af allri hlutafjáreign- inni.“ Þannig lýsti Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, framtíðarsýn sinr.i um sölu á hlutafé Útvegsbanka ís- lands hf. nú þegar fyrir liggja niður- stöður matsnefndar á eiginQárstöðu Útvegsbankans vegná yfírtöku hins nýja hlutafélagabanka hinn 1. maf 1987. Viðskiptaráðherra lagði niður- stöður nefndarinnar fyrir Alþingi í gær í sérstakri skýrslu, sem einnig geymir lokaskilareikning Útvegs- banka íslands hinn 30. apríl 1987 ásamt greinargerð gæslumanna hagsmuna ríkisins við lokauppgjör bankans. Matsnefndin var skipuð að fyrir- verandi viðskiptaráðherra, Matthíasi Bjamasyni samkvæmt lögunum um stofnun Útvegsbanka íslands hf. frá í fyrra og þau atriði varðandi eigin- fjárstöðu bankans sem nefndin skyldi meta til fjár voru fasteignir _og lausafé, afskriftir vegna útlána Út- vegsbankans sem talin er hætta á að tapist, skattalegt hægræði vegna tapreksturs Útvegsbankans á und- anfömum árum sem flyst til hlutafé- lagsbankans og loks lífeyrisskuld- binding_ vegna fyrrverandi banka- stjóra Útvegsbankans sem hlutafé- lagabankinn yfírtekur. Afskriftir útlána og lífeyrisskuldbindingar Það kom fram á blaðamannafundi með viðskiptaráðherra, matsnefnd- armönnum, endurskoðendum bank- ans, fulltrúum ríkisendurskoðunar og gæslumanna ríkissjóðs að sam- kvæmt lögunum tæki ríkissjóður á sig skuldbindingar vegna Eftirlauna- sjóðs starfsmanna Útvegsbanka ís- lands og var nefndinni ekki falið að meta þær né heldur viðskiptavild bankans. Mat nefndarinnar á þeim liðum sem henni var falið að fjalla um, lækkar eigið fé bankans um 357 milljónir króna frá því sem það er í reikningsskilum bankans í árslok 1986. Þessi fjárhæð skiptist þannig: í fyrsta lagi eru fasteignir og lausafé talin ofínetin um 21 milljón króna og afskrifuð eru útlán að fjárhæð 304 milljónir króna. Á móti kemur hins vegar skattalegt hagræði af tapi gamla bankans sem nýi hlutafé- lagsbankinn yfírtekur sem metið er á 190 milljónir en síðan dragast frá lífeyrisskuldbindingar bankastjóra alls að íjárhæð um 222 milljónir króna. f áliti nefndarinnar er lögð rík áhersla á að niðurstöður hennar séu ekki einhlítar og eigi það ekki síst við um mat nefndarinnar á svonefndu skattalegu hagræði. Þar skipti mestu máli hver verði hagnaður hlutafé- lagsbankans á næstu árum, þar sem það ráði úrslitum um hvemig bank- anum nýtist þetta skattalega hag- ræði. Kemur fram hjá nefndinni að í reynd telji hún koma til álita að sleppa hefði átt þsssum þætti. Frá sjónarmiði ríkisins breyti það litlu þótt þetta skattalega hagræði væri ekki talið Útvegsbanka íslands til eigna þar sem ella kæmu á móti auknar skattgreiðslur hlutafélags- bankans f framtíðinni. Uppsafnað tap Útvegsbanka íslands reyndist við lokauppgjör vera 913 milljónir króna og eins og áður segir metur nefndin það til 190 milljón króna í skattalegu hagræði. Einnig kom fram að nefndin hefur kynnt sér tryggingar fyrir stærstum hluta útlána gamla bankans. Niður- staðan varð að vafasamt væri að tækist að innheimta nema hluta út- lána til allmargra aðila sem væru nú þegar gjaldþrota eða römbuðu að barmi gjaldþrots. Var afskriftar- þörfín metin á 304 milljónir en áður höfðu 134 milljónir verið færðar á afskriftarreikning. Ekki fékkst upp- gefíð um hvaða aðila er hér að ræða. Ríkissjóður og Útvegsbanki íslands hf. gerðu með sér samkomulag í lok síðasta árs þar sem lokauppgjöri vegna þessara útlána gamla bankans er frestað til loka þessa árs og kom fram að því ríkti nokkur óvissa um hvers fjárhæð tapaðra útlána verður í reynd. Þá kom fram að við mat á skuld- bindingum vegna lífeyrisgreiðslna til fyrrverandi bankastjóra gamla Út- vegsbankans hefði nefndin farið eftir áliti tiyggingafræðings á því hvað fælist í lífeyrisréttindum bankana- stjóranna samkvæmt samningum þeirra við bankaráð og var niðurstað- an 222 milljónir króna miðað við uppgjördag, 30. aprfl 1988. Fram kom að hér er ails um 14 manns að ræða. Um 384 millj. kr. viðbótarútgjöld Niðurstaða nefndarinnar er því sú að skuldbindingar Útvegsbankans gamla umfram eignir hafi numið um 384 milljónum króna þegar allt er talið og þessa fjárhæð beri ríkissjóði að greiða hlutafélagabankanum samkvæmt lögunum til að eigið fé hans í upphafí reksturs nemi 1 millj- arði króna. Þessa flárhæð getur ríkissjóður greitt með skuldabréfí til 10 ára. Það er því ljóst að heildartap ríkis- ins af gamla Utvegsbankanum er því á bilinu 1,6-1,7 milljarður króna en ekki 1,2-1,3 milljarðar króna eins og gert var ráð fyrir í upphafí og verð- ur ekki breytt nema til komi breyting á ákvæðum laganna um yfírtöku rfkissjóðs á skuldbindingum bank- Menningarvaka Suðurnesja: Opnunarhátíð helg- uð Haildóri Laxness Keflavík. MENNINGARVAKA Suðumesja var sett af menntamálaráðherra, Birgí ísleifi Gunnarssyni, við hátiðlega athöfn í Félagsbíói í Keflavík á miðvikudagskvöldið. Húsið var þéttsetið og var forseti íslands, frú Vigdis Finnbogadóttir, viðstödd opnunarhátiðina sem tíleinkuð var Halldóri Laxness. Var honum færð stytta af hestinum Krapa úr sögunni Paradisarheimt að gjöf frá Suðurnesjamönnum. Eiríkur Alexandersson fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Suðumesjum kynnti menn- ingarvökuna áður en hún var form- lega sett af menntamálaráðherra, en kynnir var Helgi Hólm fram- kvæmdastjóri. Að lokinni setningar- athöfn sungu sameinaðir kórar Keflavíkur og Ytri-Njarðvíkurkirkju og Helgi Skúlason leikari úr Keflavík las kafla úr Paradísar- heimt. Síðan afhenti Valtýr Guð- jónsson fyrrverandi bankastjóri skáldinu styttu af hestinum Krapa eftir Erling Jónsson listamann úr Keflavík. Halldór Laxness gat ekki verið viðstaddur athöfnina, en dótt- ir hans, Sigríður Halldórsdóttir, tók við styttunni og færði Suðumesja- mönnum bestu þakkir fyrir frá föð- ur sínum. Að því loknu söng Hlíf Káradótt- ir einsöng við undirleik Gróu Hreinsdóttur og félagar í Leikfélagi Keflavíkur fluttu atriði úr íslands- klukkunni. Síðasta atriði kvöldsins var svo samsöngur kirkjukóranna úr Keflavík og Ytri-Njarðvík. Vök- unni verður síðan framhaldið í kvöld með tónleikum Tónlistarskólans í Ytri-Njarðvíkurkirkju þar sem að- gangur er ókeypis og Litla leik- félagið í Garðinum sýnir Allra meina bót f samkomuhúsi staðarins. - BB Suðumesjamenn færðu Halldóri ] úr sögunni Paradísarheimt að g Halldórsdóttir, við gjöfinni fyrir h viðstaddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.