Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 42
SIEMENS heimilstæki Hrærivélar með hakkavél - blandara og grænmetiskvörn. Stgr. kr. 9.980,- Hrærivélar með blandara og grænmetiskvörn. Stgr. kr. 6.089,- Hámarksgæði - Lágmarksverð. Furuvöllum 1, Reynishúsinu, 600 Akureyri. S. 96-27788. CFTIR RRTHUR miLL£R Leikstjóri.-TheodórJúlíusson. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. 8. sýning föstud. 25. mars kl. 20.30. 9. sýning laugard. 26. mars kl. 20.30. 10. sýning sunnud. 27. mars kl. 20.30. MIÐASALA 96-24073 ISKFéLAG AKUREYRAR Páskar Páska.............skraut Páska.............kerti Páska.........serviettur Fermingargjafír o.fl. Opið laugardaga 10-12. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 • AKUREYRI SÍMI 96-2 59 17 Ráðstefna um Há- skólann á Akur- eyri og atvinnulífið Háskólinn á Akureyri efnir til ráðstefnu um háskólann og atvinnulif- ið laugardaginn 26. mars á sal Verkmenntaskólans á Akureyri. Ráð- stefnan hefst kl. 10.00 og er áætlað að henni ljúki kl. 17.00. Morgunblaðið/JI Frá afhendingu tækisins á Heilsugæslustöðinni. Frá vinstri eru: Ragnar Steinbergsson framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar, Konný Kristjánsdóttir hjúkrunarforstjóri, Magnús Ólafsson heilsu- gæslulæknir, Hjálmar Freysteinsson yfirlæknir, Hörður Frímannsson ritari Lionsklúbbsins, Valdimar Brynjólfsson formaður fjáröflunar- nefndar, Guðjón Jónsson gjaldkeri og Ólafur Jensson formaður. Lionsklúbbur Akureyrar: Afhenti Heilsugæslustöð- inni lungnamælingatæki Tækið er af gerðinni vitalograph- -Alpha. Það var formaður Lions- klúbbsins, Ólafur Jensson, sem af- Haraldur Bessason, forstöðumað- ur Háskólans á Akureyri, setur ráð- stefnuna. Dr. Bjöm Dagbjartsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnunn- ar íslánds, ræðir um hagnýtt há- skólanám, en hann var formaður nefndar sem nýlega hefur skilað áliti um matvælatæknifræðibraut við há- skólann. Brynjólfur Sigurðsson, próf- essor við Háskóla íslands, ræðir um stefnumörkun og viðskiptanám, en hann er formaður nefndar sem vinn- ur að undirbúningi viðskiptafræðin- áms við Háskólann á Akureyri. Dr. Sigfús Jónsson bæjarstjóri mun síðan ræða vítt og breitt um sjávarútveg og tengsl hans við háskólann, en fyrirhugað er að sjávarútvegsbraut verði þungamiðja háskólanáms á Akureyri. Sigfús situr meðal annarra í undirbúningsnefnd sjávarútvegs- brautar. Eftir matarhlé mun Valur Am- þórsson kaupfélagsstjóri ræða um gagnvegi háskóla og atvinnulífs og að loknum framsöguerindum verður fram haldið umræðum í tveimur hóp- um. Öðrum hópnum, sem fjallar um viðskipti og viðskiptanám, veitir for- stöðu Gunnar Ragnars forstjóri en hinum hópnum, sem Þórarinn Sveinsson samlagsstjóri veitir for- stöðu, er ætlað að fjalla um matvæla- vinnslu og matvælafræði. í umræðunum munu fulltrúar Fé- lags stúdenta við Háskólann á Akur- eyri skrifa niður helstu atriði og gera stuttlega grein fyrir þeim í ráðstefnu- lok. Ráðstefnan er öllum opin og eru allir áhugamenn um atvinnumál sérs- taklega hvattir til að sækja hana. Eðlileg uppbygging Haraldur Bessason gerir ráð fyrir að nám á viðskiptafræðibraut geti hafist við skólann að hausti komanda og væntanlega hefst nám á matvæla- tæknifræðibraut og sjávarútvegs- braut haustið 1989. Haraldur sagði Dansleikur laugardaginn 26. mars. Hljómsveitin Miðaldamenn leikur fyrir dansi. HótelKEA. að menn þyrftu að átta sig á því að hér væri um nýjan skóla að ræða og í niðurlagi lagafrumvarps um skól- ann væri gert ráð fyrir endurskoðun eftir þriggja ára reynslutímabil. „Menn mega ekki halda að hér sé á ferðinni fullmótaður háskóli með fullt af starfsliði. Við erum rétt að byija og skólinn verður að fá að byggjast upp á eðlilegan hátt." Fastir lektorar Nú liggur fyrir ráðuneytisheimild fyrir því að ráðinn verði námsbraut- arstjóri fyrir sjávarútvegsfræðina og verður sú staða auglýst innan skamms. Þá gerir Haraldur ráð fyrir því að ráðnir verðu að minnsta kosti sex fastir lektorar við háskólann fyr- ir næsta vetur, en aðeins brautar- stjóramir tveir þau Margrét Tómas- dóttir og Stefán Jónsson, eru fast- ráðnir við skólann. Haraldur sagði að stefnt yrði að frekara ráðstefnu- haldi á komandi árum og hæfist til dæmis undirbúningur von bráðar fyrir stóra ráðstefnu sem í bígerð væri að halda sumarið 1989. Hún hefði hlotið yfírskriftina „Menning undir leiðarstjömu" og væri ætlunin að bjóða ýmsum menntamönnum erlendis frá til ráðstefnunnar. Námskeið þetta er haldið að til- stuðlan atvinnumálanefndar og eru þátttakendur beðnir um að skrá sig til þátttöku f síma 21000. Þor- leifur Þór Jónsson atvinnumála- fulltrúi sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikil þörf væri á auknu gistirými í bænum og ódýrasta leiðin til þess að auka það væri að nýta ónýtt rými í heimahúsum. Síðustu árin hefði ferðamönnum til landsins fjölgað um 10-12% ár- lega, en þó væri ekki vitað hversu mikið sú fjölgun skilaði sér út á landsbyggðina. „Gisting í heima- húsum er mjög vinsælt form hjá sumum hópum ferðamanna svo sem hjá Þjóðveijum og þó sérstak- Lionsklúbbur Akureyrar af- henti Heilsugæslustöðinni á Ak- ureyri nú i vikunni svokallað „spirometer“-tæki ásamt fylgi- hlutum til eignar, en þvi er ætlað að mæla starfshæfni lungna. Tækið mun hafa kostað hingað komið um 120.000 krónur og var hluta andvirðisins safnað með blómasölu í bænum á konudag- lega hjá Bretum. Þetta svokallaða „bed and breakfast“-fyrirkomulag er víða til án þess þó að haldin hafi verið sérstök námskeið fyrir þá er bjóða upp á slíka þjónustu. Þá er til athugunar að stofna hags- munasamtök þessa fólks. Bærinn stendur fyrst og fremst í þessu til að vekja athygli heimamanna á þessum möguleika og jafnframt til að lyfta undir með ferðamennsku. Slíkur heimarekstur er ekkert ann- að en rekstur lítils fyrirtækis og þarf vissulega að standa vel að slíku fyrirtæki,“ sagði Þorleifur Þór. Ekki liggja fyrir tölur um hversu margir stunda slíkan fyrirtækja- henti Hjálmari Freysteinssyni, yfir- lækni Heilsugæslustöðvarinnar, tækið. Hingað til hefur stöðin þurft að senda fólk til mælingar á Fjórð- ungssjúkrahúsið. Ólafur vildi koma á framfæri kæru þakklæti til bæj- arbúa fyrir góðar viðtökur á konu- daginn. rekstur heima fyrir. Kennslugögn munu koma frá Fræðslumiðstöð iðnaðarins og er meiningin að Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akureyri og í Reykjavík liggi með upplýsingar um hvar slíka þjónustu sé að fá. Þorleifur sagði að fólk hefði þetta allt frá tveimur og upp í átta herbergi hér norðanlands til að leigja út fyrir ferðamenn og vitað væri um heimagistingu fyrir allt að 20 manna hópa fyrir sunn- an. Hingað til hefur þurft leyfi frá lögreglustjóra og heilbrigðiseftir- lits viðkomandi staðar til reksturs- ins. „Með námskeiðinu viljum við gera fólki grein fyrir því að heima- gisting er ekkert annað en rekstur á litlu fyrirtæki. Á námskeiðinu verður rætt um hvemig vinna má ræstingu og húshald á hagkvæman hátt, hvemig leggja á upp morgun- verð og rætt verður um menningu og tjáskipti milli ólíkra þjóða, svo eitthvað sé nefnt. mn. Akureyrarbær: Námskeið í „heimagistingu“ Akureyrarbær ætlar að standa fyrir námskeiði ætlað fólki sem rekur eða hefur áhuga á að reka gistiþjónustu í heimahúsum fyr- ir ferðamenn. Lengd námskeiðsins er áætluð um 46 klukkustundir að viðbættum 25 klukkustundum í „ferðamannaensku“ ef þörf krefur. Kennt verður tvö kvöld í viku, á mánudögum og miðvikudög- um, fjórar stundir í senn. Námskeiðið hefst síðari hluta mars og stendur i tvo mánuði. Námskeiðsgjald er 9.500 krónur. ASKIÐUNI l SKEMMTIECMER.. í Hlíöarfjalli er gott færi og nægur snjór co CD CÖ "D ; 03 | "cö /O Q. ol Ath.: MUNIÐ FLUGLEIÐATRIMMIÐ 3.APRÍL OG SKÍÐAMÓT ÍSLANDS 14.-17. APRÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.