Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Handmáluð páskaegg og gular fjarðir prýða birkigreinarnar, sem eru þarna að byija að springa út. út og handmál Zontakonur selja páskagreinar Útsprungnar tijágreinar með skrauti í gulum páskalitum prýða víða híbýli á Norðurlöndum um páskana. Mun þar runninn saman forn kirkjulegur siður tengdur pálmagreinum í kirkjum frá pálmasunnu- degi og gleðilegur vorboði sem útsprungnar greinar vekja í hugum fólks . Nú fyrir páskana ætla Zontakonur að selja slíkar skreyttar birkigreinar í Kringlunni laugardaginn fyrir pálmasunnudag, þ.e. 26. mars, frá kl. 10-16. Hafa þær handmálað á fjölda gulra eggja og út- búið fjaðrir og annað viðeigandi skraut. A þennan hátt vilja konumar afla fjár til Margrétarsjóðs síns, sem styrkir málefni heymarskertra. Svæðisstjóri Zonta á Islandi Alþjóðlegu Zontaklúbbarnir em kvennaklúbbar á borð við Rot- aryklúbba sem karlmenn hafa með sér, sá elsti stofnaður í Banda- ríkjunum 1917. Þeir hafa um áratugi verið starfræktir um allan heim, m.a. á íslandi, þar sem em 4 ldúbbar og sá fimmti í burðar- liðnum. Svæðistjórinn á 13. svæði, Karen Dam Johansen, sótti um síðustu helgi formannafund íslensku klúbbanna á Akureyri, en svæði hennar nær yfir Zonta í Danmörku, Noregi og íslandi. í Danmörku em 10 klúbbar með 400 félögum og tveir nýir að bæt- ast við og í Noregi em álíka margir. Það er Zontaklúbbur Reykjavíkur sem stendur að þessari sölu á skreyttum páskagreinum, en auk hans eru á íslandi tveir klúbbar á Akureyri og einn á Selfossi, auk þess sem nýr klúbbur í Reykjavík er í burðarliðnum. Fyrsti formaður Reykjavíkurklúbbsins var Margrét Rasmus, skólastjóri Heymleysingja- skólans, sem varð til þess að Zonta- klúbbamir hafa ávallt stutt heymar- skerta, lögðu t.d. á sínum tfma allt til heymardeildarinnar í Heilsu- gæslustöðinni og hafa gefið tæki og veitt námsstyrki. Þótt ríkið hafi yfir- tekið mörg þau verkefni þar sem slík félög rejmdu að styrkja, er enn þörf á sérmenntun og hafa verið veittir styrkir til framhaldsnáms úr Margr- étarsjóði. Zontaklúbbur Reykjavíkur er nú að ljúka því verkefni að láta gera og prenta plaköt með tákn- málinu. Karen Dam Johansen var að koma frá Akureyri er við hittum hana að máli og lofaði mjög landið, sem hafði verið fagurt og frítt yfir að fljúga, og móttökur Zonta- kvenna í klúbbunum tveimur á Akureyri. Fundurinn hafði verið í Nonnahúsi og fannst henni snjallt hvemig eldri Zontaklúbburinn hef- ur um langt árabil aflað fjár til þess menningarstarfs að varðveita Nonnahús, en Akureyriarkonurnar rækta kartöflur í fjáröflunarskyni. Zontaklúbbamir vinna á alþjóð- legum vettvangi að því að styrkja stöðu kvenna og veita til þess bæði námsstyrki og fé til þarfra málefna, gjaman í þróunarlöndun- um. Nú er til dæmis í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar hafin menntunaráætlun, þar sem greidd er starfsmenntun ungra stúlkna í Zambíu, Argentínu og víðar. Er það menntun til hvers konar starfa, landbúnaðarstarfa, hjúkruna- rstarfa, skrifstofustarfa o. fl. og duga til þess að jafnaði 300 dollar- ar á stúlku, að því er Karen Dam Johansen sagði. Tekur Reykjavík- urklúbburinn þátt í því. A þessu ári eru 50 ár frá því flugkonan fræga Emelia Erhart fórst, en hún var Zontakona og var stofnaður minningarsjóður um hana, sem veitt eru úr námslán til kvenna í flug- og verkfræðigreinum, 6000 bandarískir dollarar. Sagði Karen Dam Johansen að tvisvar hefðu danskar stúlkur hlotið slíkan styrk og einu sinni íslensk stúlka. Hægt er að veita hann tvö ár í röð, en ekki lengur, til sömu manneskju. Karen Dam Johansen, sem rekur kjólaverslun í Álaborg í Danmörku, kvaðst persónulega hafa mikið út úr starfinu með Zonta. Þetta em þverfaglegir klúbbar með konum úr ýmsum stéttum og mega ekki vera fleiri en tvær úr hverri stétt í hveijum klúbbi. Þannig yrði öll umræða á fundum mjög upplýs- andi og uppbyggileg. Og hún kvaðst fá æ meira út úr þessum samskiptum sem hún starfaði meira, fyrst sem formaður, þá formaður landssambands dönsku Karen Dam Johansen, svæðis- stjóri Zontaklúbbanna á íslandi, Danmörku og Noregi. klúbbanna og nú svæðisstjóri 13. svæðis. Fyrir utan alþjóðastarfið lætur hver klúbbur gott af sé leiða í heimalandinu og velur sér verkefni þar. Danski klúbburinn í Álaborg aflar fjár með því að selja gamlar bækur og velur sér árlega styrk- þega, veitir til Amnesty Intematio- nal, Fultonskólanna o.s.frv., auk þess em klúbbur hennar hefur tek- ið að sér að sjá fyrir tveimur böm- um í Bangladesh. Þriðja barnið sem Zontakonumar tóku að sér er nú uppkomið. Loks kvaðst Karen Dam Johans- en hlakka til að koma á Norður- landamót Zonta, sem er áformað á íslandi 1989. Hver er munurinn á þessum páskaeggjum? Verðmunurinn í verðkönnun á páskaeggjum, sem VERÐLAGS- STOFNUN birti 24. mars kemUr fram umtalsverður munur á smásöluverði páskaeggja. Til dæmis er mestur verðmunur á 370 gr. páskaeggjum frá Nóa-Síríus. Eggið til vinstri kostar 699 kr., sem er lægsta verð. Hins vegar kostar eggið til hægri 1098 kr. og er það hæsta verð á þessari sömu vöru. Verðmunurinn er því 399 kr. eða 57%. - Það munar um minna. Verðsamkeppni í sölu páskaeggja er mjög mikil. Nær allar matvöruverslanir selja páskaegg á lægra verði en framleiðandinn mælir með. Fimm verslanir selja meira að segja páskaeggin á lægra verði en heildsöluverð með söluskatti. Könnun Verðlagsstofnunar náði til um 50 verslana og sjoppa á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er merkjanlegur munur á verði hverfaverslana og stórmarkaða, en sjoppur reyndust almennt með hærra verð en matvöruverslanir. Það gefur augaleið, að það getur skipt neytendur verulegu máli að kynna sér niðurstöður verðkönnunar Verðlagsstofnunar og gera verðsamanburð. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.