Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Ráðstefna um stærðfræðikennslu: Hrikalegnr skortur á stærð- fræðikennurum með réttindi - segir Sigurður Sigursveinsson áfangastjóri í Fjölbrautaskóla Suðurlands ÍSLENSKA stærðfræðafélagið og Félag rauttgreinakennara í framhaldsskólum gekkst fyrir ráðstefnu á Iaugardaginn um stærðfræðikennslu og menntun kennara í framhaldsskólum. A ráðstefnunni sagði Sigurður Sigursveinsson, áfangastjóri í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi, m.a. að skorturinn á kennur- um, með full réttindi til að kenna stærðfræði í framhaldsskólun- um, væri hrikaiegur, og verri en margir héldu. Ragnar Sigurðsson, formaður Islenska stærðfræðafélagsins, sagði að tilefni ráðstefnunnar væri sú staðreynd að fáir hefðu útskHf- ast með BS-próf í stærðfræði frá Háskóla íslands og það þyrfti að finna einhver úrræði til að fá fleiri stúdenta til að fara í stærðfræði- nám. Guðmundur Amlaugsson, fyrr- verandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, flutti framsöguerindi um breytingar á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Guðmundur sagði að stöðugleiki hefði verið ríkjandi í stærðfræðikennslu á ís- landi á þessari öld til ársins 1960. Frá því ári hefði hins vegar verið tími óstöðugleika og breytinga og tilraunir framkvæmdar af ýmsu tagi. Nemendur hefðu t.d. verið látnir vinna sjálfír í tímunum í stað- inn fyrir að taka þá upp að töflu eða láta þá rétta upp hönd ef þeir vissu svarið við viðkomandi spum- ingu. Kennsla í flatarmálsfræði héfði mikið til fallið niður í menntaskól- unum og kennsla í homafræði ein- földuð. Framundir 1960 hefði ly- gratæknin verið eina hjálpartækið en þá hefði reiknistokkurinn komið til sögunnar og svo vasatölvumar síðar. I flatarmálsfræðinámi hefði fengist niikilvæg þjálfun í að sanna reglur en vonandi hefði skilningur nemenda á deilda- og heildareikn- ingi dýpkað. . 66 með BS- próf í stærðfræði frá HÍ Kristján Jónasson, leiðbeinandi og stundakennari í Háskóla ís- lands, sagði að árin 1972 til 1988 hefðu 66 verið útskrifaðir frá Há- skóla íslands með BS-próf í stærð- fræði og 12 þeirra hefðu lokið próf- um í uppeldis- og kennslufræðum. Einn hefði útskrifast árið 1972, fímm 1973, sjö- 1974, tveir 1975, tveir 1976, tíu 1977, átta 1978, þrír 1979, fjórir 1980, tveir 1981, Ijórir 1982, fimm 1983, tveir 1984, tveir 1985, tveir 1986, sex 1987 og einn 1988. Af þessum 66 stærðfræðingum væru 15 kennarar við framhalds- skóla, 10 kennarar við HÍ, 10 í framhaldsnámi í stærðfræði, 5 reikni- og kerfísfræðingar, 10 tölvu- og kerfisfræðingar, 4 starf- andi erlendis, tveir hagfræðingar, einn tryggingastærðfræðingur og einn tölfræðingur en um störf 5 þeirra væri ekki vitað. 13 þeirra væru með doktorspróf og 17 með önnur próf eftir BS-próf. 54 stærð- fræðinganna 66 væru karlar. Ellefu nemendur væru nú í stærðfræðinámi í HÍ, þar af 5 á fyrsta ári, 2 á öðru ári og 4 á þriðja ári. Af 107 nemendum, sem hefðu byijað í stærðfræðinámi 1 skólanum 1979 til 1987, hefðu 49 hætt, eða 46%, án þess að hafa lokið nokkru prófí, 27, eða 25%, hefðu einnig hætt en lokið ein- hveijum einingum, 20 hefðu lokið námi og 11 væru enn í námi. Af þeim 27 nemendum, sem hefðu hætt stærðfræðinámi til BS-prófs, hefðu 18 farið í annað nám í verk- fræði- og raunvísindadeild og þar af hefðu 8 lokið fáum, eða engum, prófum í því námi. Tveir nemend- anna hefðu hins vegar farið í heim- spekideild, þrír í lögfræðideild, tveir í læknadeild, einn í félagsvísinda- deild og einn í tannlæknadeild. 26% stærðfræðikenn- ara með full réttindi Sigurður Sigursveinsson, áfangastjóri í Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi, sagðist hafa gert könnun á því hversu margir stærðfræðikennarar í öllum 20 mennta- og fjölbrautaskólum landsins hefðu á vorönn í fyrra haft full réttindi til að kenna stærð- fræði. Hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að einungis 26% stærð- fræðikennaranna hefðu haft full réttindi til að kenna stærðfræði í framhaldsskólum. Á Stór- Reykjavíkursvæðinu hefðu þeir verið 32% stærðfræðikennara og á Iandsbyggðinni 16%. Ástandið væri jafnvel enn verra í tölvu- og eðlis- fræði. Kristín Halla Jónsdóttir, dósent við Kennaraháskóla íslands, sagði að sl. haust hefðu 117 nemendur hafíð nám við skólann. Fimm þeirra hefðu verið með stúdentspróf frá stærðfræði- eða eðlisfræðibraut, 2 hagfræðibraut, 33 málabraut, 22 uppeldisbraut, 23 félagsfræðibraut, 6 heilbrigðisbraut, 3 lista- og íþróttabraut, 2 öldungabraut, 12 náttúrufræðibraut og 9 viðskipta- fræðibraut 81% þeirra hefði lokið 15 einingum eða færri í stærðfræði og 19% 18 einingum eða fleiri. Valgreinum í Kennaraháskólan- um hefði verið fjölgað undanfarin ár en þar sem nemendum skolans hefði ekki fjölgað skiptust þeir nú á fleiri greinar en áður. Frá árinu 1975 hefðu 1.129 útskrifast frá skólanum, þar af 187 með stærð- fræði sem valgrein. Frá árinu 1982 hefðu hins vegar 643 útskrifast frá skólanum, þar af 96 með stærð- fræði sem valgrein og í vor væri búist við að 87 útskrifuðst frá skól- anum og þar af 9 með stærðfræði sem valgrein. Af 311 nemendum skólans væru nú einungis 29 karlar eða tæp 10%. Búist væri við að í Ragnar Sigurðsson formaður Is- lenska ’stærðfræðafélagsins. vor yrði lagt fram stjórnarfrumvarp um Kennaraháskólann og í því lagt til að skólinn yrði ijögurra ára skóli í stað þriggja nú. „Jafnmargir aldrei miðlaðjafnlitlu“ Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, sagði að aldrei hefðu jafnmargir kennarar miðlað jafnlitlu jafnstór- um hópi nemenda og nú. Hann hefði trúað því til skamms tíma að stærðfræðikunnátta efldi rökhugs- un. Stærðfræðingar ættu sameig- inlegt táknmál og ættu því að eiga auðvelt með að komast að sameig- inlegri niðurstöðu á ráðstefnunni. Þeir myndu hins vegar ekki kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu um lausn á kennaraskortinum á næst- unni. Benedikt sagði, að menn hefðu verið lítt hrifnir af þeirri tillögu hans að setja þyrfti á laggimar 7breiða“ raungreinabraut í Háskóla Islands. Stærðfræðingar þurfi hins vegar t.d. að þeklq'a sögu stærð- fræðinnar; þá sögu sem liggi að baki sönnunum. Hugsanlegt væri að hafa fyrstu námsárin í HI sam- eiginleg, t.d. í heimspeki, almenn- Kristin Bjarnadóttir formaður Félags raungreinakennara í framhaldsskólum. um félagsvísindum og hagfræði. Saga stærðfræðinnar og almenn heimspeki hennar væru hins vegar eðlilegar námsgreinar í stærðfræði- skor skólans þar sem grunnfögin yrðu t.d. stærðfræðigreining og línulegur bókstafareikningur; Þró- unin yrði sennilega sú að þeir sem útskrifuðust frá Kennaraháskólan- um færu að kenna í framhaldsskól- unum. Stærðfræðikennslan í Kenn- araháskólanum mætti hins vegar vera meiri og því færi fjarri að stærðfræðinámið þar væri nægjan- legt framhaldsskólakennurum. Benedikt sagðist einnig telja að engin von væri til þess að ástandið í þessum málum lagaðist því þeir sem gætu lagað það vildu það ekki. Menntun kennara eitt af markmiðum HÍ Eggert Briem, prófessor við Háskóla íslands, sagði að þegar eitthvað færi úrskeiðis í skólakerf- inu tæki fólk ekki eftir því fyrr en löngu síðar. Það hlyti að vera eitt af markmiðum Háskóla íslands að mennta kennara. Lítil tengsl séu hins vegar á milli menntunar í uppeldis- og kennslufræðum og öðrum námsgreinum skólans. Morgunblaðið/Þorkell Frá ráðstefnunni um stærðfræðikennslu og menntun kennara í framhaldsskólum sem Félag raungreina- kennara í framhaldsskólum og íslenska stærðfræðafélagið gengust fyrir í Verslunarskóla íslands sl. laugardag. Námið í stærðfræðiskor miðist t.d. meira við það að vera undirbúning- ur fyrir framhaldsnám erlendis en kennslu. Segja megi að ekkert sérstakt sé gert í HÍ til að mennta kennara. Skipuð hefði verið kennaramennt- unamefnd til að efla tengsl skólans við t.d. framhaldsskólana. Komið hefðu fram tillögur um að kennslu- fræði einstakra greina og æfínga- kennsla yrðu þriðjungur af náminu í uppeldis- og kennslufræðum. Haldin yrðu námskeið fyrir þá nem- endur sem stefndu að því að fara í kennslu. Einnig væru að hefjast endurmenntunamámskeið fyrir kennara. Uppi væm hugmyndir um að setja á laggimar kennaramennt- unarbrautir þannig að nemendur gætu stundað nám í uppeldis- og kennslufræðum með þeirri grein sem þeir veldu. Halldór I. Elíasson, prófessor við Háskóla íslands, sagði að það hefði tekist þokkalega að fá bærilega kennara til stærðfræðikennslu í HÍ. Stærðfræðinám til BS-prófs frá skólanum væri og hefði verið fyrri- hlutanám í stærðfræði. Um 1970 hefði skorturinn á stærðfræðikenn- umm í framhaldsskólunum legið kristaltær fyrir. Það væm mörg ár liðin frá því að kennaraskortur- inn hefði verið orðinn að vanda- máli. Þetta ástand hefði legið ljóst fyrir um 1970 þegar menntamála- ráðuneytið hefði farið af stað með útþenslustefnu sína á framhalds- skólastiginu. Vandamálið yrði ekki leyst með nýjum námskeiðalýsing- um og námsbrautum í HI. Það sé full ástæða til að vera íhaldssamur í breytingum á því sem búið sé að þróa smám saman í langan tíma. Léleg starfsað- staða í skólunum Halldór Halldórsson, starfsmað- ur Verk- og kerfisfræðistofunnar hf., sagði að hann og tveir aðrir stærðfræðingar, sem hefðu haft 5 til 10 ára stærðfræðikennslu að baki, hefðu horfið frá kennslu. Kennarar geti drýgt föst laun sín, sem ekki séu mjög há, með auka- vinnu en hún sé lýjandi og svipti þá ánægju af kennslunni. Léleg starfsaðstaða hefði einnig valdið því að hann hætti kennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Honum hefði gramist hversu tækj- afé skólans hefði verið af skomum skammti. Það hefði t.d. verið hægt að skylda MH til að kenna tölvu- fræði enda þótt engin tölva væri til í skólanum. Það sé því ekki hægt að benda á glæsta starfsaðstöðu í skólunum sem réttlætingu fyrir lágum launum kennara. Halldór sagðist ekki minnast þess að_ það hefði verið rætt um það í HÍ að það væri meðal annars hlutverk stærðfræðiskorar að mennta kennara. Menn þurfi hins vegar að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir því að það sé eitt af meginhlutverkum hennar. Sá fram- setningarmáti, sem notaður sé í stærðfræðikennslunni í HI, gangi ekki í framhaldsskólunum. Það geti hins vegar verið að „flótta- mennimir" úr kennarastéttinni snúi hejm því þangað leiti klárinn sem hann sé kvaldastur. Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði að stærðfræðikennaraskorturinn væri ráðuneytinu mikið áhyggjuefni. Æ erfiðara væri að fá stærðfræði- kennara með réttindi til að kenna í framhaldsskólunum. Ástæðumar væru m.a. þær að í þjóðfélaginu væri gífurleg eftirspum eftir fólki með stærðfræðimenntun. Skólum og nemendum hefði fjölgað í landinu og það væri tvíeggjað þeg- ar kennaraskorturinn væri jafn mikill og raun bæri vitni. Einangrun kennara sé ótrúlega mikil og t.d. væri verið að athuga þann möguleika að ráðgjafi yrði þeim til aðstoðar. í framhaldsskól- unum séu kenndar 4 til 27 einingar í stærðfræði en 35 til 40% nemend- anna taki ekki nema 4 til 8 eining- ar í henni. Hörður sagðist telja að þeir sem eingöngu hefðu t.d. tekið 4 einingar í bókstafareikningi í framhaldsskóla hefðu aldrei not af því námi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.