Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 22
91.69 22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KDDAK... Viðskiptin við Sovétríkin: Samningamenn fara til Moskvu SKRIÐUR er nú að komast á saminga íslendinga og Sovét- manna um sölu á freðfiski og lagmeti til Sovétríkjanna. I næstu viku fer fulltrúi Sölu- stofnunar lagmetis utan til Moskvu og fulltrúar SH og SÍS eftir páska. Gylfi Þór Magnússon, einn framkvæmdastjóra SH, og Bene- dikt Sveinsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, sjá um samningana af Islands hálfu hvað varðar freð- fískinn og um lagmetið semja The- odór S. Halldórsson, framkvæmda- stjóri SL, Garðar Sverrisson, for- stöðumaður tæknideildar og Kristján Jónsson, forstjóri K. Jóns- son og Co. á Akureyri. Gylfí Þór Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrir lægi sameiginlegt tilboð frá SH og SÍS um sölu á 13.000 tonnum á frystum flökum og 2.000 tonnum af heilfrystum fiski fyrir 37 millj- ónir dollara, 1,5 milljarða króna. Sovétmenn vildu fá fiskinn á lægra verði, en þeir hefðu keypt hann á í fyrra og vonuðust menn til að einhver samningsflötur fyndist í Moskvu. í fyrra voru Sovétmönn- um seld 11.500 tonn af flökum og heilfrystum fiski fyrir samtals 24 milljónir dollara, tæpan einn millj- arð króna. Skipting sölunnar milli SH og SÍS er sú að SH er með um 2/3 hluta hennar og SÍS 1/3. Theodór S. Halldórsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að í fyrra hefðu Sovétmenn keypt af okkur lagmeti fyrir 4,9 milljónir dollara, tæpar 200 milljónir króna. Nú væri rætt um sölu fyrir 5,6 til 5,8 milljónir dollara, 224 til 232 milljónir króna. Þar væri um að ræða matjes síldarflök og gaffal- bita, þorsklifur og reykt síldarflök. Talað væri um svipað magn og í fyrra og eina nýja afurð, kaldreykt •síldarflök í lofttæmdum umbúðum. Nauðsynlegt væri að fá hækkun á verði í dollurum talið og um það snérust samningamir að miklu leyti. TRAPPEUR SKIÐASKOR Barnaskór 2.330 St. 28-36 CONCEPT 4000 7.160 St. 36-47 LOTUS LASER 3.550 4.900 St. 36-44 TILBOÐ TURBO CARBON 6000 3.390 St. 36-45 9.350 39-46 ARTEX gönguskór 2.110 St. 28-47. DYNASTAR SKÍÐI VISA 4.775st 165, 170, 175, 185, 190, 195, 200 FJORD gönguskíði 3.410 St. 180, 190, 195, 200, 210, 215. TILBOÐ COURSE GS barnaskíði og COURSE SL unglingaskíði 7.300 St. 150, 160, 165, 170, 175. COURSE GS og COURSE SL keppnisskíði 9.995st 180, 185, 195, 203. Skíðagallar karla 6.995 46-54 Skíðagallar karla 4.995st 46-54 Skíðagallar kvenna 6.995 St. 38-44 e. l’. '•Watp- ■ mm i ’fe /MIKLIG4RÐUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ Nemendur MHÍsýna SÝNING á verkum nemenda á þriðja ári grafíkdeildar Mynd- lista- og handíðaskóla íslands verður haldin á morgun, laugar- daginn 26. mars kl. 14—18 í húsa- kynnum skólans í Skipholti 1. Sýnd verða tréristu-/tréþrykks- verk, sem unnin eru með nýstárleg- um aðferðum (blokkarþrykk). Þetta eru verk sem nemendur hafa unnið á síðustu 4 vikum undir leiðsögn norska grafíklistamannsins Yngve Zakarias. Yngve Zakarias er gestakennari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Hann fæddist í Þrándheimi 1957, en síðastliðin 4 ár hefur hann búið í Berlín. Hann hefur getið sér alþjóðlegt orð fyrir list sína. Yngve mun halda sýningu á eig- in verkum í Galleríi Svart á hvitu dagana 2. til 12. apríl nk. (Fréttatilkynning) Breskar hljómsveit- ir á Lista- hátíð SAMNINGAR hafa tekist við bresku hljómsveitirnar „The Blow Monkeys“ og „The Christ- ians“, um að þær leiki hér á Listahátið, dagana 16. til 18. júní næstkomandi. Það er fyrir milligöngu Skífunnar hf. að hljómsveitirnar koma hingað til lands. í frétt frá Skífunni segir að báðar þessar hljómsveitir hafí stað- ið í fylkingarbijósti breskrar popp- tónlistar síðustu ár og séu þær íslenskum tónlistaráhugamönnum að góðu kunnar. „The Blow Monkeys" var stofn- uð 1984. Forsprakki hennar er söngvarinn og gítarleikarinn Dr. Robert Howard, en auk hans skipa hljómsveitina Neville Henry saxa- fónleikari, Tony Kiley trommari og bassaleikarinn Mick Anker. Hljómsveitin hefur gefíð út þijár breiðskífur og meðal laga sem komist hafa á vinsældarlista hér og erlendis má nefna „Digging your scene", „Wicked ways“ og „It doesn’t have to be this way“. „The Christians" var stofnuð í Liver{x>ol 1985 af Christian bræðr- urium þremur. Síðar bættist svo Henry Priestman í hópinn og einn bræðranna hætti. Meðal laga hljómsveitarinnar sem notið hafa mikilla vinsælda má nefna „Forg- otten Town“, „When the fíngers point", „Hooverville" og „Ideal World". (Úr fréttatilkynningu.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.