Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 33 Reuter Alexsander Bakocevic borgarstjóri bragðar á fyrsta hamborgar- anum við opnun McDonald’s matsölustaðarins í Belgrad. Hamborgarar handanjámtjalds Belgrad, Reuter. SKYNDIBITAMENNINGIN befur riðið í hlað austan járn- tjaldsins og á næstu mánuðum munu tbúar Belgrad, Búdapest og Moskvu að líkindum geta notið og nevtt hamborgara í erg og gríð. A miðvikudag hófu McDonalds-skyndibitafyrir- tækið og helsta verslunarfyrir- tæki Júgóslaviu rekstur mat- sölustaðar I Belgrad og for- ráðamenn McDonalds hafa í hyggju að opna fleiri staði i Austur-Evrópu fáist til þess leyfi. „Þetta er ákaflega mikilvægur atburður," sagði einn forráða- manna McDonalds í Evrópu. „Með þessu er ekki aðeins verið að flytja inn hamborgara heldur einnig vestræna siðmenningu," bætti hann við. Ráðgert er að opna skyndibita- stað í Búdapest, höfuðborg Ung- veijalands, á næstu mánuðum auk þess sem áformað er að hefja rekstur fleiri matsölustaða f Belgrad. Þá kom og fram að for- ráðamenn fyrirtækisins í Kanada hafa að undanfömu átt viðræður við Sovétmenn um opnun mat- sölustaðar í Moskvu og er fastlega búist við að leyfí fyrir því verði veitt innan tíðar. McDonalds rek- ur um 10.000 matsölustaði í tæp- lega 50 löndum. Borg'arstjóri klippir á borða Matsölustaðurinn í Belgrad var opnaður við hátfðlega athöfn í fyrradag að viðstöddu flölmenni. Alexander Bakocevic borgarstjóri klippti á borðann og var gestunum því næst gefínn kostur á að kynn- ast vestrænni siðmenningu beint og milliðalaust. Staðurinn var hins vegar ekki opnaður almenningi fyrr en í gær. McDonalds-fyrirtælkið á helm- ing f skyndibitastaðnum á móti Genex, helsta verslunarfyrirtæki Júgóslavíu, en reksturinn verður að öllu leyti f höndum Júgóslava. Júgóslavneskir embættismenn sögðu að vestrænir kaupsýslu- menn myndu að öllum lfkindum fylgjast náið með framvindu mála en óðaverðbólga, skuldasöfnun, miðstýringarárátta og minnkandi framleiðni hefur fram til þessa gert það að verkum að erlendar flárfestingar hafa verið litlar í landinu. Israel: Vanunii fundínn sekur um landráð Jerúsalem, Reuter. MORDECHAI Vanunu, fyrrum starfsmaður kjamorkuvers í ísrael var í gær fundinn sekur um njósnir og landráð. Hann á nú yfir höfði sér lifstiðarfangelsi í ísrael. Dómstóll f Jerúsalem úrskurðaði við leynileg réttarhöld að Vanunu hefði safnað leynilegum upplýsing- um og komið þeim á framfæri við Qölmiðla f því augnamiði að veikja öryggi ríkisins og með því hefði hann hjálpað fjendum ísraels. Vanunu vann í 9 ár við hið leyni- lega Dimona kjamorkuver í ísrael. í september árið 1986 birti blaðið Sunday Times í London frásögn Vanunus þar sem fram kom að ísra- elar hefðu smíðað allt að 200 kjam- orkusprengur undanfarin 20 ár. Yfírvöld í ísrael hafa ætíð neitað því að búa yfír kjamorkusprengjum. Ljóshærð fegurðardís sem starf- aði fyrir Mossad, leyniþjónustu ísraela, tældi Vanunu frá London til Rómar þar sem honum var rænt og hann fluttur til ísraeis. Réttar- höldin yfír Vanunu hafa staðið í marga mánuði. Hann heldur því fram að uppljóstranimar þjóni friði í heiminum og í ár er hann tilnefnd- ur til friðarverðlauna Bertrand Russell-sjóðsins í Bretlandi. Veijandi Vanunus segir að dómn- um verði líklegast áfiýjað til hæsta- réttar. Verður „Ræðuhom“ heimilað í Moskvu? ERLENT Moskvu. Reuter. BORGARYFIRVÖLD í Moskvu eru að ihuga tilmæli um að setja á laggimar „Ræðuhom" á borð við „Speakers’ Comer“ f Hyde Park í London, þar sem fólki verði fijálst að láta f ljós stjóm- málaskoðanir sínar, að þvf er segir f vikublaðinu Moskvutíðind- um f gær. í tilefni af umfjöllun blaðsins um öldu mótmæla í höfuðborginni er saksóknarinn f Moskvu, Lev Bar- anov, spurður, hvort f ráði sé, að borgurunum verði látið í té svæði, V opnasölumálið: Lýstii yfir sakleysi við yfirheyrslur Washington, Reuter. OLIVER North ofursti og John Poindexter fyrrum öryggisráð- gjafi Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta lýstu yfir sakleysi Bretland: Philby rýfur þögnina St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunhlaðsins. BRESKI leyniþjónustumaður- inn Kim Philby, sem njósnaði fyrir Sovétmenn í áratugi og flúði til Sovétrikjanna árið 1963, þegar hann var f Beirut, ræðir í fyrsta sinn við vestræn- an blaðamann f The Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Hann greinir frá þvf, hvernig flótta hans bar að, komunni til Sovétríkjanna og ýmislegu fleira. Phillip Knightley, fyrrum blaða- maður á The Sunday Times og höfundur bóka um Philby og leyni- þjónustuna, hafði skrifast á við Philby í tuttugu ár. Philby bauð honum til Moskvu í janúar síðast- liðnum til að taka við sig viðtöl um ævi sína og viðhorf. Knightley er fyrsti Vesturlandabúinn, fyrir utan rithöfundinn Graham Greene, sem kemur í glæsilega ibúð Phil- bys í Moskvu, en hann hefur nú foringjatign í KGB og nýtur hlunn- inda sem besti fyrrverandi njósn- ari Sovétmanna á Vesturlöndum. Fyrsti hluti þessara viðtala birt- ist síðastliðinn sunnudag. Þar kemur fram, að Philby vann fyrir bresku leyniþjónustuna alveg þangað til hann flúði. Hann hafði verið þvingaður til að yfírgefa Ieyniþjónustuna 1951 vegnagrun- semda um, að hann væri njósnari fyrir Sovétmenn. En síðan tók hann upp þráðinn aftur og var í Beirut sem fréttamaður fyrir The Observer og The Economist, en starfaði jafnframt fyrir leyniþjón- ustuna. Segist hafa verið neyddur til f lótta Philby neitar því að hafa fengið upplýsingar um það fyrir fram, að til stæði að handtaka hann fyr- ir njósnir. Hann segir, að fyrrum yfirmaður sinn og vinur, Nicholas Elliot, hafí komið til Beirut og yfirheyrt sig, boðið sér að verða ekki sakfelldur, ef hann játaði. Philby segist ekki hafa getað fellt sig við þetta, því að ljóst hafi ver- ið, að samningurinn gilti ekki, nema hann gæfi upp nöfn sam- starfsmanna sinna, annarra njósn- ara Sovétmanna. Philby segir það álit sitt og yfir- manna sinna í KGB, að bresku leyniþjónustunni hafí verið ljóst, að hún var að bjóða honum samn- ing, sem hann gat ekki fallist á. Bresk yfírvöld hafí beinlínis viljað, að hann flýði til Sovétríkjanna til að komast hjá réttarhöldum. En á þessum tíma var stjóm MacMillan í Bretlandi í miklum erfíðleikum vegna njósnahneyksla. Hann segir líka, að leyniþjónustan hafí vitað, að hann hafí ætlað sér í frí til Bretlands fáum mánuðum eftir að Eiliot kom til Beimt, og þar hefði verið hægurinn hjá að taka hann fastan. Leyniþjónustan hefur hins vegar alltaf sagt, að upplýsingarn- ar, sem fyrir lágu um Philby, hafí ekki verið nægilega ömggar til að leggja fyrir rétt, og þess vegna hafí hún orðið að reyna að fá játn- ingu hjá honiim. Ekki hægt að trúa öllu Knightley tekur fram, að ekki sé hægt að taka alla hluti trúan- lega 1 viðtölunum við Philby, vegna þess að ekki sé ljóst, hvenær hann sé að segja satt og hvenær hann sé að dreifa lygum. David Owen, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur lagt áherslu á þetta atriði. I þeim hluta viðtalanna, sem birtast síðar, kemur fram, hver það var, sem taldi Philby á að vinna fyrir Sovétmenn. Hann greinir frá því, hvemig hann vann gegn leyniþjónustu Vesturlanda í upphafí kaldastríðsins, og hann veitir frekari upplýsingar um njósnahringinn í Cambridge á fjórða áratugnum, en í honum vom Donald Maclean, Guy Burg- ess og Anthony Blunt. sínu við yfirheyrslur sem hófust í gær. North, Poindexter og tveir fyrrum samstarfsmenn þeirra í þjóðaröryggisráðinu eru allir sakaðir um glæpi í tengslum við vopnasölu til íran. Vitnaleiðslur í máli Norths, sem er fyrmm starfsmaður þjóðarör- yggisráðsins, og John Poindexter, fyrmrn öryggisráðgjafa Reagans forseta, hófust í gær. North og Poindexter ásamt tveim fyrram samstarfsmönnum sínum, Richard Secord og Albert Hakim, eiga yfir höfði sér þunga dóma fyrir aðild að vopnasölu til íran. Allir lýstu þeir sig saklausa af af ákæmatrið- um í 23 liða ákæmskjali sem alríkis- kviðdómur lagði fram á hendur þeim í síðustu viku. í ákæmskjalinu em þeir North og Poindexter ákærðir fyrir að hafa svikið Bandarfkjastjóm með því að stela hagnaði af leynilegri vopna- sölu til Iran á ámnum 1985-86 og fyrir að hafa ólöglega notað féð til að styrkja kontra-skæmliða í Nic- aragua. Þeir em einnig ákærðir fyrir að hafa eyðilagt sönnunargögn í málinu. North hefur lýst því yfir að hann muni kalla til æðstu emb- ættismenn til að sanna sakleysi sitt. Hefur það verið túlkað á þann veg að hann hyggist kalla Reagan for- seta til vitnis, en vopnasölumálið er talið mesta áfall sem hann hefur orðið fyrir á ferli sínum. Forsetinn hefur borið að hann hafí vitað af vopnasölunni til íran en að honum hafí verið ókunnugt um að hagnað- urinn hafi rannið til kontra-skæru- liða. Að yfírheyrslu lokinni í gær fengu mennimir fíórir að fara fijálsir ferða sinna en verða að hafa símasamband við yfírvöld einu sinni í viku. Það vakti nokkra at- hygli að ákærðu vom ekki beðnir um að afhenda lögreglu vegabréf sín eins og venja er við afgreiðslu mála fyrir alríkisdómstólnum. þar sem þeim verði ftjálst að láta í Ijós skoðanir sínar án þess að leita leyfis yfírvalda fyrst. „Saksóknara- embættið og innanríkisráðuneytið hafa komið tilmælum í þessa vem til borgaryfírvalda í Moskvu," hefur blaðið eftir Baranov. Samkvæmt núverandi skipulagi verða allir þeir, sem óska eftir að fá að bera fram opinber mótmæli eða fara í mótmælagöngu í Moskvu, að fá leyfi til þess hjá borgaryfír- völdum fyrst. Blaðið segir, að „yfír- gnæfandi meirihluta" umsókna þar að lútandi hafí verið hafnað. Oft hafí það svo gerst, að neitunin hafí verið að engu höfð og komið til kasta lögreglunnar að kljást við hina ýmsu andófshópa. í þessu sambandi nefnir blaðið nýlegt dæmi, eða frá 5. mars sl., þegar hópur manna í Moskvu tók sig til og mótmælti „andstalínisma" — á 35. ártíð hins látna Sovétleið- toga, Jósefe Stalíns. Þá lagði örygg- islögreglan til atlögu við mótmæla- fólkið með snjóplóga að vopni. „Þetta var gert að frumkvæði borgarstjómar Október-svæðisins í Moskvu," hefur blaðið eftir Bar- anov, „og fengu forgöngumennimir harðar ákúmr fyrir þetta tiltæki hjá yfírborgarstjóminni. Svona að- ferðum beitir maður ekki, jafnvel þótt koma eigi á röð og reglu." Baranov bætti því við, að lögregl- an væri óvön að fást við slík mót- mæli, „og þá getur ýmislegt farið úr böndum," sagði hann. París: Ákveðið að endumýja laufskrúða borgarimiar París. Reuter. BORGARYFIRVÖLD í París hafa áhyggjur af að sitja uppi með berangurslegar götur og kaffihús, þar sem engrar forsælu nýtur. Hafa þau ákveðið að gera víðtæka áætlun um endurnýjun tijáa í borginni og verður tölvu- tæknin notuð til að hafa auga með öllum þeim 446.000 tijá- plöntum, sem er að finna á höf- uðborgarsvæðinu. Tijágróðurinn í París er sjúkur, og á það jafnt við um tré í görðum og meðfram götum. Mengun frá yfír- þyrmandi bílaumferð ógnar tijám af öllum tegundum. Embættismenn, sem greindu Qöl- miðlum frá vemdarráðstöfunum borgaiyfírvalda, sögðu, að end- umýja þyrfti öll tré meðfram götum á næstu 60 áram og yrði að beita tölvutækni við tímasetningu og framkvæmd svo umfangsmikillar áætlunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.