Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 68
Aurskriður loka veg- um eystra VEGURINN á milli Stöðvarfjarð- -*— ar og Breiðdalsvíkur lokaðist um kvöldmatarleytið í gærkvöldi vegna aurskriða og gijótflugs í svokölluðum Kambaskriðum. Að sögn Hjörleifs Ólafssonar, vega- eftirlitsmanns, hafa miklar rigning- ar verið á Austflörðum að undan- fömu en þó var búist við að hægt yrði að opna veginn snemma í dag. Ráðgjafar- samningur , —við Gambíu ÍSLENSK-norska ráðgjafarfyr- irtækið Norfico hefur gert samn- ing um að fyrirtækið taki að sér alhliða ráðgjöf um fiskveiðar og -vinnslu í Gambíu fyrir um 450 miiyónir íslenskra króna, að sögn Bolla Magnússonar skipa- verkfræðings lyá islenska ráð- gjafarfyrirtækinu Icefishco. Samningurinn um ráðgjöfina var gerður við Gambíustjóm en __verkefnið er fjármagnað af African Development Bank. Aríur íálveri Morgunblaðið/Þorkell STARFSMENN Álversins i Straumsvík fengu góða gesti í heimsókn I hádegishléinu í gær. Voru þar á ferðinni þrír ein- söngvarar úr ísiensku óperunni sem fluttu nokkrar aríur úr „Don Giovanni“. Rúmlega 100 manns hlýddu á Kristin Sigmundsson, Sigríði Grönd- al og Bergþór Pálsson syngja og segja frá kvennabósanum Don Gio- vanni og konunum 2.065 í lífi hans. Ekki var annað að heyra en að starfsmenn kjmnu vel að meta heimsóknina. „Þetta lífgar óneitanlega upp á matartímann," sagði einn starfsmanna og öðrum varð á orði að söngurinn væri óneitanlega skemmtilegri en heimsóknir stjóm- málamanna rétt fyrir kosningar. „íslensk ráðgjafarfyrirtæki og margir einstaklingar eiga hlut í Ice- físhco," sagði Bolli. „Upprunalega var þetta verkefni í Gambíu boðið út og 5 eða 6 fyrirtæki buðu í það. Norfico hefur unnið að undirbúningi fyrir verkefnið frá því skömmu eft- ir að það var stofnað, fyrir 4 árum. Undirbúningurinn hefur kostað Norfico um 20 milljónir íslenskra króna en hagnaður fyrirtækisins af verkefninu verður lagður í upp- byggingu þess. Trúlega verða íslenskir skipstjórar, vélstjórar og netamenn á einhveijum af þeim 5 skipum sem verða í þessu verk- 4?fni,“ sagði Bolli Magnússon. Drengur varð fyrirbíl NÍU ára drengur varð fyrir bif- reið í Kópavogi f gær og meidd- ist á fæti. Slysið varð um kl. 19.45. Dreng- urinn hljóp út á Lyngbrekku og í veg fyrir bifreiðina. Meiðsli hans reyndust ekki mikil. VR felldi samningana og hyggst boða verkfall Þokast í samkomulagsátt á lokuðum fundi á Akureyri Á FUNDI Verslunarmannafélags Reykjavíkur var nýgerður kjara- samningur verslunarmanna við Vinnuveitendasamband íslands felld- ur skömmu fyrir miðnætti í gær með 214 atkvæðum gegn 96, en 11 seðlar voru auðir. Eftir að úrslit lágu fyrir samþykkti fundurinn með öllum greiddum atkvæðum gegn einu tillögu formanns VR, Magnúsar L. Sveinssonar, um að beina því til trúnaðarmannaráðs VR að boða verkfall til að knýja fram nýja kjarasamninga við vinnu- veitendur og verði tímasetning verkfallsboðunar ákveðin af trúnaðar- mannaráði. Á Akureyri miðaði talsvert f samningaviðræðum verkalýðsfélaga og vinnuveitenda í gær og var búist við næturfundi. Magnús L. Sveinsson sagði í gærkvöldi að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum er VR-fundurinn felldi samningana, en fyrir þessu væru tvær meginástæður. í fyrsta lagi hefði afgreiðslufólk fjölmennt á fundinn og staðreyndin væri sú að 75% þeirra fengju eingöngu greitt samkvæmt töxtum. „Launin eru á bilinu 30-40 þúsund og því segir fólk núna hingað og ekki lengra," sagði hann. „Til viðbótar þessu er vinnutími mjög óhagstæður fram eftir öllum kvöldum og þó sérstak- lega alla laugardaga. Þessu er fólk að mótmæla," sagði Magnús. „Það kemur mér mjög á óvart að VR skuli fella samningana," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, þegar blaðamaður bar úrslitin í atkvæða- greiðslu VR undir hann. „Samning- ur okkar og verslunarmanna færði þeim þá kaupmáttartryggingu sem mest gat orðið. Langt og strangt verkfall VR mun síst af öllu verða Lokauppgjör vegna Útvegsbankans: Tap ríkisins er nær 400 milljónuni meira en áætlað TAP ríkisins af Útvegsbanka ís- lands er um 384 milljónum króna meira en áður hefur verið talið eða 1,6-1,7 miiljarðar króna i m atað 1,2-1,3 milljarða króna eins i)g áður hefur verið talið, sam- kvæmt niðurstöðu matsnefndar sem skipuð var til að meta eig- infjárstöðu Útvegsbanka íslands. Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðs- son, gerði grein fyrir þessari niður- stöðu nefndarinnar í gær en hún er á þá leið að 30. apríl 1987 hafi skuldbindingar Útvegsbanka ís- lands umfram eignir numið 384 milljónum króna og því beri ríkis- sjóði samkvæmt lögunum frá í fyrra um Útvegsbanka Islands hf., sem stofnaður var á grunni gamla Út- vegsbanka íslands, að greiða hluta- félagsbankanum þessa fjárhæð til að eigið fé hans við upphaf rekst- urs nemi 1 milljarði króna. Ríkis- sjóður getur innt þessa gi-eiðslu af hendi með skuldabréfi til 10 ára. Þegar matsnefndin var skipuð var ekki ætlað að niðurstöður henn- ar myndu leiða til verulegra við- bótarútgjalda fyrir bankann heldur var gert ráð fyrir að tap ríkisins af gamla Útvegsbankanum stafaði fyrst og fremst af tvennu, þ.e. af tapi eigin fjár bankans sem metið var á um 700 milljónir króna og af yfírtöku lífeyrisskuldbindinga Útvegsbanka íslands, sem hafa verið lauslega áætlaðar um 500-600 milljónir króna. Matsnefndin lagði hins vegar mat á fasteignir og lausafé, afskriftir vegna útlána sem telja mætti töp- uð, á skattalegt hagræði vegna tapsreksturs gamla bankans sem flyst til nýja Utvegsbankans og á lífeyrisskuldbindingar vegna fyrr- verandi bankastjóra. Þegar tekið hefur verið tillit til alls þessa lækk- ar eigið fé bankans um 357 milljón- ir króna miðað við reikningsskil Útvegsbanka íslands í árslok 1986 og síðan koma til aðrir þættir í loka- uppgjörinu sem hækka þá fjárhæð sem ríkissjóði ber að greiða hlutafé- lagsbankanum, í 384 milljónir króna. Sjá ennfremur á miðopnu. til þess að auka kaupmátt." Þórar- inn var inntur eftir því hvort þessi úrsiit myndu hafa áhrif á samninga- viðræðumar á Akureyri. „Þessi fé- lög, sem við erum nú að semja við, hafa lagt á það áherslu að þau standi að þessum samningaviðræð- um ein og óstudd, þannig að ég get ekki ímyndað mér að þau láti það hafa áhrif á sig þegar 2% félag- manna í VR ákveða að fella samn- inginn," svaraði hann. Alþýðuhúsinu á Akureyri var lok- að um kvöldmatarleytið í gær þegar fulltrúar verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda hófu að ræða launaliði væntanlegra samninga, en rejmt verður til þrautar að ganga frá samningum í dag. Samkomulag mun hafa náðst um öll þau sex ágreiningsatriði viðræðuaðila, sem rædd voru í stórri nefnd í gær og fyrradag, þar á meðal um vinnu- tímafyrirkomulag, sem var það mál sem einna mestur ágreiningur var um og mest hefur verið rætt í Akureyrarviðræðunum. „Annað hvort standa menn upp frá undirskrifuðum samningum að þessum fundi loknum, eða þetta hefur reynst árangurlaus tilraun," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Félagsmenn í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, héldu fund síðdegis í gær og samþykktu kjarasamning- ana með 105 atkvæðum gegn 49, en 8 seðlar voru auðir. Að þeirri atkvæðagreiðslu lokinni var borinn sérstaklega undir atkvæði kafli samningsins um breytilegan vinnu- tfma. í þeim kafla var m.a. tekið fram, að upphaf dagvinnu gæti verið breytilegt á tímabilinu kl. 7-8. Þessum kafla höfnuðu 42, en 37 vildu samþykkja hann. Ljóst er því að eldri ákvæði um vinnutíma gilda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.