Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 55 Minning’: Vilborg Einars- dóttir ljósmóðir Haustið 1955 hittumst við fyrst, 12 stúlkur, sem vorum að hefja nám í Ljósmæðraskóla íslands. Skólinn var þá heilt ár og bjuggu nemendur á heimavist í skólanum. Mér var vísað til herbergis. Stúlk- an, sem átti að verða herbergis- félagi minn næsta árið, var auðsjá- anlega komin á undah mér, var því ekki innivið þá stundina. Og sem ég er að dunda mér þama og byija að koma fyrir smálegum eigum mínum vindur sér inn um dymar stúlka, grönn og hvatleg með ör- yggi í fasi, og kynnir sig. Vilborg hét hún Einarsdóttir. Báðar vomm við Þingeyingar, hvor úr sinni sýsl- unni þó. í dag koma upp í hugann svo ótal margar minningar frá þessum tíma. Héðan og þaðan af landinu komum við þessar 12 stúlkur, sem þama bjuggum til nokkurs konar heimili um eins árs skeið, og hurfum síðan að námi loknu til starfa í ýmsar áttir. Við minnumst góðra stunda, þeg- ar komið var saman síðar á ámm til að endumýja kynni og rifja upp gamla daga. Já, það er margt sem kemur í hugann í dag, því hér em vegamót. í fyrsta skipti er höggvið skarð í hópinn, hún Villa er dáin. Vilborg Sigríður Einarsdóttir var fædd að Gijótnesi á Melrakkasléttu þ. 29. júlí 1928. Hún ólst upp í Garði í Núpasveit hjá foreldmm sínum, Einari Benediktssyni, ættuð- um úr Öxarfirði, og Kristínu Bjöms- dóttur frá Gijótnesi. Að loknu námi í Ljósmæðraskóla íslands, haustið 1956, tók hún við ljósmóðurstörfum á heimaslóðum, í Núpasveit og Öxarfírði, og síðar einnig Kelduhverfí. Því gegndi hún í fímm ár. Eftir það vann hún á Fæðingarheimili Reykjavíkur um 13 ára skeið. Stuttu síðar hóf Vil- borg nám í Nýja Hjúkmnarskólan- um, og útskrifaðist þaðan haustið 1977. Eftir það var starfsvettvang- ur hennar að mestu á Kvennadeild Landspítalans, og mörg hin síðari ár var hún aðstoðardeildarstjóri á sængurkvennagangi B. Vilborg var greind og rökfost, fljót að gera sér grein fyrir kjama máls, og flanaði ekki að neinu. Þess vegna vom henni falin fjöl- mörg trúnaðarstörf fyrir Ljós- mæðrafélag íslands og formaður þess var hún um nokkurra ára bil. Um nokkurt skeið bar fundum okkar Villu ekki svo oft saman, ýmissa aðstæðna vegna, en því oft- ar sl. 10—12 ár. Og sl. 10 ár hefur heimili hennar verið minn fasti samastaður, ef ég hef þurft að dveljast i Reykjavík um lengri eða skemmri tíma. Og við nutum þessa vissulega, og hnýttum traust vin- áttusamband. Stundum heimsóttum við þá skólasystur okkar, þær er einna næst stóðu, og gleðin var alltaf með í fömm. Villa kom líka við hjá mér hvert" sumar, á leið sinni heim í Garð eða til baka suður. Síðastliðið sumar kom hún til mín, þá nýlega komin úr aðgerð á handlegg vegna meins, er áður hafði gert vart við sig. Ég sá og fann að henni var bmgðið, þó fátt ræddi hún um. Enda ágerðust veik- indin fljótt og sl. mánuði hefur hún dvalist í sjúkrahúsi. „Það koma svo margir til mín, að það er alveg ótrúlegt," sagði Villa við mig í endaðan nóvember sl., þegar ég átti þess kost að sitja hjá henni um stund. Mér fannst það ekkert ótrúlegt. Dóttir hennar, syst- ur og frændfólk, vinir og starfs- félagar hafa átt marga ferð að rúm- inu hennar undanfama mánuði. Það er sá eini stuðningur sem hægt er að veita í erfíðum veikindum. Ég kom til hennar síðast í febrú- arlok sl. Þegar ég reis upp til að fara leit Villa upp og sagði: „Við sjáumst kannski seinna Brynhildur mín.“ Og án orða kvöddumst við og þökkuðum hvor annarri fyrir árin. Hvor um sig vissi hvað hinni var í hug, og einnig það, að nú var samfylgdinni lokið — í bili. Vilborg eignaðist eina dóttur, Kristínu Aradóttur, sem búsett er í Noregi, ásamt litlu dóttur sinni, Hmnd. Við skólasystumar úr Ljós- mæðraskólanum sendum þeim inni- legar samúðarkveðjur, svo og öldr- uðum föður, systkinum og öðm skylduliði. Kveðjustund rennur upp, með hryggð og söknuði, en einnig þakk- læti fyrir tryggð og vináttu, .sem í raun og sannleik er sá dýri málm- ur, er hvorki mölur né ryð fá grand- að. Fyrir hönd skólasystranna allra kveð ég með orðum Villu: „Við sjáumst kannski seinna.“ Brynhildur L. Bjarnadóttir Þín spor sjást ei stór, en hvert spor er hreint þú spark hvergi eftir þig lætur, en gekkst svo varfær þinn veg og beint að vegna þín enginn grætur. Svo orti Ólöf frá Hlöðum um góðan vin sem genginn var á fund feðra sinna. Góð kona og traustur vinur er gengin. Við sem eftir stöndum emm ráðvillt og leitandi og hugurinn reikar, kemur víða við. Fer aftur í tímann og staðnæmist norður við ysta haf, þar sem birtan er bjart- ari, litimir skærari og sólin er leng- ur á lofti en annars staðar. Mannlíf- ið gefandi. Við minnumst ánægjustunda þar sem hópur ungs fólks kemur saman ferðast um, skemmtir sér og öðmm líka, skoðar umhverfíð. Af nógu er að taka í Norður-Þingeyjarsýslú, í þessu umhverfi var gott að vera. Þar var borin og bamfædd mín ágæta frændkona Vilborg Sigríður Einarsdóttir ljósmóðir. Hún fæddist 29. júlí 1928 að Gijótnesi á Mel- rakkasléttu, foreldrar hennar, Kristín Bjömsdóttir frá Gijótnesi og Einar Benediktsson frá Akurseli í Öxarfírði. Hún var elst fímm systkina en þau em: Pétur giftur Helgu Helgadóttur frá Leirhöfn, LAra, gift Halldóri Halldórssyni frá ísafírði, Sigurveig gift Ólafí Bene- diktssyni frá Akureyri og Guðbjörg gift Olfert Nabye, Reykjavík. Einar og Kristín fluttust að Víkingavatni í Kelduhtferfi, bjuggu þar nokkur ár en fluttu síðan að Garði í Núpasveit og bjuggu þar allan sinn búskap. í Garð er gott að koma. Þar búa frændur og vinir og gestrisni mikil. Fyrir norðan tíðkaðist það meðal ungs fólks að hleypa heimdragan- um, heyja að sér fróðleik og leita fanga hjá menntagyðjunni. Vilborg var góðum námsgáfum gædd og fór að loknu bamaskólanámi í Héraðs- skólann á Laugarvatni og lauk það- an prófí eins og venja var í þá daga. Ekki lét hún við svo búið standa og næsti áfangi tekin fyrir og nú lá leiðin í Húsmæðraskólann á Ak- ureyri, próf tekið þaðan með glæsi- brag. Kjarkurinn var óbilandi, áfram var haldið, Ljósmæðraskól- inn var næst fyrir valinu þar var hún á réttri hillu enda gekk hún til starfa sinna ömgg, viljasterk og traust. Hún fór mildum og mjúkum höndum um þær mannverur sem fyrst litu dagsins ljós í hennar umsjá. Enn var haldið áfram í leit að þekkingu og fræðslu eftir nokk- urt hlé. Ljósmæðmm var gefinn kostur á að fara i hjúkmnamám nokkuð stytt, hún útskrifaðist sem hjúkmnarfræðingur árið 1977, starfaði lengst af á Fæðingarheim- , ili Reykjavíkur, en síðan sem að- stoðardeildarstjóri á fæðingardeild Landspítalans. Félagsmál ljós- mæðra vom henni hugleikin, hún var ritari Ljósmæðrafélags íslands um árabil og síðan formaður félags- ins f fjögur ár. Var fulltrúi ljós- * mæðra í samninganefnd BSRB og í stjóm BSRB í tólf ár. Frá því ég fyrst man eftir mér, man ég Villu frænku mína, hún var mér alla tíð góð frænka og traustur vinur, það reyndi ég marg oft eink- um núna seinni árin er sámveru- stundum fjölgaði. Hún lét aldrei deigan síga á hveiju sem gekk, hvert spor var hreint, og hún gekk sinn veg og beint með Kristínu dóttur sinni, sem fædd er 11. maí 1953, mikilhæfari og dugandi at- orkukonu er stóð sem klettur við hlið móður sinnar í einu og öllu. Og lifír hana ásamt litlu Hmnd sem lýsir upp tilverana. Skarð er höggvið í frændgarðinn frá Gijótnesi, því fær enginn ráðið. Kærri frændkonu þökkum við sam- verustundimar og söknum hennar nú, þegar fótatakið er þagnað. Dúna Öll er Vilborg Einarsdóttir ljós- móðir. Hressilegi málrómurinn hennar hljómar ekki lengur né sjáum við aftur blíða brosið henn- ar. Söknuður fyllir hugi okkar. Vil- borg var Norður-Þingeyingur, fædd á Gijótnesi á Melrakkasléttu, dóttir hjónanna Einars bónda í Garði Benediktssonar bónda Akurseli, Öxarfírði og Kristínar Bjömsdóttir bónda Gtjótnesi, Sigurðssonar. Föð- uramma Vilborgar var Steinunn Jónsdóttir frá Amarbæli, Fells- strönd, en móðuramma Vilborg Sigríður Guðmundsdóttir frá Gijót- nesi. Fyrstu bemskuáram eyddi Vil- borg á meðal frændfólks og ná- granna á Sléttunni, — valinkunnu sæmdarfólki sem ég þekki vel af eigin reynd og afspum. Oft býr lengi að fyrstu kynnum. Síðan fluttu foreldrar Vilborgar niður í Kelduhverfi og svo aftur úr í Núpasveit, þar sem faðir hennar keypti býlið Garð rétt utan við Kópasker, en þar ólst Vilborg upp til fullorðinsára eða þar til hún fór til ljósmóðumáms í Reykjavík, þar sem hún útskrifaðist 30. september 1956. Hér áður fyrr, í upphafí læknis- ferils míns velti ég því oft fyrir mér hvað það væri sem drægi ungar stúlkur í ljósmæðranámið. Ekki gat það verið von um frægð né frama, né á að treysta vel borgað og þægi- legt starf að námi loknu. Þegar ég hafði starfað nokkur ár með ljós- mæðmm, íslenskum sem erlendum, rann upp fyrir mér svarið þegar ég sá hvað var sameiginlegt með þeim flestum. Þeim var öllum gefín mik- il þolinmæði og ótrúlegt æðmleysi við störf, — að taka á móti bömum og hlynna að sængurkonum. Þetta hlaut bara að vera meðfæddur hæfíleiki. Annað sem prýða mátti góða ljósu var oftar en ekki áunnið í námi og starfí. Auðvitað var litið upp til ljós- mæðra þar sem Vilborg var alin upp. Mér koma í huga tvær ljós- mæður, sem ég hefí heyrt getið um, þær Guðný Aðalbjörg Pálsdóttir frá Gijótnesi og Guðrún Halldórsdóttir frá Efri-Hólum í Núpasveit. Sjálf- sagt hafa sögur um þær haft mikil áhrif á hina ungu þingeysku mey og ýtt undir það að hún fór í ljós- mæðranám. Að loknu ljósmæðranámi hélt Vilborg aftur heim í sveitina sína, þar sem hún starfaði sem ljósmóðir í Núpasveit og Öxafjarðaramdæmi til ársins 1961. Hún kom til starfa á Fæðingarheimili Reykjavíkur og vann þar í 16 ár við góðan orðstír, vel liðin af öllum, starfsfólki og sængurkonum. Ekki lét hún ljósmóðumámið nægja, heldur fór hún galvösk í Nýja hjúkmnarskólann í Reykjavík, en þaðan útskrifaðist hún sem hjúkmnarfræðingur 17. desember 1977. Vilborg starfaði eftir það í nokkur ár áfram á Fæðingarheimil- inu eða þar til hún hóf störf á ljyennadeild Landspítalans árið 1982, en þar vann hún síðan meðan heilsan leyfði. Vilborg var glæsileg kona og yfír henni sérstök reisn, sem mér er tjáð að hún hafí erft frá ömmum sínum, Steinunni úr Dölunum og Vilborgu frá Gijótnesi. Vilborg var málhress og glaðlynd og ákaflega félagslynd, enda hlóðust fljótt á hana félagsstörf, því að allir vissu að það málefni, sem Vilborg tæki að sér fengi farsæian endi, því að hún var vel fyigin sér. Þó er það alveg útilokað að hún hafí átt nokk- um mann að óvini. Við á Fæðingarheimili Reykja- víkur kveðjum kæra vinkonu og starfsmann með söknuði og þakk- læti umfram allt fyrir vináttu og tryggð. Göfugu ævistarfi er lokið. Góð er þreyttum hvfldin. Guð blessi minningu Vilborgar Einarsdóttur. Dóttur hennar, dótturdóttur, föður og öðram aðstandendum vottum við innilega samúð. Guðjón Guðnason Með Vilborgu Einarsdóttur er genginn einn þeirra fomstumanna BSRB, sem af miklum áhuga og ósérplægni tók þátt í að móta starf samtakanna. Vilborg var kjörin í stjóm BSRB 1973 og starfaði þar óslitið til árs- ins 1985. Eftir að hún hætti stjómarstörf- um í bandalaginu hélt hún áfram að vera fulltrúi síns félags um allt er varðaði orlofshús félaganna. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja færir Vilborgu Einarsdóttur að leiðarlokum alúðarþakkir fyrir langt og fómfúst starf í fomstu samtaka opinberra starfsmanna. Við sem starfað höfum að félags- málum með Vilborgu þökkum henni samstarfíð af alhug. Við minnumst hennar með virð- SævarB. Hermanns- son - Kveðjuorð Fæddur 7. april 1966 Dáinn 6. mars 1988 Sunnudaginn 6. mars lést Sævar Berg Hermannsson rétt tæplega 22 ára gamall. Það er sorglegt að jafn góður drengur hafí dáið svo ungur og það er erfitt að sætta sig við það. Sævari kynntist ég er við vomm átta ára gamlir í barnaskóla og hélst vinátta okkar alla tíð síðan. Sævar var, eins og allir sem þekktu hann vita, einstaklega góður vinur, örlátur og heiðarlegur. Eigingimi þekkti hann ekki og hann var ávallt reiðubúinn að hjálpa vinum sínum og gleðja. Að trega í gjöllum tónum má telja sísta þörf, þótt syrti fýrir sjónum við sumra manna hvörf. Þinn hróður steig svo hraður, sín horskur vel þar naut. Svo góður og svo glaður nú genginn ertu á braut. Þú fékkst við reip þann raman sem reynir mest á dug, er sjúkur árum saman þú sýndir íturhug. Já, helst þar vaskur velli, ingu sem trausts og ávallt velviljaðs samstarfsmanns. Við sendum föður Vilborgar, dóttur hennar og öðmm nánustu ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Kristján Thorlacius „Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til Q'alla seiða, vill mér einhver götu greiða, glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki löngun leiða litla bamið þér við hönd? Nú finn ég vorsins heiði í hjarta, horfín, dáin nóttin svarta, ótal drauma blíða, bjarta barstu vorsól inn til mín. Það er engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín.“ (Stefán frá Hvítadal.) Vilborg S. Einarsdóttir ljósmóðir og hjúkmnarfræðingur, nú síðast starfandi sem aðstoðardeildarstjóri á sængurkvennadeild B. Okkur er tregt tungu að hræra nú er við kveðjum hana í hinsta sinn. Vilborg var glæsileg kona bæði í vinnu og utan hennar og leysti öll sín störf með sóma. Þau hafa verið góð og ánægjuleg árin sem við höfum starfað hér á kvennadeild Landspítalans. Hafí hún hjartans þökk fyrir. Við vottum dóttur hennar, litla augasteininum hennar, eftirlifandi föður og öðmm aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að fylgja henni. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Starfsfólk á sængurkvenna defld B Vilborg útskrifaðist úr Ljós- mæðraskóla íslands 30. september 1956. Hún starfaði sem ljósmóðir mestan sinn starfsaldur, fyret norð- ur í Þingeyjarsýslu, en sfðan í Reykjavík. Hún hóf hjúkmnamám 1975 og útskrifaðist úr Nýja-hjúkmnarskól- anum í desember 1977. Starfaði síðan í IV2 ár við hjúkmn á Land- spítalanum, en þá sneri hún sér aftur að ljósmóðurstörfum, sem áttu hug hennar allan, ásamt fé- lagsstörfum innan LMFÍ. Vilborg sat í stjóm. LMFÍ frá 1970 til 1976 og aftur 1980 til 1983 og þá sem formaður. Hún var fulltrúi félagsins hjá BSRB frá 1973 til dauðadags og í orlofsheimila- nefnd til margra ára. En sumarhús ljósmæðra í Munaðamesi ber þess fagurt merki að oft færði hún því góðar gjafír. En þannig var Vil- borg, hlynnti að, bætti og fegraði það sem hún fór höndum um. Ljósmæður í LMFÍ þakka henni vel unnin störf og samfylgdina og kveðja hana með þessum ljóðlínum Halldórs Helgasonar: „Ljósmóðir allra alda ylrika vængi breiðir yfir íslenskar byggðir." Innilegar samúðarkveðjur til Kristínar, dóttur hennar, og ann- arra aðstandenda. Guð blessi minningu Vilborgar Einarsdóttur. Stjóm LMFÍ með voðans huldu und; - á svölu feigðar svelli barst sólarglóð í lund. Að skiýðast, blómgast, skína við skjótan vöxt og þrótt, en limi og laufum týna, er lengjast tekur nótt, - þann veg á vorið glaða í vetrarrökkvans hljóð, og blæinn fölra blaða því ber mitt kveðjuljóð. (Jakob Thorarensen) Foreldrum Sævars, Hermanni Sæberg Ágústssyni og Sólveigu Gunnlaugsdóttur, svo og systkinum hans, Svövu Maríu og Sverri, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hvfli hann í friði. Jónas Gauti Friðþjófsson, V-Berlin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.