Morgunblaðið - 25.03.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 25.03.1988, Síða 56
 56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 fclk í fréttum LEIKLISTARKLÚBBURINN PERLAN Afmælisveisla á Eldvagninum og leikhús á eftir Félagar í leiklistarklúbbnum Perlunni hittast vikulega í fé- lagsmiðstöðinni Bústöðum. Flestir stunda þeir nám við þjálfunarskóla ríkisins og eru á hæfingarstöðinni Bjarkarási á daginn. Nýlega átti Perlan fjögurra ára afmæli. Af því tilefni fóru klúbbfélagar út að borða og f leikhús með leiðbeinanda sínum, Sigríði Eyþórsdóttur, og aðstoðarkonu hennar, Ingibjörgu E. Halldórsdóttur. Myndimar voru teknar á af- mælishátíðinni á veitingahúsinu Eldvagninum, þar sem haldnar voru ræður og flutt ljóð. Eftir matinn hélt hópurinn í leikskemmuna við Meistaravelli og sá hvar Djöflaeyjan rís. Að sögn Sigríðar Eyþórsdóttur eru meðlimir Perlunnar 32 talsins, allt mikið leikhúsáhugafólk. „Við förum oft saman í leikhús og kynn- um okkur efni leikritsins áður,“ segir Sigríður. „Eftir sýningu hitt- um við leikarana og er það oft há- punktur kvöldsins. Nokkrir þeirra eru síðán beðnir að koma í Bústaði og sitja fyrir svörum." Moi^gunblaðið/Árni Sæberg Neðri röð f.v.: Auður Einarsdóttir, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Ragnar Ragnarsson. Efri röð f.v.: Gunnar Gunnarsson, Steen Johan, Pétur Johnson og Björk Guðmundsdóttir söngkona sem rakst inn á Eldvagn- inn af tilviljun við fögnuð viðstaddra. Gunnar Gunnbjörnssón, Auður Einarsdóttir, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Ragnar Ragnarsson og Dagný Harðardóttir. Karl Ómar Jónsson, kokkur á Eldvagninum, Auður Einarsdóttir, Steen Johan, Pétur Johnson, Ásdís Gísladóttir, Lilja Valgerður, Sigríður Eyþórsdóttir, leiðbeinandi og Sigrún Ámadóttir. Kamma Viðarsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Ingibjörg Amadótt- ir, Friðbjörg Proppé, Sigurbjörg Harðardóttir, Jóhanna Guðmunds- dóttir, Þorsteinn Friðfinnsson og Ebba Hreinsdóttir. IJngfrú Lithaugaland Adögunum fór fram fegurð- arsafnkeppni í Viinius, höf- uðborg Lithaugalands. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þetta er í fyrsta skipti í sögu Sovétríkjanna sem slík keppni fer fram. Sigurvegari varð hin 17 ára gamla Ingrid Mikelíoníte. Uppselt var á úrslita- keppnina í iþróttahöll Vilnius. Fimm þúsund manns hylltu Ingrid eftir að hún hafði verið valin úr hópi 150 keppenda. Sigurvegar- ans bíða ekki samningar hjá fræg- um tískublöðum eins og vaninn er vestantjalds heldur ætlar hún að einbeita sér að stúdentsprófínu sem stendur fyrir dyrum nú í vor. Einu verðlaun Ingridar eru þau að hún má sem heiðursgestur taka þátt í keppninni Ungfrú Póliand sem haidin verður í júní í hafnar- bænum Sopot. COSPER - Er þetta hjá tannlækninum? Ég get því miður ekki komið þar sem ég fæ enga barnapíu til þess að passa bangsann minn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.