Morgunblaðið - 25.03.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 25.03.1988, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Minning: * Arsæll Jónsson húsasmíðameistari Fæddur 31. janúar 1928 Dáinn 18. mars 1988 Eftir langa baráttu við þungbær veikindi er nú fallinn frá Arsæll Jónsson starfsmaður Akraneskaup- staðar. Um 35 ára skeið starfaði Ársæll í slökkviliði Akraness og var varaslökkviliðsstjóri um árabil. Hann tók virkan þátt í uppbyggingu slökkviliðsins og á sinn þátt í því að gera það að því öfluga og vel búna liði sem það er í dag. 'Þannig skilur Ársæll eftir sig spor sem .0 ^eðslurafhlaöas.^^.^. SSfeSST- . Tracer“Sérle9avönduðr^élmeðni hléðslurathlöðuAiv®rr hn|)urT1 Stór SSSjfSfi-- • Tveg9Ía r®k*l,.n ratmagnsrakv • Sérlega vönduð og nútíman'eg honnun.Fliótand' rakhausar með 9u ritumhvor. Bartskeri. Halli a vélarhaus sem auðveldarratóturá ertiöaristoðum.Fer vel í hendi. HIHðarpokitylQ • Fáanleg I rauðu og svörtu. .Priggla^r ratmagnsr^ HverhausmeðlZ siáHbrýnanó' sssssr 'sern auðve'öar þrit. Ivönduðtaska. '' •Dömu,akVés°S'SmhnÍblaöi.og ------- rakvél.Rakhausm^vé larhaus.auú- - i SSb-S'íT1’ * vikur við venjulega notk PHILIPS iHuEinzCBE^M ESZBISEIZEzniES} v <ö> He\rr\i»istaek' \ hf seint verða afmáð. Frá árinu 1982 starfaði Ársæll sem eftirlitsmaður eldvama á Akranesi og frá árinu 1985 bættust Skilmannahreppur og Innri-Akraneshreppur við skyldu- störf hans. Slökkviliðið átti hug Ársæls allan og því var honum ljúft að sinna skyldum sínum af natni og alúð. Ársæll skilaði farsælu starfi til bæjarfélagsins sem aldrei verður að fullu þakkað. Með þessari fátæklegu kveðju bæjarstjómar og starfsmanna Akraneskaupstaðar eru innilegustu samúðarkveðjur sendar eftirlifandi eiginkonu Ársæls, Margréti Ágústsdóttur, bömum þeirra og aðstandendum. Virðingarfyllst, Gísli Gíslason Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Þyrli Félagar í Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi sjá nú á bak einum fé- laga sinna, Arsæli Jónssyni, húsa- smíðameistara, sem andaðist um aldur fram 18. mars sl. 60 ára gam- all. Ársæll var aldursforseti klúbbs- ins og var fyrstur félaga til að ná 60 ára aldri en það varð hinn 31. janúar sl. Ársæll var þá orðinn fár- sjúkur maður og sýnt að hvetju stefndi þannig að fátt gat orðið um fagnað meðal klúbbfélaga með hon- um_á þessum afmælisdegi. Ársæll var fæddur á Akranesi. Ólst þar upp og bjó þar allan sinn aldur. Hann var næstyngstur sjö bama þeirra hjónana Guðrúnar Jó- hannesdóttur og Jóns Péturssonar, viktarmanns í Sandvík, en svo hefur húsið á Vesturgötu 77 ætíð verið nefnt og í daglegu tali meðal fólks var hann gjaman kallaður Alli í Sandvík. Ársæll var húsasmíðameistari að iðn og lengst af starfsferils síns vann hann við smíðar, húsasmíðar og skipasmíðar, ýmist hjá öðmm eða á eigin vegum. Hin síðustu ár var hann umsjónarmaður Slökkvi- stöðvar Akraness en hann hafði lengi verið slökkviliðsmaður og m.a. gegnt starfi varaslökkviliðsstjóra. Arsæll var með hærri mönnum að vexti og vel á sig kominn. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum og var einlægur og áhugasamur þar sem hann tók til hendi. Það sem einkenndi hann mjög í daglegri umgengni og á góðri stund var gáskafull gamansemi, græskulaus og upplífgandi, sem kom öðrum jafnan í gott skap. Við félagamir í Kiwanisklúbbnum Þyrli nutum í nkum mæli þessa ágæta eiginleika Ársæls. Kiwanisklúbburinn Þyrill tók til starfa á árinu 1970 og gekk Ársæll í upphafí í klúbbinn og tók þátt í starfi hans allt til síðustu stundar. Starfsemi klúbbsins hefur ávallt verið mjög blómleg og félagar verið virkir. Ársæll lét þar sinn hlut ekki eftir liggja og hér skulu honum færðar þakkir frá klúbbfélögum fyrir þann góða skerf, sam hann lagði að mörkum í þágu sameigin- legra markmiða. Hér mætti margt tina til, en þeim sem þessar línur ritar er minnisstætt, er sendinefnd fór frá klúbbnum um hvítasunnu árið 1974 til að taka við hinum kunna kútter Sigurfara, sem klúbb- urinn hafði forgöngu um að fá frá Færeyjum. Kútterinn hafði verið tekinn í tog a_f öðru skipi og var nú að koma til íslands aftur. Vorum við þrír félagar í nefndinni og var Arsæll einn þeirra. Var ekið sleitu- laust frá Akranesi til Neskaupstað- ar aðfaranótt hvítasunnudags og kúttemum veitt viðtaka þar árla morguns er hann lagðist að bryggju. Eftir skamma viðdvöl og hvfld var snúið aftur til Akraness og haldið suður fyrir. Var öllum hringveginum lokað á einum og hálfum sólarhring. Fráfall Ársæls Jonssonar ber að allt of fljótt. í hugum þeirra, sem hann hafði samneyti við ríkja tregi og söknuður um þessar mundir. Þyngst kemur þetta þó niður á hans nánustu, eiginkonu og böm- um. Árið 1953 steig Ársæll það heillaspor að eiga elskulega og mæta konu, Margréti Ágústsdóttur frá Þingeyri í Dýrafírði. Síðan hafa þau búið saman í hamingjuríki hjónabandi og lifir Margrét mann sinn ásamt fjórum uppkomnum bömum þeirra, Guðmundi, Guð- rúnu, Eddu og Gunnari. Við þessi þungbæm tímamót senda Kiwanis- félagar á Akranesi hugheilar sam- úðarkveðjur til Margrétar, bama þeirra og annarra aðstandenda, sem eiga um sárt að binda. Blessuð sé minning hins glað- sinna féiaga okkar, Ársæls Jóns- sonar. F.h. félaga í Kiwanis- klúbbnum Þyrli, Guðmundur Vésteinsson 6 HITACHI HUOMTÆKJASETT með geislaspilara og fjarstýríngu Verð með geíslaspilara: kr. 63.100 kr. 59.945,- stgr. Verð án geislaspilara: kr. 44.000,- kr. 41.800,- Meiriháttar tæki á ótrúlegu verði. Góð afborgunarkjör.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.