Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 39

Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 39 Aðalfundur Eimskipafélags íslands Hlutabref keypt fyrir 61 milljón EIMSKIPAFÉLAGIÐ átti í árslok 1987 hlutafé f 14 hlutafélögum, að verðmæti 219 miiyónir. Á síðasta ári fjárfesti félagið i hluta- bréfum í öðrum fyrirtækjum að upphæð 61 miljjón króna. Halldór H. Jónsson stjómarformaður sagði á aðalfundi Eimskips i gær að arður af þessum fjárfestingum væri enn rýr, en það væri skoðun félagsins að hann muni aukast á næstu árum. Eimskip átti f árslok 1987 eignarhlut í eftirtöldum fyrir- tækjum: 16,4% hlut í Árlaxi hf; 22% hlut í DNG hf; 20% hlut í ferðaskrif- stofunni Úrval hf; 17,4% hlut í Fjár- festingarfélagi fslands hf; 23,6% hlut f Flugleiðum hf; 5,3% hlut í Iðnaðar- bankanum hf; 5,9% hlut í íslenskri endurtryggingu hf; 35,6% hlut f Póls- tækni hf; 2,6% hlut í Skeljungi hf; 2,4% hlut í Slippstöðinni hf; 22,2% hlut í Tollvörugeymslunni hf; 33,3% hlut í Tækniþróun hf; 5,8% hlut í Verzlunarbankanum hf; 1,4% hlut í Þróunarfélagi íslands hf. auk annara innlendra hlutabréfa. Halldór sagði að þau hlutabréfa- kaup sem mestu máli hefðu skipt á árinu voru f Iðnaðarbankanum og Fjárfestingarfélagi íslands. Hann gat þess einnig að í ársbyijun 1988 hefði Eimskip aukið hlutafláreign sína í Flugleiðum. Á fundinum gagnrýndi Bent Sche- ving Thorsteinsson hlutabréfakaup Eimskips þar sem vextir af þeirri flárfestingu hefðu verið neikvæðir. Metflutningar Eim- skips á síðasta ári HALLDÓR H. Jónsson stjórnar- formaður Eimskipafélags ís- lands hf. sagði f ræðu sinni á aðalfundi félagsins í gær að búist væri við nokkrum samdrætti f ingar verið í höndum erlendra aðila en Halldór sagði að Eimskip hefði talið eðlilegt að afla sér aukinnar þekkingar á þessu sviði. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Eimskips flytur skýrslu stjómar á aðalfundi félagsins í gær. Við borðið sitja Davíð Oddsson borgarstjóri, sem var fundarstjóri, og Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim- skips. Skipulagt til ársins 2000 Skýringarmynd af skipum þeim sem Eimskip hefur nú fest kaup á. Skipin era þau stærstu í eigu íslend- inga. LOKIÐ verður við gerð nýrrar heildaráætlunar um uppbygg- ingu og skipulag flutningamið- stöðvar Eimskips við Vatnagarða f Sundahöfn f Reykjavík og nær þessi áætlun fram til ársins 2000. Er unnið að þessu verkefni með ráðgjafafyrirtækinu Booz-Allen og Hamilton. Þetta kom fram í máli Halldórs H. Jónssonar stjómarformanns fé- lagsins á aðalfundinum og einnig að gengið hefði verið frá tveimur lóðaleigusamningum á síðasta ári, annarsvegar við bæjarstjóm Vest- mannaeyja og hinsvegar við bæjar- stjóm Hafnarfjarðar. Sagði Halldór að þessir samningar sköpuðu félag- inu trausta framtíðaraðstöðu á þessum stöðum. flutningum á þessu ári, einkum á sfðari hluta ársins. Fram kom f ræðu hans að flutningar hafa aldrei verið meiri en á sfðasta ári og nýting flutningakerfis fé- lagsins góð. Heildarflutningar Eimskips árið 1987 námu samtals 902 þúsund tonnum sem er 14% aukning frá fyrra ári. Má rekja þetta til meiri inn- og útflutnings en markaðshlut- deild félagsins var svipuð og árið 1986. Halldór sagði þó í ræðu sinni að Norður-Atlantshafsflutningamir hefðu nokkumveginn staðið í stað og samkeppni harðnað verulega á þeim markaði og flutningsgjöld Iækkað. Halldór sagði þessa flutn- inga þó skipta félagið verulega miklu máli til að geta nýtt betur þau skip sem félagið rekur milli Islands og Norður-Ameríku. Hann gat þess einnig að veruleg óvissa væri um framhald flutninga fyrir Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. Halldór nefndi að Eimskip hefði á síðasta ári hafið þátttöku í út- flutningi á laxaseiðum í tankbátum og hefði verið gengið frá leigu á skipum til slíkra flutninga á þessu ári. Fram til þessa hafa þessir flutn- Engin breyt- ing á stjórn ENGIN breyting varð á stjórn Eimskips á aðalfundi félagsins í gær, þar sem þeir, sem ganga áttu úr stjórninni, voru allir end- uritjörair. Ur stjóminni áttu að ganga Ind- riði Pálsson, Hjalti Geir Kristjáns- son, Benedikt Sveinsson, Thor Ó. Thors og Gunnar Ragnars. Tillaga kom fram um endurkjör þeirra og voru þeir sjálfkjömir til næstu tveggja ára. Fyrir vom í stjóminni Halldór H. Jónsson, Jón Ingvarsson, Pétur Sigurðsson og Jón H. Bergs. Hagnaður af rekstri Eim- skips annað árið í röð Séð yfir salinn á aðalfundi Eimskipafélags íslands á Hótel Sögu í gær. HAGNAÐUR af rekstri Eim- skipafélags íslands hf. á síðasta ári varð 272 mil\jónir króna. Svaraði það til 6% af rekstrar- tekjum og er þetta annað árið i röð sem félagið skilar hagnaði. Hagnaður félagsins 1986 nam 239 milþ'ónum króna eða 6,5% af rekstrartekjum. Félagið greiðir nú tekjuskatt í fyrsta skipti í mörg ár. Á árinu störf- uðu að meðaltali 800 starfsmenn hjá Eimskip en voru 785 árið áður, og námu launagreiðslur 849 milljónum króna. í ársreikningi Eimskips, sem Hörður Sigurgestsson forstjóri fylgtii úr hlaði á aðalfundi félagins, kemur fram að rekstrartekjur vom 4,4 milljarðar króna og er veltu- aukning 20% milli ára, en 3% að frádregnum verðlagsbreytingum. Hörður sagði að rekstrartekjur fé- lagsins hefðu hækkað um 6,5% frá árinu 1983 á sama tíma og flutn- ingsmagn félagsins hefði aukist um 45% og endurspegluðu þessar stærðir þá hagræðingu sem náðst hefði í rekstri Eimskipafélagsins. Rekstrargjöld námu á sfðasta ári 4,1 milljarði króna og hækkuðu um 23% frá síðasta ári eða um 5,3% að raungildi. Rekstrarhagnaður án flármunatekna og gjalda nam 321 milljón og lækkaði um 16 milljónir frá síðasta ári vegna gengisþróun- ar. Hinsvegar hækkuðu vaxtatekjur og verðbætur um 72% milli ára meðan vaxtagjöld hækkuðu um 30%. Hækkun vaxtatekna sagði Hörður að stafaði af góðri lausafjár- stöðu og háum vöxtum innanlands meðan vaxtagjöld og verðbætur væru aðallega vextir af erlendum og innlendum langtímalánum. Raunvextir af erlendum lánum hefðu í flestum tilfellum verið nei- kvæðir og gengistap félagsins var 14 milljónir króna á árinu miðað við 142 milljónir 1986 enda hækk- aði meðalverð erlendra gjaldmiðla aðeins um 1% á árinu. Fjármunatekjur voru alls 157 miHjónir og var það í fyrsta skipti í 7 ár sem sá liður er jákvæður. Höiður sagði að þar réði að mestu leyti hátt vaxtastig innanlands með- an erlendir raunvextir voru nei- kvæðir miðað við innlenda verðlags- þróun. Hagnaður fyrir tekju- og eignaskatt var 478 milljónir en reiknaður skattur var 206 milljónir, svo hagnaður varð alls 272 milljón- ir. Árið 1986 var reiknaður tekju- og eignaskattur 19 milljónir en fé- lagið hefur getað yfirfært rekstr- artap frá fyrri árum og því ekki borgað tekjuskatt. VeltuQármunir félagsins á síðasta ári var 1.770 milljónir króna og hafði veltufjárhlutfallið hækkað úr 1,51% 1986 f 1,73% árið 1987. Eigið fé félagsins var í árslok 1987 1.860 milljónir og hafði hækkað um 41% frá fyrra ári. Hörður sagði eig- ið fé Eimskips hafa aukist um tæp 56% frá 1979-1987 á föstu verðlagi og raunvöxtur eigin fjár á þessu tímabili hefði því verið 5,7% á ári að jafnaði. Hlutfall eigin fjár af heildarfjármagni er 44%. Samþykkt var á fundinum að tvöfalda hlutafé félagsins úr 270 milljónum f 540 milljónir með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Þá var samþykkt að greiða 10% arð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.