Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 21

Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 21 Saga Reisen í Sviss: Enginn selur fleiri íslandsferðir Morgunblaðið/Sverrir Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri, Beat Iseli og Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins skoða bækling Saga Reisen. SAGA Reisen heitir svissnesk ferðaskrifstofa, sem hefur und- anfarin 10 ár sérhæft sig í Is- landsferðum. Þótt aðeins um l*/2% af heldarferðamanna- fjölda, sem hingað kom i fyrra, eða um 1800 manns, hafi ferð- ast á vegum skrifstofunnar, er fyrirtækið stærsti stærsti er- lendi söluaðili íslandsferða. Eigandi Saga Reisen, Beat Is- eli, er staddur hérlendis á 10 ára afmæli fyrirtækisins og er að vinna að undirbúningi háannatím- ans í sumar. Fyrirtæki hans er að fara inn á nýjar brautir við að kynna ísland fyrir svissneskum ferðamönnum. Meðal annars hefur Iseli látið gera V2 mínútu langa sjónvarpsauglýsingu, sem sýnd verður í svissnesku sjónvarpi í apríl og maí, og einnig hefur hann náð samstarfí við stóra svissneska ferðaskrifstofu, sem nú auglýsir íslandsferðir í aðalbæklingi sínum, ásamt öðrum orlofsferðum. Að ! sögn Iselis er hvort tveggja mikill áfangi í því starfí að kynna ís- landsferðir svissneskum almenn- ingi; ólíkt því sem hér tíðkast eru auglýsingar frá ferðaskrifstofum sjaldséðar í svissnesku sjónvarpi og ferðir hingað hafa ekki, fyrr en nú, fengið inni í bæklingum yfír allar orlofsferðir sem sviss- neskum almenningi stendur til boða. Iseli hyggur einnig í sumar á landvinninga á ítölskum mark- aði, í framhaldi af því að Amar- flug er nú að hefja áætlunarflug til Mílanó. Hann gerir ráð fyrir að flytja hingað í sumar 4-500 ítalska ferðamenn, auk um það bil 2000 svissneskra. Iseli hefur gefíð út litprentaðan bækling um íslands- og Græn- landsferðir Saga Reisen og ritar Matthías A. Mathiesen samgöngu- ráðherra ávarp í bæklinginn og fer lofsamlegum orðum um starf fyr- irtækisins hérlendis. Hið sama hefur Jonathan Mozfeldt formaður grænlensku landsstjómarinnar gert. Kjartan Lámsson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins og Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri sögðu að viðurkenning af þessu tagi segði meira en mörg orð um hve góðan orðstír Saga Reisen hefur getið sér hérlendis. Viðskiptavinir Saga Reisen em á öllum aldri og úr flestum stétt- um, að sögn Iselis. Þó sagði hann að nokkuð vantaði á að tekist hefði að selja fjölskyldufólki með börn ferðir hingað. Flestir ferðamann- anna ferðast um landið þvert og endilangt en að sögn Iselis ver um það bil þriðjungur þeirra sem hing- að koma á hans vegum mestum tíma sínum í Reykjavík, býr á hóteli meðan á allri dvölinni stend- ur og fer í stuttar kynnisferðir til áhugaverðra staða. Beat Iseli sagði að ferðir til íslands væm talsvert dýrari fyrir Svisslendinga en sólarlandaferðir en væm fylli- lega samkeppnishæfar við ferðir til annarra Norðurlanda, sem væri helsti samkeppnismarkaðurinn. Fjölbreyttar ferðir em í boði en algeng tíu-fjórtán daga ferð kostar um 2000 svissneska franka, 56 þúsund íslenskar krónur, og er gisting þá innifaldin sem og skoð- unarferðir. Á vegum Saga Reisen starfa íslenskir leiðsögumenn og meðal samstarfsaðila fyrirtækisins má nefna Samvinnuferðir, Guð- mund Jónasson og Ferðaskrifstofu ríkisins. Útivist: Fjölbreyttar páskaferðir FERÐAFÉLAGIÐ Útivist gengst fyrir lengri og skemmri ferðum til ýmissa áfangastaða um pásk- ana. Á skírdag, föstudaginn langa, laugardag og annan dag páska verða famar dagsferðir. Lagt verð- ur af stað frá BSÍ klukkan 13. Meðal áfangastaða er Tröllafoss en einnig verður farin 10. gangan í ferðasyrpu, þar sem gengið er með ströndum í landmámi Ingólfs. Boðið er upp á fleiri ferðir, meðal annars verður farið til kræklingatínslu. Útivist gengst einnig fyrir 3 og 5 daga ferðum í Þórsmörk og á Snæfellsnes. í Þórsmerkurferðum er gist í skála félagsins í Básum. Skipulagðar eru lengri og skemmri gönguferðir um Mörkina og meðal annars er í boði 5 daga skíðagöngu- ferð á Fimmvörðuháls. Á Snæfells- nesi er gist í félagsheimilinu Lýsu- hóli í Staðasveit. Auk Jökulgöngu verða famar strandgöngur á þekkt- ar jafnt og lítt þekktar slóðir. Nánari upplýsingar um ferðir Útivistar em veittar á skrifstofu félagsins að Grófinni 1. GEFÐU FERMINGARBARNINU HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐU FRÁ NESCO LAUGAVEGI H LJÓMTÆKJ ASAMSTÆÐUR FRÁ 13.900 KR. < </) £ Hljómtækjasamstæöa er vinsælasta ferm- ingargjöfin. Hjá Nesco Laugavegi færðu v.þýskar Schneider og japanskar Akai hljómtækjasamstæður í miklu úrvali. Hvaöa samstæöu langar þig helst til að gefa? Schneider midi 2100 *40 wött *tvöfalt kassettutæki *tengi fyrir hljóðnema og höfuðtól *hraðupptaka *stöðug spilun *plötuspilari *kostar aðeins I3.900k|r- (stgr.) Schneider midi 2600 *80 yvött *þráðlaus fjarsfyring *útvarp með fm-, mið- og lang- bylgju *5 banda tónjafnari *tvöfalt kassettu- tæki *hraðupptaka og stöðug spilun *sjálf- virkur veljari fyrir króm- og normal kassettur *plötuspilari með magnetísku tónhöfði *geislaspilari með 16 laga minni og 3ja geisla tónhöfði *góðir hátalarar *svartur skápur *kostar aðeins 26.900 kr. (stgr.) Með geislaspilara 38.800 kr. (stgr.) Akai m-312L * 180 wött *digital útvarp með fm-, mið- og langbylgju *16 stöðva minni *5 banda tónjafnari *tvöfalt kassettu- tæki *hraðupptaka og stöðug spilun *sjálf- virkur veljari fyrir króm- og normal kassettur *vandaður plötuspilari *góðir hátalarar *geislaspilari með 16 laga minni og 3ja geisla tónhöfði *kostar aðeins 35.900 kr- (stgr.) Með geislaspilara 47.8OO kr- (stgr.) Akai m-512L *220 wött *þráðlaus fjarstýr- ing *digital útvarp með fm.-, mið- og lang- bylgju *16 stöðva minni *5 banda tónjafn- ari *tvöfalt kassettutæki *hraðupptaka og stöðug spilun *vandaður plötuspilari *góðir hátalarar *geislaspilari með 16 laga minni og 3ja geisla tónhöfði *einnig til í breiðari útfærslu (42,5 cm) *kostar aðeins 41.800 kr. (stgr.) Með geislaspilara 53.700 (stgr.) Eigum einnig Schneider spp 112 *40 wött *kostar aðeins 18.900 kr- Schneider midi 2800 * 100 wött *kostar aðeins 35.900 kr- Athugiðl Hvergi lengri ábyrgð en hjá gKKUI1. ---------------——--------------------1 IRUGRI/EGUR HF Laugavegi 10, sími 27788

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.