Morgunblaðið - 10.10.1987, Side 18

Morgunblaðið - 10.10.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 AÐ RÆKTA LAUKí KRÚS Blóm haustlaukanna eru hisp- urslaus og frískleg. Þeim fylgir einkennileg hlýja sem fyllir okkur starfsgleði og lífslöngun eftir drungalegan vetur. En það er líka hægt að taka forskot á sæluna með því að rækta laukana í pott- um eða öðrum hentugum ílátum og láta þá blómstra innanhúss í stofu eða gróðurskála þótt enn gnauði vetur grimmt og kalt um glugga og þil. Einnig er hægt að rækta laukana í svalakössum ut- andyra ef hægt er að verja þá gegn umhleypingum vetrarveð- ranna. Við skulum taka ,jólalaukana“ fyrst. Sérstaklega undirbúna — svokallaða „prepareraða" — lauka má kaupa núna í flestum garð- yrkjuverslunum og blómabúðum. Þessir laukar hafa fengið þá með- ferð sem gerir mögulegt að „drífa" þá í blómgun löngu fyrir þeirra eðlilega blómgunartíma. Það eru einkum hýasintur og túlipanar sem svona er farið með en einnig er farið að bjóða krók- usa sem búið er að búa undir Jólablómgun". Aðferðin er í stór- um dráttum mjög svipuð þegar um er að ræða hýasintur, túlipana og krókusa. Aðalatriðið er að geyma ílátin með laukunum á svölum stað eftir að búið er að gróðursetja þá og halda jöfnum raka á moldinni. Heppilegasti gróðursetningartíminn er í lok september fram til októberloka ef laukamir eiga að ná því að blómstra um jól. Þeir þurfa nefni- lega 6—8 vikna kuldatímabil á meðan þeir eru að róta sig og koma sér af stað. En til að ein- falda málið skal ég setja dæmið upp fyrir hverja af þessum þrem aðaltegundum. Túlipanar Raðið laukunum þétt saman í potta eða skálar. í 11—12 senti- metra pott komast 5 laukar. — Skorðið laukana vel í venjulega pottamold. Hyljið þá ekki og pas- sið að mjói endinn snúi upp. Vökvið vel á eftir en hafið mold- ina ekki dýblauta. — Geymið síðan pottana á dimmum og svölum stað (9—12°C er heppilegur hiti) í 6—8 vikur. Haldið moldinni rakri allan tímann. í byrjun desember þegar spírumar em orðnar 5—7 senti- metra háar má venja túlipanana hægt við hærri hita (15—20°C) og fulla dagsbirtu. Sortin „Brill- iant Star“ með rauðum blómum á 15 sm háum stilk er auðveldust viðureignar en einnig má reyna við hinn sambærilega og gulblóm- strandi „Joffre“. Hýasintur Laukarnir em settir hver fyrir sig í 10 sm potta. Skorðið laukana til hálfs ofan í moldina og látið toppana á laukunum snúa upp. Vökvið á eftir og geymið pottana á dimmum og svölum stað (9°C er kjörhitinn) í 6—8 vikur. Fylgist með því að moldin sé rök allan tímann. Þegar spírumar hafa náð 3—5 sm hæð í byrjun desember má auka hitann hægt upp í 15—20°C en hafið laukana í myrkri þangað til sést í koll blómspímnnar á milli blaðanna, annars er hætta á að blöðin taki jrfirhöndina og skilji blómin eftir ofan í lauknum. — Heppilegasta hýasintusortin er hin bleika „Anna Marie“ en einnig má reyna við hina rauðblómstrandi „Jan Bos" og hina bláu „Ostara“. Krókusar Hnýðin em sett í potta eða lág- ar skálar með mold. Skorðið krókusahnýðin eins þétt saman og þau komast í ílátin og athugið að láta rótarkökuna snúa niður. Vökvið og geymið svo krókusaíl- átin á köldum stað (5—10°C) og haldið jöfnum raka á moldinni. Það er hægt að setja pottana í plastpoka og hafa í grænmetis- hólfi neðst í kæliskáp þessar 6—8 vikur sem rætingin tekur. Þegar spírumar á hnýðunum hafa náð 3—5 sm hæð má venja krókusana ofurhægt við hærri hita og láta þá njóta fullrar birtu í glugga. Krókusamir standa miklu lengur í blóma ef hægt er að halda hitan- um í lágmarki, 12—15°C er heppilegt. Auðveldasta krókuss- ortin til þessara nota er hin dökkfjólubláa „Rememberance“. í næsta pistli mun ég skrifa um jólalilju og amaryllis til jóla og fjalla nánar um „svalakassa- ræktun" á haustlaukum. Hafsteinn Hafliðason KongoROOS KULDASKÓR STERKIR OG ÞÆGILEGIR St. 30-39. Verð kr. 2.250.- St. 40-47. Verð kr. 2.550.- UTIUF Glæsibæ, sími 82922. stkröfusími 82922 Fjárskaðar í Leirár- sveit í norð- anáhlaupi Hvannatúni í Andakíl. MIKIÐ norðanveður með snjó- komu gerði á nokkrum bæjum í Leirársveit aðfaranótt þriðju- dags. Fé var á túnum og leitaði skjóls í skurðum. Fimm lömb drápust þannig í snjó og krapi á Leirá. Veðrið var mjög staðbundið við bæi undir Skarðsheiðinni sunnan- verðri. Hvassast var á Leirárgarða- bæjum, Leirá, Hávarsstöðum og Hlíðarfæti. Rignt hafði mikið um helgina og mikið vatn í skurðum, þegar fraus aðfaranótt þriðjudags og snjóaði, leitaði fé skjóls í skurð- um, blotnaði og fennti í kaf. Bændur voru að bjarga kindum um nóttina, en erfitt var um vik vegna dimmviðris og hálku. Það reyndist erfitt að reka fé og ganga varð á undan farartækjum. Skátar frá Akranesi komu nokkr- um bændum til hjálpar og vildi Ásgeir Kristinsson á Leirá, viðmæl- andi fréttaritara, koma á framfæri þakklæti til þeirra. Snjóinn skefur úr heiðinni og á miðvikudaginn sáust ummerki snjóflóða í heiðinni. Svipað veður gerði í október 1980 með álíka afleiðingum. Þá var eins og nú marauð jörð norðan heiðar- innar. Eftir er að smala úthaga og kanna afleiðingar veðursins þar. - D.J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.