Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 33
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 33 „Hér á landi hefur enginn maður haft trú á því að bandalagið næði þvi markmiði sínu að sameinast í einni efnahagslegri heild. Það er ekki fyrr en fyrst nú að menn eru að átta sig á því hvað raun- verulega er að gerast,“ segir Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkisnefndar Alþingis. arsáttmálans segir að veiðiheimildir annarra í efnahagslögsögu strandríkis gildi ekki ef efnahagur strandríkisins byggir að mjög miklu leyti á hagnýtingu auðlinda í sér- efnahagslögsögu þess. Ég benti viðmælendum mínum hjá EB á að ef bandalagið þyrfti að veija það fyrir öðrum ríkum, að hafa gert samninga við íslendinga án þess að fá fiskveiðiheimildir í landhelgi okkar, gætu þeir vitnað til þess að sérréttindi íslendinga væru ekki aðeins söguleg heldur einnig al- þjóðleg lög,“ segir Eyjólfur Konráð og hann nálgast þetta einnig frá öðru sjónarhomi: „Meginstefna Evrópubandalagsins er að hagnýta fjármagn, vinnuafl og þekkingu eins vel og hægt er. Það liggur í augum uppi að við Islendingar get- um fiskað á íslandsmiðum, ódýrar, með minna vinnuafli, minna fjár- magni, af meira öryggi og framleitt betri vörur en aðrir. Ef EB ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér ætti það að leggja áherslu á að íslend- ingar nýttu einir auðlindir hafsins umhverfis landið. A þessi rök hlust- uðu þeir.“ Eyjólfur segir að utanríkisnefnd hafí átt viðræður við Callagher, yfirmann sjávarútvegsdeildar EB, og hafi hann útskýrt fiskveiðistefnu bandalagsins. „Bæði hann og allir aðrir sem við hittum að máli vilja leita leiða til að ísland geti notið góðra samninga." En skilja þeir sjónarmið íslendinga? „Það gera þeir,“ svarar Eyjólfur Konráð, „þ. á m. Callagher. Hann túlkaði að vísu stefnu bandalagsins í fisk- veiðimálum nokkuð harkalega í byrjun fundar. Við tókum öll fast á móti og hann hlustaði á okkar rök, um það sammfærðist ég í há- degisverði eftir fundinn." Eyjólfur segir að EB vilji að fram fari samtöl, „dialogue", á milli Ís- lands og bandalagsins um samskipti ríkjanna. „Alvarlegri er nú krafan ekki.“ Eyjólfur Konráð telur að þar megi ræða að EB fengi veiðiheim- ildir í landhelginni gegn því að íslendingar fái a.m.k. jafnmiklar veiðiheimildir í landhelgi aðild- arríkjanna: „Einnig er hugsanlegt að Islendingar skuldbindi sig til þess að flytja ákveðinn hluta af fiskaflanum á Evrópumarkaðinn, jafnvel þó við eigum nú í vandræð- um að uppfylla óskir viðskiptavina okkar í Bandaríkjunum. Við vorum öll ánægð eftir fund- ina og bjartsýn á að hægt sé að ná hagstæðum samningum við EB. En í þeim þurfa allir að standa saman enda ekki ástæða til annars. í þessum efnum er ekki þörf á óða- goti heldur á að rækta jarðveginn og treysta tengslin sem stofnað hefur verið til,“ segir Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, formaður utanríkis- nefndar. ÓBK Frá Skálholti ur á sunnudag: mendur á síðasta ári iur settur í 16. sinn sunnudaginn 11. fsins með guðsþjónustu í Skálholts- á BSÍ klukkan 9 árdegis. Eru allir ngu Skálholtsskóla velkomnir, segir verið efnt til fullorðinsfræðslu fyrir nærsveitunga í Amessýslu. Um er að ræða kvöld- og helgamámskeið í ýmsum almennum greinum sem nýtast atvinnuvegum í héraðinu. Ahugi hefur verið það mikill að ekki hefur verið hægt að sinna öllum beiðnum, sem borist hafa. í þriðja lagi hefur skólinn stofnað til fjöl- margra námskeiða og ráðstefna haust og vor, sem tengjast kirkju- og menningarmálefnum. I fjórða lagi tekur skólinn við fræðimönnum og öðrum, sem vilja stunsda fræði sín og hugðarefni í næði. Fjöldi nema í Skálholtsskóla fer vaxandi. A síastliðnu ári voru um 500 manns, sem stunduðu nám við skólann með einum eða öðrum hætti. Umræður fara nú fram um hvemig staðið skuli að enn aukinni starfsemi -Skálholtsskóla. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ASGEIR SVERRISSON Aukið varnarsamstarf Frakka og V-Þjóðverja AUKIN áhersla ráðamanna í Frakklandi og Vestur-Þýskalandi á samvinnu ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála hefur eðli- lega vakið mikla athygli. Nýlega lauk umfangsmestu samæfing- um herafla ríkjanna í Vestur-Þýskalandi og við það tækifæri skýrði Francois Mitterrand Frakklandsforseti frá því að viðræð- ur hefðu farið fram um að koma á fót sameiginlegu vamarmála- ráði ríkjanna sem síðar gæti orðið vettvangur samhæfingar öryggismálastefnu ríkja Vestur-Evrópu. Sérfræðingar telja að verði raunin þessi, marki það merkustu þáttaskil í sögu varnar- mála Vestur-Evrópu frá því Frakkar ákváðu að draga sig út úr sameiginlegu varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins árið 1966. Franskir og vestur-þýskir embættismenn tóku að ræða stofnun varnarmálaráðsins í sum- ar. Á fréttamannafundi sem boðað var til að afloknum sameiginleg- um heræfíngum sagði Mitterrand að með stofnun þess gæfist ríkjunum tveimur tækifæri til að samræma stefnumótun á sviði öryggismála auk þess sem unnt yrði að vinna að rannsóknum inn- an vébanda þess og samhæfa viðbúnað herafla ríkjanna. Forset- inn sagði áætlanir þessar enn vera á umræðustigi en tók skýrt fram að bæði ríkin teldu þetta fýsilegan kost. Að sögn ónafn- greindra vestur-þýskra embættis- manna er hugsanlegt að ráðinu verði formlega komið á fót í jan- úar á næsta ári en þá verða liðin 25 ár frá því að ríkin gerðu með sér vináttusáttmála, sem enn er í gildi. I samræmi við stefnu NATO Francois Mitterrand sagði varnarmálaráðið vera í fullu sam- ræmi við stefnu Atlantshafs- bandalagsins og ítrekaði að Frakkar væru fullgildir aðilar að bandalaginu þó svo þeir tækju ekki þátt- í hernaðarsamvinnu ríkja þess. Vestur-þýskir embætt- ismenn hafa tekið í sama streng og sagt að með stofnun ráðsins sé ekki verið að veitast að Banda- ríkjamönnum eða væna þá um ofríki innan NATO. Hins vegar er vitað að nokkrir ráðamenn í ríkjum Vestur-Evrópu eu ekki fyllilega sáttir við framgöngu Bandaríkjastjómar í afvopnunar- viðræðum risaveldanna. Þannig hafa bæði franskir og breskir embættismenn ekki legið á þeirri skoðun sinni að aðkallandi sé að koma á jöfnuði með ríkjum Atl- antshafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsis á sviði hefðbundins herafla. Hafa ýmsir þeirra lýst yfir því að samkomulagsdrög sem nú liggja fyrir um upprætingu skammdrægra og meðaldrægra kjamorkuflauga á landi treysti enn frekar ógnvænlega yfirburði Sovétmanna á sviði hefðbundins vígbúnaðar og efnavopna. Nær- tækara hefði því verið að freista þess að ná samningum um þetta atriði áður en samið yrði um kjamorkúflaugarnar. Þá hafa þær raddir heyrst að Bandaríkjastjóm hafi farið offari í þessum efnum því stjómvöldum vestra hafi verið umhugað um að treysta stöðu sína eftir að uppvíst varð um leynilega vopnasölu til írans. Loks hafa ráðamenn í Vestur- Evrópu af því nokkrar áhyggjur að Bandaríkjamenn gangi á bak skuldbindingum sínum um að verja Evrópu á átakatímum og kunni uppræting kjamorkuflauga í Evrópu að marka upphaf þessa. Nokkrir Tulltrúar á Bandaríkja- þingi hafa hvatt til þess að vamarsamstarf Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu verði tekið til end- urskoðunar þar eð Evrópuríkin leggi ekki nógu mikið af mörkum Francois Mitterrand Frakk- landsforseti og Hehnut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands er þeir kynntu sér sameiginlegar æfingar hersveita ríkjanna sem fram fóru í Vestur-Þýskalandi. í þágu eigin vama. í síðasta mán- uði átti George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, viðræður við nokkra háttsetta embættismenn í ríkjum Vestur-Evrópu og var sú för m.a. farin til að sannfæra stjómvöld um að Bandaríkjamenn hygðust standa við skuldbinding- ar sínar og fullt samráð yrði haft við bandamenn Bandaríkjanna varðandi framhald afvopnunar- viðræðna. Viðbrögð ríkja V- Evrópu Þrátt fyrir áhyggjur einstakra manna og ýmissa háttsettra emb- ættismanna Atlantshafsbanda- lagsins náðist um það samkomu- lag á ráðherrafundum NATO í Stavanger og Reykjavík fyrr á þessu ári að Bandaríkjastjóm bæri að stefna að samningi við Sovétmenn um upprætingu skamm- og meðaldrægra flauga. Samhliða þessu tóku fulltrúar ríkisstjóma Frakklands, Bret- lands og Vestur-Þýskalands að ræða hvemig bregðast bæri við breyttri stöðu öryggismála í Vest- ur-Evrópu yrði raunin þessi. Vitað er að ríkisstjómir Frakklands og Bretlands óttast að þær muni sæta vaxandi þrýstingi um að skera niður eigin kjamorkuher- afla taki stórveldin að ræða fækkun langdrægra kjamorku- eldflauga í kjölfar samkomulags um útrýmingu meðal- og skamm- drægra kjamorkuvopna. Um síðustu mánaðamót bámst fréttir um að embættismenn ríkjanna hygðust ræða leiðir til að sam- hæfa aðgerðir þeirra kafbáta ríkjanna sem bera kjamorkuvopn. Fyrr á þessu ári lagði Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, til að Frakkar og Vestur- Þjóðveijar kæmu á fót sameigin- legri herdeild til að treysta samvinnu ríkjanna á sviði örygg- is- og varnarmála. Ýmsir sérfræð- ingar hafa látið í ljós efasemdir um hugmynd þessa og bent hefur verið á að erfitt kunni að reynast að ná samkomulagi um hvort ríkið skuli hafa með höndum yfirstjóm herdeildarinnar. Hins vegar skýrði dagblaðið Fínancial Times frá því nú nýverið að herdeildin myndi lúta stjóm franskra herforingja og kvaðst blaðið hafa traustar heimildir fyrir þessu. Sameigin- legar æfingar herafla ríkjanna í lok septembermánaðar þykja sýna að hugur fylgir máli en í þeim tóku þátt sérsveitir franska hers- ins sem meðal annars er ætlað að treysta vamir Vestur-Þýska- lands ákveði Sovétmenn að gera árás til vesturs. Er þetta í fyrsta skipti sem ríkin tvö skipuleggja í sameiningu umfangsmiklar he- ræfíngar en frönsku sveitimar vom stofnaðar árið 1983. Breytt afstaða Frakka? Hitt þykir mörgum merkilegra að ýmis teikn em á lofti um að Frakkar telji að samkomulag stór- veldanna um fækkun kjamorku- vopna í Evrópu leggi þeim á herðar nýjar skuldbindingar varð- andi vamir Vestur-Evrópu. Yfir- lýsingar franskra ráðamanna að undanfömu þykja sýna að þeim sé einnig umhugað um að treysta sambandið við önnur aðildarríki NATO en allt frá árinu 1966 hafa Frakkar áskilið sér rétt til að standa utan hugsanlegra átaka í Evrópu. Þegar æfingum vestur- þýsku og frönsku hersveitanna var lokið sagði Mitterrand Frakk- landsforseti, að tveir þættir lægju til gmndvallar öryggi Frakklands; Atlantshafsbandalagið og sjálf- stæð fælingarstefna. Vamarmálasérfræðingur hins virta tímarits The Economist seg- ir hins vegar að frönsk stjómvöld séu að gera sér ljósa þá örðug- leika sem fylgi því að halda frönskum hersveitum utan vam- aráætlana NÁTO-ríkjanna. Segir hann þetta hafa komið berlega í ljós í æfingunum í Vestur-Þýska- landi. Frönsku hermennimir hafí ekki þekkt reglur um framkvæmd æfínga sem þessara og frönskum stjómmálamönrium hafí verið umhugað um að halda sveitunum utan herstjómar NATO. Lætur hann þá skoðun í ljós að æfíng- amar í Vestur-Þýskalandi kunni að reynast sérlega mikilvægar þar eð Frakkar geri sér nú betur en áður grein fyrir afleiðingum „ein- angrunarstefnu" sinnar. Sameig- inlegt vamarmálaráð Frakklands og Vestur-Þýskalands getur því markað stefnubreytingu af hálfu franskra stjómvalda og mun vafa- laust verða til þess að skapa umræður um sjálfstæða stefnu- mótun ríkja Vestur-Evrópu á sviði öryggis- og vamarmála. Heimildir: Fiaaacial Times, The New York Times, The Economist og News- week.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.