Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 17
t- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Áskorun tíl Ríkisút- varpsins - Siónvarps eftir Svanhildi Halldórsdóttur Þann 7. október hlýddi ég á eink- ar athyglisvert viðtal í Dægurmála- útvarpi Rásar 2 við Hrafn Gunnlaugsson, dagskrárgerðar- stjóra. Einkum vakti það athygli mína, að Hrafn sagði að Sjónvarpið ætti að hætta að sinna dægurmála- þrasi og snúa sér að skemmtilegum fræðsluþáttum og menningarlegu efnj. Ég ákvað því að freista þess að minna á gamalt bréf, sem ég leyfði mér a senda til formanns útvarps- ráðs, Ingu Jónu Þórðardóttur, 21. janúar 1985 og er svohljóðandi: „Ég skora hér með á yður að velq'a máls á því í útvarpsráði, að gerð verði sjónvarpsþáttaröð um Þingvelli og Þingvallasvæðið. f mínum huga væri hér um að ræða þætti þar sem fjallað væri um hin helgu vé, allt er tengist svæðinu s.s. saga, búseta, jarðfræði, líffræði, rannsóknir hverskonar, bókmennt- ir, listir, vemdun og svona mætti endalaust telja. Engan rökstuðning þarf máli þessu til framgangs, svo augljóst hlýtur það að vera öllum þeim er um munu véla.“ Samrit sendi ég svo fulltrúum í útvarpsráði og til Sjónvarpsins. Bréfið var lagt fram á fundi út- varpsráðs 29. janúar og hlaut mjög góðar undirtektir allra ráðsmanna og var erindinu vísað til Sjónvarps- ins. Taldi ég málinu nú vel borgið. Haustið 1985 forvitnaðist ég um afdrif þess og var sagt að því hefði verið vísað til framleiðsludeildar. Ég var sæl og ánægð og sannfærð um að þar féllu menn fyrir svona verkefni. En sú virðist ekki raunin. Sláturhúsið á Bíldudal: Yfirdýra- læknir skoðar um helgina SETTUR yfirdýralæknir, Sig- urður Sigurðarson, býst við að fara til Bíldudals um helgina til að skoða sláturhús Sláturfélags Arnfirðinga og þær endurbætur sem gerðar hafa verið á húsinu. í framhaldi af því mun hann meta hvort hann treystir sér til að mæla með að landbúnaðarráð- herra veiti Sláturfélaginu undanþágu til að slátra í húsinu í haust. Sigurður segir að það sé ekki sjálfsagður hlutur að mæla með undanþágu fyrir öll sláturhús. Meta yrði í hvert skipti hvaða áhættu hægt væri að taka fyrir neytendur. Sagði Sigurður að ef mælt yrði með leyfisveitingu til sláturhússins á Bíldudal nú yrði það að óbreyttu í síðasta skipti. HUOMAR BETUR í september 1986 njósnaði ég enn innan veggja sjónvarpsins og var sagt að ekkert myndi vera á döf- inni hvað varðaði þáttagerð af því tagi, sem ég var að vísa á. Ekki vildi ég trúa því, að út- varpsráð gæti ekki einhverju ráðið um efnisval og skrifaði formanni útvarpsráðs aftur þann 23. septem- ber 1986, þar sem ég sagði m.a.: „Það er ugglaust bíræfni að ætlast til að á rödd mína sé hlustað, þegar ég kem svona ein míns liðs. En reynslan segir mér að gott sé að leita til ykkar útvarpsráðsmanna. Það er sannfæring mín að afar margir notendur sjónvarps séu sama sinnis og við varðandi svona þáttagerð, Mig langar því að fara þess á leit við útvarpsráð, að grennslast verði eftir því við ráða- menn Sjónvarps hvort ekki sé verðugt að ráðast í þetta verkefni eins og ég tala um í bréfinu frá 21. janúar 1985." Útvarpsráð tók málaleitan minni vel, en allt kemur fyrir ekki. í kynn- ingu á vetrardagskrá Ríkisútvarps- ins 1987, sem snjóaði inn til mín nýverið, var ekkert að finna um þætti tengda Þingvöllum og Þing- vallasvæðinu. Ég trúi því varla að þeir sem ráða ferðinni hvað varðar efnisval hafí ekki áhuga á jafn góðu efni og þama er. Einhveijar aðrar ástæður hljóta að liggja að baki, ^„Útvarpsráð tók mála- leitan minni vel, en allt kemur fyrir ekki. I kynningu á vetrardag- skrá Ríkisútvarpsins 1987, sem snjóaði inn til mín nýverið, var ekk- ert að finna um þætti tengda Þingvöllum og Þingvallasvæðinu. Eg trúi því varla að þeir sem ráða ferðinni hvað varðar efnisval hafi ekki áhuga á jafn góðu efni og þarna er.“ sem manni eru huldar. Ég vil leyfa mér að skora á Ríkisútvarpið — Sjónvarp, að taka þessar óskir um gerð sjónvarps- þátta um Þingvelli til rækilegrar skoðunar nú, þegar fyrirhugað er Svanhildur Halldórsdóttir að einbeita sér að gerð fræðslu- og menningarþátta í stað dægurmála. Höfundur er félagsmálafulltrúi BSRB. m mm ...... Grá- og hvítlakkaðar eldhúsinnréttingar Höfum sett upp ný og skemmtileg sýningareldhús í húsakynnum okkar að Háteigsvegi 3. HTH eldhús eru nýtískuleg, falleg og þekkt fyrir lágt verð. Komdu og fáðu hugmyndir, við gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Við seljum einnig þekktu BLOMBERG heimilistækin Nú kaupir þú innréttinguna og heimi istækin 1 áeinumstað! | Opið kl. 9-6 virka daga |1 ogkl. 10-4 laugardaga. m Allir þekkja okkar frábæru Hvítlakkað með Eikarinnréttingar beyki Sérlega fallegar innréttingar ásamt fjölmörgum sniðugum fylgihlutum. Þetta eru glæsilegustu innréttingarnar okkar, sígildar og gefa ótal möguleika. Blomberq Stílhrein hágæða heimilistæki. Fjölmargir litir. A innréttínga- húsið Háteigsvegi 3. Sími 27344.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.