Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 45 ég að láta þessi ljóð til útgáfu hjá „Bonniers forlag" í Stokkhólmi vor- ið 1944, til að sýna bæði dönsku fólki og féndum okkar, — já því ekki einnig sænsku fólki, að skáld verða ekki drepin með því að myrða þau. Ame Sörenáen hittir naglann á höfuðið með þessum orðum. Rödd Kaj Munks er ekki þögnuð ennþá og skáld sem eru til þess kjörin að vera spámenn með þjóð sinni lifa í orðum sínum. Ég held áfram að taka upp orð Arne Sörensens, nú úr minningar- grein er hann ritaði um Kaj Munk rúmlega ári fyrr, eða í janúar 1944. „Hinir dánu eru vamarlausir. Maður getur tekið sér fyrir hendur að lagfæra skipulega allt mögulegt í fari látins manns, telja upp góða eiginleika hans jafnt sem hina lak- ari, leita og skoða hans innri mann, sem eins og innbrotsþjófur, sem er að verki í húsi, þar sem íbúamir em fjarri, á ferðalagi. Hugarheimur Kaj Munks gæti freistað slíkra innbrotsþjófa. Gallar hans héngu og dingluðu utan á honum, svo að þeir sáust langt að, oft slógu gallarnir hring um hann og börðu stórar tmmbur, svo að heyra mátti um sjö sóknir. Hve oft hefur hann ekki hávæmm rómi sagt eitthvað um stúlkur, sem við hinir karlmennimir hefðum áreið- anlega viljað segja, en þegum yfir, þar eð við sitjum í sóknamefnd, já, eða á þinginu. Nú er Kaj Munk látinn og þar með svo vamarlaus. En — á samri stundu og við heyrðum lát hans, reis ósýnilegur varnarmúr kringum hann og hlífir honum svo enginn innbrotsþjófur fær brotist inn í hjarta hans. Hverskonar vöm og hlíf? Við, sem þekktum hann héld- um e.t.v. eitt andartak að það væri minning um óþreytandi gæsku. Við sáum nefnilega fyrir okkur stóm, góðu augun hans, sem geisluðu mót okkur með umhyggju og kærleika í svo ríkum mæli, við heyrðum hjartanlegan hlátur hans, og þetta tvennt sló vopnin úm höndum okk- ar, eins og svo oft á meðan hann lifði. Allir gallamir geta barið tmmbur, eins og þeir vilja, við get- um bara ekki heyrt til þeirra. En við finnum sömu virðingu og kær- leika til hins látna Kaj Munks hjá mörgum sem aldrei hittu hann eða kynntust honum. Já, hjá þvflíkum fjölda, að við komumst að því að öll þjóðin hefur slegið um hann vöm. Daginn sem við dönsum á mal- bikinu fram í dagrenningu, af fögnuði yfir að féndur okkar em famir úr landinu, þá munu tárin allt í einu taka að renna, af því að við minnumst bifreiðar, sem í svart- nætti ók í átt til Silkiborgar. Guði sé lof að þjóðin getur grátið." Til- vitnun lýkur. Skammt frá ströndinni sem ég lýsti hér að framan, kom ég í litla gamla kirkju. Hún heitir Vedersö kirkja. Þetta var kirkjan hans Kaj Munks. Hér flutti hann orðið, sem Guð fól honum að flytja. Ég gekk inn í kirkjuna og nam staðar fyrir framan predikunarstólinn. Það snart mig djúpt að standa á þessum stað. Kaj Munk kunni þá list að tala svo að eftir væri tekið. Fólk hneykslaðist oft, mörgum þótti hann of orðhvatur, en hann var sjáandi meðal þjóðar sinnar og auðmjúkur var hann frammi fyrir Drottni. Úti undir kórveggnum er leiði hans og á legsteininum er látlaus áletrun. Við hlið þessa leiðis er annað með samskonar steini, Aletr- unin er svona: Kaj Munk — Helge Munk. Helge Munk var sonur Kaj Munk. Hér við leiðin tvö, blasir við natni og umhyggja. Danskir kirkjugarðar eru mikið augnayndi, hvort heldur er í fámennri sveit eða bæjum. Við leiðið og í kirkjunni var mér efst í huga þakklæti fyrir að þeir þjónar eru til, sem þora að kannast við trú sína eða trúleysi, ákalla drottin í auðmýkt, þora að flytja orðin sem þeim er ætlað, jafnvel þótt það kosti líf þeirra. Höfundur er smtðakeunari. NIPPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUMÁ LAGER: KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA Úrvals varahlutir BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 DAIHATSliyCHARADE 3JA KYNSLÓÐIN KOMIN AFTUR Nú um helgina kemur þriðja sendingin á einum mánuði af hinum glæsilega, nýja DAIHATSU CHARADE, sem við lofuðum þeim, er urðu frá að hverfa eftir að fyrstu 500 bílamir seldust upp á tæpum 2 mánuðum fyrr í sumar. DAIHATSU CHARADE hefur síðastliðinn áratug verið fyrirmynd annarra bifreiðaframleiðenda í hönTiun_________-- sparneytinna,enöflugraoghagnýtrafjölskyldubifreiða. ,-"TTT^TúrvaV l pnim ðö »8 nnw DAIHATSU CHARADE \ * nj>ea». m'u5o”ö er í fremstu röð hátæknibifreiða af minni gerð l oWHÁTSU 9/!? og á einstaklega hagstæðu verði: \ urnýjunar a o viðstóptavina okkar. Sveifflanleg greiðsiukiör. sðstwn wusnw» frá kr. 365.600.- DAIHATSU CHARADE: ÚRVALS VARAHLUTA- OG VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA GULLTRYGGIR HAGSTÆÐA FJÁRFESTINGU. DAIHATSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23 s. 685870 - 681733.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.