Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 fyrir leikfimi, eróbikk, jazzballett og ballett Frábært úrvaii Sendum bæk/inga! ALSPOFCf HVERFISGÖTU 105 91-23444 Bátsskaðinn í innsiglingu Sandgerðis: Skyndilega hvolfdi Birgi RE í einu ólaginu „Hefði verið hræðilegt að ná ekki mönnunum“ segir Sævar Ólafs- son á Reyni GK STARFSMENN Rannsóknar- nefndar sjóslysa og Siglinga- málastofnunar voru á slysstað í Sandgerði i gær til þess að freista þess að komast út að flaki Birgis RE 323, þar sem báturinn iá á rifi utan Sandgerðishafnar. Sérfræðingar vUdu m.a. kanna hvers vegna björgunarbátur Birgis kom ekki upp þótt bátur- inn færi á hvolf í brimgarði innsiglingarinnar eins og veðrið var á fimmtudagskvöld. Sævar Ólafsson og skipshöfn hans á Reyni GK bjargaði með miklu áræði og snarræði Svani Jóns- syni skipstjóra á Birgi og Þor- steini Jónssyni háseta. Annar IítiU bátur lagði ékki i innsigling- una eftir slysið og hélt sjó næturlangt í vitlausu veðri, en liðlega 100 tonna bátur fylgdist með honum. Litli báturinn, Huld var í sínum fyrsta róðri, en það var Gerðar Þórðarson á Jóni Gunnlaugs GK 444 sem vakti yfir Huld og fylgdi henni til hafn- ar í dagrenningu. „Við vorum að koma inn í gær- kvöldi og gekk fremur rólega, því veðrið var svo slæmt," sagði Sævar Ólafsson í samtali við Morgunblað- ið. „Ég var búinn að sigla í námunda við Birgi í liðlega klukkustund, leist ekkert á veðrið, sem var kolvit- laust, hífandi rok og mikill sjór. Hann hafði skollið á um miðjan dag með bálhvössum norðnorðvestan og fór sífellt versnandi. Ég varð var við Birgi á landleið suður frá og náði aldrei sambandi við hann, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en ákvað að sigla upp að honum og fylgja honum eftir norður úr. Það var eitt- hvað sem læddist að mér og ég bað strákana að vera alla klára í sjógöll- um ef eitthvað kæmi upp á, en við erum 6 á, þijú pör af bræðrum. Þegar við komum inn á innsigling- una stóð aldan þvert á bátana, en ég sigldi norðanmegin við Birgi, vindmegin, til þess að taka af hon- um brotið. Þegar við áttum skammt eftir að innsiglingarbaujunni hvolfdi Birgi RE skyndilega í einu ólaginu. Við vorum þá um 20 metra frá bátnum, höfðum fylgt honum eftir eins og skuggi, og ég varð að bakka á fullu til þess að lenda ekki á hon- um eftir að honum hafði hvolft. Ég tók síðan áfram og þá lagðist Reyn- ir nær því að flakinu, sem var á hvolfí. Mönnunum skaut ekki upp alveg strax og það hafa örugglega verið gífurleg átök hjá þeim að komast upp úr bátnum. Mér fannst líða langur tími þar til þeim skaut upp, en það fyrsta sem við sáum var hendi sem kom upp við hlið bátsins. Sá maður, Svanur skip- stjóri, náði síðan taki á stýri bátsins á hvolfí og hékk á því. Hinn maður- inn, Þorsteinn, náði ekki taki á neinu, við hentum til hans bjarg- hring, kaðli og Markúsametinu, en hann virtist ekki taka eftir því, enda særok, haugasjór og dimmt, þótt við værum með Ijóskastara Reynis á fullu. Loks þegar hann fékk bjarghring í höfuðið náði hann taki og við drógum hann að skips- hlið. Þar náðu strákamir strax taki á honum og um leið og Reynir lagð- ist undan sjó, náði einn skipveija minna taki á honum og hreinlega vippaði honum inn fyrir borðstokk- inn svo sem engum er fært nema heljarmenni. Þá var Reynir kominn svo nærri Birgi að ég varð að bakka Morgunblaðið/Árni Johnsen Flakið af Bírgi liggur á skeijarifi utan Sandgerðishafnar. í flugvélinni fyrir ofan eru Morgunblaðs- menn að mynda á slysstað. Morgunblaðið/Árni Johnsen Sævar Ólafsson, skipstjóri á Reyni GK. frá til þess að Svanur skipstjóri klemmdist ekki á milli Reynis og Birgis. Strax og slysið átti sér stað kallaði ég út björgunarsveitina í Sandgerði í gegn um hafnarvigtina, en í þessum tilfæringum hafði okk- ur nú borið suður fyrir Birgi nær skeijunum og þannig staðsettur rak Birgi að okkur, svo nálægt að strák- amir gátu rétt Svani bjarghringinn þar sem hann hékk á stýri flaksins. Þegar Svanur skipstjóri á Birgi var búinn að smeygja bjarghringnum utan um sig sleppti hann takinu á stýri flaksins og strákamir mínir drógu hann að bátnum og náðu honum inn fyrir. Ég var þá kominn með bátinn inn í skeijapakkann og á leiðinni út aftur inn í innsiglingar- merkin tók bátinn tvisvar niðri hjá mér. Þegar Birgi hafði hvolft var ég viss um það að þótt við strönduð- um okkar báti við að reyna björgun mannanna þá myndi vera unnt að bjarga okkur. Aðalatriðið var því að ná mönnunum um borð. Það mátti hins vegar svo sannarlega ekki tæpara standa, mennimir voru orðnir mjög þrekaðir þegar við náð- um þeim, enda var sjórinn orðinn mjög kaldur. Það er furðulegt, en ég varð aldrei var við gúmmíbjörg- unarbátinn og einnig veitti ég því athygli að kúlan á enda kastlínu Markúsametsins er ekki nógu áber- andi til þess að skipbrotsmenn geri sér grein fyrir hvað þama er um að ræða. Þá vil ég einnig vekja athygli á því að það getur skipt sköpum að björgunarsveitir hér fái betri aðstöðu fyrir hina dým og góðu björgunarbáta sína þannig að þeir geti verið til taks við fjöruborð- ið þegar kallið kemur. Björgunar- menn þurfa hreinlega að geta stokkið um borð, því sekúndumar skipta máli, eins og sýndi sig í þessu tilviki í innsiglingunni. Það var ánægjulegt hvað strákamir stóðu sig frábærlega vel, engin röng handtök og sennilega hefur það rið- ið baggamuninn að þeir vom klárir í gallanum þegar óhappið dundi yfír, en ég neita því ekki að mér gekk illa að sofna í nótt, velti því fyrir mér hvað það hefði verið hræðilegt að ná ekki mönnunum." Þorsteinn Jónsson, skipverji á Birgi RE 323: „Þegar innstreymið minnkaði spyrnti ég mér út frá bátnum á hvolfi“ „ÞEGAR við nálguðumst höfnina í innsiglingunni var ekkert hlé á bálinu og kvikan var óhemju kröpp eins og verða vill á grunn- sævi í slíku roki og sjógangi, en það skipti engum togum að við fengum á okkur mikinn sjó sem hreinlega lagði bátinn um 70 gráður, annað ólag í kjölfarið setti möstrin í kaf og það þriðja sneri bátnum á hvolf,“ sagði Þorsteinn Jónsson skipveiji á Birgi, en Þorsteinn á eitt ár í sjötugt. Við hittum hann á sjúkrahúsi Keflavíkur í gær, en þar á hann að dvelja í nokkra daga vegna þess að hann fékk sjó f lungun. Hann var þó hinn hressasti, kvaðst ekki óreyndur í slfku volki, þvf 12 tonna bátur hefði sokkið undan honum á Faxaflóa fyrir mörgum ámm, en svo heppilega vildi til, eins og í fyrrakvöld, að bátur var nærstadd- ur og náði að bjarga þeim um borð áður en bátur þeirra sökk í hafíð. Þá kvaðst Þorsteinn hafa fallið út- byrðis eitt sinn á síldveiðum Þorsteinn Jónsson, háseti á Birgi RE. Myndin var tekin i sjúkra- húsi Keflavíkur i gær. norðvestur af Skaga. „Ég var einar 10 mínútur í sjónum þá,“ sagði Þorsteinn, „en hann var kaldari þá en í Sandgerðisslysinu. Það er kuld- inn sem fer með mann í þessu." „Þegar bátnum hvolfdi stóðum við Svanur báðir í stýrishúsinu, hann við stýrið en ég fyrir aftan hann. Ég gerði mér strax grein fyrir því hvemig staðan var og þeg- ar innstreymið minnkaði í bátinn á hvolfí spymti ég mér út frá bátnum, vissi að þetta var allt í lagi á með- an ég gat andað. Mér skaut síðan upp nokkuð langt frá bátnum, en eitthvað slæddist af vatni niður í lungun þótt ég sé vel syndur. Mað- ur er nú ekki lengi í þessum kulda að fara niður. Þó þetta væm ekki nema um 5 mínútur þá var maður alveg búinn. Jú, víst var þetta held- ur óþægileg tilfínning, kalda vatnið er svo fljótt að gefa krampa, en ég fann hins vegar lítið fyrir kulda og held að það hafí hjálpað mikið að ég var með vettlinga. En það er alveg ljóst að ef við hefðum verið einir þama hefði ekki þurft að tíunda neina frásögn úr okkar munni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.