Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Bruni í húsi Lelands Bell og Lousiu Matthíasdóttur: 40 stór málverk og 30 minni myndir eyðilögðust „Nær öll verk sem ég hef unnið að síðustu 15 ár eru horfin“ segir Leland Bell „Þegar ég er að grafa i rústunum finn ég virkilega fyrir þvi sem gerst hefur og þá renn- ur upp fyrir mér sú ógnvekjandi staðreynd að allt er horfið,“ sagði bandariski listmálarinn Leland Bell i samtali við Morg- unblaðið, en nær öll verk, sem hann hefur nnnið að síðustu 10-15 ár, eyðilögðust í eldi sem kom upp í húsi hans og eigin- konu hans, Lousiu Matthías- dóttur listmálara, í New York i Bandaríkjunum. Um 40 stór málverk og 30 minni myndir Lelands brunnu til ösku. Eldur- inn kom upp i vinnustofu Lelands, sem var á 5. hæð húss- ins og eyðilagðist allt sem þar var inni. Hinar hæðir hússins urðu fyrir nokkrum vatnss- kemdum en vinnustofa Louisu, sem er á 3. hæð hússins, og verk hennar sem þar voru, sluppu að mestu við skemmdir, þótt 3-4 málverk hafi ef til vill orðið fyrir vatnsskemmdum á jöðrun- um. „Ég er með vinnustofu á efstu hæð stórar byggingar í New York,“ sagði Leland Bell, þegar Morgun- blaðið talaði við hann í gær. „Þetta gerðist um klukkan 4.30 á sunnu- dagsmorgni og við sofum á hæðinni fyrir neðan vinnustofuna. Ég vakn- aði upp og þá var mjög undarleg birta í ganginum fyrir framan stig- ann upp að vinnustofunni. Ofan úr vinnustofunni heyrði ég þrusk og hélt að hundurinn okkar væri að ganga þar um. En þegar ég athugaði málið betur sá ég stórar eldtungur inni f vinnustofunni. Ég fór aftur niður og ætlaði að hringja á slökkviliðið, en þá hafði eldurinn brennt. sundur sfmalínuna. Ég hljóp niður á jarðhæð og opnaði útidym- ar en þá var slökkviliðið komið vegna þess að nágrannamir höfðu heyrt sprenginguna og séð eldinn og kölluðu á slökkviliðið. Eldurinn var svo magnaður að hann gleypti allt f vinnustofunni. Á veggnum á vinnustofunni var gluggi sem var um 17 feta breiður og 12 feta hár og hann sprakk allur út. Á hinni hlið hússins var lítill þakgarður sem þeyttist út í buskann f sprengingunni. Allt inni í vinnustofunni bókstaflega bráðn- aði. Þvf miður vinn ég mikið í serfum; og er með margar myndir í vinnslu um um sama efnið. Ég var einnig með fleiri myndir en venjulega f vinnustofunni, því mér var boðið að halda sýningu í listasafni Benn- ington-skóla f maf og var einnig að undirbúa sýningu í galleríinu mfnu, sem átti að vera í apríl. Ég var að undirbúa sýningarskrá og var því að fara f gegnum málverk- in og ákveða af hvaða myndum ætti að taka eftirprentanir. Það má segja að öll mfn verk sem ég vann að síðustu 15 ár séu eyðilögð, horfin. Ég átti nokkrar myndir niðri sem voru á sýningu í Washington DC og sennilega er helftin af myndunum af þeirri sýn- ingu til enn, bæði þau sem ég á og önnur í einkaeign. En jafiivel verk sem voru á þeirri sýningu voru uppi í vinnustofunni og þvf ónýt. Við höfum ekki enn getað farið almennilega f gengum innbúið. Hér hefur verið allt á tjá og tundri. Við erum nýbúin að fá rafmagn aftur og sfmann. Mér sýnist að 3 til 4 myndir Louisu hafí skemmst á Meðal málverka þeirra sem eyðilögðust í brunanum á vinnustofu Lelands Bell voru flestar myndimar i seriunni „Morning", þar á meðal þetta málverk. köntunum af vatni en þá aðeins lítilsháttar. Það var heil hæð milli eldsvoðans og vinnustofu hennar svo einu vatnsskemmdimar sem urðu þar vom vegna þess að vatns- slanga hjá slökkviliðinu sprakk og vathið sprautaðist yfir íbúðina. Ég á einnig mjög dýrmæt málverk eft- ir ýmsa vini mína, en til allrar hamingju vom þau á neðstu hæð- inni og þótt annar salurínn þar yrði fyrir vatnsskemmdum slapp salurínn með málverkunum alveg. Ég veit ekki hvað olli eldsvoðan- um. Það vom eldingar hér þessa nótt en sennilega kviknaði í út frá rafmagni. Við hlustum bæði mikið á tónlist og ég hafði bæði segul- bandstæki og viðtæki á borði í vinnustofunni. Sennilega hefur orð- ið skammhlaup f tækjunum, þvf eldurínn var mestur f þvf homi stof- unnar þar sem þau voru,“ sagði Leland. Leland Bell sagðist enga grein geta gert sér fyrir hve tjónið væri mikið, metið til flár, en nefhdi sem dæmi að stærri myndir hans seld- ust á 40-50 þúsund dali (tæpar 2 milljónir króna). „En það er ekki verðgildi myndanna sem skiptir mig máli heldur að myndimar em horfnar. Eina nóttina eftir bmnann vaknaði ég upp um miðja nótt við hugsun um sérstakt málverk af eiginkonu minni, sem sýnir hana sitjandi í stól. Ég hef verið að vinna að þesari mynd meira og minna í 10 ár en það var ekki fyrr en sfðustu sex mánuðina sem mér fannst að ég væri að ná fram þeim hrynjanda sem ég leitaði að. Þama um nóttina vaknaði og hugsaði: Ef til vill eyðilagðist málverkið ekki. Ég fór upp og rótaði í bmnar- ústunum en fann auðvitað ekki neitt Þegar ég er að róta í rústunum sé ég oft glitta í eitthvað og hugsa: Það er eitthvað eftir óskemmt. En nánast það eina sem er heillegt þar inni em skúffur í kommóðu eins og arkitektar nota til að geyma uppdrætti sína í og ég notaði til að geyma í teikningar. Mikið af því sem var í þessum skúffum bjargaðist; þótt myndimar hafi all- ar sviðnað á brúnunum og séu alsótugar sést þó af hveiju þær em. En því miður em þetta allt gamlar skissur sem ég var alltaf að því kominn að henda vegna þess að mér þótti þær ekki nógu góðar. En þegar ég gref í rústunum finn ég virkilega fyrir því sem gerst hefur, vegna þess að þá rennur upp fyrir mér að allt er horfið," sagði Leland Bell. Fyrirhugað var að halda sýningu á verkum Lousiu f Gallerí Borg f Reylgavík f lok október, en henni hefur verið frestað til 26. nóvem- ber. Leland sagði að þau hjónin myndu koma til Islands 23. nóvem- ber, en hann mun halda hér fyrir- lestur 2. desember. Opnun sýningarinnar átti að haldast í hendur við útkomu lista- verkabókar um Louisu, sem gefín var út f New York og verður gefín út á fslensku af Máli og menningu. Listmálarinn Leland Bell i rústum vinnustofu sinnar ásamt hundinum Blaze. S(mamynd/AP Reykjavík - fundarstaður framtíðarinnar: Ráðstefna um framtíð- arhorfur ferðaþjón- ustu í Reykjavík „REYKJAVÍK — fundarstaður framtíðarinnar“ er yfirskrift ráðstefnu sem Ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar gengst fyrir mánudaginn 12. október næst- komandi á Holiday Inn í Reykjavík. TUgangur ráðstefn- unnar að ræða um möguleika á framtíðarþátttöku Reykjavíkur í alþjóðlegu ráðstefnu- og fundahaldi, stóru sem smáu. Tímasetningin er valin í tilefni þess að eitt ár er liðið frá leið- togafundinum í Höfða i Reykjavík. Til ráðstefnunnar er boðið full- trúum flugfélaga, ferðaskrifstofa, hótel- og veitingahúsa, leiðsögu- manna, bfialeiga, bflastöðva og annarra aðila sem hagsmuna eiga að gæta f ferðaþjónustu, auk ýmissa fleiri fulltrúa og einnig flöl- miðla. Áðiír en til formlegrar setningar ráðstefnunnar kemur verður gest- um boðið í skoðunarferð um Reykjavík sem lýkur með kynningu á nýju borgarskipulagi í hinu nýja Borgarleikhúsi. Ráðstefnan verður síðan sett á Holiday Inn af Júlíusi Hafstein, formanni Ferðamála- nefndar Reykjavíkur sem mun skýra tilgang hennarog þau áform nefndarinnar að styðja við og örva uppbyggingu ferðaþjónustu á höf- uðborgarsvæðinu næstu 3—5 árin. Aðalræðumaður ráðstefnunnar verður Frank Mankiewicz, vara- stjómarformaður Hill and Knowl- ton Public Affairs Worldwide í Washington. Hann mun flytja er- indi um hvemig aðrar þjóðir og landssvæði hafa á skipulegum og markvissan hátt byggt upp ferða- og ráðstefnuþjónustu á fáum árum. Mankiewicz, hefur langa reynslu í kynningarmáium, er þjóð- kunnur Bandaríkjamaður og var m.a. blaðafulltrúi Roberts Kennedy og náinn samheiji John F. Kennedy á sjötta og sjöunda áratugnum. Áður en hann hóf störf hjá Hill and Knowlton var hann forstjóri ríkisútvarps Bandaríkjanna, Natio- nal Public Radio, en átti þá að baki farsælan feril sem blaðamað- ur og rithöfundur. Á undanfömum árum hefur Mankiewicz tekið þátt í að skipuleggja kynningarmál og uppbyggingu ferðamála fyrir ýms- ar þjóðir, þ.m.t. ríki eins og Marokkó og Tyrkland, auk þess sem hann sérhæfir sig í fjölmiðlum og stjómmálum í höfuðborginni Washington. Á dagskrá ráðsteftiunnar eru erindi ýmissa fulltrúa úr ferðaþjón- ustu. Þar má nefna Bjama Sig- tryggsson, aðstoðarhótelstjóra á Hótel Sögu, sem fjalla mun um hvemig nýta má betur þá aðstöðu sem þegar er fyrir hendi og Steinn Logi Bjömsson, fulltrúi forstjóra Flugleiða mun skoða nánar hvað við höfum upp á að bjóða sem aðrir hafa ekki. Þá flytja fulltrúar frá ferðaskrifstofunum, þær Þó- mnn Ingólfsdóttir, Ferðaskrifstofu ríkisins og Hildur Jónsdóttir, Sam- vinnuferðum-Landsýn, stutt erindi um kosti og galla höfuðborgarinn- ar. Að því búnu verða umræður um þema dagsins með þátttöku Birgis Þorgilssonar, ferðamála- sljóra, Emu Hauksdóttur, fram- kvæmdastjóra Sambands veitip^a- og gistihúsa, Friðriks Haraldsson- ar, formanns Félags leiðsögu- manna, Jóhannesar Gunnarssonar, fulltrúa Ferðamálanefiidar Reykjavíkur og Sigfúsar Erlings- sonar, framkvæmdastjóra mark- aðssvið Flugleiða, en umræðunum stjómar Jón Hákon Magnússon. í kjölfarið fylgja almennar umræður en ráðstefnunni verður að þeim loknum slitið formlega af Þórunni Gestsdóttur, varaformanni Ferða- málanefndar Reykjavíkur. Ferðamálánefiid Reykjavíkur efndi einnig til samkeppni um minjagrip sem tengdist Reykjavík- urborg í tilefiii ársafmælis leið- togafundarins. Að lokinni ráðstefnunni í Holiday Inn, verða afhent verðlaun í þeirri samkeppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.